Morgunblaðið - 22.09.1967, Page 23

Morgunblaðið - 22.09.1967, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1967 23 um stráCa veg, eins og þar færi raunalaus maður. — Hann var hetja, mitt í sínu umkomuieysi. Stór'brotinn, en mannlegux, per- sónuleiki, sem margt mátti læra af. — Hinn annar strengur í hörpu hans — og þeirra þýðas.t- ur — var umönnun hans og hug- arþel tiil þeirra, sem í vonleysi stóðu andspænis örlögum sínum, en voru hans tíðu samferðamenn á hjúkrahúsaferli hans. Honum auðnaðist oft að smeygja ljós- geisla inn í sálarlíf þeirra, þótt hann reri sjálfur í sama báti. Hann strauk oft, þennan streng. — Þar var aldrei falskur tónn. — Hann gerði þflð jafnan svo, að sem minnst færi fyrir þvl — — Það var í senn, furðulegt og hrífandi Sá hinn þriðji strengur hörp- unnar, hljómaði æ sjaldnar, hin síðari ár. En það var skop-skyn hans og græskulausa glettni. Hann var hugmyndaríkur á því sviði og færði mörgum sam- ferðamanninum léttara yfir- bragð með því. Vissulega hljómuðu fleiri strengir í hörpu Magnúsar. Einnig þeir, sem hjáróma voru, því að hann var ekki brestalaus, frekar en aðrir mannlegir menn. En það verður eintal hans við guð sinn, sem ég blanda mér ekki í, — þó er rétt að hafa það í huga, að þeir, sem heilbrigðir teljast, snúast ekki ætíð mieð skynsamlegasta hættL gegn ör- lögum sínum. Þeir mæla heldiur ekki alitaf af háttvísi og geð- prýði. En þó að það réttlæti ekki neitt í sjálfu sér, er ekki fráleitt að leiða hugann að því, hvers sé þá að vænta af þeim, sem stöðugt er ógnað með þjéning- um og dauða. Þó að oft væri skyggsýnt og kuldalegt, yfir leiðum Magnús- ar, hér í heimi, þá lýsti honum þó og yljaði margur sólargeislinn frá samferðafólkinu. Læknar hans gerðu margt fallegt oig vel fyrir hann, og þá sérstaklega Katrín og Skúli Thoroddsen, sem um margra ára bil, voru heimilislæknar hans, — Skúli var þar um margt fyrirmynd annarra lækna, með lipurð sinni og skilningi á þörfum hans og getu, svo þráfaldlega, sem til hans var leitað. Mér leikur svo hugur á, að þar hafi ekki alltaf komið gjald fyrir. — Samstarfs- menn hans, margir, sýndu hon- um oftlega hlýhug og rausn. — Systkini hans gerðu honum mögulegt, að sitja að föðurleyfð þeirra og held ég að það hafi yljað honum hvað mest. — Dæt- ur hans fjórar uxu upp eins og gleymméreyjar í gróanda, af miklum þroska, og urðu fleiruro hugleiknar. Sex mannvænleg barnabörn voru honum einnig miklir yndisaukar. Flyt ég öllum þessium og öðr- um velunnurum hans, alúðar- þakkir fyrir ilminn og birtuna. Síðast, en ekki sízt, átti hann eigin/konu, sem annaðist hann og hjúkraði honum, næmar og betur en nokkur annar. — Hún skilur sálir. — Hún bar með hon- um byrðar hans af slíkri hug- prýði og reisn, að fágætt er. Hún annaðisit líka dæturnar þeirra fjórar, af þeirri umönn- un, sem aðeins móðir getur gert. — Það var fögur dáð, sem þar var drýgð. — Hún átti líka sín- ar vonir og sínar þrár, eins og hann. En þær voru dæmdar til að deyja með hans. í harminum er fegurðdn stundum mest. f allsleysi sínu, er hún kona ríkust, í allri smæð sinn, er hún stærst. Mér finnst hún hafa fært inn í mannlífið frábæra feg- urð. Það er ekki á mínu valdi, að þakka henni fyrir það. Það verður ger.t af öðrum, mér mi'klu meiri á hennar lokadægri. Við, tengdasynir Magnúsar, flytjum honum miklar þakkir og stórar fyrir daötur hans, fyrst og fremst. Það eru epli, sem ekki hafa fallið langt frá eikinni, enda allar hinir mestu kvenkostir. Við þökkum honum fyrir samfylgdina og hlýhug allan. Persóhulega óska ég þess og bið, að sú vegferð hans, sem nú er hafin, verði áfallaminni en sú, sem hann átti hér. Með alúðar kveðju. Skarphéðinn Össurarson. Telpnaúlpur TEDDY-nylonulpur með gæruskinns- bryddingum á hettunni nú til einlitar og munstraðar. Vinsælasta telpnaúlpan á markaðnum. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. Laugavegi 31. Tónlistarskóli Mosfellshrepps tekur til starfa 2. október n.k. Kennslugreinar: Píanó, blásturshljóðfæri, blokk- flauta, tónfræði og tónlistarsaga. Einnig fiðlu- leikur ef næg þátttaka fæst. Umsóknir um skólavist sendist til símstöðvarinnar að Brúarlandi fyrir 27. sept. n.k. SKÓLASTJÓRI. Sláturtíðin er að hefjast Plastfötur fyrir slátur og saltkjöt plastbalar og föt plastöskjur í frystikistur álpappír, plastpokar sláturgarn, rúllupylsugarn hakkavélar, rúllupylsupressur niðursuðuglös V2 1, % 1, 11, IV2 1, 2 1. tmaent REYKJAVÍK Hafnarstræti 21 sími 1-33-36. Suðurlandsbraut 32 sími 3-8775. PLYMOUTH BELVEDERE II. NOKKRAR AF HINUM GLÆSILEGU OG VINSÆLU PLYMOUTH BELVEDERE II, ÁRGERÐ 1967, FYRIRLIGGJANDI. ÞAR SEM ÞEGAR HAFA VERID TILKYNNTAR NOKKRAR HÆKKANIR Á VERÐI 1968 ÁRGERÐANNA, ER VÆNTANLEGAR ERU TIL LANDSINS í I.OK NÆSTA MÁNAÐAR, RÁÐIÆGGJUM VÉR VÆNTAN- liEGUM VIDSKIPTAVINUM VORUM AÐ HAFA SAMBAND VIÐ UMBOÐIÐ SEM FYRST TIL AÐ TRYGGJA SÉR 1967 ÁRGERÐINA. MUNIÐ HIN HAGSTÆÐU KJÖR. CHRYSLER Vlymoutfi CHRYSLER-UMBOÐIÐ VÖKULL h.f. Hringbraut 121, sími 10600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.