Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 3
MOKGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 3 Frá vinstri: Gimnar Guðmun dsson, framkvæmdastjóri Sinfó niuhljómsveitarinnar, Vilhjalm- ur Þ. Gíslason ,útvarpsstjóri, og Bohdan Wodisczko, aðalstjór nandi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar starfsárið 1967 til ’68. Fyrstu sinfoníutónleikarnir á fimmtudagskvöld — Bohdan Vfodiczko aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur FYRSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands á þessu starfsári verða á fimmtudaginn, 28. september og hefjast klukk- an 20.30. Þá verða flutt: „Sym- phonusche Metarmorphosen“ um stef eftir Weber eftir Hindemith, píanókonsert nr.' 3 í C-dúr op. 26 eftir Prokofieff og píanókon- sert nr. 5 í Es-dúr eftir Beetho- ven. Einleikari á tónleikunum verður bandaríski píanóleikarinn Augustin Anievas en stjórnandi Bohdan Wodiczko og er þetta þriðja starfsárið, sem Wodiczko er aðalstjórnandi Siníóníuhljóm- sveitarinnar. 1 vetur verða 18 sinfóníutón- leikar í stað 16 í fyrra en einnig lék Sinfóníuhljómsveitin á þrem- tónleikum á Tónlistarhátíð Norð- urlanda, sem haldin var í Reykja vík dagana 17. til 22. september sl. Á seinasta starfsári voru flutt ir 48 opinberir tónleikar, undir stjórn 9 hljómsveitarstjóra, en 36 einleikarar og einsöngvarar og 4 kórar komu fram me'ð hljóm- svaitinni. Alls voru flutt 180 tón- verk, þar af 16 verk eftir 9 ís- lenzk tónskáld. 48 erlend verk voru flutt í fyrsta sinn hérlendis og frumflutt voru 5 íslenzk verk. Leikið var við 36 sýningar í Þjóðleikhúsinu og 11 verk voru flutt fyrir Ríkisútvarpið sérstak- lega. Þá voru farnar tónleika- ferðir á fimm staði úti um land. Áheyrendur í tónleikasal voru um 34 þúsund. Auk framangreindra 18 S’n- fóníutónleika (A-flokkur) ‘ eru fyrirhugaðir ein,s og á undan- förnum árum sunnudagstónleikar (B-flokkur), þar sem flutt verða vinsæl klassisk tónverk. Ekki verða seld áskriftarskírteini að þessum tónleikum, eins og síðast- liðið ár. Þá eru fyrirhugaðir sér- stakir skólatónleikar með svip- uðu sniði og á undaníörnum ár- um. Um fyrirkomulag og fram- kvæmd þeirra verður leitast við að hafa sem nánasta samvinnu við skólayfirvöld en siíkir skóla- tónleika fyrir unglinga á aidrin- um 16 til 21 árs gengu mjög illa á síðasta starfsári. Voru átta tónleikar fyrirhugaðir . en urðu ekki nema fjórir vegna lélegrar aðsóknar. Aftur á móti tókust skólatónieikar fyrir börn á aldr- inum 6 til 12 ára mjög vel og verða fjórir slíkir tónleikar haldn ir í vetur. Alls munu sex hljómsveitar- stjórar stjórna A-flokks-tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur auk Bohdan Wodiezko, þar af þrír íslendingar. 21 einleik- ari og einsöngvari munu koma fram með hljómsveitinni auk þess sem Söngsveitin Fílhar- monía tekur bátt í einum tónleik- unum, þar sem flutt verður Requiem eftir Verdi. Á starfsárinu mun Sinfoníu- hljómsveitin hald,a tónleika á ýmsum stöðum utan Reykjavík- ur svo sem Akranesi, Keflavík, Selfossi, Vestmannaeyjum, Akur- eyri og víðar. Þá leikur hljóm- ur imiu iiyjci siaiuruusi ■ uuryurucai ÞESSI mynd er tekin í gær í hinu nýja sláturhúsi í Borg- arnesi, sem tekið er til starfa og rekið með nýrri aðferð slátrunar, þar sem frumskil- yrðin eru, að sögn forráða- manna, að vinnan gangi kerf- isbundið og sem fljótast fyrir sig og ennfremur sé aðstaða til alls hreinlætis mun full- komnari en gerist í sláturhús um hér. Sláturhúsið í Borgarnesi er hið nýjasta og fullkomnasta sem tekið hefir til starfa hér á landi. Afköst þess eru nú orðin, eftir viku þjálfun starfsfólks, 2100 fjár á dag. Allar starfsaðferðir eru með nýjum hætti. Þjálfari og kennari við störf í hinu nýja húsi er Ný- sjálendingurinn William Apps, en í sínu heimalandi stjórnar hann sláturhúsi, sem ) afkastar 12500 gripum dag- lega. Kerfi það, sem notað er í þessu nýja húsi er frá Nýja Sjálandi. (Ljósm. Hörður) sveitin við þrjár sýningar í Þjóð- j leikhúsinu: Galdra Loft, Horna-; kóralinn og Brosandi land eftir; Lehár. Einnig mun hljómsveitin leika nokkur verk sérstaklega j Ifyrir Ríkisútvarpið eftir því sem . gietan leyfir. Þetta er sjöunda starfsár Sin- fóníuhljómsveitarinnar síðan Rík dsútvarpið tók við rekstri hennar en hljómsveitin var stofnuð ár- ið 1950. Á fundi með fréttamönhum í gær ræddu þeir: Gunnar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri ibljömsveitarinnar, Vilhjálmur Þ. Gíslason. útvarpsstjóri og Bohd- tan Wodiczko, aðalstjórnandi, um isfarf Sinfoníuhljómsveitar ís- 'lands. Kváðust þeir hafa orðið mjög i undrandi yfir hinum lélegu móttökum, sem skólatónleikarn- ir í fyrra hlutu hjá unglingun- um. Hefði ætlunin verið að kynna unglingunum tónlist frá hinum ýmsu timabilum með átta tónleikum en aðeins fjórir hefðu verið haldnir. Aitur á móti hefðu börnin sótt sína skólatónleika mjög vel. Sagði Wodiczko, að hérna þyrftu skólayfirvöld að ryðja brautina. Tónlistin ætti að vera allra eign og áhugi barnanna sýndi, að af sliku gæti orðið. í fyrra hefði unglingunum ver:ð boðið upp á ágætis verk en áhugaleysi skóla- valda hefði kæft tilraunina. Kvaðst Wodiczko vona, að betur tækist til í vetur. Þá ræddi Wodisczko einnig hlutverk blað- anna og sagði að mikið skorti til, að þeirra hlutur á gagnrýni og kynningu, á Sinfónáuhljóm- sveitinni og verkum þeim, sem hún flytti, væri sem skyldí. Blöð in ættu að leiðbeina almenningi en ekki aðeins tala um góðan eða slæman leik hljómsveitarinnar sjálfrar. Útvarpsstjóri gat þess, að í fyrra hefði tveim fyrirtækjum verið boðið að koma á hljóm- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar sér að kostnaðarlausu. Hefði það verið tilraun til að iát.a Ihlljóm sveitima ná til fieiri manna og gefa öllum almenningi kost á að njóta góðrar tónlistar. Þessi boð hefðu bæði verið afþökkuð. Gunnar Guðmundsson sagði, að sú stefna hefði verið tekin, að selja sem flest áskriftarskír- teini fyrir starfsárið. Væri það mikið sama fólkið, sem sækti tónleikana, frá ári til árs. Vissu- lega væri það ekki heppilegasta stefnan en á meðan allur al- menningur sýndi tónleikunum ekki áhuga og ekkd væri hægt að búast við breytilegum áheyr- endahóp á hina ýmsu tónleika sæju þeir sér ekki annað fært. Þá lögðu þeir þremenningar áherzlu á, að áfram yrði haldið á þeirri braut að gera tónleik- ana að almenningseign eins vitt og auðið væri, jafnframt því sem til þeirra yrði vandað, þannig að þeir yrðu þeim til ánægju, sem mest unna tón- iistinni og bezt skyn bera á hana. Flúðu af innbrotsstað BROTIZT var inn í benzín- afgreiðslu Esso við Borgar- tún aðfaranótt sunnudagsins. Sprengdu þjófarnir upp dyr og salerni og ætluðu að brjótast inn í afgreiðsluna gegn um vegginn. Sást til þeirra og komst. styggð að þeim, áður en þeim tókst að rjúfa veginn. Lentu þeir þá að flótta og hurfu út í myrkrið. Tolstöð stolið úr lnnglerðabíl BROTIZT var inn í eina af bif- reiðum Ólafs Ketilssonar í fyrri- nótt og talstöðinni stolið. Bifreið- in stóð við Umferðarmiðstöðina og hefur þjófurinn spennt upp einn gluggann til að ná 1 tal- stöðina. STAK8TEINAR Tvöíeldni BYLTIN'G herforingjanna i Grikklandi hefur vakið mikla reiði um allan heim og mótmæla- alda vegna þessa framferðis rís stöðugt hærra. Hér á landi hafa þessir atburðir verið fordæmdir ekki síður en annars staðar óg öll dagblöðin hafa reynzt á einu máli um, að ekki megi láta sitja við svo búið. í samræmi við al- menningsálitið hér á landi hefur ríkisstjórn íslands gerzt aðili að kæru Norðurlandanna á hendur grísku herforingjastjórninni inn- an Evrópuráðsins. Þessari al- mennu samstöðu hér á landi til atburðanna í Grikklandi ber að fagna. Það er ekki oft sem slík samstaða er fyrir hendi. Hins vegar vekur afstaða manna hér- lendis upp spurningar um þá tvö- feldni í afstöðu til ýmissa heims- viðburða, sem alltof oft verður vart meðal ákveðinna hópa hér á landi. Hvaða munur er t.d. á einræði herforingjaklíkunnar í Grikklandi og einræði herfor- ingja t.d. í Egyptalandi og öðr- um Arabalöndum. Að vísu var lýðræðislegu stjórnarfari fórnað í Grikklandi, en þótt rotinni kon- ungsstjórn hafi verið steypt af stóli í Egyptalandi 1952 hafa Egyptar ekki hlotið lýðræðislegt stjórnanfar í þess stað. Hvaða munur er á einræði herforingj- anna í Grikklandi og einræði flokksklíkunnar í kommúnista- löndunum austan járntjalds? Kommúnistar hér á landi hafa réttilega fordæmt harðlega bylt- inguna í Grikklandi, en hafa þeir fordæmt einræðisstjórn Flokksins i löndunum austan járntjalds? ■í" V iðskiptabönn Sama tvöfeldni kemur fram á sviði alþjóðamála þegar við- skiptabönnum er beitt gegn til- teknum þjóðum til þess að knýja þær til breytinga á innánlands- stefnu sinni. Þannig hefur rétti- lega verið komið á viðtæku við- skiptabanni gegn stjórn hvítra manna í Ródesíu, sem neitar að veita blökkumönnum þar i landi sjálfsögð mannréttindi. En hef- ur viðskiptabanni verið beitt gegn Sovétríkjunum, Tékkósló- vakíu eða öðrum kommúnista- lönduin, þar sem t.d. rithöfund- ar og aðrir listamenn njóta ekki sjálfsagðra mannréttinda? Kaldur veruleiki Sannleikurinn er auðvitað sá, að það eru ekki einungis komm- únistar, sem gera sig seka um tvöfeldni í afstöðu til heimsvið- burða. Það gera stórveldin líka. Afstaða þeirra byggist oft á því, hvort þeirra eigin hagsmunir eru í veði eða ekki. Bandaríkja- menn hafa reynt að einangra einræðisstjórn Kastrós á Kúbu en hafa þeir tekið sömu afstöðu til annarra einræðisstjórna í Mið- og Suður-Ameríku? Hér er það kaldur veruleikinn, sem ræður. Málstaður lýðræðisins í Grikklandi nýtur almenns stuðn- ings um heim allan og ekki er ólíklegt að sú samstaða muni fyrr eða síðar knýja herforingja- stjórnina grisku frá völdum. En það væri óskandi að málstaður lýðræðis nyti jafn víðtæks stuðnings annars staðar, hvort sem það væri í rómönsku Amer- íku eða í A-Evrópulöndunum. Er það ekki kjörið hlutverk fyr- ir Norðurlöndin að beita sér fyrir slíkri samstöðu um málstað lýðræðis um heim allan pða markast afstaða þeirra kannski líka af tvöfeldni og köldum veruleikanum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.