Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 Útgefandi: Hf. Arvakur, R’eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsso.n. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. SJÓEFNA VINNSLA jDaldur Líndal, efnaverk- ** fraeðingur, hefur átt meiri þátt í því en nokkur maður, að kísilvinnsla hefst nú senn við Mývatn. Hann hóf rann- sóknirnar við Mývatn, og þeg- ar erlendir sérfræðingar tóku neikvæða afstöðu til vinnslu kísils úr botni Mývatns hélt hann fast við fyrri afstöðu sína og reyndist hafa rétt fyr- ir sér. í viðtali við Mbl. sl. sunnu- dag skýrði Baldur Líndal frá þeim verkefnum, sem hann vinnur nú að, en það er at- hugun á sjóefnavinnslu. Um þetta segir Baldur Líndal: „Aðstaða okkar er töluvert frábrugðin því, sem gerist víða annars staðar, þótt hún sé væntanlega síður en svo verri. Sjóefnavinnslan er afar orkufrekur iðnaður og við gerum okkur vonir um að geta samhæft jarðhita og raf- orkunotkun, sem undirstöðu fjölþætts iðnaðar. En það virð ist einmitt höfuðskilyrði fyrir lágum framleiðslukostnaði“. Baldur Líndal bendir síðan á, að tvær leiðir séu aðallega farnar við sjóefnavinnslu. - Annars vegar eru efnin unnin úr sjó án þess að nema vatnið burt, en þannig fer fram vinnsla á magnesíum og brómi, hins vegar er sú leið, sem farin er við saltvinnslu með uppgufun sjávarins. Hinn ágæti vísindamaður seg- ir síðan, að samhæfingar beggja þessara aðferða mundi hagkvæmust, ef henni yrði komið við og skýrir nánar hverjir möguleikar séu til þess hér á landi. Síðan segir Baldur Líndal: „Ég hef gert tillögur um þrjú framleiðslustig. Á hinu fyrsta yrðu framleidd ýmis sölt, matarsalt, kalí og magnesí- um, klórið og kannski fleira. Hér yrði því um að ræða salt- eða saltaverksmiðju, hvort sem menn vilja kalla hana. Annað stigið fæli í sér fram- leiðslu léttra málma með raf- orku, magnesíum, natríum og ef til vill fleiri geysi verð- mætra málma. Þetta skapaði svo möguleika fyrir þriðja stigi. Því við málmvinnslunni má gera ráð fyrir, að myndist töluvert magn af klóri. Klórið _ mætti væntanlega selja sem slíkt, en einnig nota til að byggja upp lífræn efnasam- bönd úr efnum, sem fást í sambandi við olíur. Þannig mætti framleiða plasttegund- ir og fleira, sem við hefðum áhuga á. Auk þess er mögu- leiki á þriðja stigi fyrir fram- leiðslu títaníum, sem er einn hinna nýju léttu málma.“ Þetta viðtal við Baldur Líndal er athyglisvert að mörgu leyti. Það sýnir okkur t. d. að við eigum hæfan vís- indamann, sem hefur þegar sýnt og sannað, að hann er fær um með rannsóknum sín- um, að leggja grundvöll að nýjum iðngreinum í landinu. Það sýnir okkur einnig að ísland býr yfir náttúruauð- lindum, sem hægt er að nýta, ef við aðeins gerum okkur grein fyrir tilvist þeirra og tækifærunum. Og loks sýna ummæli Baldurs Líndals glögglega, að ný tækifæri geta opnast, ef nægilegu fjár- magni er veitt til rannsókna og tilraunastarfsemi. Það er rík ástæða til að undirstrika mikilvægi þeirra athugana, sem Baldur Líndal vinnur nú að. Ekki er ólíklegt að þær mundi áður en langt um líður leiða til þess að nýjar atvinnu greinar rísi upp hér á landi. BÍTUR HANN Á AGNIÐ? rkki er langt um liðið síðan kommúnistablaðið lýsti því yfir á forsíðu, að formað- ur Alþbl. hafði „sagt skilið við“ það, vegna framboðs hans í Reykjavík, sem beint var gegn framboði Alþbl. í höfuðborginni. Næstu vikur mátti vart á milli sjá hvor aðilinn, kommúnistar eða andstæðingar þeirra innan Alþbl. væru harðorðari um hinn, slík voru gífuryrðin á báða bóga. Kjósendur munu og almennt hafa talið, að nú væri komið að lokum sam- starfsins innan Alþbl. og eng- inn vafi er á því, að verulegur hluti atkvæðamagns I-listans fékkst vegna þess að svo var talið enda stuðluðu aðstand- endur I-listans óspart að út- breiðslu þeirra skoðana. Nú bendir hins vegar ýmis- legt til, að enn á ný muni hin ólíku öfl innan Alþbl. renna saman í eina fylkingu. Fyrir nokkru var kjörið í fulltrúaráð Alþbl. í Reykja- vík en kommúnistar náðu undirtökunum í þeim félags- skap sl. vor, svo sem menn muna. Svo einkennilega bregður við, að í þessu full- trúaráði eru nú allir helztu forustumenn „Félags Alþbl,- manna í Reykjavík og ná- grenni“, sem stofnað var af aðstandendum I-listans og má ekki á milli sjá, hvorir hafa hlotið meiri niðurlæg- ingu, kommúnistar að hafa tekið við þeim sem „sögðu skilið við Alþbl.“ sl. vor eða hinir, sem voru raunverulega Líkan af TU-144. Hljóðhverf sovézk farþegaþota tekin í notkun á næsta ári STÓRÞJÓÐIRNAR eru allar að undirbúa farþegaflug með þotum, sem eiga að fljúga hraðar en hljóðið. Bretar og Frakkar eru í sameiningu að vinna að smíði Concord-þot- unnar, sem á að vera full- smíðuð einhverntíma um 1972, og í Bandaríkjunum eru Boeing-flugvélasmiðjurnar að vinna að hljóðhverfri þotu, sem á að komast á markað- inn um svipað leyti. Allt bendir hinsvegar til þess, að það verði Sovétríkin, sem fyrst verða til að flytja farþega hraðar en hljóðið. Talið er að sovézka flugfélagið Aeroflot fái fyrstu þoturnar af gerðinni TU-144 strax á næsta ári, og verði því að minnsta kosti þremur árum á undan Vesturveldunum. Frá þessu var skýrt m.a. í sænskum blöðum nýlega í sambandi við komu Boris Bugajev, aðstoðar flugmála- ráðherra Sovétríkjanna til Stokkhólms. Sagði Bugajev að nýju þotunni hefði að vísu ekki verið flogið enn sem komið er, en tilraunafilug hæfist „á næstunni". Fyrirhugað er að TU-144 fljiúgi með 2.300 kílómetra hraða á klst., og flugþolið verði 6.500 kílómetrar. Á þot- an að taka 120 farþega. Sagði Bugajev að seinna yrði endur bætur gerðar á iþotunni til að gera hana langfleygari, og yrði hún þá senniiega notuð á flugleiðunum til Kanada og Bandaríikjanna. Smíði TU-144 á sér nokk- urn aðdraganda, og var vitað að hljóðhverf þota væri í smiðum í Sovétríkjiun.um. Var jafnvel talið hugsanlegt að Sovétríkin sendu tilraunavél af þessari gerð á flugsýning- una, sem haldin var í París í júná sl. Sænsk blöð benda á að at- hyglisvert sé að Rússar hygg- ist taka TU-144 í notkun strax á næsta ári, þótt enn sé ekki farið að reyna þot- una, þ.e. að hún verði ekki reynd nema í hálft til eitt ár áður en hún hefur farþega- flutning. Or fjölgun nemenda á öllum skólastigum — aðalmál á fundi menntamálaráðherra í Strasbourg Fundurinn taldi nauðsyn ái aukinum leiðbeiningum um náms ag sitarfsval ag átframhaldanidJ rannsóknum. á sviði starifis- fræðslu. Þyrfti í leiðbeiningar- starfinu að gæta góðrar sam- vinnu kennara, sérmenintaðra leiðbeinenda, fioreldra og nem- enda. Stetfna bæri að því, aðl góðar leiðbeiningar um nálms- ag stanfisval, einkum eftir að skyldufræðslu lýkur, kami í vax- andi mæli í stað venjuleigra prótfa sem aðferð til að beinai FUNDUR menntamálaráðherra aðildarlanda Evrópuráðsins var haldinn í Strasbourg í Frakk- landi dagana 12.—14. þjn. og sóttu hann fulltrúar 21 ríkis, á- samt áheyrnarfulltrúum frá Evrópuráðinu, Unesco og OECD. Ætlunin hafði verið að fundur- inn yrði í Aþenu í maímánuði sl. en vegna stjórnmálaástandsins í Grikklandi var breytt um fund- arstað og tíma. Aðalmál fundarins í Stras- bourg var hin öra fjölgu'n nem- enda á öllum slkólastigum og þau viðfangsefná, sem sú þróun' hefur í för með sér. Flutt voru þrjú fr.amsöguer- indi á fundinum: (1) ítalski menntamálaráð- herrann, sem stjórnaði fundinj- um., ræddi um leiðbeinimgar við nám.s- ag starfisval ag mögu- leika nemenda á því að skipta um námsbraut. (2) belgíski ráðherrann ræddi um þátt prótfa í skólastarfinu, og (3) fulltrúi Sviss talaði um. starfsfræðlslu sem þátt í mernnt- uin kennaraefna og starfiandi kennara. í Evrópu stetfnir yfirleitt alls- staðar í þá átt að lengja skóla- skyldu, og töldu fundarmenn æskilegt að skólakerfin veittu svigrúm til þess að nemendiur þyrftu ekki að hvertfa otf snemma frá almennu námi að sérnámi, en þetta er nú nokkuð misjafnit í hinum ýmsu löndum. nemendum inn á þær brautdr, sem hverjum um sig virðast henta. Talið var, að vegna hins gílf- urlega aukna nemendatfjölida I skólum, væru venjuleg prólf að verða mjög erfið í framkvæmd, þar sem þau m.a. tækju allt otf mikinn tíma frá sj'álfu náminu, auk þesis sem þau væru hæpinni mælikvarði. Menntamiálaráðherra íslands gat ekki sótt fundinn í Stras- bourg ag tók Bir.gir Tharlacius, ráðuneytisstjóri, þátt í fundim- um í hans stað. (Frá Menntamálaráðuneytinu) reknir úr Alþbl. í vor en þiggja nú þessa ölmusu kommúnista. Aðstandendur I-listans hafa oft unnið einangraða sigra í átökunum innan Alþbl. en þeir hafa aldrei haft lag á að fylgja þeim eftir. Jafnvel sá sigur, sem þeír unnu í þing- kosningunum í vor, virðist hafa dregið úr þeim allan mátí og nú ganga þeir á ný til samstarfs við kommúnista, sem setja skilyrðin að því er virðist. í kommúnistablaðinu sl. sunnudag segir svo „um átökin innan Albbl. að þau hafi verið „deilur um skipu- lagsmál og einatt um keisar- ans skegg, studdar klíkumynd unum og persónulegum met- ingi .. “ Þar með eru margra ára átök afgreidd. En hver eru skilyrði komm- únista? Kommúnistablaðið segir ennfremur: „... á þessu auðlegðartímabili hafa verka- lýðssamtökin sett ofan sem félagslegt vopn í kjarabarátt- unni ... forustu verkalýðs- hreyfingarinnar er oft legið á hálsi fyrir þessa þróun og víst hefði framtak hennar mátt vera meira og einarðara ...“ Og síðar: „Verkalýðssam- tökin eiga framundan harða baráttu; það er ekkert öfug- mæli, að kauphækkanir séu óhjákvæmilegar á þessum erf iðleikatímum ...“. Þar með eru línurnar skýr- ar. Forseti Alþýðusambands- ins getur keypt frið innan Alþbl. því verði að fórna þeirri nýju stefnu í kjaramál- um, sem hann hefur beitt sér fyrir og þegar veitt meðlim- um verkalýðsfélaganna meiri kjarabætur en hin „harða barátta“ áður fyrr. Bítur hann á agnið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.