Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 Bikarinn kyrr hjá Val að Hlíðarenda Valur vann Fram 2-0 í fjörugum og vel leiknum úrslitaleik f fjörugum og skemmtilegum og á köflum vel leiknum úrslita- leik sigruðu Valsmenn Framara með 2 mörkum gegn engu. Eftir gangi leiksiins er tveggja marka munur e.t.v. of stór, en þó Vals- menn hafi haft alla heppnina með sér, er ekki vafi á að hetra liðið í þessum leik vann. Lengi vel leit út fyrir að umdeildanleg vítaspyrna myndi ráða úrslitum leiksins, en tveim mín. fyrir leikslok skoraði Hermann Gunnarsson annað mark Vals og tók fyrir allar deilur um sigur- inn, þó einnig megi um það mark deila. Þetta var sannkallaður úrslitaleikur, mörg „dauðafæri“ á báða bóga, oftsinnis björgun á síðustu stund, stangarskot, skot í þverslá, barizt af eldmóði og kappi — skemmtilegur endir á íslandsmót milli tveggja mjög jafnra liða, þar sem því miður aðeins asnnað gat unn- ið. Og þegar svo er ræður heppni oft meiru en góðu hófu gegnir. „Deilur“ Um vítaspyrnuna deila menn af tveim ástæðum: 1. um brotið sjálft og 2. vegna svipaðs atviks, sem kom fyrir á eða í vítateig Vals í byrjun leiksins, en því „broti“ sleppti dómarinn. Ofan á bætist að Reynir Jónsson er rangstæður þá er Hermann skor- ar síðara markið. if Góður leikur En hvað um þetta. Þegar á heildina er litið sýndu Vals- menn betri leik, voru ákveðn- Víkingur liða UNGT og óþekkt lið Víkings er komið í „4-liða úrslit“ í Bikarkeppni KSÍ. Gagnstætt spám flestra stöðvuðu Vík- ingar óslitna sigurgöngu „gullaldarliðs“ Akurnesinga (Ríkharður, Þórður & Co.) á heimavelli Akurnesinga á laugardag. Úrslit leiksins urðu 3—2. I hálfleik var staðan 2—1 en síðan uku Víkingar forskot | sitt í 3—1 en Skagamenn höfðu siðasta orðið í leikn- um. Um næstu helgi mun fást , úr því skorið hvort KR eða Keflvíkingar annars vegar og Fram eða Akureyringar komast í „4-liða“ úrslitin en | leikur Vals og Akranesliðs- ins (a-lið) verður að bíða þar til 6.—7. okt. vegna utan- I farar Vals. ari, ávallt meiri broddur í sókn þeirra og leikreynslu áttu þeir meiri og það gerði útslagið. En sigurinn hékk ,þrátt fyrir mörg góð tækifæri, þó á blá- þræði — og heppni. Sigurður Dagsson varði mjög vel, stund- um meistaralega. En hann átti einnig láni að fagna á örlaga- stundum. Hið unga Framlið — lið sem kom upp úr 2. deild í fyrra — sýndi góðan leik, einkum er á leið. Framan af skorti mjög á að liðsmenn sýndu þann kraft og þá hæfilegu frekju sem þarf í slíkan úrslitaleik. Þetta breyttist til batnaðar eftir leik- hlé. Fyrst í þeim síðari gripu Framarar til varnarleiks — og höfðu nærri flatt á farið. En þá tóku þeir að sækja bg svo fast var að Valsmarkinu sótt að leikurinn gat jafnast hvenær sem var að því er virtist. En allt kom fyrir ekki — gæfan var Valsmegin þennan dag. Og markið á lokamínútunum inn- siglaði sigur Vals, verðskuldað- an sigur, þó vissulega hefði allt getað skeð -í þessum leik. ★ Barátta frá upphafi Á fyrsta stundarfjórðungnum komst Hermann tvívegis í gott færi, en var stöðvaður í fyrra sinnið og skaut yfir í hið síðara. Fram fékk tvö næstu færi en misnotuðu í bæði skiptin. Þá kom röðin að Val og Her- mann er enn einu sinni tókst að sleppa í gegnum Framvörnina, er Hrannari tókst að bjarga í horn. Fyrsta hálftímann kom því ekki til kasta markvarða. Aft- asta vörn beggja liða bjargaði á síðustu stundu eða sóknar- mönnum mistókst. En það var barizt af hörku — og Valsmenij voru mun ákveðnari. íslandsmeistarar Vals og sigurlaunin, sem þeir hafa barizt fyrir í 11 leikjum samtals í 16 og hálfa klukkustund. Meistararnir eru f. hægri: Árni Njálssou fyrirliði, Reynir Jónsson, Þor- steinn Friðþjófsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Dagsson, Bergsveinn Alfonsson, Sigurjón Gíslason, Herrnann Gunnarsson, Gunnsteinn Skúlason, Halldór Einarsson og Ingvar Elísson. ★ Vítaspyrna Á 32. mínútu er dæmd víta- spyrna á Fram fyrir leikbrot gegn Hermanni skammt frá mótum endalínu og vítateigslínu. Reynir fékk hið erfiða hlutverk að spyrna — og skoraði örugg- lega í mitt mark upp undir þverslá. Míntútu síðar liggur knöttur- inn í Valsmarkinu, en Grétar er dæmdur rangstæður. Gerðist nú margt á stuttri stund og hér er minnisbókin: 34. mín. Hermann fær góða sendingu frá Ingvari frá hægri er of seinn að nýta. 35. mín. Hallkell markvörður bjargar af tám Ingvars eftir eldsnöggt miðjuupphlaup Her- manns og Ingvars. 37. mín. Helgi Núma sækir næstum frá miðju og á stór- fallegt skot, sem Sigurður bjarg ar mjög vel í horn. Úr horninu myndast hætta en Framarar eru of seinir að nýta. 38. mín. Hermann vippar yfir Hallkell markvörð, en knöttur- inn skoppar framhjá. 40. min. Helgi Núma á skot af góðu færi. Sigurður býr sig tii varnar, en Grétar breytir stefnunni og mark virðist óum- flýjanlegt. En á eirhvern dulár- fullan hátt fær Sigurður krafl- að í knöttinn, sem lendir í þver- slá — og út. 42. mín. Hermann á skot í stöng af skáfæri frá vinstri. Knötturinn skoppar fyrir opnu Skot Ilermanns — síðara mark Vals — er í neti Fram. Flestir, sem með leiknum fylgdust, munu sjá að Reynir hefur verið rangstæður þá er Hermann spyrnti. marki og Ingvar sem þar er til I tækur í sókn Vals og dúndurskot staðar, mistekst að reka smiðs- j hans riðu á varnarvegg Fram, höggið á sóknina. Þarna voru Framarar mjög heppnir. Svona viðburðaríkar mínútur eru fágætar í leik ísl. liða. Stað- an í hálfleik var 1—0 — víta- spyrnumark. ★ Síðari hálfleikur Öllum á óvart lagði Fram- líðið áherzlu á vörn í upphafi síðari hálfleiks. Skipti vörnin þó litlu máli fyrir liðið, en skora var það eina sem liðið þurfti. Valssóknin hófst þyngri en nokkru sinni og nú upphófst kafli sem var hrein martröð fyrir varnarleikmenn Fram. Þeir höfðu varlað bjargað einni sóknarlotunni — stundum á ailra síðustu stundu — þá er sú næsta kom. Og þarna átti Anton miðvörður frábæran leikkafla. Ingvar Elísson gerðist nú stór- brjósti markvarðar — og hörku- skot í markstöng. En Fram tókst að breyta vörn í sókn — og hætta varnarleikn- um. Og nú skipti algerlega um. Fram hóf hverja sóknarlotuna af annari á mark Vals — og stóð svo næstum hálfa klubkustund. Oft komst Valsvörnin í hann krappan. En með markaforskot- ið eftir vítaspyrnuna upp á vas- ann var leikurinn auðveldari fyrir Valsmenn. Þeir biðu eftir að mínúturnar liðu, spörkuðu út af alltaf er stórhættu bar að — töfðu. Þetta er líka rétt „leikað- ferð“ ef þannig stendur á, en setur stuðningsmenn hins liðs- ins úr jafnvægi. Og vítaspyrnumarkið hvíldi eins og skuggi yfir leiknum. Loks á 43. mín. er Framarar Framhald á bls. 31 Haukar töpuöu öllum leikjunum í Póllandi Léku gegn þremur sferkurtu liðunum þar HANDKNATTLEISKUIÐ Hauka kom heim úr keppnisferðalagi sínu í Póllandi í gær. Liðið lék fjóra leiki í ferðinni við sterk- ustu lið Pólverja, og töpuðu þeim öllum. Helgi Jónasson, yfir kennari tjáði okkur, að ferðin hefði verið mjög ánægjuieg, og ennfremur að liðsmenn Hauka hefðu átt góðan leik í öllum leikjunum, enda þótt sigur fengist ekki. Fyrsti leikurinn var gegn pólska landsliðinu 21. þ.m. í Bytowie. Leikið var úti á leir- velli. Landsliðið sigraði með 20:12, en í hálfleik var staðan 9:6 landsliðinu í vil. Annar leikurinn var við gest- gjafana Fpojnia og fór hann fram í Prusztz. Heimamenn sigr uðu með 18:13, en í hálfleik var staðan 8:5 Haukum í vil. Fpojnia er annað sterkasta lið Pólverja, og mjög skemmtilega leikandi að sögn Helga. Þriðji leikurinn fór fram í Gydansk, og þar var leikið við pólsku meistarana, G.K.S. Eru leikmennirnir allir úr lögrégl- unni, og æfa í vinnutímanum. Leikmenn liðsins léku mjög fast, enda hafa þeir skapað sér óvin- sældir heima fyrir þær sakir. Meistararnir sigruðu í þessum leik með 32:19, en í hálfleik var staðan 16:8. Sagði Helgi að markatölurnar gæfu nokkuð ijósa mynd af yfirburðum pólska liðsins, enda hefði þéim virzt það sterkara en landsliðið. Síðasti leikurinn var í fyrra- kvöld, og var þá aftur leikið gegn gestgjöfunum. Leiknum lauk með 23:18 Fpojnia í vil, en í hálfleik var steðan 8:11 fyrir Hauka. Var þessi leikur mjög vel leikinn af beggja hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.