Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1967 19 Sveinn Hallgrímsson verkstjóri — sjötugur SUNNUDAGINN 24. september sl. var Sveinn Hallgrímsson sjötugur. Sveinn fæddist að Miðeyjar- hólmi, Rangárvallasýslu, en flutt -ist kornungur þaðan með for- eldrum sínum og systkimum, að Felli í Mýrdal, og ólst þar upp. Foreldrar hans voru merkishjón- hjónin Hallgrímur Brynjólfsson og hana kona, Sigurveig Sveins- dóttir. Þau áttu miklu barna- láni að fiagna. Ég mun ekki hér rekja ætt Sveins, því að þetta á aðein-s að vera stutt afm-æliskveðja til vin- ar míns. — Eins og nærri má geta, hefur Sveinn margreynt um dagan-a mótlæti og meðlæti, og man hann tímanna tvenna. Hefur hann stundað kennslu, bú- skap, sjóm-enn-skiu, bæði á opn-um bátum, vélbátum svo -og á tog- urum, þeg.ar þeir komu til sög- unnar. Kynntist hann því þræl- dómi, vos-búð og harðinum, en eftir því sem tímar liðu, einnig bætt-um vinn-uskilyrðum, hag- sæld og velmegun. Sveinn fylgist vel með allri þróun í okkar þjóðlífi, enda er athyglisgáfa hans og skýrleiki enn í fullu gildi, þótt ald-urinn færist yfir, enda hefur Sveinn ávallt verið hra-ustmenni og heilsugóður. Það er vandalaust að skil- greina skapgerð S'veins, því hann er mj-ög hátt-vís í allri framkomu, þarf aldrei að fara í felur með eitt eða annað, en er hinsvegar ákveðinn í sikoðunum, og lætur eng-an hræra í sér. Fer þó að öllu með gát og íh-ugun, og lætur ekki í Ijós skoðanir sínar, nema að hafa vegið og metið það, sem um er fjallað hverju sinni. Öll hans framkom-a er svo til fyrirmyndar, að ekki verður á betra kosi-ð. Ég hef þekkt Svein Hallgrí-ms- son í um það bil þrj'átíu ár, og allan þann tíma hefur álit mitt á honum farið sívaxandi, og aldrei fallið skuggi á kynni mín við hann. Sveinn er sjálfstæðismaður og hefur verið það allt frá stofnun þess flokks. Er m-ér kunnugt um, að hann hafi gegnt trúnaðar- störfum fyrir flokk sinn, og sýnt það í orði og í verki, að hann er trúr hugsjón sinni. Oft kom það fyrir, þegar við Sveinn hitt- umst, að ég reyndi að hleypa honum upp, og þá aðal-lega í um- ræðum um stjórnmál, og reyndi ég þá að draga fr-am al-la helztu galla flokks hans, til þess að æsa Svein svo, að hann hlyti að lokum að missa stjórn á ró- lyndi sínu, en allt kom fyrir ekki, því hann hélt sínu jafn- aðargeði og rósemi. Var hann vanur að svara því til, að allir stjórnmálaflokkar hefðu sína kosti og galla, eins og gengiur, ........en það þýðir ek-kert að reyna að breyta skoðun minni, og það er víst, þegar rætt er um stjórnmál, m-enn o-g mtálefni, þá á að gera það með fullri rósemi huga og hjarta, og ávallt að kappkosta að snúa öllu, sem illa fer, til betri vegar, ef þes-s er nokkur kostur. Gerum við þetta, hvar í f-lokki, sem við stöndum, þá fer allt vel og þá mun allt blessast, til heilla vonu landi“. Af því, sem að framan greinir, geta menn bezt séð, hversu heil- lyndur maður Sveinn Hallgríms- son er, og laus við a-llt ofstæki. Sveinn hefur nú unnið hjá Kassagerð Reýkj.avíkiur, svo að segja frá stofnun þess fyrirtæk- is, og veit ég fyrir víst, að hús- bændur munu fagna því, nú og ævinlega, að hafa slíkan dreng í þjó-nustu sinni. Það eitt, hve lengi hann hef-ur unnið hjá s-ama fyrirtæki, segir sína sögu um það, hversu mikilla vinsælda hann nýtur meðal samstarfs- manna sinna. Sveinn er kvæntur Ragnheiði S v-anla ugsdó t tur, h j úkr un a r- kon-u, ættstórri og miki-lhæfri koniu. Þau eiga tvo syni, beztu drengi og mannkostamenn. Fyrir um það bil t-veim árum hafði Sveinn, ásamt Jóni bróður sínum, forustu um, að þau syst- kinin öll keypt-u aaskuheimili sitt að Felli í Mýrdal. Hefur Sveinn síðan, ásamt þeim, eytt öllum sín-um tóm'stu-ndum í að endurbæta staðinn, og ber þetta vott um ræktarsentyi og tryggð hans við sveit sína. Ég mun ekki hafa þessar línur fleiri, enda veit ég, að Sveini er illa við alla gullhamra sér slegna, og ekki vanur að flíka með sín mál, því hann er orðvar og spakur maður upp á al-lan máta. Ég undirritaður, vinir, skyld- menni og samverkamenn Sveins senda afmælisbarninu h-ugheil- ar árnaðaróskir, og þeim hjónum báðum beztu kveðjur á þessum merku tímamótum Sveins. Þau hjónin enu nú stödd er- lendis sér til hvíldar og hress- ingar og óska ég þeim góðrar heimkomu. Tryggve Thorstensen. ® 1100 Til sölu er vel með farinn 2ja dyra MG 1100 ár- gerð 1965. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Suðurlandsbraut 6 — Sími 3 86 40. Stúlka óskast Stúlka óskast til starfa sem fyrst. Kunnátta í vél- ritun og góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsókn- areyðublöð fást á skrifstofunni. Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna, Bændahöllinni við Hagatorg. Frísklegogilmandi\ FRESH YOU svitaeyðir heldur yður frísklcgri allan daginn. FRESH YOU drepur allar þær bakteríur í húðinni, sem valda svitalykt, og heldur yður frísklegri og ilmandi langtímum saman. allan I daginn! með FRESH YOU FR^everre FRESH YOU er til í „aerosol“, eða sem „roll-on“ LJÓSAKRÓNA Ný Ijósakróna sarns konar og er í anddyri Hótels Loftleiða, er til sölu á kostnaðarverði. Nánari upplýsingar hjá hótelstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.