Morgunblaðið - 01.10.1967, Page 12

Morgunblaðið - 01.10.1967, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKT. 1967 MÉR hafði lengi leikið hugur á að kynnast nútímasíldveiðum okkar. Ég ólst upp á snurpuifoáta- tímanuim, reri lengst af á út- borða, en það var einskonar galeiðuþrælkun og helzt valdir í það starf menn, sem meiri þóttu til líkamans en sálarinnar. Það var stutt róið í þann tíma og farið meira með löndum en nú, enda skip smærri. Hvernig fóru þessar veiðar fram í dag? Hvernig voru aðstæður til veið- anna þarna norður í hundsrassi. Hvernig var líf mannanna um borð? Hvernig var að ferðast á fullhlöðnu síldarskipi um þenn- an reginveg? Ég dró að kynna mér þetta þar til haustaði að. Það kynnist enginn lífi sjómannsins með því að fara út um hásumarið, þegar björt er nótt og bliðust veður. Það mætti segja'að ég hafi verið fullsnemma á ferð, .vetrarveður séu ekki kornin — mér lánaðist þó að lenda í fyrstu haustbræl- unni — en síldin færðist óðum nær landinu en ég vildi hitta hana norður í höfunum. Þegar því ritstjóri Morgunblaðsins gaf mér kost á að fara með skipi Fyrsta grein sínu! Erninum RE 1 á dögunum, axlaði ég vaðsékkinn og hélt til skips og segir nú frá ferð minni þessari og næstu grein um. Örn RE 1 er rúmlega þrjú hundruð tonna skip. brúttó, nýtt skip, rekið af myndarskap ög hefur reynzt happaskip. Skipstjórinn Sævar Brynjólfs- son, er Keflvíkingur, vestfirzkur í báðar ættir, en fluttist ungur til Keflavíkur. Þeir eru þrír bræðurnir skipstjórar í síldveiði flotanum. Það eru Vestfirðingar í brúnni á öðru hverju skipi flotans og hefur svo jafnan verið frá upphafi vega í útgerð okkar. Hér eru allt ungir menn um borð, aldursforsetinn, kokkur- inn, er þrjátíu og fimm ára gamall, og er þessu öfugt farið við það, sem áður var, að roskn- ir menn voru yfirleitt fjölmenn- ari um borð í skipunum. Ber hér margt til, og það helzt að það er jafnan svo, þegar miklar breytingai verða skyndi- lega á veiðiaðferðum, skiptir jafnframt um kynslóð á skipun- um og er það eðlilegt að ríg- fullorðnir menn veigri sér við að læra allt uppó nýtt, og treysti sér þá illa til að stand- ast samkeppni við yngri menn- ina sem alast upp með hinum nýju tækjum. Það ber og einnig til, að sjómennsku er þannig háttað almennt í dag, að útivist er löng og miklar fjarvistir frá heimilum, konu og börnum, og eldri mennirnir þreytast fyrr á slíkri útivist. — Og mannanna börn eru villurátfandi (á Vopnafirði) í svartnættisþoku og rigningar- sudda, en guðs útvalið tæki, ratarinn mun leiða þau milli skerja (þó ekki blindskerja, þau verða að standa aðeins uppúr) — og útá reginhaf, þar sem þau verða að bjarga sér sjáltf. Það er margt, sem vekur þeim furðu, sem vanir eru eldri starfs- eða siglingaaðferðum, þegar þeir koma um borð í nú- tíma fiskiskip. Það er margt, sem vekur þeim furðu, sem vanir eru eldri starfs- eða siglingaaðferð- um, þegar þeir koma um borð í nútíma fiskiskip. í þeirri svartaþoku, sem var á þegar skipstjórinn kallaði — sleppa — kl. 5 á miðviku- dagsmorguninn, 20. sept. hefði í gamla daga öll skipshöfnin stað- ið útkikk hér og þar um skipið. Þoka var svo svört, að það rétt grillti í hvalbakinn, en út fyrir borðið sást ekki neinn. Siglinga- leið um V opn af j arðarihöf n er óhrein sker og boðar og eyjar að krækja fyrir. Það þarf góðar taugar til að færa tuttugu milljón króna skip án þess að sjá útúr augunum, svo óhreina leið og þrönga, enda sagði skip- stjórinn: — Ekki dugir að byrja á því að stranda skipinu fyrir Matt- híasi og hann rýndi í þetta al- sjáandi tæki, ratarinn, útum gluggana þýddi ekkert að líta, — gaf rórmanninum skipanir, bakkaði og snerist eins og hann væri að leggja frá í glaðasól- skini. Hann hnikaði til stefn- unmi nokkrum sinnum, þver- beygði síðan í stjórnborða og eftir nokkra stund aftur í bak- borða og setti síðan á fulla ferð um leið og hann sagði: — Nú eigum við að vera komnir útúr þessu. — Já einmitt það, hugsaði ég, því að maður talar ekki við skipstjóra uppí brú á hans eigin skipi, nema með gát og mikilli kurteisi, að minnsta kosti til að byrja með. Bretar fundu upp ratarinn í síðasta stríði um líkt leyti og sónarinn, og byggist annað tæk- ið á rafseguibylgjum en hitt á hljóðbylgjum, og endurkasti þeirra, og þó að svo ólíklega skyldi vilja til að mér væri sjólfum ljóst eðli þessara tækja, er mér ekki svo illa við lesar- ann, að ég útskýri þetta frekar. Þá vorum við sem sagt lausir við land og búnir að setja stefn- una til hafs á Erninum RE 1, sem Matthjas segir að sé tignar- legustu einkennisstafir flotans, og má það til sannsvegar færast, þó að mér finnist ÍS 1 fallegra. Matthías ritstjóri og skáld Jó- hannessen er nefnilega útgerð- armaður að þessu skipi. Að vísu kemur þarna annar maður við sögu, og Matthías verður að sætta sig við að Einar Sigurðs- son sé nefndur á undan honum í útgerðarsögunni og verður Matthías að vinna upp mismun- hías einn hluthafanna og má vel vera að það lukkist, en mér er í hug útgerð tveggja ann- arra skálda þjóðfrægra og ég held að það sé óráðlegt að selja skáldum hlutabrétf í félögum, sem eiga að skila ágóða. Fuglinn og Bjarni Ekki höfðum við langt farið til hafis, þegar einn skipverja kem- ur uppí brú og fer varlega. Hann er með örlítinn fugl í — eftir Ásgeir Jakobsson hendinni og hafði fundið hann frammi á dekki. Það er svo und- arlegt með sjófugla, að þeir verða ósjálfbjarga, ef þeir lenda um borð í skipi. Þetta var að Þetta er hann Bjarni, inn í bókmenntasögunni. Hér er um almenninigshluta- félag að ræða, sem heitir líkast til Hið almenna fiskveiðiihluta- félag, eða eitthvað svoleiðis. Þetta er hin merkasta tilraun, segja þeir sem vit hafa á, hverj- ir sem það nú eru, og er Matt- Aoalaostandendur skipsms: Sævar skipstjori og kona hans og Einar Sigurðsson. vísu ekki sjófugl, heldur ein- hver þrastartegund, sjómenn eru ekki glöggir á skógarfugla, og hefur hann sennilega villzt eða einhver ótímgan verið í hon- um. Mér varð öllu starsýnna á Bjarna en fuglinn. Þetta var myndarpiltur, en mikil saga í andlitinu á honum. Það kom líka á daginn að höfuðið á hon- um hafði orðið fyrir ýmsu mis- jofnu. Bjarni tók nú til að hjúkra fuglinum og lét hann i pappa- kassa í kortaklefanum. Færði honum mat og drykk (sveskjur og rúsínur og hálft fransk- brauð). Þessi fugl var illur í sér meðan hann var og hét. Þetta litla kvikindi vildi allt drepa, sem nálægt því kom, en brast til þess getuna. Nú voru tveir fuglar um borð en örlögum þeirra og líðan var misskipt. Annar var dapur og ólund í vömbinni, þegar hann kom um borð, en sjóaðist fljótt og hresstist, en hinn var sprækur og hress í fyrstu en dapraðist með hverjum klukku- tímanum. Sjóveikin hafði hel- tekið hann. Hann bólgnaði allur upp og stakk hausnum undir væng og þrátt fyrir vonzku og illt innræti hafði hann ekki rænu á að gogga í þann, sem handlék hann. Skipshöfnin hafði miklar áhyggjur af þessum fugli eink- um Bjarni, sem eiginlega bar ábyngð á lífi hans. Það þýddi ekki að sleppa honum, hann hefði aldrei fundið land. — Hann vantar spýtu til að sitja á, þetta er skógarfugl, sagði Bjarni — Taktu slá úr herðatré, sagði skipstjórinn, sem horfði áhyggjufullur á fuglinn, og stingdu henni í gegnuim kass- ann.. Bjarni lét ekki segja sér þetta tvisvar, en fuglinn reyndist ófær um að sitja í veltingnum. Hann kunni ekki sjóstöðuna. — Hann étur ekkert hjé þér, sagði skipstjórinn. Fuglinn hafði ekki litið við öllum kræsingun- um, sem Bjarni hafði borið í hann. Bjarni tók nú fuglinn upp og stakk goggnum á honum á kaf otfan í franskbrauðssneiðina. Þetta var mislukkuð tilraun, enda stakk hann goggnum svo d'júpt í franskbrauðið, að fugl- inn gat ekki með nokkru móti opnað gogginn. — Þú verður að viðra hann, sagði skipstjórinn. — Já, auðvitáð, sagði Bjarni, það verður að viðra hann, og hann hljóp með fuglinn út á brúarvæng og héit bonum þar á móti golunni, en líklega hefur fuglinn átt örðugt um andar- drálttinn í hendi Bjarna, sem hélt dauðahaldi utan um hann, því að hann kom jafnaumur til baka eftir viðranina. Nú var ekki um annað að ræða, en búa sem bezt um fugl- inn og var látið loga á vasa- • ljó,si niðri í kassanum, svo að honum leiddist ekki myrkrið. Fréttir atf fuglinum þóttu nú meiri tíðindi, en síldarfréttirn- ar. Saga þessa fugls, sem kom þarna um borð óforvarandis varð stutt og dapurleg. Hann dó á fyrsta degi og Bjarni kastaði honum fyrir borð. Það var eng- inn við nema Bjarni, þegar and- lát fuglsins bar að höndurn, og höfðu menn á orði, að fuglinn hefði sofið og Bjarni þá myrt hann í svefni. Hlutust af þessu löng og tvísýn málaferli, vegna þeirrar vangá Bjarna að lóta ekki einhvern skipverja stað- festa andlátið með sér. Einkum var kokkurinn harður á því, að Bjarni hefði myrt fuglinn í ógáti, hins vegar bar einn skipverj- anna, að hafa séð Bjarna vera að gera lífgunartilraunir á fugl- inum, með svonefndri „munnur til sýnku Bjarna, en þó bjó að munn aðferð", og leiddi þetta lengi grunur með mönnum. Hvað sem rétt er í þessu máli, er hitt víst að Bjarni reyndist hinum fuglinum um borð hinn þarfasti maður, reyndar flögraði að honum að kasta honum líka fyrir borð, en það varð þó ekki, heldur studdi Bjarni með ráðum og dáð, að því að ég fengi sem gleggsta yfirsýn yfir það, sem væri að gerast á hafinu og ræsti mig í hvert skipti og skip fó" framhjá og jafuvel rekadrumb- ur ag þótti mér árvekni Bjarna næstum úr hófi fram, einkum eftir að hann tók við stjórn myndavélarmnar. Það gerðist með þeim hætti, að Bjarni ræsir mig sem oftor, en ég svaf inn í stýrimainnsklef- OG ÞEIR Sdnu UM ÖLL HÚF Á ÞESSUM LITLU SKIPUM SÍNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.