Morgunblaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKT. 1»67 Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símj. 22-.4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. ERFIÐLEIKAR í PERÚ 'ið íslendingar höfum beð ið miklar búsifjar síðustu mánuði vegna verðhrims á mikilvægum útflutningsvör- um okkar svo sem síldar- og fiskimjöli og lýsi. Hin nei- kvæða verðlagsþróun hefur stöðvað um skeið það mikla uppbyggingartímabil, sem hér hefur staðið um nokkurt árabil. En þetta hefur orðið hlutskipti fleiri fiskveiði- þjóða. Á síðustu árum hafa Perú- menn komið fram á sjónar- sviðið sem stórframleiðendur á fiskimjöli. Hin gífur- lega framleiðsla þeirra hefur að dómi kunnugra manna átt þátt í verðfallinu á þessari framleiðsluvöru, þótt fleira komi þar raunar til svo sem mikil uppskera af sojabaun- um. Nú er hins vegar svo kom- ið að Perú á í alvarlegum efnahagserfiðleikum vegna verðhrunsins á fiskimjölinu og hefur það þegar haft víð- tækar afleiðingar þar í landi. Framleiðendur þar telja fram leiðslukostnað á hverju tonni fiskimjöls 130 Bandaríkjadali meðan söluverð er einungis 100 dalir tonnið. Önnur aðal- útflutningsvara Perú er ull og hefur einnig orðið verulegt verðfall á henni. Erfiðleikar Perúmanna munu að vísu ekki verða til þess, að þeir örðugleikar, sem við eigum við að etja verði léttbærari. En það er hins vegar lærdómsríkt fyrir þá, sem reyna nú að láta svo sem ekki sé orð á gerandi því verðfalli, sem orðið hefur á helztu útflutningsvörum okk- ar, að fleiri þjóðir hafa orðið fyrir þungum búsifjum af þessum sökum. Sú atburðarrás, sem ræður verði á hráefnisvöru eins og fiskimjöli á heimsmarkaðnum er vafalaust mjög flókin. Hið mikla framboð á fiskimjöl, aukið framboð á sojabaunum og fleiri slík tilvik ráða hér vafalaust nokkru. En enginn skyldi ganga þess dulin að stórar og öflugar viðskipta- samsteypur sem hagnast á verðfallinu á fiskimjölinu géta einnig átt hér hlut að máli. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort unnt væri að koma á einhverri samvinnu milli framleiðsluþjóðanna um sameiginlega hagsmuna- vörzlu á hinum alþjóðlega markaði. Hér er svo mikið í húfi fyrir framleiðsluþjóðirn ar að ástæða er til að það verði athugað gaumgæfilega, hvort þess sé nokkur kostur. OSTAGERÐ Á NÝJU STIGI F *• yrir aðeins tveimur ar- um var fátæklegt um að lit- ast á ostamarkaðinum hér á landi. Sömu, einföldu tegund- ir osta höfðu verið framleidd ar hér um áratugaskeið og litl ar framfarir virtust verða í þessari framleiðslugrein. Út- lendir ostar þóttu hið mesta lostæti fyrir þá, sem áttu þess kost að afla þeirra. Nokkrir bændur og aðrir á- hugamenn á Suðurlandi tóku sig svo saman um að koma á fót ostagerð í Hveragerði und ir forustu ungs manns, sem numið hafði ostagerð í út- löndum. Fyrirtæki þetta var algjörlega stofnað af einkaað- ilum, naut einskis tilstyrks frá opinberum aðilum og eig- endur þess hættu fjármunum sínum til að sýna fram á að ekki væri síður hægt að fram leiða gómsæta osta hér á landi en í Danmörku. Nú bregður svo við, eftir að fyrir tæki þetta hefur starfað nokkra hríð og gefið lands- mönnum kost á að neyta osta tegunda, sem áður voru að- eins á borðum þeirra, sem sér staka aðstöðu höfðu til að afla þeirra, að aðrir og fjár- sterkari aðilar fylgja í kjöl- farið. Það er ánægjulegt að einka framtakið hefur í þessum efn- um rútt brautina ekki sízt þar sem hér er á ferðinni nýj ung í framleiðslu landbúnað- arafurða. En er þetta ekki einkar glöggt dæmi um það, að þegar samkeppnin er ekki íyrir hendi sofa menn værum blundi og hugsa lítt um hag neytenda? HVERS VEGNA EKKI MJÓLK? M 1Tmjólkurdreifing á Reykja- víkursvæðinu hefur nú um þriggja áratuga skeið verið í höndum eins og sama aðila. Mjólkin hefur verið seld í sérstökum verzlunum og þótt kaupmenn hafi boðizt til að hafa hana til sölu án þóknun ar hefur þess ekki verið kost ur af hálfu Mjólkursamsöl- unnar. Þetta fyrirkomulag kann að hafa verið fullnægj- andi þegar því var komið á laggirnar en þá Voru aðstæð- ur aðrar, bærinn minni og ef til vill ekki gerðar jafn harð- ar kröfur um þjónustu við nevtendur oe nú. Engar breytingar í norsku kosningunum Stjorn borgaraflokkanna hefði haldið velli ef um þingkosningar hefði verið að rœða STJÓRN borgarafLokkanna í Noregi hefði haldið velli, ef bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar á dögunum hefðu jafnframt verið al- mennar þingkosningar. Hlut- faílLið milli borgaraflokíkanna og verkalýðsflokkanna hefur breytzt sáralítið, aðeins um 0.1 til 0,2 af hundraði, ef bor- ið er saman við stórþingskosn ingarnar fyrir trveimur árum, en ef miðað er við bæjar- fallið milli borgaraflokkanna arnar 1963, hefur að heita má engin breyting átt sér stað. Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar urðu ekki sá áfellisdómsur um störf stjórn- arinnar, sem Verkamanna- flokkurinn hafði vonazt eft- ir, en úrslitin hafa heldur ekki treyst aðstöðu sam- steypustjómar borgaraflokk- anna. Ennþá einu sinni hef- ur komið í ljós, hversu mik- ið jafnvægi ríkir í norskum stjórnmálum og að mjög litl- ar breytingar á fylgi flokk- anna geta haft úrslitaþýð- ingu. Næstu kosningar tvísýnar. Fullvíst er, að barátta flokkanna var dræm kosn- ingaþátttaka það sem mesta athygli vakti í sambandi við bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar að þessu sinni, en þetta átti einkum við í stærri bæjum, þar sem kosn- ingaþátttakan var 5% minni en 1963. Bæðx Verkamanna- flokkurinn og Hægri flokk- nrinn fengu 15.000 atkvæðum færra nú en 1963. Hér er greinilega um að ræða kjós- endur, sem hafa viljað Láta í ljós óánægju sína með því að sitja heima. Þeir hafa ekki árætt að skipta um flokk, en viljað veita flokkum sínum alvarlega áminningu til þess að sýna fram á óánægju sína. Úrslit kosninganna í stærri bæjum ollu borgaraflokkun- um, en einkum þó Hægri flokknum, vor.brigðum. Þeir töpuðu meirihluta sínum í Stafangri. í Þránheimi og Bjöngvin héldu verkalýðs- flokkarnir meirihluta sínum, svo og í Osló, þratt fyrir ákafa tilraun Miðflokksins, flokks Per Borten fiorsætis- ráðherra, til að £á fulltrúa í borgarstjórninni. Ekkert kosningabandalag. Miðflokkurinn hefur mest fylgi í sveitunum, en nú átti að reyna að tryggja flokkn- um örugga fótfestu í stærri bæjum. Þessi tilraun bar ekki árangur, og haLda má því fram, að atkvæði þau, sem greidd séu Miðflokkn- um, fari tii spiilis og hafi þau áhrif að sósíalísku flokkarnir haldi meirihiuta sínum. f norskum stjórnmál- um geta fiokkar, sem hafa svipaðar skoðanir, ekki gert með sér kosningabandalag eins og stjórnmálafiokkar í Danmörku gera oft. Annars stóð Miðflokkur- inn sig vei í kosningunum. Fylgi flokkanna í kosning- unum var sem hér segir (nokkrar tölur voru enn ó- komnar): Verkamannaflokkuriinn Sósíalistískur þjóðfi. (SF) Kommúnistar Hægri Vinstri Miðflokkur Kristiiegur þjóðfl. Sa-mlistar Per Borten. Borgaraflokkarnir stóðu að mörgum hinna sameiginlegu lista eins og í síðustu stór- þingkosningum, en þá buðu til dæmis Hægri flokkurinn og Kristilegi þjóðflokkurinn fram sameiginlega í Björg- vin. Hinir þrír sósíalísku flokk ar hafa alls fengið 50.8% greiddra atkvæða í kosning- unum, og er það engin breyt ing miðað við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum. Miðað við stórþingkosningarnar fyr ir tveimur árum hefur fylgi hinna þriggja sósíalisttísku flokka minnkað um 0,2%. Staðbundin mál. Staðbundin mál settu mjög svip sinn á kosningarnar svo að landsmál hunfu í skugg- ann, og kann það að vera skýringin á því, að kjósend- ur höfnuðu áskorun Verka- mannaflokksins, um að nota tækifærið í kosningum og lýsa vanþóknun sinni á stjórn borgaraflokkaanna. Úr- slitin urðu ekki sú van- traustsyfirlýsing, sem Verka mannaflokkurinn vonaðist eftir. Verkamannaflokknum hef- ur ekki tekizt að halda því fylgi, er hann hlaut 1963, en honum hefur tekizt að bæta við það fylgi, er hann hlaut í síðustu þingkosningum. Ekki er hægt að segja, að straumurinn hafi legið til Sósíalíska þjóðtflokksins í kosningunum. Reynsla jafn- aðarmanna í Danmörku olli þvi, að norskir jafnaðarmenn 44.4% -5-1.6 +0.8 5.2% 4-2.3 +0.8 1.2% 4-0.7 -f-0.2 18.8% 4-0.7 -4-1.0 9.8% + 1.2 -4-0.3 9.6% + 0.8 -4- 7.1% 4-0.1 •4-0.7 3.9% -r-1.5 +2.1 óttuðust, að sú yTði raunin en staða þeirra er mjög traust. Kosningarnar hafa því verið Verkamannaflokkn um uppörvun, en heldur ekki meira. Flokknum tókst ekki að fá var.traustsyfirlýs- ingu á stjórnina frá kjósend- um. SF bauð fram á fleiri stöðum en í kosningunum fyrir fjórum árum, og í mörgum bæjum hvílir meiri hluti Verkamannaflokksins á atkvæðum SF, til dæmis í Osló. Hægri menn vonsviknir. Á norskan mælikvarða er fylgistap Hægri flokksins all verulegt. Hægri menn hafa bundið miklar vonir við stjórnarsamvinnu borgara- flokkanna og trúað því, að hún gæti valdið straumhvörf um í Noregi. Þetta hefur ekki gerzt, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Leið togar Hægri flokksins hafa einnig verið óánægðir með, að stjórnin skuli ekki hafa gert meira af þvi að benda á afrek sín. En hægri menn benda á, að þeir hafi tvö ár til þess að ná sér aftur á strik og það sé síður en svo hægt að tal um fylgishrun. Kosningaúrslitin eru í heild viðunandi með tilliti til áframhaldandi stjórnarsam- vinnu. Minni stjórnarflokk- arnir hafa staðið sig bezt, einkum Miðflokkurinn og Vinstri flokkurinn. Miðflokkurinn getur þakk að velgengni sína þeirri stað reynd, að forsætisráðherrann er Miðflokksmaður, og Vinstri flokkurinn hefur hagnazt á stjórnarsamvirm- unni. Kristilegi þjóðarflokk- urinn óttaðist kosningarnar, en að ástæðulausu. Flokkur- inn stóð sig tiltölulega vel. Framhald á bls. 31 Nú er óldin önnur, borgin vex óðfluga, ný hverfi rísa upp og neytendur gera á- kveðnar kröfur um lágmarks- þjónustu. Þeir spyrja t.d. hvers vegna ekki sé hægt að fá mjólkina senda heim eins og tíðkast í öðrum löndum. Er ekki kominn tími til að taka mál þessi öll upp til rækilegrar endurskoðunar. — Nýjar og fullkomnar verzlan- ir hafa risið upp, sem selja nær allar þær vörutegundir, sem heimilið þarf á að halda. Hvers vegna ekki mjólk?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.