Morgunblaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKT. 1907 MAYSIE CREIG: 21 Læknirinn og dansmærin alveg eins og galdranorn. Grace hló. — En sú hugdetta. Mér hefur sjálfri oft dottið í hug, að ef Antionette hefði fæðzt í Salem fyrir hundrað árum, hefði hún hæglega getað orðið brennd fyrir galdra. Hún spáir fyrir manni, veiztu það? Hún hefur oft lesið í lófa minn. — Ég vildi, að hún gæti spáð fyrir mér, sagði Tim glottandi. — Ég vildi, að hún gæti sagt mér, hvað ég á að græða í spil bankanum seinna í kvöld. — Hafið þér gaman af að spiig, hr. Atwater? — Mjög srvo. En blessaðar kall ið þér mig Tim. Ef þér leyfið ætla ég að koma hingað o£t að hitta hana Yvonne. Hún er kær- astan mín. Grace leit á Yvonne með meiri virðingu, en hún hafði hingað til gert. Ef hún giftist Tim, yrði hún aðalsfrú. Og slíku bar Grace virðingu fyrir. — Ég vildi gjarna lofa yður að hitta Bonneau greifa, sagði hún við Tim, er þau gengu inn. Hann er töfrandi maður, sem allar konur eru skotnar í. — Það vil svo til, að ég þekki greifann dálítið, sagði Tim. — Ég gæti hringt til hans og beðið hann að koma hingað seinna í kvöld. Og svo skríkti hún eins og stelpa. — Það vill svo til, að hann kemux alltaf ef ég hringi til hans, jafnt þó að hann sé annars staðar ráðinn Frá Lil jukórnum Liljukórinn óskar að bæta við sig söngfólki. Upp- iýsingar í símum 15275 og 30801 milli kl. 7 og 8 næstu kvöld. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Tízkusýning — grín og gaman í Súlnasal Hótel Sögu í dag (sunnudag) kl. 15.00. Húsið verður opnað kl. 14.30. Kynnt verður nýjasta tízka í haust- og vetrarfatn- aði kvenna og karla. Til skemmtunar verður m.a.: EINSÖNGUR TVÍSÖNGUR GAMANÞÁTTUR 14 FÓSTBRÆÐUR SYNGJA Kynnir: Jón Múli Árnason. Borðpantanir og aðgöngumiðasala verður í norð- urenda Hótel Sögu í dag kl. 3—5 e.h. Skemmtun við allra hæfi FÓSTBRÆÐRAKONUR. fyrir. Og hann er mikið boðinn út. — Já, það gæti verið gaman að hitta hann aftur, sagði Tim, en dálítið kæruleysislega. Hann hataði konur, sem gengust upp við titlum, enda þótt hann kynni að nota sinn aðalstitil, þar sem það átii við, og eitthvað var upp úr því að hafa. Hann vissi, að það var titlinum hans að þakka, að hann var boðinn þarna til kvöldverðar og eins Yvonne, sem þar naut góðs af. Honum gramdist, að farið slkyldi með hana eins og hálfgildings vinnukonu, sem yrði að borða uppi í leikstofunni, þegar Dickie var ekki við kvöldveðar- borðið. Yvonne fór upp með Dickie til að sjá um, að hann færi í bað og kæmist í rúmið. Grace hafði talað um, að þau hefðu ekki fataskipti. Hún hafði verið í síð- buxum og sportsblússu, og það kom ekki til mála að setjast að kvöldverðarborði þannig búin. Hún ætlaði að fara í fallega silkikjólinn, sem hún hafði haft með sér frá Englandi. Hún hafði verið í honum, þegar hún fór út í fyrra sikiptið með Marcel, og hún vissi, að hann færi sér vel. Það mundi taka nokkurn tíma að hafa fataskipti, en 'hún þótt- ist vita, að sín yrði ekkert sakn- að — að minnsta kosti mundi Grace ekki sakna hennar. Og reyndar var Grace einmitt á meðan að rekja úr Tim garnirn- ar, hvað snerti Bonneau greifa. — Þetta er svo glæsilegur mað ur, sagði hún. — Það er alveg HeyrðU Gunnhildur min. Ég tek einkaritarann minn með mér norður svo ég geti skrifað þér bréf. merkilegt, að hann skuli vera ógif.tur. — Kannski hefur hann enga tilhneigingu í þá átt, sagði Tim. — Þér eigið við, að hann sé forhertur piparsveinn? Nei, það kemur eklki til mála. Hann hefur oft verið að tala um. ihvað hann vildi gjarna vera giftur og eiga heimili út af fyrir sig. — Þá er hann kar.nski að bíða eftir viðeigandi kvonfangi, sagði Tim. — Einhverri konu, sem er nógu loðin um lófana. — Þetta er illa mælt af yður, sagði hún með ákafa. — Henri er alls ekki þanhig. Ég er viss Ný sending af hinum vinsælu amerísku STERNIN sokkum í 6 fallegum tízkulitum. PARÍSARBÚÐIN, Austurstræti 8. um, að ef hann yrði alvarlega ástfanginn, væri honum aliveg sama, hvort konan nans væri rík eða ekki. Tim brosti kaldhæðnislega. — Þér hafði mikla trú á mannlegu eðli, frú Hennesy. — Kallið þér mig Grace, sagði hún. — Þér hafði þegar beðið mig að kalla yður Tim. — Og eruð þér raunverulega skotinn í litlu barnfóstrunni ofkkar? Hún sagði þetta ísmeygilega, rétt eins og hún væri að mana hann til að neita því. Tim skaut fram hökunni. — Ég mundi giftast henni á morg- un, ef hún vildi eiga mig. En því miður er ég spilafífl. Það er meðfæddur eðlisþáttur hjá mér. Ég kynni að lofa að hætta því, en ég veit ekki, hvort ég stæði Leikfimibúningar Balletbúningar Leikfimibuxur Leikfimiskór sími 13508, Laugavegi 13. Iih'ggviður hl\. u, Umtöluð og spennandi ný ís- lenzk skáldsaga. Llstræn kápumynd eftir Hall- grím Tryggvason. Veið aðeins 95.00 kr., 264 blað síður. Bókaútgáfan Tvistur krónur hvítar & mislitar NYLONHERRASKYRTIJR krónur mislitar krónur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.