Morgunblaðið - 01.10.1967, Page 13

Morgunblaðið - 01.10.1967, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR l.,OKT. 1967 13 anum innaf fcortaklefantim, sem mér þó'tt ég nær vettvangi, ef eitthvað sögulegt væri að ger- ast, en ef ég væri niðri í skip- inu; talstöðin var þarna við eyr- að á mér og ég gat haft opið framí brúna, og því fljótgert að ýta við mér, ef eitthvað væri í frásögur færandi — og spyr Bjami hvort ég vilji ekki taka mynd af hlöðnu síldarskipi, sem sé að halda af stað til lands aí miðunum. Við vorum þá kornn- ir 'angleiðlna á miðin; þetta var seinnihluta fimmtudagsins. Jú, ég viJidi það og siekk framúr, þrif myndavélina og opna glugga á stýrishúsina. Þetta reyndist vera Sæfaxi II á leið til lands fullhlaðinn Ég fer að kíkja í gegnum myndavélina og bar nú hvort tveggja til að ég var naumast vaknaður og svo hitt, sem meiru réði, að ég hef aldrei kunnað með myndavél að fara, og mér er illa við öll tæki, hverju nafni sem nefnast, nema ég sé ekkert í gegnum myndavélina, þegar ég ber hana upp að auganu. — Hver djöf . . . . er að vél- i-nni, tauta ég, en verður litið útundan mér um leið og ég þá að þeir hristast báðir af hlátri skipstjórinn og Bjarni, og skip- stjórinn segir: — Það er alger forsenda fyrir myndatöku að snúa vélinni rétt. — Ert þú aðal-ljósmyndari Moggans, spurði Bjarnd. Það var nú það. Ég vissi strax að mér myndi stafa ógæfa af þessari myndavél, en þeir báðu á Morgunblaðinu um myndir með greinunum og ég ætlaði að láta þar að orðum þeirra enda þótt ég vissi að, greinaxnar yrðu aldrei svo aumar, að þær yrðu ekki skárri en myndirnar, ef ég hefði tekið þær. Ég rétti Bjarna myndavélina, hann vandaði sig mikið og hleypti síðan af. Það kom á fljót lega á daginn, að ég hafði gieymt að láta filmuna í vélina og ekki nóg með það, heldur gleymt filmunum í landi. Þarna var um borð ágætur maður af Vopnafirði, sem leysti vandann, og Bjarni tók mynd af Sæfaxa II, og ef hún er léleg, ber ég enga ábyrgð á þvi, né nokk- urri annarri mynd, sem fylgir þessum greinum. Sá kostur fylgir því jafnan að vera lög- giltur ídíót á einhverju sviði, að það er ekki ætlazt til neins af manni. Við fengum sléttan sjó og logn allan miðvikudaginn og einnig fimmtudaginn. K1 15.00 á fimmtudag, keyrðum við fram- hjá Eldborginni, flaggskipi flot- ans. Þar er skipstjóri Vestfirð- ingur, sem kunnugt er, Gunnar Hermannsson úr Ögurnesinu. Bræður hans tveir eru einnig skipstjórar í sildarflotanum. Eldborgin hafði kastað þarna og það sennilega verið tilrauna- kast því að þarna varð ekki síldar vart. Að loknu kastinu hélt hún til lands, og hefur sennilega eitthvað reynzt í ólagi um borð. Örninn bauð Eldborgina vel- komna á miðin með því að þeyta flautu sína og svaraði Eldborg- in á sama hátt. Um kvöldið á tíunda tíman- um voru hlustunarskilyrði svo góð, að það heyrðist glöggt í tog- bátum fyrir sunnan land, hum- arbátum viS Eldey. allra þjóða tungur kváðu við, í tækjunum og allt í einu hljómaði engil- fögur kvenrödd í brúnni; það var eins og hún stæði hjá okkur blessuð, en hún var nú samt hátt á fimmtahundrað mílur í burtu eða á símstöðinni á ísa- firði. Nokkrar þrætur hófust um það, hvort hún væri lagleg eða ekki, en úr þeim fékkst ekki skorið, en hún var dæmd lag- ieg á þeim forsendum að það væri jafnan mikið um laglegt kvenfólk á ísafirði. Við erum nú komnir svo neð- arlega, farnir að nálgast 71. gráðuna, að sónarinn er kominn í gang að leita síldarinnar, en m-nn veigra sér við að setja hann í gang, neir.a ástæða sé til, þar sem hér er mikið um rekavið og hann er sónarnum skeinuhættur og hefur vaidið nokkrum skipuan tjóni í sumar. Sónarhljóðneminn gengur eins . „FIaggskipið“ Eldborgin að draga nótina. og metra niður úr botni skips- ins, og sláist rekadrumbur undir skipið, getur hann valdið spjöllum á hljóðnemaLnum. Reykjaborgin kastaði í kvöld, en það er eina skipið, sem við höfum fregnir af að kastað hafi, en þau köstuðu þó tvö eða þrjú þetta kvöld, eftir því sem síðar kom á daginn, en fengu lítið. Reykjaborgin er nú um 50 míl- ur undan í 70° kampásstefnu. Þar er skipstjórinn einn Vest- firðingur en Haraldur Ásgeirs- son og tveir bræðra hans eru einnig skipstjórar á síldarskip- um. Þeir bræður eru úr Stein- grímsfirði. Það er mikið um Vestfirðinginn á miðunum. Framundan á bakborða er eitt stakt ljós. Ekki töldu menn þar íslending á ferð, ljósin voru ekki nógu skær til þess. Þetta var sjálfsagt Rússi og er þá að segja iítilsháttar frá Rússunum. Ég á oft eftir að geta þeirra bæði að illu og góðu. Það skil- ur enginn nema sá sem sér hvílákan flbta, sem þeir eru með þarna á miðununn. Ég skal reyna að tala gætilega og af hógværð um þessarar þjóðar menn. Rússarnir eru svo fjölmennir á norðurslóðum, að það er engin leið að koma tölu á skipin í þessum flota, sem dreifður er um margar breiddarbráður. Menn nefna fjögur hundruð skip, en þau geta eins verið sex eða sjö hundruð. Rússarnir þykja heldur ágengir og við- skotaillir við veiðarnar, jafnvel átt það til að skjóta blysum að íslenzku veiðiskipunum og þessi fornaldarvinnubrögð þeirra að leggja firna langar netatrossur um allan sjó á aiþjóðaveiði- svæðuim eru skiijanlega ekki vel þokkuð. Þeir eru mjög spar- ir á ijósbaujur, hafa kannski eina eða enga á aliri trossuoni. fslendingarnir gráta það þó ekki svo mjög, þeir segja sem satt er, að þeir verði þá ekki sak- aðir um, þó að það slitni belgur og belgur af rússnesku trossun- um, þegar kastað sé í mýrkri, sem oftast er. Það eru dæmi um þriggja mílna langar trossur og jafnvel lengri hjá Rússunum; ég sá þrívegis rússneska báta vera að draga og ekki branda í að sjá, en auðvitað urga þeir upp allmiklum afia með þessari neta- og skipamergð. Þeir myndu gera það þó að þeir veiddu síldina á handfærL Það er ógaman að komast ekki að með nýtízku tæki fyrir úneltum amboðum. Reknet eru óneitanlega úrelt veiðarfæri, þar sem hægt er að koma við snurpunót, þó að þau eigi hins vegar fullan rétt á sér, þar sem nótinni verður ekki viðkomið. Þetta er ekki ósvipað því, að ekki væri hægt að komast að með sláttuvéþ vegna þess, að það væri einhver karlfauskur að kroppa með orfi og ljá úti á miðju túninu. Nú eru Rússar, sem óðast að taka upp snurpu- nótaveiðar og hafa ljósm.yndað íslendingana í gríð og erg í bak og fyrir við veiðarnar, og það eru komnir ail-margir rússnesk- ir snurpubátar þegar á miðin og breytist þetta þá að þeir þekji hafið með netadruslum eins og þeir gera nú, en hvort Hormónikur Höfum til sölu nokkrar góðar harmoníkur, þriggja og fjög- urra kóra. Tökum notuð pí- anó og orgel harmoníum í F. Björnsson, Bergþórugötu 2. Uppl. í síma 23889 kl. 20—22, laugardag og sunnudag eftir hádegi. BIKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í dag sunnudag 1, október kl. 3.00 leika MOTANEFND. það verður til bóta er önnur saga. Rússamir hafa reynzt mjög bóngóðir, þegar leitað hefur verið til þeirra með læknisað- stoð og viljað alit fyrir íslenzku sjóanennina gera, en væri ekM skemmtilegra að íslenzk yfir- völd semdu við mennina, í eitt skipti fyrir öll, heldux en sjó- mennirnir þurfi að kvabba á þeim í hverju einstöku tilviki. Það er sennilega fljótvirkasta lausnin á hinni aðkallandi lækn- isþörf þarna á miðunum að semja við Rússa. Þeir eru með full'komna læknisþjónustu um borð í móðurskipuim sínum og eru sem fyrr segir fúsir til að- stoðar. Líkast til hefur ekki verið gert ráð fyrir hinni löngu úti- vist íslenzkra fiskiskipa, sem nú er raun á orðin, í lyfjabirgðum þeirra. Einkum að því er snertir kvalastillandi lyf. Menn verða að athuga, að það getur tekið þrjá sólarhringa að ná til lækn- is og það er hörmulegt að geta ekki linað kvalir manna á nokk- urn hátt. Ef enginn karlmaður með lækniskunnáttu fæst á miðin, væri reynandi að senda hjúkrunarkonu. Það er strax betra að hafa einhvern, sem getur linað þjáningar og sagt, hvað að sé, og siðan fylgt hin- um sjúka ef þarf, um borð í rússnesku skipin.. Það er eng- mn að biðja uim lækni til að gera heilskurða norður í höf- um eins og helzt varð skilið á einhverjum lækni sem skrifaði um þetta á dögunum, að til væri ætlazt. Það er dálítið hrollvekjandi að líta á yfirlitskortið. Það er ekki í annað hús að venda, ef eitthvað kemur uppá. Hrafn Sveinbjarnarson kom af sér manni um daginn hastar- lega veikum af botnlangabólgu um borð í rússneskt móðurskip, og hirtu Rússarnir þennan ís- lenzka botnlanga, en ekki þótti mönnum mest um það vert, heldlur varð þeiim tíðræddara um hj úkrunarkonuna, sem látin var síga í neti niður é dekkið á Hrafni og var henni ætlað að huga að manninum, en skip- verjar notuðu tækifærið og hugðu að henni á meðan og ekki hafði fyrr svo fag.ur fugl setzt á dekkið hjá þeim á Hrafni, að sögn, úti á reginhafL Annar maður fékk heiptarlega tann- pínu, og kann ég ekki skil á henni (sem betur fer), n/ema það var leitað' til Rússans og hann beðinn að fjarlægja tönn- ina, en hann neitaði því og gerði við hana. Áður en lauk reisu minni áttu eftir að koma fyrir mörg slys á miðunum og segir af því síðar. Telpa óskast til sendiferða á skrifstofu blaðsins. Vinnutími kl. 9—12 fyrir hádegi. Skoda 1000 MB Höfum til sölu tvær bifreiðar af gerðinni Skoda lOOOmb, 1967. Bifreiðarnar eru báðar nýskoðaðar og seljast á kr. 100.000.—, útborgun kr. 50.000.— og eftirstöðvar lánaðar til 10 mánaða, vaxtalaust. Tékkneska bifreiðaumboðið h.f. Vonarstræti 12, sími 19345. VMSÆLASTI SKÚLAPENNM Platignum Cartridge er einn ódýrasti og jafnframt mest keypti skólapenninn. Sívaxandi fjöldi þeirra,semnotaeingöng Platignum ritföng, sannar ágæti þeirra. Platignum ritföng fást í flestum bóka og ritfangaverzlunum um land allt. Platignum Cartridgeerfylltur með bleki úr blekhylkjum. Platignum sjálfblekungar með venjulegri fyllingu eru einnig fáanlegir. Hverjum penna fylgja fjogur stór blekhylki, sem endast ótrúlega lengi. Auka blekhylki í bláum, svörtum, rauðum og grænum lit fást í sömu verzlunum og pennarnir. ALGER ABYRGÐ fylgir öllum Platignum ritföngum. Einkaumboö: Andvari hf., Smiöjustíg 4, Sími 20433

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.