Morgunblaðið - 01.10.1967, Side 4

Morgunblaðið - 01.10.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKT. 1967 MAGINÚSAR SKIPHOUI21 5ÍMAR 21190 eftir lokun slmi 40381 ' Hverfisgötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensíu innifalið ' ieigugjaidL Sími 14970 BÍLALEIGAN - vakur - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. fr---'BflAMteJUW IrtSUL/yÆP RAUOARARSTfG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tJtvarps- og sjónvarpstæki fiafmagnsvi>ru!niðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 inæg bílastæði). Ml im 11111111111 n i ii 1111111 ii |.|; llett LEIKFIMI_____ JAZZ-BALLETT Frá DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbelti •fc Margir litir •fa Allar atærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartir, bleikir, hvítir Táskór Ballet-töskur ^QalletthúíJ in SÍMI 1-30-76 BWH WM griwilfin IIIH 11111111111 ★ „Að skopa skeið“ R. R. skxifar: „í ctálkum þínum var nýlega minnzt á orðatiltækið „að skopa skeið“ í merkingunni að svífa lágt yfír jörð, og kom þetta fram í umræðum um svifnökkvann, sem hér hefur verið sýndur nýliega. Þar sem ég ólst upp í Árnes- hreppi var þetta orðatiltæki notað eingöngu í annarri merkingu, t. d. þannig: „Hrút- urinn skopar skeið á stoðina“ og annað í þeim dúr, og eink- um það, er hrútar runnu á hvað sem fyrir var, til að stanga það með hornum sín- um. R. R.“. Þetta þýðir þannig fremur að svífa á eitthvað en svífa yfir einhverju, — renna sér á e-ð eða taka tilhlaup á e-ð. ^ Skáldin haldi sér við sitt Ó. G. skrifar: „Kæri Velvakandi! - Mér hefur lengi leikið for- vitni é að vita hvers vegna rithöfundar þurfa ætíð að láta ljós sitt skína í heimili stjórn- málanna, þ. e. að þeir þurfa ætíð að fordæma eitthvert verk stórveldis. Þeirra álit á ekki meiri rétt á sér en álit hvers annars sæmilega mennt- aðs borgara. Rithötfundar telja sig gáfnamenn almennt eða halda einhverjum sérgáfum, sem geri þeim unnt _að skrifa ódauðleg verk. Álitsgerðir þeirra um einhvern stórvið- burð eru ætíð vel prenthæfar, jafnvel á forsíðu og með stórri fyrirsögn, enda eru þeir rit- höfundar. Flestir þeirra fordæma þátttöku Bandaríkj- anna í stríðinu í Vietnam, og margir vildu, að Bandaríkin berðust með ísraelum gegn Aröbum. Skáldskapur og stjórn mál er tvennt ólíkt, og rithötf- undarnir ættu heldur að vera heima og miðla almenningi meira af snilli sinni með góð- um skáldsögum eða leikritum, heidur en að vera að reyna að sletta sér fram í það, sem þeir hafa sýnt, að þeir hafa ekki hundsvit á. Það væri nú gaman, etf ein- hver gagnrýndi gerðir rithötf- undanna og sýndi fram á, að með þessu væru þeir ekki að stuðla að friði, svo að komandi kynslóðir rithötfunda geti not- að starfskrafta sína óskert í þágu listarinnar. Ó. G ★ Hafgúan og Haf- drottningin IngóMur Biöndal skrifar: ,,Hafgúa“ nokkur skrifar þér varðandi skemmtisiglingu M/S Regina Maris fyrra laugardag. Kvartar hún yfir breyttri ferða áætlun og þvi að hafa ekki getað notað 1000 kr. seðla um borð. Því miður var þennan dag mjög lélegt skyggni, og venju- legum landkröbbum, sem voru í miklum meirihluta um borð, þótti illt í sjóinn. Bar þegar á töluverðri sjóveiki, og var aug- ljóst, að fæstir mundu njóta ferðarinnar eða hins ágæta matar um borð, ef upphafleg áætlun yrði haldin; vegna slæims skyggnis hefði vart sézt til lands á Breiðafirði. Að ráði skipstjóra var skipinu haldið í var, og því nutu menn ferðar- innar, og var því almennt fagn að, er tilkynnt var um breyt- ínguna. Varðandi notkun 1000.— kr. seðla um borð vísast til reglna íslenzkra gjaldeyrisyfirvalda þar að lútandi. Næturvinna við Sundahöfn „Kæri Velvakandi! Hvernig stendur á því, að byrjað er að hamast og berja við Sundahöfn á kvöldin um það leyti, sem fólk ætlar að fara að sofa? Máður skyldi halda, að hægt væri að vinna þetta á skaplegri tíma sólar- hringsins. í næsta nágrenni við stað- inn eru íbúðarhverfi og einnig Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Er ekkert tillit tekið til fólksins, sem þar býr? Ég er enginn fjármálaspek- ingur, en mér sýnist þó, að kostnaðurinn ætti sízt að verða meiri, ef unnið væri að pessu að deginum. Eða er vísvitandi verið að gera verkið ,svo dýrt með eftir- og næturvinnu? Gaman væri að vita, hver ræður þessu, og hvort hann hefur einhverja sérstaka löng- un til að flæma íbúana burt úr næstu hverfum. Það er sjáMsögð krafa þessa fólks, að slíkum næturbarsmíð- um verði hætt tafarlaust. „Einn i eldlínunni“. ★ „Sælan fyrir austan“ Kæri Velvakandi, Hinn 7. sept. s.L birtið þér greinarstúf undir fyrirsögn- inni „Sælan fyrir austan“ þar sem einhver fyrrverandi há- seti á Lagarfossi segir fná. Ég er honum ekki sammála. Grein hans er rituð með ótilhlýðilegu ovðbragði, ruddaskap og ill- kvittni í aUa staði. Sannleiks- gilói hennar ekkert. Greinar- höfundi hefði betur verið kunnugt um þessi fornu lífs- sannindi: Einu sinni kom maður til Sókratesar og vildi segja sögu um annan mann, Sókrates sagði. „Ég tel víst að þú hafir síað söguna gegnum hin þrjú sigti“. Maðurinn kvast ekki þekkja þau. Þá svaraði Sókra- tes. „Hið fyrsta er sigti sann- leikans, annað sigti velviljans, hið þriðja sigti gagnseminnar, og ef það sem þú vilt segja hér er hvorki satt, gott eða nytsamlegt, þá geymdu það með sjálfum þér.“ Mín reynsla er sú, eftir margra ára siglingu á sovézkar hafnir, að fólkið sem við sjó- menn kynnumst þar, sé ákaf- lega alúðlegt og vinsamlegtf. Þar umgengst maður mest háskólastúlkur og pilta, sem eru að æfa sig í erlendum málum með því að tala við út- lenda sjómenn. Máske hefir greinarhöfundur heldur viljað hafa þar gleðikonur! Vinsemd og alúð einkennir þetta fólk. Það sem mér finnst skipta máli, er það sem snertir mann persónulega í hvert sinn. Stjórnarfyrirkomulag þjóða skiptir mig ekki máli á þess- um vettvangi. Sinn er siður í landi hverju og' mörgum gremst að þurfa að beygja sig undir !ög og reglur sem þeir eru óvanir. En í erlendu ríki verður aðkomuir aður að semja sig að þeim reglum er þar gilda. Oft og mörgum sinnum hafa yfirvöldin séð í gegnum fingur sér ,og gert gott úr þótt sjómenn hafi brotið reglur eða fyrirmæli, og mér er ekki kunnugt um neitt tiMelIi úr mínum ferðum, þar sem menn hafi verið beittir valdi að til- efnislausu. B. Thoroddsen skipstjóri m/s Lagarfoss. DLW - PARKET - PLASTINO KORK. Litaver sf. Grensásvegi 22—24. — Símar 30280 og 32262. Ungur verzlunarstjóri óskast í sérverzlun, í nágrenni Reykjavíkur nú þegar. Tilboð merkt: „661“ sendist Mbl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.