Morgunblaðið - 10.10.1967, Page 1

Morgunblaðið - 10.10.1967, Page 1
32 SIÐUR 54. árg. — 229. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins RAÐHERRAR A FUIMDI Forsætisráðherrarnir svöruðu spurningum blaðamanna að | fundum sínum Ioknum og hér | skýrir Bjarni Benediktsson , frá viðræðum þeirra ráð- herranna. Á myndinni eru, ' talið frá vinstri: Ove Hansen, viðskiptamálaráðherra Dana (tók við af Dahlgaard), Tage Erlander, Jens Otto Krag, Bjarni Benediktsson og1 Rafael Paasio. Ljósm.: Ó.K.M. Markaðsmálin aðalverkefni þings Norðurlandaráðs — Fundi forsœtisráðherra Norðurlanda lauk í Reykjavík sl. sunnudag Hreinsun í Jdrdan Beirut, 9. október. NTB-AP. Hægfara hreinsun á sér nú stað í jórdanska hernum vegna ósigursins fyrir Isra- elsmönnum í styrjöldinni í júní, að því er fréttir frá Amman herma. Hussein konungur tók að sér yfirstjórn heraflans um helgina og ýmsir herforingjar voru svipt- ir störfum. í orðsendingu til for- seta herráðsins, Amer Kham- mash, hershöfðingja, sagði kon- ungurinn, að ósigurinn í sumar væri þjóðarsmán, sem yrði ekki Framh. á bls. 31 'FUNDI forsætisráðherra Norð- urlanda lauk í Reykjavik síðdeg- is á spnniudag og fóru erlendu ráðherrarnir heim í gær. Jafn- framt var haldinn hér fundur forseta Norðuriandaráðs og lauk 'honum í gær. Á fundi með blaðamönnum á sunnudag sögðu forsætisráðherrarnir, að mark- aðsmálin yrðu aðaiverkefni 16. 'þings Norðurlandaráðs, sem hefst í Osló 17. febrúar n. k. 'Bjarni Benediktsson sagði, að (hann hefði gert grein fyrir af- stöðu Islands til Fríverzlunar- bandalagsins (EFTA), en það mál hefði ekki verið rætt frek- ar. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing, serni gefin var út að fundi forsætisráðherranna loknum: „Forsætisnáðherrar Norður- landa og forsetar Norðurlanda- ráðs hafa komið saman til fund- Stórfelld hreinsun í gríska hernum 144 konungshollir foringjar settir af. Papandreou eldri þögull síðan hann var látinn laus. Frú Vlachos skorar á erlend blöð að berjast gegn herforingjastjórninni Aþenu, 9. október. AP-NTB. Gríska herforingjastjórnin hefur vikið úr embætti 144 foringjum hersins, þar af sex hershöfðingjum og 28 ofurst- um, að því er tilkynnt var í dag. Hér er um að ræða um- fangsmeslu hreinsun í hern- um síðan herinn tók völdin í sínar hcndur 21. apríl. Áreiðanlegar heimildir herma, að Konstantín konungur hafi dregið á langinn að staðfesta ákvörðun herforingj astj órnarinn- ar um að setja liðsforingjana á eftirlaun, en að lokum veitt sam þykki sitt eftir tveggja vikna þóf. Talið er, að flestir liðsforingj- anna hafi annað hvort verið ein- dregnir konungssinnar, eða hikað við að lýsa yfir hollustu við her- foringjastjórnina. Flestir liðsfor- ingjar þeir, sem settir voru af, voru höfuðsmenn eða majórar, en lægra settir lfðsforingjar, sem nú verða hækkaðir í tign, eru flest- ir taldir eindregnir stuðnings- menn herforingjastjórnarinnar. Papandreou þöguii. Georg Papandreou fyrrum for- sætisráðherra, sem herforingja- stjórnin sleppti úr haldi á laug- ardaginn, hefur neitað að tala við blaðamenn. Herforingi heim- sótti hann í gær og varaði hann við að gefa pólitískar yfirlýsing- ar og þegar hann var látinn laus var hann varaður við því að skipta sér af stjórnmálum. Papandreou dvelst að heimili sínu sem er um 38 km fyrir norð- an Aþenu og síðan hann var lát- inn laus hefur verfð stöðugur straumur fólks að heimsækja hann, aðallega vinir hans og stuðningsmenn úr Miðflokknum, sem nú hefur verið bannaður. Papandreou var varpað í fangelsi strax eftir byltinguna 21. apríl, en var seinna settur í stofufang- elsi. Framh. á bls. 24 ATTLEE LÁTINN • ATTLEE lávarður, fyrr- 1 um Ieiðtogi brezka Verka- I flokksins og forsætisráðherra | Bretlands eftir heimstyrjöld- ina síðari lézt í sjúkrahúsi í London sl. sunnudagsmorg- I un, eftir mánaðar sjúkdóms- | legu. Hann var 84 ára aldri og var banamein hans ' lungnabólga. • Útför hans fer fram í kyrr | þey fljótlega, en ösku hans verður siðan komið fyr- ir í Westminster Abbey, þar I sem konungar Bretlands og | fremstu Ieiðtogar hviia. Ekki er enn ákveðið. hvenær þetta verður. Þegar nýtt þing kem- ur saman eftir tvær vikur | verða haldnar minningarat- hafnir um hinn látna í báð- um deildum. Sjá greinar um Attlee, lá- i varð á bls. 19. André Maurois Rithöfundurinn Maurois látinn Franski rithöfundurinn André Maurois, fæddur Herzog, lézt á sjúkrahúsi í París í dag, 82 ára að aldri. Lesendum Morgun- blaðsins var Maurois að góðu kunnur, en greinar hans um flesta þætti mann- legra vandamála hafa birzt í blaðinu undanfarin ár og notið mikilla vinsælda. Maurois var lagður inn á sjúkrahús í september síðast li'ðnum og skorinn upp við magasári fyrir tveimur vik- um. Maurois fæddist 26. júlí 1885 í smáborginni Elbeuf Fraimh. 6 bls. 94 Dyrehovsbokken skemmist í eldi Stór hluti Dyrehavsbakkens, skemmtigarðsins fræga í Kaupmannahöfn, brann til ösku aðfaranótt sunnudags. Þrjú veitingahús urðu eldin- inm |að bráð og tjónið er metið á tugi milljóna ís- lenzkra króna. Eldsupptök eru ókunn. Á myndinni horf- ir A. Tage Jensen skógar- vörður á verksummerki eftir brunann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.