Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1067
17
Tage Erlander forsœtisráðherra Svía í t amtali við Mbl.
LOFIIfDUM BER BETRI KJðR
FLUEFÉLOGUM iitan norourlanoa
SÍÐDEGIS á sunnudag náði
blaðamaður Mbl. snöggvast
tali af Tage Erlander for-
sætisráðherra Svía og fer
Tage Erlander á fundi forsætisráðherranna í Reykjavík
samtalið sér á eftir:
— Hvert teljið þér mikil-
vægast af þeim málum, sem
rædd hafa verið á forsætis-
ráðherrafundinum að þessu
sinni?
— Á þessum fundi hafa
verið rædd mörg mikilvæg
mál, en það sem mér finnst
þýðingarmest er, að ræddir
hafa verið möguleikar á þvi
að löndin hefðu samstöðu í
væntanlegum samningavið-
ræðum við markaðsbandalög-
in. Hvað íslandi viðvíkur hlýt
ur auðvitað sérstaða þess að
valda því að það g-etur ekki
að fullu tekið þátt í slíkri
samstöðu, en mér virðist við-
skiptamúrinn í Evrópu gera
íslandi erfitt fyrir. Nú ber
auðvitað að hafa það í huga,
að við erum ekki á þessum
fundi til að taka endanlegar
ákvarðanir, heldur til að
undirbúa Norðurlandaráðs-
fundinn, en hér kemur þó vel
fram ' hvað einstök lönd
leggja mesta áheizlu á.
— Þið hafið rætt mál SAS
og Loftleiða hér. Er nokkurra
tíðinda að vænta frá þeitn
umræðum?
— Það er yfirlýst stefna
okkar í löndunum þremur,
sem hér eiga hlut að máli, að
efla norræna samvinnu, og á
þeim grundvelli hefur verið
til þessara viðræðna stofnað.
Á ráðherrafundinum í Kaup-
mannahöfn var gengið nokk-
uð lengra til móts við Loft-
leiðir, en almennt hafði verið
búizt við. Þessu ber að fagna
því að Loiftleiðir eru norrænt
fyrirtæki og það á að veita
því betri kjör en flugfélögum
utan Norðurlanda. Hiniu er
ekki að leyna, að það er erfið-
leikum bundið að ganga
mikið lengra en gert var á
fundinum í Kaupmanna-
höfn. En ég verð að segja
það, að forsætisráðlherra ís-
lands hefur sýnt það í þess-
um viðræðum. að hann er
mjög snjall málafylgjumað-
ur. í þessu máli er um að
ræða n-okkur atriði, sem ekki
voru útrædd í Kaupmanna-
höfn og þarf að ganga endan-
lega frá, en annars er það
mitt álit, að Kaupmanna-
hafnarviðræðurnar hafi ver-
ið hagstæðar fyrir Loftleiðir.
— Nú eru alþingiskosning-
a-r í Svíþjóð á næsta ári, sem
væntanlega er hafinn undir-
búningur að. Hverju spáið
þér um þær kosningar?
— Ég spái aidrei um kosn-
ingaúrslit. En hitt er annað
mál, að kosningaundirbúning-
ur er ha-finn af fullu kappi.
Við Sósíaldemókratar töpuð-
um í síðustu kosningum og
nú leggjum við kapp á að
byggja upp fylgi að nýju. Ég
treysti mér hins vegar ekki
til að segja um hvernig það
tekst.
— Hvað er annars efst á
baugi í sænskum stjórnmál-
um?
— Norðurlönd munu öll
hafa við svipuð vandamál að
stríða á stjórnmálasviðinu.
Það er alltaf þessi sami vandi
að láta útgjöldin ekki fara
fram úr tekjunum og þetta
reynum við aliir enda þótt að
ferðirnar séu ekki alis staðar
þær sömu. Þá reyna Svíar
eins og hin Norðurlöndin að
leggja- sitt lóð á vogarskál-
ina fyrir afvopnun og friði í
heiminum. Nauðsynlegt er að
reyna að koma á friði í Víet-
nam og eins þarf að leysa
mál ísraelsmanna og Egypta.
biskups íslands til
Englands
Frá heimsókn
Biskupinn prédikaði einnig
í dómkirkjunni í Linooln á
sunnudagskvöld, en það er
heimakirkja stærsta biskup-
Grimsby og Lincoln,
Englandi, 8. okt. AP.
BISKUP íslands, herra Sigur-
b.iörn Einarsson prédikaöi í
skoðanir um, hvernig nýta
beri fiskiimiðin. Þannig hefur
hafið 'bæði skilið oss og sam-
einað oss“. Biskupihn lagði
Biskupinn í Grimsby við vígslu St. Andrewskirkju,
dæmis Bretlands. í ræðu sinni
sagði biskupinn m.a., að kirkj-
ur kristinna manna væru í
m-eginatriðum ein og hin
sama, þrátt fyrir hinn mikla
sögulega -mun, sem þær ættu
að baki sér. „Sameiginlega
eigum við ríkulegan arf“,
sagði biskupinn. Han-n sagði
ennfremur, að á liðmum tím-
um h'efðu kristnir menn átt
er.fitt með að viðurkenna
hverjir aðra, en sameimuðust
nú af endurn-ýjuðum álhuga í
bæn og starfi fyrir nánari
samski-ptum og gagnkvæmum
skilningi milli mismunandi
trúflokka.
„Kirkja England-s hefur á
margan hátt t-ekið forystuna
á þessu sviði og kristnir
m-enn í öllum löndium og öll-
um kirkjum eiga að vera
þakklátir fyrir starf ensku
kirkjunnar á þessu sviði“.
Sú skoðun fer vaxandi, að vér
höfum þörf hver fyrir annan,
þurfum að taka þátt í reymslu
hver annars og bæta oss með
tilliti til reynslu annarra.
Það er vissulega löng og erfið
1-eið framundan, unz takm-arki
trúarinnar hefur verið náð.
En vér skuium af þolinmæði
ala þá von og vinna að því
m.arki“.
Biskupinn sagði, að heim-
Framh. á bls. 14
Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, blessar kapellu heilagrar guðsmóður í hinni
nýju St. Andrewskirkju í Grimsby á fimmtudagskvöldið.
dag í st. James kirkjunni í
Grimsby á hinni árlegu þakk-
arhátið sjómanna vegna sjáv-
arafla (Harvest of the Sea).
Sl. föstudag aðstoðaði biskup-
inn við vígslu á nýrri sjó-
mannakirkju í Grimsby, sem
Islendingar höfðu gefið 1000
sterlingspund til og nefnist
St. Andrews kirkja.
í ræðu sinni sagði bLskup-
inn m,a.: „Leiðir sjómanna
okkar liggja saman og það
eru stundum mismunandi
áherzliu á meiri auðmýkt og
virðingu fyrir .heilagri ritn-
ingiu og sagði: „Það er þetta,
sem þörf er á í heiminum nú,
annars er hætta á því, að hin
djarfa sjófierð tækninnar
endi með skipbroti".
Séra Dennis Hawker, sókn-
arprestur við St. James kirkju
ba-uð biskupinn velkominn o,g
sagði, að þetta væri í fynsta
sinn í 850 ára sögu kirkjunn-
ar, að íslenzkur biskup hefði
k-omið þangað.
íslenzku sendiherrahjónin í Bretlandi voru einnig viðstödd vígslu kirkjunnar. Á myndinni
er talið frá vinstri: Carl Ross, ræðismaður íslands i Grimsbyog kona hans, frú Rósa Ingólfs-
dóttir sendiherrafrú, Guðmundur í. Guðmundsson sendiherra og borgarstjórahjónin í Grims-
by, hr. og frú Petchell, en hún er af íslenzkum ættum.