Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1067 Katrín K. Söebech Minningarorð ÞANN 29 f.m. fór fram útför frú Katrínar Söebech fyrrver- andi kaupkonu í Reykjavík, sem andaðist 21. s.m. Því miður gat ég ekki fylgt henni til grafar, vegna þess að ég v ar fjarver- andi en mig langar til að minn- ast hennar með fáeinum orðum. Hún var að ýmsu leyti nokkuð óvenjuleg kor.a, og ég ber hlýj- an hug til hennar fyrir góða viðkynningu og uppörvun þá, sem vinir hennar hlutu að verða fyrir af bjartsýni henn- ar, kjarki og góðvild. Katrín Kristín Söebech var fædd 3. september 1888 að Reykjafirði í Árneshreppi. For- eldrar hennar voru Friðrik F. Söebeck bóndi þar og kona hans, Karólína F. Thorarensen, dóttir Jakobs Thorarensen kaup manns á Reytcjafírði og Guð- rúnar konu hans Óladóttur Vi- f Bróðir minn Árni Ólafsson cand. phil. andaðist á Landsspítalanum 8. október. F. h. ættingja Þórólfur Ólafsson. t Móðir mín og tengdamóðir Guðrún Bjarnadóttir andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss að kveldi 8. október. Guðbjörg Gísladóttir, Skúli Magnússon, Miðtúni 12, Selfossi. t Bróðir okkar Ólafur Jónsson Skólagerði 5 andaðist í Landakotsspítala 6. október. Fyrir hönd okkar systkina, Margrét Jónsdóttir. t Bróðir minn Jón Magnússon andaðist á Sjúkrahúsi í Boston að morgni þess 7. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda Ellert Magnússon. t Eiginmaður minn Jónas Sveinsson Mýrargötu 2, Hafnarfirði lézt í Landakostspítala aðfara- nótt 8. okt.. Jarðarför ákveð- in síðar. Guðrún Jónsdóttir og börnin. borg. Foreldrar Jakobs afa Katrínar voru Þórarinn verzl- unarstjóri í Kúvikum (Stefáns- son amtmanns) og kona hans Katrín Jakobsdóttir Havstein (systir Péturs amtmanns). For- eldrar Friðriks Söebech voru Jóhann Karl Söebech beykir og kona hans Steinunn JóHsdóttir. Ekki kann ég að rekja föður- ætt Katrínar lengra, en frænd- lið á hún a’Jmargt af dugandi fólki. Sjálf eignaðist hún ekki börn. Katrín ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum, en tví- tug að aldri fór hún í Verzlun- arskóla fslands. Atvik að því voru þau, að frú Kristjana Hav- stein, ekkja Péturs amtmanns, skrifaði móður Katrínar og bauð henni að senda sér eina af dætrum hennar tii dvalar og náms í Reykjavik. Var því boði vel teki® eins og að líkum læt- ur og varð Katrín fyrir val- inu. Dvaldist hún næstu tvö ár hjá frú Havstein og sótti skól- ann, en burtfararpróf frá Verzl unarskóla íslar.ds tók hún vor- ið 1910. Hlaut húr. þar mennt- un þá, sem átti eftir að koma henni að góðu gagni í lífir.u. Þótt Verzlunarskélinn væri þá aðeins tveggja vetra skóli (eða þriggja með undirbúningsdeiid), veltti hann furðu staðgóða menntun, enda voru nemendur þá margir eldri og þroskaðri en nú gerist. Þeir, sem í skól- t Konan mín Fjóla Gísladóttir andaðist að heimili sínu Hof- teig 20 7. þ. m. Ingvar Guðfxnnsson og bórn. t Hjartkær dóttir mín og systir okkar Guðrún Magnúsdóttir yfirljósmóðir, verður jarðsett frá Fossvogs- kapellunni miðvikudaginn 11. okt. kl. 10:30. Jarðarförinni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð ljósmæðra. Margrét Eyjólfsdóttir, Jón Magnússon, Björgvin Magnússon, Eyþór Magnússon. t Jarðarför mannsins míns, föð- ur, tengdaföður og afa, Einars Guðmundssonar skipstjóra frá Hóli, Hafnarfirði, er lézt 4. október fer fram þriðjudaginn 10. október kl. 2 frá Þjóðkirkjunni. Fyrir mína hönd og annarra ■andamanna. Jakcba Guðmundsson, Hverfisgötu 23B, Hafnarfirði. I ann fóru, flestir efnalitlir eða , efnalausir með öllu, ætluðu sér að læra það, sem þeir gætu, og gerðu það. Kairín var greind og fylgin sér við námið eins og aJlt sem hún tók ; ér fyrir hend nr. Að loknu námi vann Ksí,;i við verzlunarstörf, fyrst í Reykjavík en síðar í Vestmanna eyjum um nokkurt árabil, lengst hjá hinum kunna athafnamanni Gísla J. Johnsen. í Vestmanna- eyjum giftist hún fyrra manni sínum, Ágúst Eiríkssyni, en þau skildu eftir stutta sambúð. Frá Vestmannaeyjum fxuttist Katrín til Reykjavikur aftur, þar se:n hún var enn við verzlunarstörf í þjónustu annarra um nokk- ur ár, síðast. við heildsölu og umboðssölustörf hjá Nathan & Olsen, þar sem ég kynntist henni fyrst. Er árið 1928 stofn- aði hún eigið umboðssölufirma, aðallega með vefnaðarvörur og fatnað, sem hún rak síðan í mörg ár við góðan orðstír. Hygg ég að hún sé fyrsta konan, sem stofnað hefur þess konar fyrir- tæki hér á landi. Til þess að afla sér sambanda ferðaðist hún allmikið í fyrstu og raunar æ síðan, enda varð hún allfær í málum, einkum þýzku og ensku. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýnt hafa okkur samúð við andlát og jarðarför Bedrich Lukes frá Prag. Við þökkum læknum og starfs fólki Borgarspítalans fyrir '"ábæra umönnun í veikind- um hins látna. Jarmila og Ægir Ólafsson Antonie Lukesova. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu samúð og hluttekningu við fráfall og jar'ðarför Hjalta Nielsen forstjóra, Seyðisfirði. Fyrir hönd aðstandenda Áslaug Nielsen og böm, Theódóra Nielsen og dætur. ... ................ u t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu og til allra þeirra, sem veittu okkur ómetanlega aðstoð á annan hátt vfð andlát og útför föð- ur okkar, tengdaföður og afa Friðriks Geirmundssonar frá Látrum í Aðalvík F. h. okkar systkinanna, tengdabarna og bamabama Friðrik Friðriksson. Voru sambönd hennar einkum í Þýzkalandi og Bretlandi, en einnig fjær, svo sem á Ítalíu og víðar .Gefur það auga leið, að það var ekki kjarklaus mann- eskja, sem ein síns liðs og öll- um ókunn fór til allra þessara landa og vakti slíkt traust á sér að mikilsverð firmu veittu henni umboð hér á landi. Vera má að fríðleiki nennar og reisn í framgöngu hafi greitt fyrir henni í upphafi, en hefði þó enzt skammt ef ekki hefði ann- að og meira verið á bak við. Margir af hinum erlendu við- skiptavinum hennar urðu per- sónulegir vinir, sem sendu henni gjafir og skrifuðust á við hana um möfg ár. Sýndi hún mér stundum slík bréf. Einnig eru mér minnisstæð bréf til hennar frá indverskum aðals- manni, sem dáði hana mjög, en honum kynntist ég lítillega af því að svo bar við að hann gerði sér ferð upp til íslands til að heimsækja hana. Katrín átti líka marga vini hér heima, enda var hún mann blendin og tók þátt í ýmsum félagsskap. Meðal annars var hún nokkur ár í stjórn Zonta- klúbbs Reykjavíkur. Hún ferð- Tónlistorvið- burður ú flkru- nesi ( Akranesi, 5. október. SINFÓNÍ UHL J ÓMS VEIT ís- lands undir stjórn Bohdan Wodiczko hélt hljómleika hér í bíóhöllinni á vegum tónlistar- félags Akranes í gærkvöld. Á efnisskránni voru verk eftir Grieg, Chadrier, Strauss og Mendelson. Þetta var mikill tón- listarviðburður hér, og létu áheyrendur, sem fylltu höllina, óspart ánægju sína í Ijós. Bæjarstjórn Akranes bauð aðist líka mikið innanlands og mun á þeim ferðum hafa séð mikið af landinu. Katrín giftist í annað sinn 1953 eftirlifandi eiginmanni sín um, T. Júlíusi Júlínussyni skip stjóra, hinum alkunna hæfi- leika- og dugnaðarmanni, sem um áratugi hefur verið skip- stjóri á skipum Eimskipafélags íslands. Áttu þau vistlegt heim ili á Snorrabraut 81 hér í bæn- um, þar sem vinir þeirra og kunningjar höfðu ávallt ánægju af að koma. Katrín mun lengst af hafa ver ið heilsuhraust, en fyrir fáein- um árum varð hún fyrir slysi og þurfti að dveljast á sjúkra- húsi um skeið. Þótt henni batn- aði að kalla, náði hún sér í rauninni ekki eftir það og var síðustu árin aðeins svo sem skuggi af sjálfri sér. En hún var heppin að mega þá njóta traustrar umhyggju manns síns. í huga mínum sendi ég Kat- rínu hlýja kveðju frá mér og fjölskyldu minni út yfir móð- una miklu. Eftirlifandi eigin- manni hennár votta ég samúð mína. hljómsveitarmönnunum til veit- inga að Hótel Akranes eftir þessa fyretu tónleika á starfsári Tónlistarfélags Akranes. Fleiri tónleikar munu íylgja á eftir. — Hjþ. Starfrækja legu- deild í Heilsu- verndarstöðinni Á FUNDI borgarráðs þann 3. þ.m. var, sjúkrahúsnefnd veitt heimild til að starfrækja 32ja rúma leigudeild í Heilsuverndar- stöðinni til endurhæfingar og hjúkrunar sjúklinga frá Borgar- spítalanum í Fossvogi. Síldarstúlkur Okkur vantar nokkrar stúlkur til starfa nú þegar. Fríar ferðir, frítt fæði. Upplýsingar í símum 38-0-12 og 1-22-98. Ólafur Óskarsson, Hafaldan b.f. Seyðisfirði. Sendiferðir Unglingspiltur eða stúlka óskast til sendiferða hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofu LUDVIG STORR, Laugavegi 15. Unglingspiltur óskast til sendiferða á skrifstofu okkar, hálfan eða allan daginn. SMJÖRLÍKI H.F., síini 11690. Stúlka á aldrinum 25—40 ára, vön afgreiðslu eða skrif- stofustörfum óskast til afgreiðslustarfa seinni hluta dags. KRÓMHÚSGÖGN, Hverfisgötu 82 — Sími 21175. Geymsluhúsnæði óska eftir 70—100 ferm. geymsluhúsnæði með góðri aðkeyrslu, helzt í Austurbænum. Vinsamlegast hringið í síma 35722. Yngvi Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.