Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 19
MOKGUN’BL.AÐHD, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1967
19
CLEMENT ATTLEE
Clement Richard Attlee forsæt-
isráðherra fyrstu Verkamanna-
flokksstjórnar í Bretlandi sem
hafði hreinan meirihluta á þingi,
fa. ’.dist 3. janúar 1883 og var því
orðinn 84 ára gamall þegar hann
lézt á laugardag. Fjölskyldan var
dyggðug og vel efnum búin, fað-
irinn happasæll málflutningsmað
ur sem síðar varð áhrifamaður
í borgarstjórn Lundúna og forseti
lögmannafélagsins brezka.
Frá upphafi átti hið örugga og
áhyggjulausa líf miðstéttanna
vel vfð Attlee, og þegar hann var
21 árs og hafði dvalizt fimm ár
við nám í Haileybury og þrjú ár
í Oxford, var hann jafnvel borg-
aralegri í hugsunarhætti en faðir
hans. „Ég var sannfærður um,
að engir nema séntilmenn væru
færir um að stjórna .. . Efnað
fólk naut yfirleitt forréttinda
sinna vegna eigin dyggða Eg
játaði römmustu íhalds-skoðan-
ir.“
Þetta áhyggjulausa uppeldi
setti mark á manninn. Hann
hafði ækki kynnzt neinni óham-
ingju eða óróleik eða innri bar-
áttu, og enda þótt ha.m ætti síðar
eftir að hafna pólitískum skoð-
unum æskuáranna, þá bjó hann
alla ævi að áhrifum frá heimili
sínu, menntaskóla og háskóla.
Hann ger'ðist einlægur og ótrauð-
ur sósíalisti, en afstaða hans til
opinberra mála og allt einkalíf
einkenndist af miðstéttauppeldi
hans.
Það voru kynni hans af eymd-
inni og allsleysinu í fátækrahverf
um Lundúnaborgar sem sneru
honum til sósialisma, en það gerð
ist hljóðalaust og án nokkyrra
dramatískra tilþrifa. Hann fór
að vinna að fátækrahjálp í East
E- ’ fyrir mjög lítil laun og varð
þess brátt- vísari, að hér hefði
hann fundið verðugt verkefni.
Hinir strangtrúuðu foreldrar
hans höfðu alið upp í honum
ríka skyldutilfinningu (sem hann
varðveitti alla ævi), og hgnn
sannfær’ðist um, að „ekkert í
heiminum er jafnmikilvægt og að
reyna að breyta ríkjandi
ástandi." Honum var ekki fylli-
lega ljóst, hvernig það yrði bezt
gert. Fyrst sneri hann sér tii
Webb-h.jónanna frægu, en fannst
skoðanir þeirra of bundnar við
ríkið og ríkisafskipti. „Ríkið
minnti mig á fangelsi, fátækra-
stofnanir og allt sem var ömur-
legt.“ Hann leitaði fyrir sér hjá
góðgerðarstofnunum, sem honum
fannst of sjálfumglaðar, sam-
vinnufélögum og alls kyns sam-
eignarstofnunum, en varð alls
staðar fyrir vonbrigðum. Loks
sneri hanr. aftur til Webb-hjón-
anna, gekk í „Fabian Society’
árið 1907 og ári sfðar í Verka-
mannaflokkinn.
Á árunum 1907 til 1914 gegndi
hann ýmsum illa launuðum störf-
um í þágu félagsmála og bjó við
frumstæðustu kjör. Frítíma sinr.
notaði hanr. til að tala máli
Verkamannaflokksins í hverfi
sínu. Hann var mjög taugaóstyrk
ur og fjarri því að vera mælsku-
maður, en hann þraukaði og yfir-
vann smám saman óstyrk sinn.
Stuttu áður en fyrri heimsstyrj-
öldin brauzt út bauð Sidney
Webb honum kennarastöðu við
hina nýju félagsmáladeild í „Lon
don School of Economics" (Hag-
fræðiskóla Lundúna). Hann tók
starfinu fegins hendi og var önn-
um kafinn við kennslu þegar
Þjóðverjar gehðu innrás í Belgíu.
Margir félagar hans í Verka-
ma maflokknurh voru andvígir
stríðinu. En Attlee gekk í her-
inn áður en mánuður var liðinn
frá árás Þjóðverja.
Þetta skref var einkennandi
fyrir manninn. Hann var sósíal-
isti og hefði neitað að taka þátt
í s rjöld milli tveggja heims-
valdasinnaðra „blakka", en inn-
rás Þjóðverja í Belgíu sannfærði
hann um, að munur væri á styrj-
aldaraðiljunum. „Hvort ég
dæmdi rétt eða rangt, get ég ekki
sagt um,“ skrifáði hann af sér-
kennilegu lítillæti rúmum tíu ár-
um seinna. „í ljósi þess sem ég
veit nú held ég samt, að í stórum
dráttum hafi dómur minn verið
réttur".
Attlee tók þátt í blóðugum
bardögum í Gallipoli, Mesópóta-
míu og Frakklandi, og reyndist
vera góður liðsforingi, enda varð
hann majór áður en yfir lauk.
Hann sneri heim árið 1919 og
komst þá að raun um, að aðstaða
Verkamannaflokksins í hverfi
hans, Stepney, hafði stórum batn
að. Þegar Verkamannaflokkurinn
hlaut 42 af 60 sætum hverfisins
i bæjarstjórnarkosningum 1919,
varð Attlee fyrsti borgarstjóri
Verkamannaflokksins í Stepney-
hverfi.
Árið sem hann gegndi þessu
embætti var hann eins og endra-
nær samvizkusamur og duglegur
embættismáður. Hann var for-
maður „Boigarstjórafélags Verka
mannaflokksins“ í Lundúnum og
var fyrir nefnd Lundúna-borgar-
stjóra sem gengu á fund forsætis-
ráðherrans til að leiða honum
fyrir sjónir hið geigvænlega at-
vinnuleysi. Hann gegndi margs
konar öðrum ábyrgðarstörfum og
sat m. a. í stjórn Verkamanna-
flokks Lundúnaborgar. Það kom
sér vel að starfið í Hagfræðiskól-
anum var ekki mjög tímafrekt.
Hann hélt áfram að búa við
mjög frumstæð kjör í East End,
og er vert að gefa því gaum, að
fáir stjórnmálamenn, jafnvel úr
vinstri flokkunum, hafa kosið að
búa þar. East End var raunveru-
legt heimkynni Attlees, ekki bara
hentug „tilraunastofa" fyrir pól:
tískar og félagslegar fræðiiðkanir
hans. Langri dvöl hans \ í East
End lauk árið 1922, þegar hann
kvæntist Violet Millar og fluttist
til Woodford.
Á árunum 1922 til 1931 var
Attlee mjög athafnasamur í ensk
um stjórnmálum, þó ekki bæri
sérlega mikið á honum. Hann var
kosinn á þing árið 1922; var að-
stoðarráðherra í hermálaráðu-
neytinu; átti sæti í Simon-rann-
sóknarnefndinni, sem fjallaði um
endurbætur á indverskri löggjöf
á árunu.m 1927—1930, og undir-
ritaði einróma niðurstöður henn-
ar; varð eftirmaður Sir Oswalds
Mosley (fasistaforingjans) sem
ráðherra Lancaster-hertogadæm-
isins 1930; og var skipáður póst-
málaráðherra árið eftir.
Nokkrum mánuðum síðar
kvaddi Ramsey MacDonald alla
ráðherra, sem ekki áttu sæti í
sjálfu ríkisráðinu, til sín í Down-
ing Street 10 og skýrði þeim
frá þeirri fyrirætlun sinni að
að mynda þjóðstjórn með öllum
helztu stjórnmálaflokkum lands-
ins. Hann hélt langa og sundur-
lausa ræðu. Hugh Dalton bar
fram eina spurningu, Attlee aðra,
en síðan héldu 'ráðherrarnir, að
undanskildum fáeinum, yfir til
Transport House á fund þing-
flokks Varkan.annaflokksins, þar
sem Artliur Henderson var kos-
inn lefðtogi flokksins.
Attlee var aldrei í neinum vafa
um að MacDonald færi villur
vegar, og eitt sinn sagði hann
beiskléga: „Það voru um tíu aðr-
ar rottur í neðri málstofunni.“
Þegar MacDonald efndi til kosn-
inga nokkrum vikum síðar beið
Verkamannaflokkurinn mikið af-
hroð. Aðeins 46 af frambjóðend-
um flokksins náðu kosningu, og
af þeim höfðu aðeins þrír nokkra
reynslu sem flokksleiðtogar:
George Lansbury, Staffogd
Cripps og Attlee. Þar sem Cripps
hafði áðeins sétið á þingi eitt ár,
var Lansbury valinn leiðtogi
flokksins og Attlee varamaður
hans.
Þessi skyndilega upphefð var
afleiðingin af óförum félaga hans
í kosningunum; að því leyti var
hún hrein tilviljun. En hitt var
engin tilviljun, að hann hafði
Framhald á bls. 11.
Attlee lávarður
Maðurinn handan stjórnmálanna
Eftir
Kenneth Harris
Persónuleg kynni mín af
Attlee lávarði hófust árið
1958. Ég þurfti að síma til
heimilis hans og biðja hann
um að rita 400 orð eftir Wa-
verly lávarð, sem var nýdá-
inn.
„Attlee hér“ — eitt sinn hóf
hann pólitíska útvarpsræðu á
þessum orðum —. „Að sjálf-
sögðu. Hvenær viljið þér fá
þetta?“
„Eins fljótt og unnt er.“
„Hringið eftir eina klukku-
stund“, sagði Attlee og lagði
heyrnartólið á. Eg hringdi á
umsömdum tíma og hann las
mér fyrir 395 orð. „Þetta er
dálítið stutt,“ sagði hann, „en
ég vona, að það nægi.“
Þótt hann eyddi hvorki tíma
né orðum til einskis var hann
mjög kurteis maður, einkan-
lega gagnvart konum. Það
orsakaðist ef til vill af því
hversu mikilvægt hans eigið
hamingjusama hjónaband var
honum. Hann hafði myndað
sér skoðanir um eiginkonur
næstum allra stjórnmála-
manna, sem ég færði í tal við
hann. „Hann þarfnaðist róandi
lyfja; hún var honum nokk-
urskonar fjörefnisinngjöf",
sagði hann um frægan stjórn-
málaleiðtoga, sem honum
fannst hafa beðfð tjón á ferli
sínum vegna hjónabandsins.
Um annan betur kvæntan
starfsbróður sinn sagði hann:
„Vel kvæntur. Hún er falleg,
skiptir sér ekki af stjórnmál-
um og þykir vænt um börn.“
Hann var íhaldssamur á
mörgum sviðum. Eitt sinn
ávarpaði ég konu hans „lafði
Attlee". „Attlee greifynja",
leiðrétti hann þegar í stað.
Þegar hann drakk vín vildi
hann einungis rauðvín og ég
sá hann drekka það með köld-
um silungi og salati, með jarð-
arberjum og rjóm-, og fiski.
Uppáhaldssælgætið hans var
hlaupbúðingur. Hann kann-
aði matseðilinn í Savoy kur
teislega, leit sfðan á þjóninn
og sagði: „Hlaupbúðing?"
Honum féll ekki ostur og
hreyfði ekki við brenndum
drykkjum — „nema í mjög
sérstökum tilfellum.“
Hugmyndir hans um stjórn
mál voru lítt fræðilegar og
hann myndaði sér ákveðnar
skoðanir um fólk. Skoðanir
hans voru ávallt vinsamlegar
og látnar í ljós af falsleysi.
„Mikill maður, X“; „Bezta
ræða, sem ég hef heyrt“;
„Elskulegur náungi, Y“.
Hann var aldrei hræddur
við að láta skoðanir sínar í
ljós. „Hver er hæfasti maður,
sem þér hafið kynnst utan
stjórnmálanna?“ spurði ég eitt
sinn. „Franks". „Stýður hann
Verkamannaflokkinn?“ ,,Þa5
hef ég ekki hugmynd um. Ég
bað hann um að fara til Wash-
ington sökum þess að hann
var hæfasti maðurinn til
þess.“
Hann var sérstaklega sjálf-
nógur og blátt áfram í við-
móti. Fáir eða engir tóku eft-
ir honum, þegar hann steig
út úr þriðja farrými á stöð-
inni í Baker Street — dálítið
álútur en hraustlegur, reykj-
andi pípu sína, með tvo reyf-
ara í slæmri skjalatösku.
Hann fékk aldrei nóg af teinu
sínu.
Ef Attlee þurfti að eiga
stefnumót við einhvern stjórn
málamann, þá valdi hann
Athenaeum-klúbbinn. Ef hann
vildi fá sér blund eftir hádeg-
isverð valdi hann Oxford eða
Cambridge-klúbbinn. Hann
sagði við mig eitt sinn: „Vitið
þér hvernig hægt er að lækna
menn af því að sofa eftir há-
degisverð? Ef svo væri gætuð
þér grætt offjár á lávarða-
deildinni." Þegar hann ræddi
við menn um heima og geima
notaði hann orð, sem hann
nafði lært í gagnfræðaskóla:
væg alensk blótsvrði. Hann
nefndi menn næstum alltaf
gælunöfnum sínum og bjó til
allmörg sjálfur.
Þegar hann kom frá Oxford
var hann íhaldssamur heims-
veldissinni og sagði að „ein-
ungis heiðursmenn (gentle-
men) væru hæfir til þess að
stjórna. „Þér hafi'ð skipt um
slcoðun síðan“, sag^i ég við
hann eitt sinn. „Nei,“ sagði
hann. „En núna álít ég, að
það eigi að gefa öllum tæki-
færi til að verða heiðurs-
menn.“
í skoðunum hans úm menn
og stjórnn.ál gætti ótakmark-
aðrar bjartsýni en ávallt raun-
sasi.
Eitt sinn spurði ég hann
hvort hann teldi sig góðan
garðyrkjumann. „Já. Reynsla
mín í stjórnmálum kemur þar
að notum. Lítið á það sem vex
í reitnum og reytið burt þær
plöntur, sem eru í meirihluta."
Það er 'llgresið."
(Observer.
C)1 ré+tindi áskilin.)