Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1967 ÞAÐ Alþingi, sem sett verður í dag — 88. löggjafarþing — kemur saman á erfiðum tímum. Afleiðingar verðfalls og afla- brests munu mjög setja svip sinn á störf þingsins naestu vikur og mánuði, en einnig má búast við, að fyrstu dagar þess verði tíðindasamir. Sú venja er komin á, að for- sætisráðherra flytur í upphafi þings stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Sú yfirlýsing er að þessu sinni mjög mikilvæg, vegna þess að hún mim gefa nokkra vísbendingu um megin stefnumál ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins eftir þingkosningarn- ar, sem fram fóru í vor, en fram til þessa hafa störf þess- arar ríkisstjórnar í höfuðatrið- um byggzt á þeim málefna- samningi, sem gerður var síð- ari hluta árs 1959. Þá má einnig vænta þess, að frumvarp til fjárlaga fyrir ár- ið 1968 verði lagt fram ein- hverja fjyrstu daga þingsins og er ekki ólíklegt, að í því endur- speglist að nokkru þeir enfið- leikar, sem þegar hafa skapazt í efnahagslífi landsmanna og má telja víst, að samhliða fjár- lagafrv. eða fljótlega í kjölfar þess, muni lögð fram önnur frv. um nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að endar náist saman við afgreiðslu fjárlaga. Eitt fyrsta verkefni þings- ins verður að taka afstöðu til kjörbréfs Steingríms Pálsson- ar, en það er gefið út af landskjörstjórn í samræmi við þá afstöðu, sem hún tók til framboðslista Hannibals Valdi- marssonar í Reykjaví'k í vor. Felli Alþingi kjörbréfið hlýtur Unnar Stefánsson þingsætið og bætist þá Alþýðuflokknum og stjórnarmeirihlutanum einn þingmaður. Við attovæðagreiðslu um kjörbréf Steingríms Pálssonar verður sérstaklega tekið eftir afstöðu eins þingmanns úr röð- um Alþýðubandalagsins, Magn- úsar Kjartanssonar. Sem rit- stjóri Þjóðviljans tók hann af- dráttarlausa afstöðu gegn þvi í kosninga'baráttunni, að at- kvæði I-listans yrðu talin með atkvæðum Alþýðubandalags- ins, en á því byggjast vonir um þingmennsku Steingríms Páls- sonar. Nú verður eftir því tek- ið, hvort Magnús Kjartansson, alþm., tekur sömu afstöðu til málsins og Magnús Kjartans- son, ritstjóri. Þá mun og ekki síður þykja eftirtektarvert, hver kjörinn verður formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Lúðvík Jósepsson hefur sinnt því starfi um árabil, en það yrði talinn mikill ósigur og niðurlæging fyrir Hannibalista, ef hann yrði endurkjörinn til þess starfs. Yfirleitt hefur verið talið, að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins skiptist í tvo jafna hópa í afstöðunni til deilumála innan þessara samtaka, en nú virðist sem veikir hliekkir séu í báðum þessum hópnum, þann- ig að allt er 1 óvissu um, hver hlýtur formennsku þingflokks- ins. Þó hetfur Karl Guðjónsson verið nefndur í því sambandi. Þótt efnahagsmálin og afleið- ingar aflabrests og verðfalls muni mjög móta störf Alþingis í vetur munu mörg önnur mál koma til kasta þess og er t.d. ekki ólíklegt, að það fjalli að einhverju leyti um fræðslu- málin með hliðsjón af þeim miklu umræðum, sem um þau hafa skapazt síðustu vikur. Þá muau og margir telja, að hurð- in nýja í Alþingishúsinu sé viðfangsefni, sem ástæða sé til, að þingmenn láti til sín taka. Töluverðar breytingar hafa orðið í röðum þingmanna. Tveir mætir og gegnir þing- menn úr röðum Sjálfstæðis- manna eru nú horfnir af þingi, þeir Sigurður Óli Ólafsson og Sigurður Ágústsson, sem báðir áttu að baki langa þing- mennsku. Einnig hafa þeir Axel Jónsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson hætt þing- mennsku, en þeir höfðu báðir setið á þingi mun skemur en hinir tveir. Axel kom á þing við lát Ólafs Thors og Þorvald- ur Garðar hafði setið eitt kjör- tímabil auk sumarþings 1959. Sjónarsviptir er af manni eins og Einari Olgeirssyni, og einn fremsti leiðtogi þjóðarinn- ar um áratugaskeið, Hermann Jónassson er nú horfinn úr þingsöium. Þá hefur Framsókn- arflokkurinn misst helzta tals- mann sinn í efri deild í efna- hags- og atvinnumálum, Helga Bergs, en hann féll í kosning- unum í vor. Margir munu sakna Karls Kristjánssonar. Ræður hans á þingi og ekki síður greinargerðir og nefndarálit, sem hann samdi, voru oft meistaraverk og bráðskemmti- leg. Sjálfstæðisflokknum bætast fimm góðir liðsmenn í þing- flokk sinn. Birgir Kjaran tek- ur nú sæti á Alþingi á ný, en hann hafði áður setið eitt kjör- tímabil, 1959-1963, en lét þá af þingmennsku að eigin ósk. Slíkt er ibýsna óvenjulegt, þeg- ar almenna reglan er sú, að þingmenn láta ekki ótilneyddir af þingmennsku, þegar þeir einu sinni eru komnir inn. í dag gengur annar sonur Benedikts Sveinssonar ALþing- isforseta í þingsali, Pétur Bene- diktsson. Alþingi verður skemmtilegra við komu hans og mun víðtæk þékking hans á fjármálum og atvinnumáium þjóðarinnar koma að góðu gagni. Tveir traustir fulltrúar bændastéttarinnar bætast nú í þingflokk Sjálfstæðisfliokks- ins, þeir Steinþór Gestsson, bóndi á Hæii og Páimi Jónsson bóndi á Akri Vafalaust mun það ylja hinum aldna þingskör- ungi, Jóni Pálmasyni, um hjartarætur að sjá son sinn taka til starfa á Alþingi í þágu Hún- vetninga ag annarra íbúa Norðurlands vestra eins og hann sjálfur gerði um áratuga- skeið með svo eftirminnilegum hætti. Sýslumaður Snæfell- inga, Friðjón Þórðarson hefur nú verið kjörinn á þing á ný, hann hefur setið þar áður, þá sem fulltrúi Daiamanna. Þá má geta þess, að hinn vinsæli borgarstjóri Reykvíkinga, Geir Hallgrímsson mun sitja á Al- þingi fram til áramóta, vegna fjarveru Auðar Auðuns og síðar Ólafs Björnssonar á Allsherjar- þirigi Sameinuðu þjóðanna, en borgarstjóri er fyrsti vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. í þingflokki Alþýðuflokksins verða tvö ný andlit, Bragi Sig- urjónsson og Jón Ármann Héð- insson. Mun mörgum þykja fengur að því að maður úr hópi hinnar nýju kynslóðar síldar- útgerðarmanna tekur sæti á þingi, það styrkir tengsl þings- ins við þennan þýðingarmik'.a atvinnuveg landsmanna. Þrír nýir þingmenn koma fram í röðum Framsóknar- manna á Alþingi, þeir Bjaxni Guðbjörnsson, Stefán Val- geirsson Oig Vilhjálmur Hjálm- arsson, Hinn síðastnefndi hef- ur setið á þingi áður og Bjarni Guðbjörnsson sem varámaður. Töluverð breyting verður á þingflokki Alþýðubandalags- ins. Karl Guðjónsson tekur sæti á Aiþingi á ný, en hann féll í kosningunum 1963 að því er sagt er vegna þess, að harð- snúinn kommúnistakjarni í Suðurlandskjördæmi brást hon- um. Nú vann hann eftirminni- legan sigur í tvísýnni kosningu í Suðurlandskjördæmi og seg- ast elztu menn í stjórnmálum varla mima jafn spennandi talningu og í Suðurlandskjör- dæmi í vor. Jónas Árnason er einnig kiunnugur þingstörfium frá fyrri tíð, eina leikskáldið í röðum þingmanna. Kannski verður lífið í þingsölum honum næsta yrkisefni, hver veit? Magnús Kjartansson tekur sæti Einars Olgeirssonar, ekki litríkur persónuleiki eins og Einar, en maður sem hefur unnið sér landsfrægð fyrir skæðan penna og neyðarleg skrif urn andstæðinga. Slík persónuleg skrif, í anda manna eins og Hannesar Þor- steinssonar og Jónasar frá Hriflu eru nú oðum að hverfa úr íslenzkri blaðamennsku. En kannski finnst einhverjum ekki af veita að hriesa upp á Þjóð- viljann. iHinsvegar efast marg- ir um foringjahæfileika Magn- úsar. Óneitanlega ber þingmanna- hópurin nú sem fyrr þess glögg- an vott, að unga fólkið, fulltrú- ar nýrrar kynslóðar, eiga þess takmarkaðan kost að láta að láta að sér kveða á þingi ein- faldlega vegna þess, að unga kynslóðin á fáa talsmenn þar og þeilm fer sífellt fækkandi. Þetta er þeim mun athyglis- verðara í ljósi þess, að margir þeirra, sem nú eru í forustu stjómmálaflokkanna fór ungir á þing. Hvað hefur breytzt? Vafalaust á kjördæmaskipunin hér nokkra sök á. Fyrr á árum, þegar kjördæmin voru fleiri og sum einmenningskjördæmi, fengu ungir menn að sýna hvað í þeim bjó með því að fara í framboð í vonlaus kjördæmi, og síðar í óviss kjördæmi eða þar sem líkur voru til sigiurs, ef vel var unnið. Nú er þetta breytt. Kjördæmaskipanin ger- ir það að verkum að minna reynir á persónuleika, gebu og baráttuvilja frambjóðandans en meira á flokksvélina sjálfa. Vissulega er hætta á því, að þetta leiði smátt og smátt til þess, að það skipti mestu um val frambjóðanda hversu lag- inn hann er að afla sér fylgis innan þess takmarkaða hóps, sem ákveður framboð á hverj- um stað, en barátta innan flokkanina verður ocft ógeðfelld og skipta þá mannkostir minna máli en ýmsir aðrir eiginleik- ar. Flokksfylgi er enn nokkuð fast á íslandi og gerir það að verkum, að þeir sem skipa eÆstu sætin þurfa sjaldnast mik ið fyrir sínu kjördæmi að hafa, a.m.k. reynir ekki á þá sem einstaklinga eins og mundi gera í einmenningskjördæmum. Þetta breytist þó væntanlega smátt og smátt með vaxandi mannfjölda og eru þess þegar farin að sjást merki í Reykja- vík, þar sem hinir óháðu kjós- endur verða sífellt fleiri. Þetta kosningafyrirkomulag er tæpast farið að koma alvar- lega að sök enn, þar sem margir þeirra mann, sem sátu á Alþingi áður en núverandi kjördæma- skipan tók gildi og höfðu sýnt í verki getu sína og baráttuvilja í hörðium kosningum í littum kjördæmum, sitja þar enn. Hins vegar verður fróðlegt að fylgj- ast með þróun þessara mála t.d. í næstiu tvennum kosningum og sjá þá hvers konar þingmenn þetta kerfi „framieiðir", þegar þeir sem fyrir voru láta smátt og smátt af þingmennsku. Hins vegar hefur kjördæmaskipanin auðvitað leiðrétt óþolandi rang- læti og þau vandamál, sem nú eru að koma í ljós mátti varla sjá fyrir. Þó er rétt í þessu sam- bandi að benda á, að þing- mannatala Reykjavíkur og Reykjanes verður stöðugt ó'hag stæðari miðað við 'landsbyggð- ina og væri réttlætismál, að á því yrði einhver bxæyting gerð. Styrmir Gunnarsson. Síldarsöltunarstúlkur Sötlunarstöðin Sólbrekka, Mjóafirði óskar eftir söltunarstúlkum strax. Yfirbyggt söltunarplan, fríar ferðir. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma 1976, Akranesi og í símum 20760 og 35906 Reykjavík. Afgreiðslustúlku vantar í tízkuverzlun fyrir ungt fólk Verður að hafa sérstakan áhuga á slíku starfi, vera frá 18—22 ára og hafið vinnu svo til strax. Tilboð merkt: „Reglusemi 179“ sendist Mbl. fyrir 13. okt. 1967. TRÉSMIÐJUR IÐNAÐARMENN Höfum fyrirliggjandi tengibarka við sog á tré- smíðavélar og í loftræstikerfið. Stærðir 2—8 tommur. Góðfúslega leitið upplýsinga. ^gunnat (yldzemöon h.f. Suðurlandsbraut 16 - Revkjavik - Simnefm: »Volver« - Sími 35200 Heildverzlun Af sérstökum ástæðum er til sölu umboðs- og heildverzlun í Reykjavík. Fyrirtækið er með góð erlend og innlend umboð. Hentugt fyrir tvo menn, sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Þeir, sem áhuga hefðu á að kvnna sér þetta ánar leggi nöfn og heimilisfang inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „5975“ fyrir föstudagskvöld. Farið verður með tilboð sem trúnaðarmál. Asplast ódýrasta og bezta efnið á þök, er komið aftur. Biðjið um sýnishorn. PLASTIIÚÐITN, Kópavogi. Sími 40394. Útihurðasettin KOMIN AFTUR Útihurðaskrór Hurðabankurar mw»vím Bjölluhnappar W>1lHilH Bréialúgur Allt með sama lit Laugavegi 15. Sími 1-33-33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.