Morgunblaðið - 10.10.1967, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1967
Frá blaðamannafundinum, sem forsaetisráðherrarnir og forsetar Norðurlandaráðs héldu sam-
eiginlega á sunnudag. Ljósm.; Ól.K.M.
— Forsætisráðherrar
Framh. af bls. 1
ar í Reykjavík 7.—8. október
1967. Fundinn sátu Jens Otto
Krag forsætisráðherra og Ove
Hansen viðskiptamálaráðherra,
Danmör’ku, Rafael Paasio for-
sætisráðherra, Finnlandi, Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
íslandi, Per Borten forsætisráð-
herra, Noregi og Tage Erlander
forsætisráðherra og Herman
Kling ráðherra, Svíþjóð, ásamt
forseta Norðurlandaráðs, Eino
Sirén, Finnnlandi og varaforset-
um, Poul Hartling, Danmörku,
Sigurði Bjarnasyni, íslandi,
Trygve Brateli, Noregi, Leif
Cassel, Svíþjóð.
Meginverkefni fundarins var
að skipuleggja sextánda þing
Norðurlandaráðs, sem hefjast
skal 17. febrúar 1968. Var það
!álit fundarins, að helztu mál
þingsins skyldu vera:
a) Markaðsmálin, þar með tal-
in afstaða samstarfs Norð-
urlanda til samvinnu Ev-
rópuríkja;
b) samvinna milli stofnana ein-
stakra ríkja um skipulagn-
ingu í rannsóknamálum;
c) föst samgönguleið yfir Eyr-
arsund og stórflugvöllur á
Salthólma;
d) samvinna um vandamál
varðandi óhreinkun vatns.
Eftir rækilegar viðræður um
verkefni norræns samstarfs og
skipulagningu þess var ákveðið
að skipa nefnd, sem í væru tveir
menn frá hverju landi, annar til-
nefndur af ríkisstjórn lands síns
og hinn af forseta Norðurlanda-
ráðs. Verkefni nefndarinnar sé
að athuga þá reynslu, sem hef-
ur fengizt af starfi Norðurlanda-
ráðs fram til þessa, og samstarf
Norðurlanda í annarri mynd og
leggja fram, ef til kemur, til-
lögu til breytinga á samþykkt-
um ráðsins og starfsreglum, sem
slí'k athugun kann að gefa til-
efni til.
Á fundinum var samkomulag
um, að tryggja skyldi sjálf-
stjórnarsvæðum á Norðurlönd-
um fullnægjandi aðild að Norð-
urlandaráði Einnig var sam-
komulag um, að mikilvægt sé,
að unnið sé að framhaldi þessa
atriðis ásamt Norðurlandaráði.
Var því ákveðið, að unnið skuli
að framihaldi málsins um sjálf-
stjómarsvæðin af nefnd, gkip-
aðri bæði ráðherrum og þing-
mönnum. í nefndinni skulu vera
fulltrúar fyrir ríkisstjórnir
hinna fimm landa úr hópi ráð-
herra og einnig forsetar ráðs-
is.
Tillaga dönsku ríkisstjórnar-
innar um aðild Færeyja er hluti
af því efni, sem liggur til grund-
vallar starfi nefndarinnar.
Nefndin skal haga starfi sínu
þannig, að tillaga til jákvæðrar
'lausnar málsins liggi fyrir, ef
unrrt er, á næsta þingi í Osló
■1968.
Sænska ríkisstjórnin hefur
kvatt til fyrsta fundar í Stok'k-
‘hólmi 6. nóvember 1967.
Með hliðsjón af því mikil-
vægi, sem skoðanamyndun á
Norðurlöndum hefur varðandi
hin mikilvægari . mál Norður-
landa, ekki sízt gagnvart því
ástandi, sem samningarnir um.
markaðsmálin skapa, var for-
setum Norðurlandaráðs látið eft-
ir það verkefni að koma á
óformlegum íhugunum á leiðum
til að stuðla sem bezt að slíkri
skoðanamyndun.
Fundurinn lagði áherzlu á
framhald samstarfs á sviði sjórn
varps og norrænt menningar-
samstarf um að Norðurlönd komi
á sama tæknikerfi fyrir litsjón-
varp.
Forsætisráðherrarnir voru sam
mála um að stuðla að því að
koma upp fastri norrænni stofn-
un til rannsóka á heil’brigðis-
málum á heimskautasvæðunum i
tengslum við háskóla Uleáborg-
ar.
Erlander forsætisráðherra
bauð þeim mönnum, sem vinna
á vegum ríkisstjórnanna að mál
um Norðurlanda, til annars sam-
stEirfsmannanámiskeiðs í Sviþjóð
sumarið 1968.“
- GRIKKLAND
Frarnfh. af bls. 1
Orðrómur er á kreiki um, að
Papandreou muni biðja um leyfi
til þess að heimsækja son sinn,
Andreas, sem situr í fangelsi í
Aþenu, sakaður um landráð.
Kona Andreasar Papandreous
var í hópi þeirra fyrstu sem heim
sóttu Papandreou eldra þegar
hann hafði verið látinn laus og
sagði hún, að hinn aldni stjórn-
málalei'ðtogi væri við góða heilsu.
Frú Vlachos sendir áskorun.
Gríski blaðaútgefandinn frú
Helen Vlachos, einn opinskáasti
andstæðingur herforingjastjórn-
arinnar, beindi um helgina þeirri
eindregriu áskorun til heimsblað-
anna, að þau misstu ekki áhuga
á ástandinu í Grikklandi heldur
héldu áfram að skrifa og berjast
fyrir málstað lýðræðisins.
f opnu bréfi til Alþjóðablaða-
stofnunarinnar í Zúrich sagði
hún meðal annars: Hættið ekki
að spyrja hvers vegna gríska
stjórnin stendur ekki við lof-
orð sín... Herforingjarnir láta
sig miklu varða hvað erlend blöð
skrifa um þá. !>éir birta með
þakklæti hverja smáklausu, þar
sem farið er um þá lofsamlegum
orðum, jafnvel þótt hún birtist í
ókunnum erlendum tímaritum,
sagði frú Vlachos meðal annars.
Hún benti einkum á loforð stjórn
arinnar um, að prentfrelsi skuli
endurreist fyrir árslok. Bréflð
var ritað áður en frú Vlachos var
sett í stofufangelsi og var því
smyglað úr landi.
Paul Totomis, löggæzluráð-
herra grísku stjórnarinnar, sagði
í sjónvarpsviðtali í New York í
gær, að ráðherrar stjórnarinnar
mundu segja af sér ef Konstantín
konungur bæði þá um það. Ráð-
herrarnir unnu embættiseiða sína
í viðurvist konungs og sam-
kvæmt grískum lögum er stjórn-
in lögleg, sagði hann.
Patakos talar.
Gríski innanríkisráðherrann,
.Stylianos Patakos, sagði á viku-
legum blaðamannafundi sínum í
kvöld, að Kanellopoulos fyrrum
forsætisráðherra, -am fyrstur
grískra stjórnmálamanna ögraði
stjórninni og skoraði nýlega á
þjóðina að kollvarpa herforingja-
stjórninni, hefði verið settur í
stofufangelsi þar sem ummæli
hans hefðu vakið svo mikla reiði
meðal þjóðarinnar að verja yrði
hann gegn æstum múg. Patakos
kvaðst hafa fengið fjölda skeyta
frá öllum landshornum með hót-
unum gegn Kanellopoulos.
Patakos sagði, að Papandreou
og átta þingmenn úr flokki hans
hefðu verið látnir lausir, þar
sem byltingunni stafaði engin
hætta af þeim, en ef Papandreou
gæfi svipaða yfirlýsingu og Ka-
nellopoulos yrði hann aftur sett-
ur í stofuíangelsi. Patakos sagði,
að Papandreou yrði leyft að heim
sækja son sinn, Andreas, í fang-
elsið. Hann sagði, að Helen Vla-
chos yr'ði leidd fyrir herrétt um
25. október.
- MAUROIS
Framlh. af bls. 1
í Normandí. Hann þótti af-
burða námsmaður og tók loka
próf í heimspeki frá Sorbonne
háskólanum í Paris.
Samkvæmt ráðleggingum
lærifeðra sinna hætti hann við
að leggja fyrir sig stjórnmál
og sneri aftur til fæðingar-
borgar sinnar, þar sem hann
vann í vefnaðarverksmiðju
föður síns þar til heimsstyrj-
öldin fyrri hófst.
Rithöfundarferill Maurois
nær yfir hálfa öld. Hann varð
fljótlega einn þekktasti rit-
höfundur Frakka og átti einn
ig sæti í frönsku akademíunni
í 29 ár. Verk hans eru mikil
að vöxtum; ritsafn hans telur
120 bækur. Hann var fjöl-
hæfur rithöfundur með af-
brigðum; meðal verka hans
má finna sögu Englands, ævi-
sögur rithöfunda og ótöluleg-
an fjölda heimspekilegra rit-
gerða.
Mikil og staðgóð þekking
Maurois á enskum bókmennt-
um olli því, að hann var út-
nefndur fulltrúi Frakka í
brezka hernum í heimsstyrj-
öldinni fyrri. Reynsla hans á
vígstöðvunum varð til þess, að
hann ritaði fyrstu bók sína:
„Les silences du colonel
Bramle.“ Bókin kom út árið
1918. í bókinni eru nærfærn-
ar og skyggnar lýsingar á
skapgerðareinkennum Breta.
Bók þessi seldist í 600.000 ein-
tökum á sínum tíma. Maurois
ritaði ævisögur margra
þekktra Breta. Fyrsta ævi-
saga hans fjallar um ljóð-
skáldið Shelley. Síðan ritaði
hann m a. um Byron og Dis-
raeli, rússneska skáldið Tur-
genjev og Játvarð VII.
Síðustu ævisögu sinni um
franska höfuðskáldið Balzac
lauk Maurois fyrir tveimur
árum og fögnuðu gagnrýnend-
ur þessari bók sem aámarki-
ævistarfs. þessa merka rithöf-
undar.
Maurois varð meðlimur
frönsku akademíunrar árið
1938, en hann varð aldrei ryk-
fallinn háskolaborgari. Árið
1965 vakti hann heimsathygli.
er hann skrifaði frásögn um
Birgitte Bardot í bandaríska
timaritið Playboy. Frásögnina
prýddu tilhly ðuegar myndir
af hinni frönsku kvikmynda-
stjörnu.
- ÍÞRÓTTIR
Framih. af bls. 30
og lögðu allt upp úr því að
jafna. í>etta veikti vörnina
mjög mikið, en vogun vinnur,
vogun tapar — og í þeitta skipti
vann hún. Þegar 6 mínútur voru
til leiksloka fengu KR-ingar
dæmda hornspyrnu, og nær allir
leikmenn KR þyrptust inn í
vítateiginn. Framarar löguð höf
uðáherzlu á að gæta þess að Ell-
ert kæmist ekki með höfuðið í
tæri við knöttinn. Og þeim tókst
það — en þess í stað skallaði
Bjarni Felixson, sem var kominn
úr bakvarðarstöðunni alla leið í
sóknina, laglega í mark — óverj
andi fyrir Þorberg í markinu.
Staðan að ioknum venjuleg-
um leiktíma var því 3:3, en
framlengt var um 2x15 mínútur.
Bar fátt til tíðinda í framleng-
ingnuni, enda leikmenn orðnir
þungir á sér og þreyttir. Verða
liðin því að leika aftur.
Liðin
Þáttur Helga Númasonar í
þessum leik var mikill. Hann
skoraði ekki aðeins öll mörk
Framara, heldur var hann hinn
eini af framherjum liðsins, sem
sýndi einhvern lit, og var hann
hinn eini af framherjum liðs-
inis, sem sýndi einhvern liit, og
var hann ásamt Ellerti bezti
maður vallarins. Geta Framarar
þakkað honum og Antoni Bjarna
syni, sem einnig átti mjög góð-
an leik, að jafntefli náðist í þess-
um leik. Flestir leikmenn aðrir
í liði Fram léku undir getu. —
Erlendur var sem fiskur á þurru
landi í stöðu hægri útherjai,
Elmar augsýnilega ekki í æf-
ingu og Baldur Scheving átti
einn sinn lélegasta leik á þessu
leikári.
Hjá KR-ingum var Ellert
Schram sá sem bar hita og
þunga leiksins, en Eyleifur vann
vel. Sama er að segja um ungu
mennina tvo, þá Sigmund og
Halldór. Báðir eru mikil efni,
sem án efa eiga eftir að láta
mikið að sér kveða í framtíð-
inni. Annars var KR-liðið í
beild með Hflegra móti í þess-
um leik, og át.ti meira en jafn-
tefli skilið. Þeír höfðu lengst af
frumkvæðið í leiknum, endá
þótt þeir yrðu oftast seinni til
að skora. Sérstaklega var miðju-
pil þeirra sterkt með þá Ellert
og Eyleif í broddi fylkingar.
Laus presfaköll
BISKUP íslands hefur auglýst
eftirtalin prestaköill laus til um-
sóknar með umsókna.nfreisiti til
31. október nk.
Dauigaland í Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi, Norðfjörð í Suður-
Múilapróifastsdæmi, Bíildudal í
Ba rðastria nd aprófast sdæmi.
Blaðburðarbörn
vantar í Kópavogi.
Talið við afgreiðsluna. Sími 40748.
Til leigu
er 4ra herb. hæð, ásamt húsgögnum í 4—5 mán.
Algjör reglusemi áskilin. Tilboð sendist Mbl. fyrir
14. þ.m. merkt: „5976.“
JAMES BOND
James Bond
n IM FIEWK
MAWHK BY JOHM Mtl
IAN FLEMING
BY GOD,
Al PIM HER
MUCDER OW
GOLDFIMGER IF
IT’S THE LAST
Bond rifjaði upp fyrir sér fegurð Jill
Masterton — stúlkunnar, sem hann hafði
orðið meira en lítið hrifinn af á Miami.
Að mér heilum og lifandi skai ég hefna
hennar, þó það verði það síðasta, sem ég
geri.
— Hún bað mig að afhenda þér þenn-
an hring, ef ég hitti þig einhvern tíma.
— Ég ......
Bond snerist á hæli um Ieið og seinni
örin var lögð á streng og miðaði hún
beint á kvið hans. Nú varð hann að grípa
til blekkingar ..
— Halló, Oddjob. Þettta var meistara-
skot.