Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1967 MAYSIE GREIG: 28 Læknirinn og dansmærin Kannski Marcel geti hjálpað þér að fá einhverju vinnu. Hon- um tókst það vel með mig. — Þú kallar Sellier lækni „Marcel“? sagði hann. Hún roðnaði. — Já, meðan þú varst í Englandi, kynntist ég hon um allvel. — En hann kemur ekki fram- ar heim til Hennesy? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég er hrædd um, að honum hafi lent eitthvað saman við frú Hennesy. En það er nú allt gleymt. Hann er að gera það sem hann getur til að bjarga henni. — Við skulum vona, að honum takist vel, sagði hann alvarlega. — Hún er allra bezta kona. Mér þætti fyrir því, ef eitthvað kæmi fyrir hana. — Ég ætla að koma til þín á morgun, Tim. Og reyna að hafa Dickie með mér. Þú ert svo hrif- inn af honum, er það ekki? — Jú, hann er ágætis krakki. En þú skalt ekki hafa áhyggjur af mér. Mér batnar fljótlega. Mér finnst jafnvel, að ég gæ'.i vel farið á fætur strax. — Þú heyrðir, hvað Marcel sagði. — Þú verður að vera hér nokkra daga til að jsfna þig. — Vitleysa! Ég slepp héðan á morgun. Aron Hennesy kvaðst ætla að verða í sjúkrahúsinu yfir nótt- ina og sendi Yvonne heim með bíistjóranum. 14. kafli. Antoinette svaf vært í rúmi Yvonne. Yvonne vakti hana og sendi hana aftur i sitt rúm. En Yvonne svaf ekki nema tvær klukkustundir áður en Dickie var vaknaður. Hún varð að segja honum frá slysinu. — Æ, hvað er þetta, sagði hann. Hversvegna vaktirðu mig ekki og sagðir mér frá því? Er mamma mikið meidd? — Já, talsvert. — Get ég farið til hennar? — Við skulum bíða þangað til við getum spurt hann pabbá þinn að því. Hann er enn í sjúkra húsinu. . — Mamma mundi vilja sjá mig, sagði Dickie. Hún jánkaði því. — Ég skal hringja í Sellier lækni. En þegar hún svo hringdi til læknisins heima hjá honum, hafði hann slæmar fréttir að færa. Grace hafði alls ekki kom- izt til meðvitundar, og hjartað var mjög veikt. Hann hafði náð í Gerniez lækni til skrafs og ráðagerða, og þeir höfðu komið sér saman um að hún mundi ekki geta þolað læknisaðgerð. Grace Hennesy dó síðla dags, án þess að hafa komizt til með- vitundar. Aron kom heim frá sjúkrahúsinu, gjörsígraður mað- ur. — Við kunnum að hafa fjar- lægzt hvort annað undanfarið, sn hún var nú samt konan min, þrátt fyrir allt. Barnaúlpur Nýkomnar barnaúlpur loðfóðraðar fyrir telpur og drengi. Stærðir 1—12 ára í miklu úrvali. Ennfremur drengjabuxur, stærðir 5—12 ára, telpnanetsokkabuxur, telpnabuxur ódýrar, telpnanáttföt kr. 110.—, drengjanáttföt 5—12 ára, regnkápur 3—12 ára o.m.fl. ATH. niðursett verð á telpnakjólum og ýmsum fleiri vörum. — Koniið og gerið góð kaup. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 02 B. (Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). TRANSISTO RTÆKI SHARP transisíor útvarpsviðtækin hafa nú unnið sér traust fagmanna sem ein- hver traustustu transistortæki, sem komið hafa til landsins. — Eru samt ódýr. 7 TEGUNDIR FVRIRLIGGJAIMDI Sama er að segja um SHARP-segulbandstækin, sem eru með innbyggðum straumbreyti og má því nota með rafhlöðum eða tengja við rafmagn. Ath.: Höfum stofnsett eigið viðgerðarverkstœði Utsölustaðir: Filmur og Vélar, Skólavörðustíg 41 Vélar og viðtæki, Laugavegi 92 Liverpool, raftækjadeild, Laugavegi 18 Stapafell, Keflavík Kaupfélög landsins og fleiri. KRISTJÁIMSSON HF. Ingólfsstræti 12, Rcykjavík. — Símar 12800 og 14878. Nú verðið þér að hætta að drekka og reykja líka, tii að geta aurað saman í reikninginn fyrir Iæknishjálpina. Yvonne reyndi að hugga hann, efiir því, sem hún gat. Hún spurði hann, hvort hann vildi færa Dickie fréttirnar. — Ég held, að það væri betra ef þér 3egðuð honum þær, sagði hún. Hann kinkaði kolli dauflega. — Sendið þér hann til mín. Ég skal segja honum það. Guði sé þökk fyrir yður, Yvonne. Ég veit ekki, hvernig ég hefði afborið þetta, ef þér hefðuð ekki verið. Hún var sjálf farin að gráta. — Ég sé ekki, að ég hafi verið yður mikil hjálp. — Þér hjálpið með nærveru yðar einni saman, sagði hann. — Ég veit, að ég var að hugsa um skilnað, en ég gerði aldrei ráð fyrir dauða Grace. Hann hefur komið meir við mig en ég fái með orðum lýst. Dickie var að leika sér í garð- inum. Hún fékk fyrir hjartað, þegar hún sá hann. Veslings móðurleysinginn! — Pabbi þinn vill tala við þig, Dickie, sagði hún alvar- lega. Tegund 2000, er með lausum hlýraböndum. Framleiddur úr mjúku foami, nælonblúndu og léttri lycrateyju. í mittið er breið teygja. Litir: Hvítt og svart. Stærðir: 32—34—36—38 SöIuumboV: Davíð S. Jónsson & Co. Þingholtsstr. 18 - Sími 24333 Hann leit snöggt á hana. — Hvað er að? Hef ég nú gert eitt- hvað fyrir mér? — Nei, þú hefur ekkert gert, Dickie, en hann pabbi þinn vill tala við þig. — Er það eitthvað með ’nömmu? Tárin komu aftur fram í augu hennar. — Kannski, Dickie. Þú verður að vera hraustur drengur og muna, hve mjög hann pabbi þinn þarfnast þín. Hún vonaði, að hann spyrði einskis frekar. Og það var eins og hann skildi, hve alvarlega væri ástatt og spurði einskis. Hann elti hana inn í húsið, orða- laust. Hún fór með hann inn í lestrar stofu hr. Hennesys. Aron sat álútur fram á borðið. Hann leit upp þegar drengurinn kom inn. — Komdu hérna, Dickie, sagði hann. Yvonne gekk út og lét þá eftir eina. Hún gekk til herbergis síns og lagðist á rúmið. Þessi hræðilega nótt með öllum henn- ar afleiðingum, hafði borið hana ofurliði. Hún yrði að hugga Dickie, en hún þyrfti líka að fá einhverja hvíld. Brátt kom Dickie til hennar, grátandi. Hún lagði hendurnar um axlir honum og þrýsti hon- um að sér. — Þetta er hræðilegt, elskan mín, er það ekki. Hún mamma þín var svo ung og töfr- andi. Ég veit ekki, hvað ég get sagt við þig. Hann kastaði sér í fang Yv- onne. — Ég vildi, að hún hefði ekki dáið, endurtók hann hvað eftir annað. — Það vildum við öll, sagði hún. Þú verður að reyna að herða þig upp, Dickie, og hugsa um hann pabba þinn, og hvernig honum muni líða. — Allir, sem mér þykir vænt um, eru teknir frá mér. Hann fór að gráta. — Það var nú þessi góða kennslukona, hún Nancy Ware, sem við höfðum í Amer- íku, en þau sögðu, að hún léti ofmikið eftir mér. Og nú er mamma farin og ég fæ aldrei að tala við hana oftar. Ó, Yvonne, ég vildi bara að ég væri dauður sjálfur. — Þetta máttu ekki segja og ekki einu sinni hugsa, Dickie, sagði hún. — Þú átt allt lífið framundan. Og þú átt enmþá hann pabba þinn, sem þykir svo vænt um þig. — Og þú, Yvonne? Þykir þér líka vænt um mig? — Já, mér þykir vænt um þig, Dickie, sagði hún og vafði hann örmum aftur og þrýsti honum að sér. — Þá ferðu ekki frá mér, Yvonne? bað hann. Ég veit ekki, hvernig ég færi þá að, þegar mamma er farin. — En þú hefur hann pabbi þinn og hann þarfnast þín. — Það er ekki sama sem þú, sagði hann og lagði armana fast- ar að hálsi hennar. — Mér þykir næstum eins vænt uim þig og hana mömmu. Þú ferð ekki frá okkur er það? — Nei, ég fer ekki strax frá ykkur, sagði hún og kyssti hann á kinnina. Og nú ættirðu að fara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.