Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1067 MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftir lokun iimi 40381 t ^SIM11-44-44 mniF/o/fí Hver/isgötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Sím/ 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður J ónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. Flesl til raflapa: Rafm agnsvör ur Heimilstæki tltvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubúðin sf Suðuriandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). AU-ÐVITAÐ ALLTAF Siðbót eða siða- skipti? J. G. skrifar: Kærí Velvakandi! Biskupinn yfir íslandi hei, ir ritað prestum bréf og einn. ig sent það blöðum og útvarpi til birtingar, vegna þess ao ákveðimi hefur verið svokall- aður „siðbótardagur" í minn- ingu þess, að á þessu hausti eru 405 ár liðin frá því að Lúter „festi athugagreinar sín ar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg." Það vekur athvgli mína, að biskupinn talar jafnan um „sið bótina“, og blöðin nota sama orð, þegar þau skrifa sjáif- stætt um þetta afmæli. Stund- um tala þau um „siðabótina", setn er rangnefni, því að hafi einhver siður verið betrum- bættur, þá var hann ekki nema einn, þe.. hinn kaþólski siður. Þetta er nokkuð hlutdrægn islegt orðalag, og mun vera langt síðan þetta orð, „siðbót“, var lagt niður sem samheiti atburðanna hér á miðri sex- tándu öld, þegar danskir og lágþýzkir plebejar og ribbald- ar þvinguðu íslenzka höfðingja og alþýðu alla til þess að hverfa frá fornri trú. Beittu þeir falsi, svikum og hreinu ofbeldi, til þess að berja „sið- bót“ sína í gegn. ★ Siðbylting í rauninni er mér skapi næst að nota orðið „siðbylt- ing“ um þessa atburði, svo sem Guðbrandur heitinn Jónsson gerði ævinlega. En að því slepptu, þá hefur sú hefð kom izt á að nota orðið „siðaskipti" enda er það orð alveg hlut- laust og nær alveg yfir það, sem um er að ræða. Hér var einn siður aflagður og annar tekinn upp; sem sagt höfð siðaskipti. Finnst mér nær að halda því orði en að reyna að end- urvekja notkun hins áróðurs- kennda orðs „siðbót.“ Kaþólsk ur siður var ekki bættur og honum breytt yfir í einhverja lútherska útgáfu af sjálfum sér; heldur var hann hrein- lega bannaður og lútherskur siður upptekínn. Börnin og stytt- urnar við Stjórn- arráðið „Skrifstofustúlka" skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Tvær listakonur, þær Bar- bara Árnason og Guðrún Jac- obsen, hafa nýlega skrifað um ófriðinn í krimgum listaverk í borginni. Það eru víst fáar styttur og fá iistaverk á al- mannafæri I Reykjavík, sem hafa ekki einhvern tímann fengið heimsókr. pörupilta og skemmdarvarga. Qft eru krakkarnir þó bara að ólát- ast og klifra utan í styttun- um, án þess að gera sér grein fyrir skemmdunum, sem þau geta valdið. En satt er það, sem þær segja börnunum tiL Ég á oft leið eftir Hverfisgötu neðan- verðri og kemst þá ekki hjá því að sjá krakka hanga utan í styttum íslandsráðherra og Danakonungs, sem standa víst á mest áberandi stað í bæn- um, við Lækjartorg neðan Stjórnarráðsins. Aldrei hef ég 'heyrt eða séð nokkurn mann amast við þvL að börnin klifr um stytturnar. Einu sinni kall aði ég til unglingsstráka, sem príluðu upp eftir kommgi, en fékk ekki nema skæting til baka. í annað skipti benti ég lögregluþjóni, seir þarna var nærstaddur, á athæfi barn- anna en í nágrenninu er venju lega fjöldi lögregluþjóna, sem láta eins og þeir sjái þetta ekki. Lógregiuþjónninn leit á klukkuna og sagðL að lög- regluþjónn kæini ekki á vakt í Stjórnarráðshúsinu fyrr en kl. hálfsex. Þar með var mál- ið útrætt af hans hálfu! Fram til kl. hálfsex má því víst skemma stytturuar að vild. Hættulegt að hafa afskipti af börnum Annars er það víst reynsla flestra, að betra er að hafa sem allra minnst af- skipti af börnuni, þótt maður sjái eitthvað misjafnt til (þeirra. Einhver skrifaði þér um daginn og bað foreldra að taka boga og örvar af börn- um sínum, en ekki hef ég heí mikla trú á, að þeir verði almennt við þeirri ósk. For- eldrunum virðist alveg sama í sumar var ég eitt sinn á gangi með unnusta mínum uppi á Öskjuhlíð. Þetta var sunnudagur og sólskinsveður, svo að margt fólk var þarna statt með börn sín. Á milli hitaveitugeymanna var hópur af börnum í grjótkasti. Þegar ein valan flaug út á milli geym anna og lenti rétt hjá' okkur, kallaði unnusti minn: „Krakk- ar mínir, hættið þessu grjót- kasti.“ Börnin gerðu þá hróp að honum, og fullorðna fólkið leit illilega til okkar vegna þessarar afskiptasemi. Ein konan sagði jafnvel stundar- ihátt, til þess að við kæmumst ekki hjá því að heyra það: Hann hlýtur að vera fullur! Með þökk fyrir birtinguna, Skrifstofustúlka." Veitingabúð Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég sá nýlega — innan gæsa- lappa — orðið „Cafeteria“ 1 bréfi, sem þú birtir. Einhvern tíma barst þetta orð í tal við málhaga frænku mína, sem vinnur við Alþýðu blaðið. Ég kvartaði undan því við hana, að ég hefði árang- urslaust reynt að finna gott íslenzkt orð til útrýmingar á þessu erlenda heiti einnar deildar Loftleiðahótelsins. Hún hringdi skömmu síðar, kvaðst 'hafa lagt vandamál sitt fyrir eiginmann sinn og spurði 'hvort tillaga hans VEITINGA- BÚÐ, væri ekki athygli verð. Ég ræddi þetta við nokkra félaga mina hér hjá Loftleið- um, og að lokinni þeirri skoð- anakönnun ákváðum við, að þar sem nú væri „kaffitería" Loftleiða skyldi eftirleiðis heita VEITINGABÚÐ. Þetta verður að nægja til þess að losa okkur við „kaffi- teríuna“, en hins vegar væri ekki úr vegi að birta tillögur þeirra, sem e.t.v. kunna að finna annað og betra heiti en það, sem við erum enn ánægð- ir með hérna á Laftieiðum — VEITINGABÚÐ. Sigurður MagnússonV — Hver veit nema þetta orð festist í málinu? Annars eru menn stundum seinir til að taka upp ágæt orð. Til dæmis auglýsa öll blöðin enn eftir „blaðburðarbörnum" og „blað- burðarfólki", þrátt fyrir til- lögu Norðmanns eins í þess- um dálkum, að notað verði orðið „blaðberar". Starfsmað- ur Morgunblaðsins hefur stungið upp á orðinu „útleigu- bíU“ í stað orðskrípisins „bíla leigubíl“, en það sést þó all- oft enn. Hjón — síldarvinna Óskum eftir að ráða bæði karlmenn og kvenfólk í síldarvinnu. Saltað inni, fríar ferðir. Kauptrygging, Mötuneyti. Upplýs- ingar í símum 40692 í Kópavogi og 51223 í Raufarhöfn. íbúð óskast til kaups 80—130 ferm. í smíðum eða í nýlegu húsi (ekki jarðhæð). Útb. 500—700 þús. Tilboð sem greini stærð íbúðarinnar, stað, ástand og áætlað verð sendist Mbl. fyrir 15. þessa mánaðar, merkt: „Fall- eg íbúð 154.“ Borgfíröingafélagið Spilakvöld verður í Tjarnarbúð. fimmtu- daginn 12. okt. kl. 8.30. SKEMMTINEFND. Til leigu af sérstökum ástæðum skrifstofup'áss þrjú herb., þar af tvö teppalögð með öllum skrifstofuáhöldum í Miðbænum. Tilboð merkt: „Einstakt tækifæri 668“ sendist afgreiðslu Mbl. fyrir vikulok. Veðskuldabréf Hef kaupendur að fasteignatryggðum veðskulda- bréfum. Hrafnkell Ásgeirsson hdl. Vesturgötu 10, Hafnarfirði. Sírni 50318. — Opið 10—12 og 4—6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.