Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 3
MOKGUTÍBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1Ó. ÖKT. 1967
3
Á SUNNUDAGINN var Leifs
Eiríkssonar dagurinn haldinn
hátíðlegur í Reykjavík með
samkomu við Leifsstyttuna á
Skólavörðuholti.
Leifs Eirikssonar dagurinn
hefur verið haldinn hátíðleg-
ur 9. okt. ár hvert síðan 1964,
en það ár gaf Johnson Banda
ríkjaforseti út tilskipun um,
að landafundur Leifs Eiríks-
son skyldi minnst þennan dag
í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir óhagstætt veður
til útsamkomu, kulda og rign
ingu, var hópur fólks saman-
Frá athöfninni við Leifsstyttuna.
inu í Víetnam og dreifðu
áróðursbækiingum. Ekki kom
til n'einna árekstra, að því er
lögreglan tjáði MbL í gær.
stuttar ræður. Karlakór
Reykjavíkur söng og Lúðra-
sveit Reykjavíkur lék nokk-
ur lög. Skátar stóðu heiðUrs-
kominn við Leifsstyttuna ó
sunnudaginn. Þar flutti Karl
Rolvaag, sendiherra, og Geir
Hallgrímsson, borgarstjórL
vörð um styttuna.
Nokkrir ungkommúnistar
stóðu við styttuna með áróð-
ursspjöld á lofti gegn stríð-
Sprungan 2 km. að fengd
Brezkir vísindamenn og stú-
dentar hafa verið þarna á ferð,
oz um helgina settu þeir upp
sprungumæla bæði austau og
vestan við sjálft aðalsvæðið.
Á LAUGARDAG hóf hverinn^
frá 1918 að gjósa á ný og hefur .
hann síðan gosið af miklum ■
krafti. Gosin hafa að visu verið
nokkuð misjöfn að hæð, en þau
hæstu 15—20 metrar. Að sögn
Sigurjóns Ólafssonar, vita-
varðar i Reykjanesvita, hefur
mikili mannfjöldi lagt leið sína j
að hverasvæðinu til að skoða
sig þar um nú um helgina. j
Sigurjón sagðþ að maður, sem
uppalinn væri þarna á Reykja-
nesL hefði á laugardaginn kann-
að sprunguna og gengið með :
henni allri. Hefði hún náð frá
sjó og upp að Síifelli, en þetta
eru um 2 km. Sprungan væri
breiðust niður við sjóinn í klöpp,
sem þar er, eða allt að 5 sm.
Þá er heit laug neðan við vit-
ann, og hefði hún verið 18
gráðu heit fyrir jarðskjálftana,
en væri nú um 25 gráðu heit.
FYRIR nokkru var undirrit-
aður í Vestur-Berlín samning
ur milli Landsvirkjunar og
fyrirtækisins AEG um kaup
á gastúrbínum fyrir Búrfells-
virkun. Hljóðar samningurinn
upp á 118 milljónir ísl. króna.
Er það stærsti vélakaupa-
samningur til Búrfellsvirkj-
nnar fram til þessa.
Mynd þessi barst Mbl. frá
Berlín. Þar er Eiríkur Briem,
forstjóri Landsvirkjunar (fyr-
ir miðju) að skrifa undir
samninginn. Framkvæmda-
stjóri Bræðranna Ormsson,
umboðs AEG, Karl Eiríksson,
er lengst til vinstri. Hinir
eru fulltrúar AEG.
STAKSTEIMAR
Með kúluhatt
og regnhlíf
Utanríkisráðherrar brezka
stórveldisins hafa löngum valizt
úr hópi brezkrar yfirstéttar, há-
menntaðir menn frá Oxford eða
Cambridge, sléttgreiddir, óað-
finnanlegir í klæðaburði, með
kúluhatt og regnhlíf, háttvísir i
framkomu, ef til vill dálítið
hrokafullir. Nofn eins og Avon
lávarður (Sir Anthony Eden),
liarold MaMcilian, Sir Alec
Douglas Home og Selwyn Lloyd
koma ósjálfrátt fram í hugann,
þegar rætt er um utanríkisráð-
herra Hennar hátignar, Elísa-
betar II. En nú er kominn kött-
ur í ból bjarnar, sem hefur um-
hverft fyrri skoðunum manna
um það, hvernig brezkur utan-
ríkisráðherra skuli vera ©g
hvernig honum beri að haga sér.
Nú er hann ómenntaður, af lág-
stéttarfólki, síður en svo
óaðfinnanlegur í klæðaburði,
neytir áfengis i óhófi, situr
samkvæmi fram undir morgun,
þykir ruddalegur við sessunauta
í samkvæmum, rífst við blaða-
menn og ljósmyndara, bætir
svo gráu ofan á svart með því
að segja Bretum, að þeir verði
að taka hann eins og hann er,
hann muni sannarlega ekki
breyta drykkjusiðum sínum,
enda séu þeir dauðyfli, sem ekki
drekki, en að flestra dómi frá-
bær stjórnmálamaður og utan-
ríkisráðherra. -Hvað er að ger-
ast í ríki Hennar hátignar?
Georg Brown hefur gert meira
en að hneyksla góðborgara í
Bretaveldi, hann er á góðri leið
með að breyta viðteknum skoð-
unum almennings um það
hvernig stjórnmálamenn eigi
að vera og hvernig þeir skuli
haga sér. Hann er jafnframt á
góðri leið með að verða þjóð-
sagnapersóna fyrir aldur fram.
Slétt og íelld
framleiðsla
flokksvéla
Hér skal að vísu ekki lagt til
að stjórnmalamenn, hvoúki hér-
lendis né erlendis taki Georg
Brown sér til fyrirmyndar, enda
fer bezt á því að hver og einn
hagi störfum sínum og fram-
komu eins og honum er eigin-
legt. En fjölskrúðugt framferði
Georg Brown að undanförnu
ieiðir hugann óhjákvæmilega að
því hvers konar stjórnmálamenn
flokksvélin framleiðir. Flokks-
vélar, hvar sem er í heiminum,
hafa svipuð „skapgerðarein-
kenni“, ef svo ma að orði kom-
ast. Þær hafa þann eiginleika
að líta illu auga þá, sem hafa
tilhneigingar til sjálfstæðrar
skoðanamyndunar, en leggja
blessun sína yfir hina, sem sýna
enga tilburði í þá átt. Þær fram-
leiða atvinnumenn í stjórnmál-
um, sem eru þröngir og lokaðir
í hugsun, óttast það óvenjulega
©g uýja, vilja „status quo“. Það
verður sífellt algengara að men
leggi fyrir stjórnmálaafskipti,
sem höfuðatvinnugrein og þar
sem flokksræði er mikið verð-
ur meginhluti þeirra, sem sinna
stjórnmálastörfum óhjákvæmi-
lega „framleiðsla“ flokksvél-
anna. f þessu eru vissar hættur
fólgnar, sem óþarfi er að skil-
greina nánar. f sjálfu sér
á þetta ekkert fremur við hér
á landi en annars staðar. Hitt
er ljóst, að nauðsynlegt er að
spyrna við fótum gegn þessari
þróun. Það er hófuðnauðsyn að
menn með víðtæka þekkingu og
reynslu í ýmsum greinum at-
vinnulífsins leggi fyrir sig
stjórnmálastörf og jafnframt að
almenningur stuðli að því, að
það almenningsálit skapist ekki,
að stjórnmálamenn skuli vera
skoðanalausar, sléttar og felld-
ar persónur. Georg Brown hefur
með eftirminnilegum hætti stuðl-
að að slíkri skoðanamyndun
meðal almennings.