Morgunblaðið - 10.10.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞREÐJUDAGUR 10. OKT. 1967
11
Bormennirnlr í jarðgöngunu in eru á stórum pöllum þegar þeir eru að vinna uppi undir
iofti, og skarkalinn er óguriegur. (Myndirnar tók Ólafur K. Magnússon).
dagsferðir og verið er að reyna
að fá sjónvarp á staðinn. Samn
ingaumræður standa nú yfir
um endurvarpsmastur og
sagði Árni, að hann hefði góða
ástæðu til að vona að það mál
leystist fljótlega.
Þegar svo orkuverkið tekur
til starfa verða í því 3 véla-
samstæður sem framleiða sam-
tals 105 kw., en stöðvanhúsið
og önnur mannvirki í sam-
bandi við það eru byggð
þannig, að setja má upp þrjár
samstæður til viðbótar. Þannig
má tvöfalda afköst orkuvers-
ins með tiltölulega liitlum
kostnaði.
v.
Verkfræðingarnlr Árni Snævarr, Steinar Ólafsson, Sören Langvad og Bo Larson.
- ATTLEE
Framhald af bls. 19
náð kosningu þegar svo margir
höfðu fallið. Það var ávöxtur ára
langrar þjónustu hans við íbú-
ana í East End. Þeir höfðu feng-
ið ærin tilefni til að treysta hon-
um og sýndu þa'ð í verki með því
að gefa honum atkvæði sín.
Á árunum 1931 til 1935 vann
Attlee baki brotnu bæði innan
og utan neðri málstofunnar að
því að reisa við orðstír Verka-
mannaflokksins. Rétt fyrir kosn-
ingarnar 1935 stóð flokkurinn
andspænis annarri kreppu. Á
ársþingi flokksins talaði Attlee
fyrir tillögu framkvæmdastjórn-
arinnar um stuðning við Þjóða-
bandalagið. Þessi tillaga mætti
andspyrnu friðarsinnanna (undir
forustu Lansburys) og Sósíalista-
bandalagsins (undir forustu
Cripps). En hún fékk mikinn
meirihluta atkvæða á flokksþing-
inu, og Lansbury sagði af sér.
Attlee var kosinn leiðtogi til
bráðabirgða í hans stað — og
leiddi flokkinn gegnum næstu
kosningar.
Eftir kosningamar varð þing-
flokkur Verkamannaflokksins —
sem nú átti 154 fulltrúa — að
kjósa sér nýjan leiðtoga. Til
greina komu þrír menn, Herbert
Morrison, Arthur Greenwood og
Attlee. Niðurstaðan varð sú, að
Attlee hlaut jfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða í annarri umferð
— fékk helmingi fleiri atkvæði
en Morrison. Nokkrum árum fyrr
1
hefðu bæði Morrison og Green-
wood þótt miklu æskilegri lelö-
togar, en þeir lutu báðir í lægra
haldi fyrir Attlee. Ein ástæða
þess var eflaust sú, að á árunum
1931—1935 hafði Attlee fengið
tækifæri til að sýna hvað í hon-
um bjó sem leiðtoga. Önnur var
sú, að Verkamannaflokkurinn
var smeykur við „sterka" per-
sónuleiká: eftir „svik“ MackDo-
nalds vildi hann heldur fá leið-
toga sem hefðu lítinn persónu-
legan metnað.
Þó þetta hafi valdið miklu,
væri rangt að vanmeta þau
sterku áhrif sem persónuleiki
Attlees var farinn að hafa bæði á
flokksfélaga hans og áðra. „Mér
virðist hann vera stór í sniðum,"
skrifaði Felix Frankfurter, hinn
kunni hæstaréttardómari sem
Roosevelt skipaði í embætti árið
1934. „Hann hefur hugrekki, er
laus við alla þoku og hefur þess-
vegna innsæi og stórbrotinn ein-
faldleik, sem er ávöxtur eða
kannski undirrót ósérplægni
hans.“ Ýmsir íleiri voru komnir
á sömu skoðun. „Hugrekki",
„laus við alla þoku“, „einfald-
leiki“ „ósérplægni" — gæti þetta
ekki einmitt verið grafskrift Att-
lees að loknu ævistarfi?
Á árunum 1935—1939 stýrði
Attlee erfiðum flokki. Þá voru
uppi raddir um samfylkingu,
síðan um alþýðufylkingu með
kommúnistum. Hann var andvíg-
ur hvoru tveggja, og síðari at-
burðir, eins og t. d. sáttmáli
Hitlcrs og Stalíns, leiddur í ljós,
að hann hafði rétt fyrir sér. Það
talar sínu máli um foringjahæfi-
leika hans, að hann skyldi geta
haldið flokknum saman og skap-
að samstæða stjómarandstöðu.
að samstæða stjómarandstöðu.
Stefnu Verkamannaflokksins í
utanríkis- og varnarmálum skorti
oft framsýni og ímyndunarafl,
en það var ekki fyrst og fremst
sók Attlees, heldur hins sundraða
flokks, sem neitaði að viður-
kenna hvað fælist í „sameigin-
legu öryggi."
Svo brauzt seinni heimsstyrj-
öldin út, og árið 1940 varð Attlee
ráðherra í stjórn Winstons Chur-
chills ásamt c?ðrum leiðtogum
Verkamannaflokksins og með
fullu samþykki hans. Fyrst varð
Attlee innsiglisvörður konungs
og varaforseti neðri málstofunn-
ar, síðar samveldismálaráðherra
og aðstoðarforsætisráðherra.
Hann var einn af dugmestu og
dyggustu samstarfsmönnum
Churchills á stríðsárunum.
Þegar styrjöldin í Evrópu var
afstaðin og samsteypustjórnin
liðaðist sundur, sýndi Attlee að
enda þótt trúnaður hans við
stríöslei'ðtogann Churchill hefði
verið heill og einlægur á örlaga-
skeiði brezku þjóðarinnar, þá var
hann ósmeykur við að berjast
gegn honum af heilum hug sem
leiðtoga íhaldsflokksins á friðar-
tímum. Útvarpssennur hans við
Churchill, sem gerði harða og
glæsilega hríð að Verkamanna-
flokknum, voru honum til mikils
sóma og höfðu ótrúlega mikil
áhrif, ekki aðeins vegna þess að
málflutningur hans var lág-
stemmdari og málefnalegri en
Churchills, heldur einnig fyrir þá
sök að þeggr hann kaus a'ð lemja
frá sér, var hvert högg hnitmið-
að.
Sem forsætisráðherra fyristu
Verkamannaflokksstjórnar með
raunveruleg völd á þingi sýndi
Attlee eiginleika, sem glögg-
skyggnir menn höfðu fyrir löngu
komið auga á, þó almenningi
væri ekki kunnugt um þá. Hann
hélt saman stjórn sinni þrátt fyr-
ir alvarlega árekstra sterkra per-
sónuleika og gagnstæðra stefnu-
miða, og hann missti aldrei til-
trú flokksins, þó orðstír ráðherra
hans væri með ýmsu móti frá
einum mánuði til annars.
En nú komu jafnframt fram
eiginleikar sem fáir höfðu orðið
varir við áður. Margar sögur eru
til um það, hvernig hann ávít-
aði og jafnvel rak úr starfi ráð-
herra, sem ekki uppfylltu þær
ströngu kröfur er hann hafði gert
þegar hann tók við völdum árið
1945. Hann var meira en sátta-
semjari. Hann var leiðtogi ríkis-
stjórnar, og þeir sem ekki urðu
við kröfum hans urðu að víkja.
1 neðri málstofunni reyndist
hann æ ofan f æ jafnoki Win-
stons Churchills. Venjulega var
hann heldur óáheyrilegur ræðu-
maður, en einstaka sinnum, þeg-
ar honum gramdist einhver
heimska eða umræðuefnfð náði
tökum á honum, gat hann sýnt
mikil og óvænt tilþrif.
Þetta gerðist hvað eftir annað
í umræðunum um Indland, áður
en Indverjum var veitt sjálfstæði
árið 1947. Það var ekki óeðlilegt.
Sú djarfa ákvörðun að veita Ind-
landi og Pakistan sjálfstæði var
frá honum runnin: hann var
sannfærður um réttlæti henn-
ar og getur nú kallað söguna til
vitnis um það. Þetta var mikil-
vægasta ákvöröun í stjórnartíð
hans, og sennilega mun hún bezt
geyma nafn hennar í sögunni.
En hann hafði líka sína aug-
ljósu veikieika sem forsætisráð-
herra. Framsýnni og atkvæða-
meiri leiðtogi hefði tæplega þol-
að Ernest Bevin að gera skyss-
urnar sem hann gerði sig sekan
um í sambandi við Þýzkaland og
Palestínu, eða látið efnahagsmál-
in lenda í þeim ógöngum sem
raun varð á meðan Dalton var
fjármálaráðherra. Attlee tókst
ekki að vekja með þjóðinni þegn
skapartilfinningu á erffðum tím-
um.
Eftir að Verkamannaflokkur-
inn fór frá völdum 1951 átti Att-
lee oft í brösum við hægri og
vinstri arm flokksins, sem sjald-
an sátu á sátts höfði. Aneurin
Bevan var honum erfiðastur við-
fangs, og varð hann að grípa til
óvæginna ráða í október 1952 til
að koma í veg fyrir algeran
klofning, en honum var ógeðfellt
að þvinga of ströngum aga upp
á flokksmenn sína, þar eð það
var skoður. hans, að flokkurinn
ætti sjálfur að taka ákvarðanir,
en sfðan ætti hann sem leiðtogi
að hrinda þeim í framkvæmd.
Hann vildi líka, að bæði vinstri
og hægri armur flokksins fengju
að njóta sín. Af þeim sökum kom
hann í veg fyrir að Bevan væri
vikið úr flokknum fyrir kosningr
arnar 1955.
Attlee hafði lýst því yfir, að
hann mundi láta af forustu Verka
mannaflokksi.ns strax og fullur
einhugur væri um eftirmann
hans. Það gerðist í desember
1955, þegar hann var gerður að
jarli og tók sæti í lávarðadeild-
inni. Þá haíði hann stjórnað
flokknum í 20 ár. Eftirmaður
hans varð Hugh Gaitskell.
Attlee hætti ekki afskiptum af
opinberum málum, þó hann
drægi sig í hlé innan Verka-
mannaflokksins. Hann hélt til
skamms tima áfram áð sækja
fundi lávarðardeildarinnar. Hon-
um bárust fjölmörg boð um að
heimsækja lönd í Evrópu, Asíu
og Afríku, og hann þáði þau sem
hann komst yfir. Nokkrum mán-
uðum eftir að hann hafði verið
skorinn upp við kviðsliti 1958 fór
hann í fyrirlestrarferð til Banda-
rikjanna og ræddi þá um eitt af
helztu hugsjónamálum sínum:
alheimsstjórn. Hann fór aftur til
Bandaríkjanna svipaðra erinda
1959 og 1960. Hann flutti líka
árið 1960 íyrirlestra við háskól-
ann í Oxíord Siðustu árin hefur
hann talsvert fengizt við að
skrifa í dagblötö og er þá gjarna
ómyrkur í máli og óhefðbundinn
í skoðunum, enda hefur hann
engra flokkshagsmuna að gæta
lengur. Hann lagðist t. d. ein-
dregið gegn aðild Bréta að Efna-
hagsbandalaginu og fór háðuleg-
um orðum um „skriðdýrshátt"
brezku íha’ds'-tjórnarinnar gagn-
vart evrópskum valdhöfum.
Síðasta stóra átak hans var að
vera við jarðarför fjandvinar
sins, Winstons Churchills, og þá
varð hann að sitja meðan áðrir
stóðu. Churchill sagði eitt sinn
um Attlee að hann væri „mjög
hæverskur lítill maður og hefur
býsna mikið til að vera hæversk-
ur yfir“. Sennilega hefur þessi
umsögn ekki átt að vera hrós, en
hitt er víst, að Churchill hrósaði
honum oft. fyrir leiðtogahæfileika
á þingi, og nú mun það almennt
álit Breta, að Clement Attlee hafi
verið einn af hinum atkvæða-
miklu forsætisrá'ðherrum lands-
ins, og það sem þeim þykir enn
vænna um: hanr. er sérkennileg-
ur og eftirminnilegur persónu-
leiki ekki síður en ChurchilL j