Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 2
I 2 MORGUNBLAÐTÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1907 Síldarútvegsn. hvetur skipstjóra að ísa síld FRÁ Síldarútvegsnefnd hef- Það hefir komið greinilega i ur Mbl. borizt eftirfarandi: ljós nú eins og áður að sú Sílöarútvegsnefnd hefir svo síld, sem ísuð hefir veri'ð í sem kunnugt er selt me'ð hillum og stíum um borð í fyrirframsamningum til síldveiðiskipunum hefir varð- hinna ýmsu markaðslanda veizt og geymzt miklu betur Rúmlega 40 þús. víxlar afsagðir á árinu Fjöldi víxlanna tvöfaldaðist sl. fimm ár um 360 þús. tunnur síldar. Öll þessi síld átti að verkast í sumar og í haust. Vegna þess hve síldin hefir veiðzt langt undan landi, hefir síld- arsöltur. orðið nær engin fyrr en tvær síðustu vikurn- ar. Hafa nú- verið saltaðar alls um 105 þús. tunnur mið- að við miðnætti 12. október. en óísvarin síld. Síldarútvegs nefnd skorar því á skipstjóra síldveiðiskipanna og aðra sem hlut eiga að máli að gera ráðstafanir til þess að ísa síidina svo að koma megi sem mestum hluta hennar í salt og gera hana þannig að sem verðmestri vöru til hags bóta fyrir alla aðila. / Fá fleiri bankar rétt til gjaldeyrissölu? Á AÐALFUNDI Verzlunarnáðs í gærkvöldi svaraði Gylfi Þ. Gísla son, viðskiptamálaráðherra, fyrir spurn frá Höskuldi ólafssyni, •bankastjóra, þess efnis, hvort vænta megi breytiinga í náinni framtíð á því fyrirkom ulagi, að fleiri bankar en Landsbankinn og Útvegsbankinn fái rétt til gjaldeyrisviðskipta. Viðskiptamálaráðherra undir- strikaði, að hér væri hreyft viðkvaemu máli, seim hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, við stuðningsflokka hennar á Alþingi og við stjórn Seðlabank- ans. Vðræðum stjórnarflokkanna lauk þannig, að ef rikisstjórnin Jiéldi velli í kos.ningunum sl. vor, yrði þetta eitt af þeim verkefn- um, sem yrði að taka og leysa. Gjaldeyrisviðskiptin voru fró upphafi í höndum Landsbankans og Útvegsbankans, enda voru þeir þá langstærstu bankarnir. Nú hefur hins vegar brugðið svo ■við, að Búnaðarbankinn er orð- inn stærri en Útvegsbankinn og sækir fast að fá að annast slík viðskipti. La.ndsbankinn ag Út- vegsbankinn eru því hins vegar andvígir. Þeir benda á, að frá gamalli tíð hafi þeir haft sér- stökum skyldum að gegna við sjávarútveginn eða þann at- vinnuveg, sem erfiðast sé að eiga viáskipti við vegna mismunandi árferðis og afkamu frá ári til árs. í tengslum við þessar skyldur fengu þeir einkaréttindi til að verzla með gjaldeyri, enda skap- aði útvegurinn hann að mestu leyti. Ef aðrir bankar vildu njóta góðs af gjaldeyrisviðskipt- unum. yrðu þeir jafnframt að taka á sig hluta af byrðunum. Taldi viðskiptamálaráðherra, að báðir aðilar hefðu mikið til síns máls og þess vegna hefði Ihann ekki treyst sér til að benda á meina ákveðna lausn. Hins veg ar taldi hann nauðsynlegt, að endurskoðun færi fram nú í vet- ■ur á reglum um sölu á erlendum gjaldeyri og kvaðst mundui beita sér fyrir því, að einhverjar breytingar yrðu gerðar þar á á mæstu 4 árurni. BIRGIR fsl. Gunnarsson hæsta- réttarlögmaður flutti erindi um víxla og vanskil á aðalfundi Verzlunarráðs í gær. Þar kom m.a. fram, að samkv. upplýs- ingum borgardómaraembættis- ins væru um það bil 80% af skriflega fluttum málum. Ef þeirri reglu er beitt hefur fjöldi vixilmála verið 1433 árið 1961, 1596 1963, 1698 1963, 3034 1964, 3593 1965 og 3564 1966. Þessar tölur bera þó að taka með fyrir- vara, vegna þess að ekki er sér- staklega haldin skrá yfir víxil- mál, en þær sýna þó, hver þró- unin hefur orðið undanfarin ár, sagði lögmaðurinn. Þá voru 28.138 víxlar afsagð- ir hjá borgarfógetaeimbættinu s.l. ár, en munu fara yfir 40 þúsund á þessu ári samkv. at- hugunum og áætiunum upplýs- mgaskrifstofu Verzlunarráðs. Öryggið í viðskiptalífinu minnkar í upphafi máis síns gat Birgir ísl. Gunnarsson þess, að á und- anförnum árum hefði það mjög farið í vöxt í viðskiptalífinu, að menn standi ekki við víxil- Rautt sortulyng nýjar smdsögur eftir Guðmund Frímann GUÐMUNDUR Frímann er list- fengur höfundur, sem lengi hef- ur notið vaxandi vinsælda sem ljóðskáld. Hann hóf kornungur að yrkja og gaf út fyrstu bók sína, Náttsólir, innan við tvítugt, en alls hafa kamið frá hans hendi Guðmundur Frímann. fimm ljóðabækur, auk þýðinga á erlendum kvæðum. Jafnframt þessu hefur hann á síðari árum snúið sér æ meir að ritum skáld- sagna og einnig þar unnið sér fastan sess. Fyrir þramur árum kam út eftir hann safn af smá- sögum, er nefndist Svartárdals- sólin og vakti sú bók slíka at- hygli, að hún seldist upp á skömmum tíma. Var hún gefin út af Almenna bókafélaginu og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, og nú hafa sömu aðilar sent frá sér enn aðra bók eftir Guðmund Frímann. Nefnist 'hún Rautt sortulyng og hefur að geyma átta smásögur. Þegar Svartárdalssólin kom út, varð ritdómendum ekki hvað sízt tíðrætt um hugkvæmni og djörfung höfundarins, og sömu einkenna gætir að sjálfsögðu í Rauðu sortulyngi, þó að hvergi verði með sanni sagt, að hann gerist hiskpurslaus um efni fram. Eins og í fyrri bókinni sækja flestar þessar sögur efni sitt í mannlegar ástríður og ást- ir,. sem þó eru að sama skapi .margvíslegar sem pensónur þær, er þar fara með hlutverk, eru hver annarri ólíkar að aldri og skapgerð. En höfundurinn er víð ar vel heima. í Mýrarþoku, svo að dæmi sé nefnt, er fjallað af nærfærnum skilningi um sárs- aukafulla reynslu barnshjartans af fallvelti og dauða, og enn annars staðar nær höfundurinn ótvíræðum áhrifamætti, svo sem í Stórþvotti á hausti, þar sem samruni atburða ag umhverfis skapa sögunni það voveiflega andrúm, sem henni hentar. Rautt sortulyng er 163 bls. að stærð og mjög vönduð að öllum frágangi. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar en Torfi Jónsson teiknaði kápuna. (Frá AB). Fangageymslur lögreglunnar: 37.103 gistu sl. 5 ár GISTINGAR ölvaðra manna í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík undanfarin fimm ár voru alls þrjátíu og sjö þúsund eitt hundrað og þrjár. Flestar voru gistingtirnar árið 1964 eða 8.114 talsins en fór síðan fækk- andi og voru sl. ár alls 7.103. Júnímánuður virðist vera anna- samasti mánuðurinn hjá lögregl ur.ni, hvað þetta snertir, en alls voru gistingar í þeim mánuði 3.820 þessi fimm ár. Lægsti mán uðurinn er febrúar með 2.542 gistingar. Af mánuðum ein- stakra ára er júní 1964 með flest- ar gistingar, eða 799, en febrúar ársins 1962 voru gistingar fæst- ar: 392. Skiptingin milli fanga- geymslanna er þannig, að Síðu- múli telur 35.003 en kjallari lög- reglústöðvarinnar í Pósthús- stræti 2.100. Nauðlenti skammt frú Borgarnesi LÍTIL flugvél frá Kefla- víkurflugvelli nauðlenti í Borgarfirði í gær. Vélin lask- aðist í lendingu, en flug- manninn sakaði ekki. Þetta var eins hreyfils Colt vél í eigu flugskóla ameríska hersins á Keflavíkurflug- velli. Var flugmaðurinn sem er Bandaríkjamaður í flugi yfir Iandi, sem er hluti af hans námi, er hann þurfti að nauðlenda skammt frá Borgarnesi eins og áður segir. skuldbindingar sínar og víxlar fari í vanskil. Svo virðist sem virðing sú, sem menn óneitan- Birgir fsl. Gunnarsson flytur erindi sitt. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) lega höfðu fyrir víxlinum, og því sérstaka formi, sem honum fylgir, hafi farið stöðugt minnk- andi. Afleiðingar þessa eru að sjáifsögðu þær, að öryggið í við skiptalífinu minnkar og óneit- anlega vex hæltan á því, að þetta annars handhæga við- skipabréf glati smám saman öliu trausti ekki ósvipað því, sem þegar er íarið að verða vart við, að því er notkun ávís- ana snertir. Hann rædd’. siðan almennt ttm víxilinn sem viðskiptabréf og þær sérstöku rettarfarsreglur, sem um hann gilda, en aðal- tilgangur þeirra er sá, að hraða víxilmálum fyrir dómi og gera þau einföld í sniðum. Eigi að síður taldi hann eiga við rök að styðjast við þær umkvartan- ir, að of langan tíma taki að fá fullnustu víxúkröfu, eða allt að 103 dögum og raunar oftast lengri tíma af ýmsum ástæðum, er ha-nn rakti. Ilraðari meðferð víxilmála Til þess að auka aðhald í þess- um efnum taldi hann miklu skipta að hraða mun meir en nú tíðkast víxilmálum og reyndar öðrum einfaldan skuldamálum. Það er þó ekki umkvörtunar- efni, að dómar borgardótnaraem- bættisins komi ekki nógu fljótt, en hins vegar taldi hann m.a. 15 daga aðfararfnestinn óþarfan í víxilmálum og emfaldari skuldamálum, þegar tekið er til- lit til þess hraða, sem nú gildir í samgöngum og samskiptum manna á milli. Nauðynlegt væri að búa betur að embætti borg- arfógeta, svo að fjárnám gæti farið fram án nokkurrar tafar að ráði og loks þyrfti að taka til ræklilegrar athugunar, hvort t.d. sex vikna fiiesturinn frá fyrstu auglýsingu í Lögbirtinga- blaðinu talaði til fyrstu fyrir- tektar í uppboðsrétti sé nauð- synlegur. Þá taldi hæstaréttlögmaður- inn, að víxlar væru mjög of- notaðir hér á landi og benti m.a. á, að t.d. væri miklu einfaldar og eðlilegra form á afborgunar- greiðslum að gefa út eitt skulda bréf, sem fæli í sér alla gjald- dagana. Slík bréf er auðveld- lega unnt að útbúa þannig, að það njóti þeirra réttarfarshag- ræða, sem víxlar njóta auk þess sem auðvelt er að setja ákvæði í slík bréf, sem ekki verða ve- fengd, þess efnis, að allt bréfið falli í gjalddaga, ef greiðslufall verði á einni greiðslu. Hann taldi nauðsynlegt að setja hér á landi lög um laus- fjárskap með afborgunatkjörum, en slík lög hefðu fyrir löngu verið sett í nágrannalöndunum og þær reglur verið endurskoð- aðar, svo að við ættum í stór- um dráttum að geta sniðið okkar lög eftir þeirra. Þá taldi hann og nauðsyn- legt að hafa betra eftirlit með verzlunarleyfisveitingum en gert er. Ennfremur sagði hann, að sér litist vel á þá hugmynd, sem fram kæmi í greinargerð og áliti starfnefndar verzlunarráðs um víxilmál um aukna upplýs- ingastarfsemi, t. d. að handhæg skrá sé til yfir alla samþykkj- endur afsagðra víxla og víxil- skuldara þeirra víxla, sem dóm- ur hefur fallið á. Rekstur frystihúsa: Stefnt að auknu sam- starfi eða sameiningu A AÐALFUNDI Verzlunarráðs í gær svaraði Gylfl Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra fyrir- spurn frá Othari EHingsen nm, í hverju væntanleg endurskipu- laging frystiiðnaðarins sé fólg- in. Ráðherrann sagði, að s.l. vor hefði verið skipuð samstarfs- nefnd til að kanna möguleika og aðferðir í þessum efnum og hefði hún enn ekki skiLað form- legu áliti. Kjarninn í tillögunum væri þó sá, að koma á samstarfi frystihúsa, tveggja eða fleiri á sama stað, um verkaskiptingu sín á mil’li eða með því að leggja eitt eða fieiri niður til þess að auka framleiðnina án þess að rýra afkastamöguleik- ana. Ríkisstjórnin mun beita áhrif- um sínum við bankakerfið og við fjárfestingarlánastofnanir til þess að sérstök aðstoð væri veitt í þau byggðarlög eða til þeirra frytihúsa, sem sameinast með slíkum liætti. Það hefur þegar verið gert í tvekn tilvik- um, þar sem tvö frystihús voru á sama stað, og var annað húsið hreinlega lagt niður, en eigend- urnir ættu þau siðan sameigin- lega. Saigði ráðherrann, að á þess- um vettvangi biðu ótrúleg verk- efni úrlausnai, þar sem hægt væri að lækka framleiðskikostn- aðinn geysilega, þótt afkastaget- an væri hin sama eftir sem áður. Þetta ætti raunar við ýmis önn- ur svið útflutningsatvinnuveg- anna og atvinnuvegina yfir höfuð að tala. Sjálfstæðiskon- ur, Hafnarfirði SJÁLFSTÆBISKONUR í Hafnar firði eru minntar á Vorboða- fundinn nk. mánudag. Fundur- inn hefst kl. 20.30 og eru Sjálf- stæðiskonur í Hafnarfirði ein- dregið hvattar til þess að fjöl- menna á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.