Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967 Sagan um Sorbas komin á íslenzku NÝLEGA er út komin á íslenzku hin heimskunna skáldsaga Alex is Sorbas eftir Nikos Kazantzak- is. Uað er Almenna bókafélagið sem gefur hana út en þýðing- una gerði I>orgeir Þorgeirsson. Gríska skáldið Nikos Kazant- zakis (1883—1957) er tvímæla laust meðal stærstu nafnanna í heimsbókmenntum síðari tíma sver hann sig engu siður í ætt við griskar goðsagnahetjur, Seif og ódysseif. en manninn á göt- unni. I»etta er m.ö.o. persónu- gerð sem gæti auðveldlega minnt íslenzkan lesanda á tvær aðrar og nærstæðari sagnahetj- ur, þá Bjart í Sumarhúsum og Jón Hreggviðsson — í einni og sömu persónu. Um stíl Kazantzakis mætti við hafa orð hans sjálfs um lands lagið á Krít. Það líktist óbundnu máli eins og það verður bezt: skírt, gagnhugsað, laust við of- hleðslu, kröftugt og dult. Það sagði allt, sem máli skipti, á einfaldan hátt. Það lék ekki. Var laust við aíla mælsku. Það sem það hafði að segja sagði það með ákveðnum karlmannlegum þrótti. En á milli hinna hrjúfu lína þessa krítverska landslags gat að finna tilfinningu og nær- færi sem enginn haíði búizt við — i lygum dældum önguðu sít rónu — og appelsínutré og í fjaraka reis endalaust ljóð hafs- ins“. Þannig kemur Kazantzakis fyrir í öllum ritum sínum heill einlægur °g sannur, og um hann hafði Albert Schweitzer, meist- arinn og mannvinurimi þessi orð: „Það er enginn höfundor, sem haft hefitr á mig jafn djúp stæð áhrif“. Bókin er 313 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar fjarðár. Kristín Þorkelsdóttir gerði kápuna. (Frá AB). Hann var víðmenntaður maður tók doktorsprótf í lögfræði frá háskólanum í Aþenu, en nam síðan árum saman heimspeki og bókmenntir við háskóla í Frakk landi, Þýzkalandi og Ítalíu. Um skeið átti l.ann sæti í ríkisstjórn Grikklandg og gegndi fleiri trún aðarstörfum, m.a. hjá UNESCO. Hann ferðaðist mikið og bjó ár- um saman utan heimalands síns en var þó alla ævi sjaldgæflega samgróinn þjóð sinni og ætt- jörð. Naut hann þar og virð- ingar og aðdáunar umfram aðra höfunda og olli fráfall hans þjóð rsorig. Var honum gerður leg- staður í fornum virkisvegg, sem lykur fæðingaborg hans Hera- kleion á eynni Krít. Hefur svæð ið þar fyrir framan verið gert að almenningsgarði. honum til heiðurs, og verður þar komið fyrir veglegu safnhúsi yfir minj ar unr s'káldið. Eftir Kazantzakis hefur áður feomið út á íslenzku skáldverkið Frelsið eða dauðann, en af öðr- um verkum hans hefur Alexis Sorbas náð mestri frægð og orðið vinsælust, enda er hún af flestum talin skemmtilegust allra skáldsaga hans. Sögumaðurin er bókmenntaður heimsmaður sem hetfur dregið sig út úr skarkala veraldar og setzt að á eynni Krít ásamt verkstjóra sín um, Sorbasi sem annast jöfnum höndum um ekkjuna Bíbúlínu og bninkolanámu. Þessir tveir menn eru eins og ósættanlegar andstæður í mannssálinni. í sam skiptum þeirra og eðlisfari eigast við tveir öndverðir heimar and inn og holdið, anginn °g taum leysið en baksvið atburðanna er ástríðumettað smábæjarsamfé lag í viðjum fátæktar og munk dóms. En Sorbas þessi óborgan lega persóna er ekki aðeins tákn hins frumstæða Grikkja, heldur S/ón og saga 44 Nýjasta bókin í Alfrœðasafni AB NÝLEGA er út komin 15. bókin í AKræðasafini AB og nefnist hún Ljós og sjón. Aðalhöfundar henmar eru þau Conrad G. Muell er, prófessor í taugafræði við Indiana'háskólann og vísinda- ráðunautur bamdaríska sjórann- sóknarráðsins, og Mae Rudolph, sem skrifað hefur margt um læknistfræðileg efni, m.a. á veg- um Alberts Einsteinslæknaskól- ans. Auk þeirra hefiur fjöldi annarra sérfræðinga haft hönd í bagga um samantekt og mynda- val bókarinnar, en íslenzka þýð- ingu gerðu þeir Jón Eyþórsson, veðurfræðin'gur, sem jafntframt er ritstjóri Alfræðasafnsins, og örnólfur Thorlacius, mennta- skólakennari, sem einnig skrifar formála fyrir íslenzku útgáfunni. Um efni þessarar bókar þarf ekki að fara mörgum orðum fram yfir það, sem nafnið gefiur herlega í skyn. Það er alkunna, að ljós, litir og sjón hafa verið mönnum hugleikið efni athugun ar og rannsókma allt frá því, er mannkynið komet á legg og hóf að leita lausnar á huldum dóm- um tilveru sinnar og umhverfis. Og þessi þrotlausa forvitnj og þekkimgarleit á sér að sjálfsögðiu mjög nærtækar orsakir. Eins og komizt er að orði í upphatfi Ljóss og sjómar hefur flestum einhvern tíma „orðið á að Loka augunutn og reyna að þreifa sig áfram ‘þvert yfir herhergi til að skapa sér hugmynd um, hvernig það er að vera blindur. En fáir hafa sál arþrek til að halda þessari til- raun lengi áfram, þeiim verður tfljótt ómótt og fá ekki bælt nið- ur þörf sina til að sjá. Er mað- >urinn opnar augun, léttir honum mjög, enda hetfur hann endur- heknt meira en sjónina: Hann er á ný í tewgslum við urn- 'heiminn." í svo ríkum mæli á maðurinn haimingju sína og veltfarnað und- ir sjón sirmi og því ljósi, sem gerir honum mögulegt að njóta hennar. Sjónin er honum ekki einungis vopn í lífsbaráttainni, heldur einnig tæki til hugsunar og þroska og um leið uppepretta persónulegrar lífs’nautnar. En þó að mannsaugað sé dásamlegt Ixf- færi er það ekki alltaf ágalla- laust eða ónæmt fyrir hrörnun og sjúkdómum. Fyrir því hafa *hugir manna beinzt snemma að augnlækningum og jatfnvel í tfornöld komust menn þar furðu- langt. Þannig táðkuðust í Aust- urlöndum fyrir þrjú þúsund ár- um sfeurðaðgerðir við skýi á augum, þó að taekin væru ærið frumstæð, gnda einatt úr steini. >á var í Babílóniu lögfest gjald- iskrá fyrir augnlækningar og var thún alirítfleg, einnig á nútíma- imælikvarða sérstaklega, etf auð- ugir menn og frjálsir áttu í hlut. En ábatavoninni fylgdi líka tals- iverð áhætta fyrir skurðlækninn, því að 'honum var gert að láta thönd sína, ef sjúklingurinn imissti sjón við aðgerðina. Frá töllu slíku kann Ljós og sjón Imörg skerrumtileg dæmi, en að tejálfsögðu skipa þar mest rúm augnivísindi nútímaiK, sem á seinni árum hafa margíaldað tþekkingu manna á Ijósi og sjón- bkynjun og aukið við batahorfur laugnsjúfelinga að sama skapi. Þannig fjallar Ljós og sjón um ■efni, sem varðar hvern mann. Bókin er 200 bls. að stærð og ieins og aðrar hækur Alfræða- safnsins hefur hún að geyma ánikinn sæg noynda, og þar á meðal litmyndir á um það bil 70 hls. (Frá AB). Ferming Bústaðaprestakall. Ferming í Kópavogskirkju 15. október kl. 2. Prestur séra Ólafur Skúlason. STÚLKUR: Bára Halldórsdóttir, Ásenda 14. Birna Jensdóttir, Melavöllum, Rauðagerði. Helen Gunnarsdóttir, Bústaða- vegi 55. Jóhanna Sigurz, Hvassaleiti 8. Jónína Róbertsdóttir, Hólm- garði 25. Svanhvít Kjartansdóttir, Mel- gerði 25. Þóra Birna Guðjónsdóttix, Grundargerði 24. DRENGIR: Axel Gunnar Guðjónsson, Ás- garði 135. Axel Skúlason, Rauðagerði 6. Gísli Aðalsteinsson Maack, Bakkagerði 15. Gísli Jósepsson, Jöldugróf 3. Heimir Jón Quðjónsson, Grund- argerði 24. Hrafn Olgeir Gústafsson, Bú- staðavegi T09. Jón Haukur Hákonarson, Hólm- garði 54. Kristinn Símon Jósepsson, Jöldu ^ gróf 3. Pétur Jónsson, Teigagerði 1. Steingrímur Ari Arason, Hólm- garði 43. Þorgrímur Haraldsson, Soga- vegi 50. Háteigsprestakall. Fermingar- börn í Háteigskirkju sunnudag- inn 15. okt. kl. 2. Séra Jón Þor- varðsson. STÚLKUR: Elísabet Ólafsdóttir, Eskihlíð 14A. Guðbjörg Jónsdóttir, Nýbýla- veg 23, Kópavogi. Gunnhildur María Eymarsdóttir, Bólstaðarhlíð 66 Kristjana Erna Einarsdóttir, Hjálmholti 1. Stella Hauksdóttir, Mávahlíð 9. DRENGIR: Baldvin Guðmundur Ragnarsson, Kleppsveg 68. Hallgrimur Guðmundsson, Háa- leitisbraut 101. Rúnar Viggósson, Barmahlíð 35. Fermingarbörn í Langholtssókn. 15. okt. 1967 kl. 10.30. Sr. Árelíus Nielsson. STÚLKUR: Auður Valgeirsdóttir, Nökkva- vog 29. Steinþórunn Karólína Steinþórs- dóttir, Vífilsstöðum. DRENGIR: Ólafur Ketill Frostason, Þing- hólsbraut 62. Samúel Oddgeirsson, Grettis- götu 53. Sigurður Ingi Margeirsson, Sól- heimum 10. Þorfinnur Steinarsson, Skip- holti 42. Fermingarbörn i Langholtspresta kalli 15. okt. kl. 13.30. STÚLKUR: Guðríður Guðjónsdóttir, Sæ- viðarsundi 13. Edda Ingibjörg Einarsdóttir, Skeiðarvogi 143. Elín Agústsdóttir, Álfheimum 62. Elín Edda Árnadótíir, Sólheim- um 23. Maren Jakobsdóttir, Háloga- landi við Sólheima. Margrét Gisladóttir, Gnoðar- vogi 16. DRENGIR: Bárður Ragnar Jónsson, Nökkvavogi 11. Ingólfur Vestmann Einarsson, Skeiðarvogi 143. Karl Heiðarsson, Álfheimum 38. Ólafur Guðjónsson, Sæviðar- sundi 13. Ómar Antonsson, Gnoðavogi 82. - HUGLEIÐING Framhald af bls. 12. hafi tekizt, þegar lengra er gáð og stundir líða, fyrir utan þann mikla og góða ofaníburðarforða, sem er í gamla öxarárfarveg- inum, sem ella hefði ekki náðst til. Umferð hefur aukizt mikið JAMES BOND James Bond (8Y HN FIEMING lDRIWING BY JOHN McLUSXY IAN FLEMING Bond gat aSeins giskað á, hvað pynd- ingaklefinn væri. Alla vega langaði hann ekkert að komast að því hvað þar fór fram. — Jæja, Oddjobb. Bond brást við — ósjálfrátt. En það var engu íikara en húsið hryndi aUt ofan á hann. um Þingvallaieiðina eftir að vegurinn var gerður frá Gjá- bakka til Laugarvatns. Það er því mikill fjöldi ferðafólks, sem heldur áfram austur án þess að koma vid á Þingvöllum. Það yrði stór Iéttir á umferð þar í gegnum Þingvöll og um þá krókóttu leið, sem oft hefur valdið þar umferðartruflunum og töfum, ef íiamhald efri leið- arinnar yrði gert beint suður hraunið á veginn hjá Vellan- kötlu. Þar að auki setur það meiri ró og svip á umhverfi Þingvalla, að aðalþjóðleiðin sé ekki þar í gegn végna þeirra, sem á Þingvöil ætla að koma cg vera. Þá er Skógarkot. Túnið þar væri ákjósanlegt tjaldstæði Þingvallagesta, þeirra sem ætla sér að nóta sumarieyfis síns úti í náttúrunni. Þar mundi vera meiri kyrrð og ekki ein mikill þytur umferðar eins og er á Völlunum eða tjaldstæðum þar. Túnið í Skógarkoti er nokkuð bungu lagað og sést þaðan vel út yfir hraunið. Þar út frá eru skógarrunnar og grashviltfir fallegar. Þá er þar rótt hjá Öl- kofrahellir, sem á sina sögu, og hinn eini forni þjóðvegur að austan til Þingvalla og þaðan austur, frá landniámstíma til 1907 að leiðinni var breytt og gerður akvegur, þar sem hann nú er. Þegar ég er að ljúka þessum fcugleiðingum, kemur fréttatil- kynning í útvarpi og blöðum frá Þingvallanefnd um ýmsar ráðsitafanir þar á Þingvöllum þ.á.m. lokun Almannagjár fyrir akstur bifreiða. Ef svo verður, er enn meiri þörf og nauðsyn að leggja veginn suður hraunið eins og hér er áður lýst. En lokun Almannagjár held ég að verði mikill sjónarsviftir og söknuður fólksins með algeru umferðarbanni, þótt breyta þurffi að sjálfsögðu umferðar- reglum gegnum gjána t. d. með einstefnu akstri og öllum vöru- og þungaflutningabifreiðum bönnuð umferð um hana. Fólk, sem fer til að skoða Þingvöll, missir mikið að mega ekki fara í gegnum ALmannagjá. Á styðri barmi gjárinnar, þar sem útsýn- isskífan stendur. er fagurt yfir Þingvöll að sja og fróðlegt að geta lesið öll fjallaheiti og ör- nefni, sem á skífuna eru letruð. Trúlegast er að það gleymist smám saman og leggist niður. Fólk fer ekki austur að gjá til að snúa þar við og fara hina leiðina eða þá að ganga ca. kílómeterleið eftir gjánni og inn á Velli. Þarna í gegnum gjána hefur vegur legið allar aldir. Þegar gert var akfært eftir Almannagjá 1896, var „stígurinn" lækkaður niður og gjáin rýmkuð út efst í þrengsL- unum, lá þá gegnum skarðið hjá Snorrabúð eins og „flórinn“ sýn ir niður hallinn að hólmunum í Öxará. Átftæðan er talin slysa- hætta, en þarna hefur aldrei neitt komið fyrir, þá enn síður, og þá niður gjána, loka henni ef hafður væri einstefnuakstur á vetrum svo engin krafa sé gerð til snjómoksturs. Þá hefur Þingvallanefnd ákveðið með öðru fleiru að banna alla netveiði í vatninu fyrir Þingvallaiandi og stofna til silungsklaks í vatninu. Þetta er án efa þörf og góð ráðstöfun, þótt fyrr hefði þurft að vera, og mega allir, sem hlut eiga að máli, vera þakklátir. Það mun öllum vera ljóst sem til þekkja, að fiskur hefuir þorrið í Þingvailavwtni nú síðustu ára- tugina. Að vísu hefur bændum fækkað við Þingvallavatn, sem stunduðu veiði, en veiðiáhöldin (netrn) eru betri og fleiri en áður, og þar við bætist stanga- veiðin, sem leigð er mönnum í hundraða tali, sem ekki var áður. Allir veiða nokkuð, en ekkert er látið í staðinn. Rányrka í veiðiskap eins og ill meðferð og rányrkja á gróðri jarðar, hefnir sín. Þess í stað ber okkur skylda til að varð- veita og viðhaida gæðum lands og lagar, sem náttúran hefur gefið okkur. Jónas Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.