Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967 Notkun sorppoka úr pappír fer mjög vaxandi í Evrópu ÁRIÐ 1955 hófst notkun papp- írpspoka í stað öskutunna í Svíþjóð. Þar með tók Sví- þjóð forustuna í hreinlæti í borg-um og þéttbýliskjörnum og siðar hafa aðrar þjóðir til- einkað hér þessa tækni. Bandaríkin, ýmis Evrópulönd og siðast en ekki sízt Dan- mörk, sem notar nú fleiri pappirssekki en nokkur önn- ur þjóð veraldar miðað við íbúafjölda. Pappírspokar hafa sífellt færzt í aukna og notkun þeirra eykst sífeilt. í mörg- um tilfellum kemist t.d. plast- ið ekki í samjöfnuð, vegna þess, að það hefur ekki sömu eiginleika og pappír. Þannig notar Bretland flesta pappírs- poka af öllum löndum heims í dag. Blaðamaður Mhl. var fyrir skömmu boðinn á ráðstefnu, sem haldin var í Kaup- mannahöfn af Eurosac, Evr- ópusambandi pappírpokafram leiðenda, en íslenzka fyrir- tækið „Pappírsverk h.f. er að- ili þar að. Danmörk hafði verið valin, sem fundastaður, því að að áliti forráðamanna Eurosac er notkun pokanna þar mjög til fyrirmyndar og þar er neyzlan almennust í heiminum. Á síðastliðnu ári voru t.d. notaðir í Danmörku 24.000.000 pappírssekkkir til söfnunar sorpi. Blaðamönnum var gefinn kostur á að sjá með eigin aug- um, hvernig sorpið var safn- að úr einbýlishúsahverfi í Gentofte. Bifreiðin, sem safn- aði sorpinu var ósköp venju- leg vöruflutningabifreið, með háum hliðarborðum á palli og sorpinu söfnuðu tveir menn. Þeir fóru frá bifreið- inni með hreinan ónotaðan poka, tóku fulla gamla pok- ann úr þar til gerðri grind, sem heldur pokanum uppi og köstuðu síðan gamla pokan- um upp á pall bílsins. Þessi athöfn tók mjög stuttan tíma og mennirnir gátu nærri ver- ið sparibúnir svo hreinlegt var starfið. Búizt er við, að í Evrópu einni séu pappírspokar fyrir sorp notaðir af 5000 sveitar- félögum og í Danmörku einni er notkunin í 25% af sveitar- félögum. í aðildarríkjum Eurosac eykst notkun sorp- poka miklum mun hraðar, en notkun annarra pappírs- sekkja. Á síðastliðnu ári var lokið rannsókn, er brezka ríkis- stjórnin lét framkvæma. Þessi rannsókn hafði þá staðið yfir í fjögur ár og var gerð með tilliti til þess vandamáls, hvernig losa ætti íbúðar- hverfi við úrgang og sorp. í skýrslu, er stjórnin gaf út seg ir: „Þær tvær aðferðir, sem unnt er að mæla með við söfn un sorps, er pappírspokaað- ferðin og hin ryklausa aðferð. Sú aðferð, er sorpi er fleygt í rennusteina og því síðan safnað saman er lélegasta að- ferðin". Og í skýrslunni var enn- fremur sagt: „Aðal kostir pappírspokaaðferðarinnar eru: a) hreinlæti og þrifnaður b) lítill hávaði og handhæg ar umbúðir c) þægilegri og hreinlegri vinna fyrir hreinsunar- mennina. d) söfnun sorpsins tekur skemmri tíma e) ryklaust eða nærri ryk- laus hreinsun f) snyrtilegra ástand sorps ins g) óþægindi vegna tafa á hreinsun minni vegna varapoka h) minna slit og viðhald á flutningavögnum i) skemmdir á sorpílátum og umhverfi og hætta á víxlun milli nágranna engin“. Þá er þess og getið í skýrsl- unni, að sótthreinsunarað- gerðir á soþrpílátum verði þarflausar, séu pokar notað- ir. Nýlega fór og fram rann- sókn á því, hvor aðferðin tæki lengri tíma, pokaaðferð- in eða sú aðferð, að nota málmílát eða því um líkt. Við rannsóknina kom í ijós, að hreinsunarmaðurinn er að meðaltali 2 mínútur og 33 sekúndur að tæma málm- ílát. Hann verður að sækja ílátið, losa það og fara síðan með það á sinn stað aftur. Séu notaðir pokar fer hreinsunar- maðurinn aðeins eina ferð og skiptir um poka. Þessi athöfn tekur að meðaltali 54 sekúnd- ur, eða helmingi skemmri tíma og meira til, heldur en ef notazt er við málmilát. Vegna þessa tímasparnaðar hefur tekizt að breinsa heim- ingi stærra hverfi hverju sinni og því verði unnt að auka tíðni hreinsana. Þá er erfiði hreinsunarmannanna að sjálfsögðu mun minna Fjölbýlishúsin í Höje Gladsaxe. efnið. Biaðamenn fengu að kynnast pokanotkun Dana í landbúnaði. Þeir sáu bæði fóðurpoka og áburðarpöka og Styrkleikaprófun pappírsins, sem getið er um í greininni. Til vinstri hanga 10 kg. en í pokanum til hægri eru 50 kg. af möl. Hvorugt gefur eftir, þótt það sé gegnblautt af vatni. Vélin, sem tekur við sorpinu ofan af hæðum fjölbýlishúss- ins og þjappar sorpinu í pokana. vegna þess, Hve pokarnir eru miklum mun léttari en málm- ílátin. Sorp frá stórum fjölbýlis- húsum er mikið vandamál. Blaðamönnum, sem tóku þátt í Eurosac ráðstefnunni í Kaupmannahöfn var sýnt hvernig Danir leysa slíkt vandamál. í „Höje Gladsaxe", útborg Kaupmannahafnar eru 7 stór sambýlishús með 1345 íbúðum og 4300 ibúðum. Þetta eru allt frá 10 hæða húsum til 17 hæða húsa og frá hverri íbúð er sorprör, sem nær niður í kjallara. Fallið úr efstu hæðunum og niður í kjallarann er um 50 metrar. Þegar hver sorpsending fellur niður um slíkt sorprör fellur hún niður í sorppoka, sem tengdur er sérstakri véL Vélin þrýstir sorpinu niður í pok- ann og þjappar í hann. Þessi aðferð tryggir það að pokinn nýtist til fulls. Þegar hver poki er fullur skiptir vélin sjálfkrafa um poka, en hún tekur alls 8 poka. Pokunum er síðan komið fyrir í geymslu, þar til hreinsunarmenn koma og sækja þá og flytja í sbrp- eyðingarstöð, þar sem þeir brenna upp til agna. Þótt sorppokanotkun hafi tekið mikinn tíma á ráðstefn- unni, var slí'k notkun þó langt frá því að vera eina umræðu- fylgdust með þeim allt til bóndans og sáu hvernig hann notaði þá. Einnig var þeim sýnd notkun pappírspoka í grænmetisiðnaði o. fl. Vakti sett 10 kg. lóð í strimil úr sama efni og hann látinn hanga á sama hátt. Slitnaði strimilllinn ekki og það þótt lóðið væri tekið upp úr vatn- inu. Þess má geta, að efnið var af sömu gerð og vanaleg- ast er haft i sorppoka, tveggja laga pappír. Ýmsar landbúnaðarafurðir eru fluttar frá Danmörku í pappírspokum sem þessum. T.d. flytja þeir mikið af eggj- um í slíkum umbúðum. í lok ráðstefnunnar var haldinn blaðamannafundur, þar sem Otto Jespersen frá Danmörku, varforseti Eurosac sat í forsæti. Með honum sátu fundinn Roger Bordat frá Frakklandi, forseti Eurosac og Achille de Jongihe, frá Belgíu, formaður eflingar- nefndar Eurosac. Jespersen sagði að rannsókn ir síðustu ára hefðu gert poka framleiðsluna enn fullkomn- arL Reynzt hefði unnt að finna efni, er verðu og geymdu styrkleika pappírsins, þótt hann blotnaði og pappír hefði það fram yfir ýmis gerviefni, að hann væri ekki Hreinsunarbíll frá Gentofte losar sorppokahlass í sorpeyðing- arstöð. styrkleiki pokanna mikla at- hygli og þá einkum og sér í lagi tilraun, sem gerð var með einn slíkan. 50 kg. af möl voru sett í poka og bundið fyrir. Pokinn var síðan settur í vatnskerald og látinn hanga mjeð þessi 50 kg. Hélt pokinn þrátt fyrir það að hann yrði gegnblautuT. Þá var einnig eins þéttur, hann „andaði" og því væri ekki eins mikil hætta á myglu af völdum raka. Einn bezti eiginleiki pappírsins væri svo að sjálf- sögðu að unnt væri að prenta á hann auglýsingar og annað, sem gefa þarf neytendum til kynna. — mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.