Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1987 magnúsar SKIPHOLTI21 SiMAR 21190 eftir lolcon simi 40381 »•£>SIH11-44-44 mfíWÐ/fí Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN tngólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. ’B/IA If/GAfit [PÆi/LW/gP RAUOARARSTÍG 31 SflWI 22022 Flesl lil raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstækl Útvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). ^ Súlnadrápið enn Enn berast Velvakanda bréf vegna sjónvarpsþáttarins um súlnadrápið í Vestmanna- eyjum. Ekki sá Velvakandi þennan þátt, og veit því ekki, hversu „ljótur hann var, — en „svona er lífið, bræður góðir“, eins og Korsíkumaðurinn í reyfaranum sagði, um leið og hann hrinti þremur bræðrum sínum fram af bjargsnös, og krækti þannig einn í allan arf- inn. Veiðiskapur er ekki alltaf fagur, og fugladráp er sjálfsagt alltaf „ljótt“. Höfundur textans við Súlna- skersmyndina hefur látið þess getið hér í Dagbók Morgun- blaðsins, að aldrei hafi verið talað um „skemmtiferð" í Súl.nasker, — aðeins ferð. í textanum hafi engin blessun verið lögð yfir þær aðfarir, sem í myndinni voru sýndar, frem- ur hið gagnstæða. Nú, nú, hér kemur fyrst bréf frá „Einni hneykslaðri“: ,Jig skora á þig að birta þetta bréf! Ég horfði á sjó«nvarpið um daginn. í>að var sýnd færeysk mynd í sjónvarpinu, og fannst mér hroðalegt að borfa á, hvað þeir fóru illa með skepn'urnar. Missti ég allt álit á Færeying- um eftir þá mynd. Og ekki svo meira um það, en svo var sýnd mynd frá Vestmannaeyjum 2. okt. sl. Mér og allri fjölskyldu minni varð illt af að horfa á fugladrápið, hvernig þeir leika sér að því að kvelja bíessaða fuglana á svona ógeðslegan Þar sem salan er mest eru blóminbezt. Gróðrarstöðin við Miklatorg, símar 22822 og 19775. hátt. Þeir æða í fuglaibergið og slá á- báða bóga og helsærða fuglanna. Við viljum ekki fleiri slíkar myndir í sjónvarpið. Það hljóta að vera til betri rhyndir en þessi á boðstólum. Með kærri kveðju. Ein hneyksluð“. Rödd æskunnar og „nudd“ gamla fólksins Kristín M. J. Björnson skrifar: „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi“. Svo kvað Þorsteinn Erlings- son. Það var mér gleði að sjá bréfið frá henni Sigrúnu litlu í Velvakanda, þar sem hún lýs- ir yfir viðbjóði sínum og sinna á súlnadrápinu. Hennar rödd, svo björt og hrein, var mér tákn þeirrar æsku, sem á að erfa og byggja þetta land, sem framtíð þess er undir komin. Væri vel, ef fleiri jafnaldr- ar Sigrúnar, sem eins og hún vilja gjöra rétt og þola eigi órétt, léti til sín heyra opin- berlega. Það yrði miklu áhrifa- meira en „nudd“ okkar, gamla fólksins. Ungu vinir, sem viljið aðeins hið góða og fagra: Farið að dæmi hennar Sigrúnar og látið til ykkar heyra með sömu djörfu hreinskilninni og hún. Sannið þið til, þá myndi margt færast til betri vegar. Með þökk fyrir birtinguna, Kristín M. J. Björnson". Vbr Gamlir þjóðlífs- hættir eða sjúk ómenning? Knútur Þorsteinsson skrifar: „Velvakandi góður. Föstudaginn 6. þ.m. Ijirtir þú bréf frá fullorðinni konu og 13 ára telpu, þár sem báðar for- dæma hinn viðurstyggðarlega sjónvarpsþátt um súlnadrápið í Vestmannaeyjum. Hafi þær þakkiir fyrir bréfin og þú fyrir birtingu þeirra. Ég kom á rak- arastofu hér í borginni kvöld- ið eftir að þessi þáttur var sýndur og voru þar nokkrir menn, sem allir luku upp ein- um munni um það, hvílík ómenning væri að sýna slík- an þátt. — Upptöku þáttarins mun reynt að verja með því, að hér sé verið að sýna gamla þjóðlífsháttu. En slík rök eru falsrök éin. Látum fyrri daga kynslóðir, sem oft bjuggu við skort og harðrétti, ryna. að, afla sér og sínum bjargar með því að murka lífið úr fögrum og saklausum fuglum, með barefl- um. Eh nútímamer.n, sem lifa við nægðir matar og hverskyns lostætis hafa enga afsökun fyr- ir að fremja slíkt ódæði: — Að hafa slíkt að skemmtun er sjúk ómenning og skortur á heil- brigðri tilfinningu fyrir lífinu. Og þó verður spurning um hvorra hin andlega vanþróun er meiri, sveinstaula hinna annars ágætu Vestmannaey- inga, sem brosandi gengu að því að berja lífið úr súluung- unum, eða myndatöku- og forsjármanna sjónvarpsins, sem kvikmynduðu þennan ógeðslega leik og sýndu smjatt andi af velþóknun í sjónvarp- inu. — Ef svo er langt niðri smekk- visi myndatökumanna sjón- varpsins og tilfinning gagn- vart fögru og friðsælu dýra- lífi, að þeir finna ekki í þjóð- lífi okkar neitt, sem hollara og fegurra væri að mynda og sýna bernsku og æsku landsins væri ekki úr vegi fyrir þá, að læra og íhuga vísu skáldkonunnar Ólínu Andrésdóttur;, „Æ, sigaðu ei hundunum hjarðirnar á, er hópinn þú rekur úr túnum, en mundu eftir ullinni mjúkhlýju þá og mjólkinni úr blessuðum kúnum. Og eigirðu að vini þér hest eða hund og hafi hún kisa á þér mætur, þá mundu þau allmarga stytta þér stund og stöðva þín tár ef þú grætur. — Ætli sá boðskapur, sem hér er fluttur færi ekki æsku lands ins og hafi fært göfgari tilfinn ingar og stærri þroska.en það hugarfar sem speglifct í um- ræddum sjónvarpsþætti. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir birtinguna. Knútur Þorsteinsson‘.‘ ^ HættulegUr gauragangur „Suðri" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mér eins og sjálfsagt flest- um öðrum íslendingum þykir slæmt, að þetta svokallaða Loft leiðamáli skuli ekki hafa leystst nú þegar á þann hátt, sem Loft leiðir geta unað. Hins vegar þykir mér hættulegur sá gauragangur, sem orðið hefjiir um þetta mál, og á ég þar aðal lega við gífuryrt blaðaskrif, þar sem hvers kyns hótanir vaða uppi. Ég persónuleganðy sannfærður um það, að slík skrif gera ekkert gagn. Þvert á móti spilla þau fyrir og geta tafið þá lausn á málinu, sem allir vona, að bráðlega fáist. Það er nú einu sinni stað- reynd, að eins og stendur hafa allir teygt sig í átt til sam- komulags, — eins langt og hægt er að ætlast til með nokk urri sanngirni. Eins og ljóst er af fréttum, hefur rikisstjórniin lagt sig mjög fram um að ganga á milli í deilunni. Hún og einstakir ráðherrar hennax hafa hvað eftir annað tekið málið upp á hverjum vettvang inum eftir annan, svo að sýnt er, að opinberan stuðning af hálfu íslenzka ríkisins skortir Loftleiðir ekki. Ekki er hægt að fara fram á meira. SAS- menn segjast af sinni hálfu hafa gengið eins langt og þeir treystast til. Ég legg engan dóm á þá staðhæfingu þeirra, en hún er nú einu sinni skoðun annars deiluaðilans í þessu máli, og verður því að taka tiliit til hennar. Ástæðulaust með öllu er svo að nota þetta mál til þess að spilla norrænni samvinnu, en það virðist helzt vaka fyrir sum um stóryrðaskrifurunum. Al- menningur á Norðurlöndum hefur verið Loftleiðum fremur hlynntur í þessu máli, eins og sjá má t.d. af blaðaskrifum á Norðu-rlöndum. Aigengt er í sambúðarmálum þjóða, að við- skiptahagsmunir rekist á, en fáránlegt er að nota slíkt cil þess að kynda undir elda þjóð- ernishyggju og útlendingahat- urs. Þrátt fyrir allt og allt er þetta venjuleg hagsmunatog- streita, (að vísu mjög við- kvæm), sem ekki ætti að blanda saman við þjóðernis- mál, sízt af öllu þegar í hlut eiga gamlar vináttuþjóðir. Með kveðju, Suðri". Mál þetta er nú tekið út af dagskrá hér að sinni. Alþingismann utan af landi vantar 3ja—4ra herb. íbúð nú þeg- ar, sem næst Miðbænum. Upplýsingar gefnar í síma 34275. VARDBERG SVS KVIKMYNDASÝNING í Nýja bíói í dag kl. 14. Öllum heimill ókeypis aðgangur. Þrjár nýjar myndir með íslenzku tali verða sýndar. Eldflaugar — Fjarskipti — Varnir Eystrasalts SVS VARÐBERG i CHEVROLET BÍLABÚÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.