Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. I99f Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Ritstjómarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Riístjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 einfakið. Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. FJÁRLA GAFRUM- VARP í NÝJUM BÚNINGI H/feð frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1968 er stefnt að því að skýrari mynd fáist af heildarskattheimtu ríkis- ins og öllum fjárreiðum þess. Verður tvímælalaust að telja það til bóta. Æskilegt er að fjármál ríkisins liggi sem ljósast fyrir og uppbygging fjárlaganna sé þannig, að sem auðveldast sé að koma við nútíma tækni í bókfærslu og reikningsgerð. Þetta fjárlagafrumvarp ber að sjálfsögðu svip þeirra erf- iðleika, sem við er að etja í efnahagsmálum þjóðarinnar. Nauðsynlegt hefur reynzt að lækka niðurgreiðslur á vöru- verði verulega, framkvæma ýmislegan sparnað og afla ríkissjóði jafnframt nokk- urra aukinna tekna. Nýjar álögur eru að sjálfsögðu aldrei vinsælar. En aðalatrið- ið er að ríkisbúskapurinn sé rekinn á heilbrigðum grund- velli. Samkvæmt þessu fjár- lagafrumvarpi er greiðsluaf- gangur ríkissjóðs áætlaður 37,3 millj. króna á árinu 1968. Um samanburð þessa fjár- lagafrumvarps við fjárlög yfirstandandi árs, komst Magnús Jónsson fjármálaráð herra m. a. að orði á þessa leið í samtali hér í blaðinu í gær: „— Vegna hinna róttæku skipulagsbreytinga á uppsetn ingu fjárlagafrumvarpsins er erfitt um nákvæman saman- burð, en birt er með fjárlaga- frumvarpinu sundurliðuð samanburðartafla, sem sýnir um 190 millj. króna hækkun. Hækkun á kostnaði við rík- isreksturinn er þó raunveru- lega ekki nema rúmar 70 milljónir króna, eða 1,8%, því að hér koma til greina ýmsar hækkanir sem ekki geta talizt útgjöld til ríkis- rekstrar í þrengri merkingu, svo sem hækkun á áætluðu framlagi til ríkisábyrgða- sjóðs, hækkun á framlagi til eldri niðurgreiðslna á vöru- verði, sem vanáætlað var á yfirstandandi ári og loks 30 millj. króna vegna ýmissa ríkisframkvæmda, sem að undanförnu hefur verið aflað fjár til með lántökum, en ljóst þykir að ekki er hægt að fara þá leið á næsta ári. Því aðeins hefur reynzt auðið að halda útgjaldaaukn- ingunni svo lágri miðað við venju fyrri ára, að annars vegar er ekki gert ráð fyrir neinum launahækkunum og hins vegar hefur verið staðið gegn öllum óskum um fjár- veitingar vegna nýrrar starf- semi innan ríkiskerfisins.“ ★ Um meginstefnuna í fjár- lagafrumvarpinu er það að segja, að hún miðar fyrst og fremst að því að veita at- vinnuvegunum þá aðstoð, sem fullyrða má að sé lág- marksaðstoð til þess að fram leiðslan geti gengið með eðli- legum hætti, án þess að leggja á þjóðina meiri kjara- skerðingu en brýnasta nauð- syn krefur. Þykir því óum- flýjanlegt og sanngjarnt gagnvart almenningi að reynt sé með öllum ráðum að tak- marka útgjöld ríkisins, sem að sjálfsögðu leiðir til þess að ekki verður nú auðið að verja fé úr ríkissjóði til ým- issa nauðsynjamála, er verða að bíða betri tíma, sem von- andi eru stutt framundan. Kjarni málsins er að þjóðin líti á hag sinn af raunsæi og ábyrgðartilfinningu. Þá mun henni vafalaust takast að sigrast á þeim stundarerfið- leikum, sem nú er við að etja. FÖLKIÐ SEM KAUS l-LISTANN að er vissulega lærdóms- ríkt fyrir fólkið sem kaus I-listann, lista Hannibals Valdimarssonar hér í Reykja vík við síðustu kosningar, að hugleiða, það sem nú hefur gerzt á Alþingi. Hannibal Valdimarsson sagðist í þess- um kosningum berjast hetju- legri baráttu gegn kommún- istunum, einræði þeirra og ofbeldi. Margt fólk trúði þessu. En hver hefur raunin á orðið í þessum efnum? Hannibal Valdimarsson hefur enn á ný kastað sér í faðm kommúnista. Enginn sér lengur á honum hetju- svipinn, sem hann setti upp fyrir kosningarnar. Hann er enn sem fyrr hafrekið sprek á annarlegri strönd. Honum tókst að vísu að ná kosningu á atkvæðum fólks, sem hélt að hann væri að berjast gegn umboðsmönnum hins alþjóð- lega kommúnisma á íslandi. En nú sitja þeir Magnús Kjartansson hilið við hlið í þingflokki svokallaðs Al- þýðubandalags. Kommúnist- arnir í Sósíalistaflokknum hafa þar öll undirtök. Lúðvík Astarharmur getur leitt til dauða RANNSÓKN hefur staðfest þá gömlu hugmynd um fólk og læknisfræði, að fólk geti dáið af harmi vegna ástvina- missis. Nær sanni er að þeir sem hafa misst r.ána ættingja hafa tiltölulega hærri dánar- tölu, sérstaklega fyrsta árið eftir atvikið, heldur en fólk á sama aldri, sem ekki hefur orðið fyrir missi ástvina. Nýleg rannsókn sem gerð var í smáþorpi í Wales, var kynnt fyrir nokkru í brezka lælknaritinu „Medical Jornal". í rannsókninni voru 371 einstaklingur, sem látnir voru, ákvarðaðir í einn rann- sóknarhóp. Skildu þeir eftir sig 903 nána ættingja, maka, foreldra og börn. Var hópur þessi borinn saman við ann- an rannsóknarhóp, sem taldi 878 nána ættingja og hafði ekki orðið fyrir neinum ást- vinamissi. Fyrsta árið eftir ástvinamissinn dóu 4,76% af eftirlifandi ættingjum úr fyrri hópnum, samanborið við 0,68% af þeim rannsóknarhóp, sem enga ættingja hafði misst. Nánir ættingjar 11,6% látinna voru sjálfir látnir innan árs, samanborið við 1,6% seinni hópsins. Tölufræðilegur mismunur hélzt ekki eins greinilegur næstu þrjú árin. Rannsóknin leiddi í ljós að dánartala ekkjumanna var hlutfalls- lega talsvert hærri en ekkna, og það voru mun fleiri líkur á andláti innan árs, ef ættingi hlutaðeigandi hafði dáið á sjúkrahúsi, heldur en ef hann hefði dáið heima. Fimm sinnum meiri líkur voru á andláti, ef fyrsta dauðsfallið innan fjölskyldunnar átti sér sér annarsstaðar en heima, eða á sjúkrahúsi, ef til vill vegna þess að dauðsfall annarsstaðar ber nær undan- tekningarlaust bráðar að og eftirlifandi verður fyrir meira skyndiáfalli. „Medical Journal" lýsti því yfir, að enn- þá væri ekki fyrir hendi skýr- ing á þessu fyrirt>æri, heldur aðeins nokkrar ágizkanir. Spurningin er: Er það sál- arástand vegna sorgar, sem hefur þau áhrif að líkaminn verður sjúkur? Eða hefur sorgin einnig áhrif á matar- venjur, reykingar og áfengis- neyzlu, sem svo aftur geta haft skaðvænlegar afleiðing- ar? Ritið bendir á að töluvert sé vitað um sorgina sjálfa, sem sálarlegan þátt, er dragi úr sálarlegum áföllum vegna ástvinamissis og hjálpi mann- inum til að ná fyrri lífsgleði aftur. Sorgin er sambland af mörg um andstæðum tilfinningum og það er engin furða, þó margir eigi í mjög erfiðri innri baráttu eftir ástvina- missi. Medical Journal segir, að við ættingjamissi leiti fólk nú í auknum mæli læknis- hjálpar, þar sem það áður leitaði huggunar hjá prestum. Ritið bætir því við, að lækn isfræðin hafi gert lítið til að undir'búa sálfræðinga fyrir þetta hLutverk, enda er sálar- fræðin ung vísindagrein og hugar manns það sem minnst er vitað um af manninum sjálfum. Sá sem hefur orðið fyrir ástvinamissi þarfnast venju- lega ekki slíkrar hjálpar, ef hann nýtur stuðnings sam- rýmdrar og ástúðlegrar fjöl- skýldu, — þegar eitthvað er eftir til að lifa fyrir, þegar maðurinn hefur verið nægi- lega undirbúinn undir ástvina missinn, eða þegar hægt er að samræma ástvinamissinn trú- arlegri- eða heimsspekilegri afstöðu til lífs og dauða. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Suður-Vietnam leystur úr haldi TROUNG Dinh Dzu , elnn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Suður-Víetnam hefur verið látinn Iaus úr haldi, en hann hafði verið tekinn fastur viku áður fyrir að mæta ekki fyrir rétti, þar sem hann átti að svara til saka fyrir ákæru um að hafa óvirt dómara. Ástæðan fyrir því, að hann var látinn laus, hefur ekki verið kunngerð, en hann kann enn að eiga fyrir sér fangelsisdóm, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir svik. Kosningabaráttan fyrir kosn- ingar til neðri deildar þingsins í Suður-Víetnam, sem fram eiga að fara 22. október, hófst sl. laugardag. Alls verða í fram- boði 1240 frambjóðendur, en Jósefsson hefur verið endur- kjörinn formaður þingflokks ins og Hannibal situr með lognhatt við hlið Magnúsar Kjartanssonar. Þetta er sú mynd, sem biasir í dag við fólkinu, sem kaus I-listann og öðrum íslenzkum kjósend- um. GENGISLÆKKUN í FINNLANDI Oíkisstjórn Finnlands hefur **- nú ákveðið að fella gengi finnska marksins um 31,25%. í þessari stjórn eiga sæti full trúar jafnaðarmanna, komm þingsætin, sem kosið verður 1, eru 137. Eins og í forsetakosningunum og kosningunum til öldunga- deildar þingsins, sem fram fóru 3. september sl., munu fram- bjóðendur, sem taldir eru hafa „starfað í þágu kommúnista eða kommúnistísks hlutleysis" verða útilokaðir frá því að taka þátt í kosningabaráttunni. Á meðal frambjóðenda í Saigon og úti á landsbyggðinni eru skólakenn- arar, bændur og húsmæður og vonir standa til, að hið nýja þing, er það hefur kjörið, muni verða til þess, að ríkisstjórnin komizt í nánari tengsl við al- menning í landinu og geti gert sér betur grein fyrir óskum hans. únista og bændaflokksins í Finnlandi. Finnar hafa undanfarið átt við mikla efnahagserfiðleika að etja. Dýrtíð hefur verið mikil í landinu og útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafa átt við margvísleg vandkvæði að stríða. Nú hefur finnska stjórnin talið óhjákvæmileg' »ð mæta þessum erfiðleikum með gengisbreytingu, sem framkvæmd er í samráði við alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sem Finnar eru aðilar að. Finnar eru dugmikil og vinnusöm þjóð. Vonándi tekst þeim að sigrast á þeim efnahagserfiðleikum, sem þriggja flokka stjórnin hefur nú lagt til atlögu við. Truong Dinh Dn Aoier var útvegað eitur Kaíró, 5. október. NTB. FYRRVERANDI yfirmaður leyniþjónustu egypzka hersins, Saæah Nasr, hefur verið hand- tekinn vegna rannsólknar sem gerð hefur verið á hugsánlegri hlutdeild hans á sjálfsmorði Abdel Hakim Amers, að 'því er blaðið „A1 Ahra'm“ hermdi 1 dag. Grunur leikur á, að Nasr hafi útvegað Amer eitur það sem hann notaði til að ráða sér bana. Blaðið segir, að Nasr hafi verið handtekinn í gaar, en hann hefur setið í stofuvarðlhal'di síð- an honum var vikið úr embætti yfirmanns leyniþjónustunnar i sumar. -3»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.