Morgunblaðið - 14.10.1967, Side 23

Morgunblaðið - 14.10.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967 23 Bragi Geirdal, bóndi — Minningarorð í D A G verðiur gerð frá Akra- nesskirkj.u útför Braga Geirdals, fyrr bónda á Kirkjubóli í Innri- Akraneshreppi Hann lézt í sjúkrahúsiinu á Akranesi 5. þ. m. Bragi var fæddur á Húsavik 19. marz 1904. Fluttist hann með foreldrum sínum kornungur til Gnímseyjar, þar sean foreldrar hans settust þá aið og mörkuðu á langri ævi gifturiík ispor i end- urreisn og framförum þessa af- -skekkta byggðarlags Móðir Braga var Hólmfríður Sigurgeirsdóttir, komin af aett- stólpa kjarnafólks í Suður-Þing- eyjarsýslu. Faðir Braga var Steinúlfar Eyjólfsson Geirdal, Tæddur og uppalin.n í Gilsfjarðar múla í Geiradal í Barðastrandar- sýslu. Tók hann upp aettarnafnið 'Geirdal og sömuleiðis tveir yngstu bræður hans, G.uðmund- ur og Hreiðar. Ætt Steinólfs vestur þar er mjög kynsæl. Voru þau systkin- in 16, börn Eyjólfs Bjarnasonar og Jóhönnu Halldórsdóttur í Gilsfjarðarmúla. Meðal þeirra systkiina var Halla, húsfreyja á Laugarbóli við Isafjarðardjúp, skáld gott og rausnarkona, Guð- mundtur skáld Geirdal og Stefán bótndi á Kleifum í Dalasýslu. Við Kleitfa er kenndur einn af beztu sauðifjárstofnum á landi hér. Fórst Stefáni á Kleifum vel úr hendi viðhald og fróun stofnsins, sem fyrir fjárskiptin var dreifð- Ur víða um héruð og enn held- iur velli. Eftir að Steinúlfur fluttist til Gnímseyjar tók hann að sér Ibarnafræðslu í eynni Hann var maður greindur og fróður vel. Hafði hann aflað sér staðgóðrar sjálfsmenntunar. Þá rak hann þar útgerð og var frumkvöðull að því að færa út- 'gerð þar ag fiskverkun í nútíðar horf. Forsenda þess að viðleitni í þessa átt gæfi góða raun voru lendingarbætur og viðieguskil- yrði. Unnu eyjarskeggjar að tþessum umbótum af miklum dugnaði og var Steinúlfur þar jafnan framarlega í flokki. Það er stutt á miðin í Grím.sey og fengsælt flesta tdma árs. Svo hafði í tíð Steinúlfs sótzt í átt- ina til úrbóta í fiskveiða- og 'fiiskverkunarmálium að síldar- 'söltun var þar vel á veg kom,in meðan síldveiði hélzt á nær- •liggjandi slóðum. Grímsey er um margt sérstæð að því er tekur til atvinnuhátta. Ber þar hæst bjargfuglaveiðin. Hátt strandberg með óteljandi sillum og þræðingum umlykur eyna að mestu. Frá blaiutu barns- be.ini venjaist æskumenn þar við bjargsig til fuglafanga. Bjargsíg- ið er íþrótt sem leiðir til leikni við þrótt endurtekna æfingu, stælir viljaiþrekið og kjark og karlmennsku, mú þeim ekki vera vænt er bjargsi.g stunda. En þarna fellur til mikil björg í .... og er eggjatakan annar þáttur þess bjargræðis sem þeir eyjabyggjar sækja I þessi risa- björg. Við þessar lifsbjargarað- stæður allar, fiskveiðar, bjarg- sig og landbúnað ólst Bragi Geir- dal upp fram á þroskaár. Var það visisulega góður skóli til undirbúnings lífsbaráttu þrosk- aðs mamns. þótt viðfangsefnin yrðu önnur siðar. Bragi naut góðrar me-nntunar í uppvextin- um. Fyrst undir handleiðslu föð- ur síms, síðar í Eiðaskólanum cng eitt ár dvaldi hann við bústörf í Noregi. Þeim hjónum, foreldrum Braga, varð 10 barna auðið, sem öll báru goðanöfn, þriggja sona og sjö dætra. Tvær dætur þeirra dóu á barnsaldri, en hin systkinin komust öll til fullorð- ins ára. Systkinum þessum hef»ur nokkur útfþrá verið i blóð borin, því öll hafa þau yfirgefið æsku- stöðvarnar i Grímsey. Heilbrigð- ur, framgjarn og stórhuga æsku- maður leitar ósjálfrátt þangað sem framfarir oig umbætur hafa reynzt þroskavænlegastar og rnest hefiur áunnizt á skeiði framfaranna. í leit þessara syst- kina að stærri verkefnum og fjöl breyttari en fyrir hendi voru þá á hinum afskekkta stað, tóku bræðurnir sér allir bóltfestu á Akranesi og ein systranna i Borgarfjarðarhéraði. Var byggð- arlögum þessum mikill fengur í komu þeirra. Bragi hóf búskap á góðri jörð í næista nágrenni við Akranes, Óðinn, sam er ágæt- lega bókhaldsfróðuir maður, er nú skrifstofustjóri hjá Rafveitu Akraness, og þriðji bróðirinn, Freir, er járnsimiður, en Edda, systir þeirra, er velmetin og at- hafnasöm húsfreyja á ylræktar- jörð í hinu frjóisama Bor.garfjarð arhéraði. Bragi Geirda] reisti skjótt eft- ir komu sína að norðan bú á Kirkjubóli í Innri-Akranes- 'hreppi. Kvæntiist hann þá mikil- hæfri konu, Hel,gu, dóttur Páls Guðm,undssonar, óðalsbónda og hreppsnefndaroddvita í Innra- Hólmi. Reyndist sá þáttuir í upp- vaxtarstarfi Braga í Grímsey, landbúnaðurinn, sterkust itök í eðli hans og skapgerð. Hann gekk heilshugar að startfi í búskapnum. hóf þegar byggingar og ræktun á ábýlis- og eingarjörð sinni og jók bú- stofininn að sarna skapi. Búsfor- sjá hans og húsfreyju kom og fra,m í því að hann fór vel með skepnur sínar og í hendur við það ihélzt að hann hafði jafnan gagnsamt bú og hagstæðan bú- rekstur. Engan veginn stóð Bragi einn að verki i búverki í búskaparhátt.um sínum, Hin dug- mikla og forsjála kona hans lét ekki sitt eftir liggja að hlúa að hagsæld heimilisins og segja má að hún hafi til jafns við bónda sinn haldið þar öllu á framfara- braut og gætt heimilið þeirri hliýju og hugfró, sem er á færi góðrar og umhyggjusamrar hús- móður einnar að gera. Bragi var mjög félagslyndur maður. Kunni hann á því góð skil hve samstarf megnar mik- ils um framgang og heilbrigða þróun einstakra mála er nauð- syn ber til að hrundið sé í fram- kvæmd og ekki er á færi hvers einstaklings að fá til vegar kom ið. Var Braga samvinnan á þvi sviði einkar kær og þess mjög hvetjandi að slíkum framtaks- mætti væri beitt. Bragi var, þótt nokkuð gæti hann verið ör í geði, mjög hóf- samur í kröfum sínum í ann- arra garð. Sanngirni og bróður- lund var mjög ríkur þáttur í skapgerð hans. Gaf hann því ekki tilefni til þess að reitt væri til höggs við hann vegna samskipta við aðra menn, en ef á því hefði örlað, var hann hverjum manni líklegri til þess að halda fast á rétti sínum og láta ekki troða sig um tær. En á þetta reyndi lítið eða ekki því Bragi var vinsæll af þeim sem hann hafði samskipti við. Góð- ur nágranni var hann og jafnan boðinn og búinn að leysa hvers manns vandræði eftir því sem kostur var á. Bragi kom mikið við sögu í málefnum sveitar sinmar. Vár hann lengst af dvöl sinni í Innri- Akraneshreppi í hreppsnefnd þar, skólanefnd og sóknarnefnd. Þá studdi hann af ráði og dáð ungmennafélagsstarfsemii>a í hreppnum. Honum var hugleik- ið að efla og glæða skemmtana- og fþróttalíf í sveit sinnL Studdi af alefli byggingu félagsheimil- is hreppsins og barnaskólabygg- inguna. Hann studdi að því að keypt var land undir iþrótta- völl við félagsheimilið og hafði af því mikla ánægju að sjá hve sú fyrirhyggja styrkti aðstöðu unga fólksins í hreppnum til íþróttaiðkana. Við hugleiðingar um lát þessa vinar okkar og sam starfsmanns um nær aldarfjórð- ungsskeið rifjast upp fyrir oss hreppsbúum hans í hve mikilli þakkarskuld vér stöndum í við hann fyrir hvatningu hans og samstarf um þau mál er til fram fara horfðu meðan hans naut við. Það olli miklum særindum hjá hreppsbúum hans þegar heilsu- brestur hjá honum steðjaði að. Heilsubrestur sem olli því að hann varð að bregða búi og flytja í kaupstað. En hér varð engu um þokað. Bragi sat með- an sætt var. Lagði í það alla orku sína að láta ekki bugast. Rætur lífs hans og starfs voru tengdar við bújörð hans eins og töðugrösin sem hann hafði rækt að á Kirkjubóli. Fyrir 10 árum fluttist Bragi á Akranes og segja má að hann hafi aldrei á heil- um sér tekið þennan áratug. Það er sjrangt áfall fyrir hraustan og starfsglaðan mann að hlýta á miðjum aldri dómi slíkra for- laga. Aldrei kom það betur í ljós en eftir það að Bragi missti heils una, hve frábært hiutskipti hon- um féll í skaut er hann gekk að eiga Helgu konu sína. Hefir um önnun hennar og umhyggja fyr- ir hinum sjúka maka verið slík að lengra verður trauðla komist í kærleika og fórnfýsi. Þetta kunni Bragi vel að meta og varp aði þetta í sál háns á þrauta- stundum endurskyni starfsgleð- innar frá þeim tíma er allt lék í lyndL Þau Bragi og Helga eignuðust 6 dætur, sem allar eru á lífi. Sjöfn, gift Skúla Þórðarsyni, starfsmanni hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Sigfríður, gift Þorsteini Hjartarsyni, vélsmið. Ásdís, gift Bjarna Guðmunds- syni, sem stundar búfræðinám við búnaðarháskólann í Asi í Noregi. Sigrún, Steinunn og Pál ey eru ógiftar, en Páley er ein í föðurgarði. Með Braga Geirdal er genginn góður drengur og dugmikill með an heilsa og kraftar entust, en varð að leiðarlokum að sæta þungum öriögum langvarandi heilsubrests. Pétur Ottesen. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR ________\__ StjörWubíó Stund hefndarinnar Amerísk kvikmynd byggð á sögu eftir Emeric Pressbiurg- er. Framleiðandi og leikstjóri: Fred Zinnerman Höfnðhlwtverk: Gregory Peck Antony Quinn Omar Sharif Borgarastyrjöldin á Spáni 1936—1939 hefur orðið mörgum rithöfundum uppspretta sagna- gerðar, og er kvikmynd þessi byggð á einni slíkri sögu. •— Manúel Artiguez er fyrrverandi hetja úr her lýðveldisstjórnar- innar, en hafði flúið yfir landa mærin til Frakklandis, er Fal- angistar unnu fullnaðarsigur. Býr hann í litlu þorpi, en hef- ur fyrr á árum oft gert smá- herhlaup snður í hið kúgaða ættland sitt og gert yfirvöld- um þar ýmsa skráveifu. Nú er hann hættur að nenna slíku, enda farinn að reskjast og bar áttuólgan í blóðinu tekin að dvína. Einn er sá maður, sem Manu el hefur átt í mestum útistöð- um við á ferðum sínum suður á Spán. Það er lögreglustjórinn í lítilli á borg á Norður-Spáni. (Leikinn af Antony Quinn). Embættismaður þessi, sem er nú kannski ekki alveg eins og sýslumenn ættu að vera í lifn- aðarháttum sínum, og hefur sett metnað sinn í það að leggjai Manuel að velli: Horfur virð- ast þó ekki miklar á því, um það bil, sem myndin hefst, að lögre'glustjóra takist að full- nægja þeirri metnaðarþrá sinni. Til þess verður Manuel þó alla vega að koma suður yfir landa mærin. Ungur drengur kemur dag nokkurn til Manuels. Var það landflótta Spánverji. Áður- nefndur lögreglustjóri hafði látið drepa föður hans, þar eð hann vildi ekki gefa upplýs- ingar eru Manuel, en þeir höfðu áður verið vinir og vopnabræð ur. Eggjar stráksi Manuel ó- ispart til að hailda suður yfir landamærin og hefna föður isíns með þyí að drepa lögreglu stjóra. En Manuel varpar dren.gnum á dyr. Það er ekki fyrr en hann fréttir, að öldruð móðir hans liggi fyrir dauðanum suður á Spáni, að hann tekur að hug- leiða nýja suðurför .... Mynd þessi er talsvert efnis- mikil, þótt segja megi, að það efni sé fremur einhæft. Hún er spennandi, framvinda atburða svona mátulega hröð. — Lögð er nokkur áherzla á samspil hins geistlega og borgaralega vaildis á Spáni. enda munu hin- ir æðri menn kirkjunnar yfir- leitt, hafa veitt Franco sið- ferðilegan, ef ekki efnahags- legan styrk í borgarastyrjöld- inni. Kirkjan sem stofnun tók því á sig mynd sameiginlegs óvinar í augum hinna land- flótta Spánverja. Úr þessum staðreyndum er snúinn efnivið ur, sem á að þjóna því hlut- verki að mynda andstæður og gefa myndinni sem mesta spennu og raunar einnig ákveð inn boðskap. Höfundi er mikið í mun að sannfæra menn um, að kirkj- unnar þjónar séu, ekki allir að minnsta kosti, svo óhumanist- iskir andstæðingar og einsýnir og hinir trúlitlu útlagar og skæruliðar álíta. Sá boðs'kapur er út af fýrir sig óþarfur, en þar sem hann er einnig eitt að •ailtæki höfundar til að skapa spennu í efniþráðinn. þá virð- it mér ekki anngjarnt að gagn- rýna það, þótt þar séu endur- •tekin sannindi, sem flestum eru vel kunn fyrir. Það er víst til fullmikils ætlazt að fara fram á opinberun nýrra lífssanninda lí hverri kvikmynd. Ekki verka allir hlutir jafn- trúlega í þessari mynd. Til dæm is hin snögga hugarfarsbreyting drengsins og svo hin óvænta ákVörðun Manuels undir lok myndarinnar. En eins og mynd in er uppbyggð, þá er raunar síðasttalda atriðið nauðsynlegt, til að hún fái dramatískan endi, Og vissulega gerist það víðar en í kvikimyndum eða skáldsög ium, að menn taki ák'varðanir, sem erfitt er að greina tilgang- dnn á bak við. í heild verður ekki annað en mælt með mynd þessari. Aðalleikendurnir eru líka engir aukvisar. — Gjarn- an hefði ég viljað sjá Antony Quinn í betri vist en kvik- mynda.stjóri hefur áthlutað hon um. En einhverjir verða að taka að sér óþverrastörfin, og efast ég um, að Gregory Peck, til dæmis, hefði hentað betur í þann starfa. Islenzkur texti fylgir, en er allsditróttur á köflum. Fjiármálaráðherrann Vasily F. Garbuzov skýrir frá varn- armálafjárlögum Sovétrikjan na á þingi á dag. Á myndinnl sjást Kosygin forsætiráðherra og oPdgorny, forseti. ‘ AP-mynd).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.