Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967
5
Tífini glaucoma fer
minnkandi hér á landi
ÚT er komið hjá bókaforlagi
Munksgaard í Kaupmannahöfn
ritgeið uim Glaucoma hér á
landi eftir Guðmund Björnsson,
augnlækni, sem læknadeild Há-
skóla íslands hefur tekið gilda
til doktorsprófs.
Er ritgerðin á ensku og nefn
ist „The Primary Glaucoma in
Iceland. Epidemiological stud-
ies“ sg er fyllgirit norræna augn
læknatímaritsins Acta Ophtahal
mologica. Fjallar hún um rann
sóknir Guðmundar um tíðnir og
útbreiðslu glákusjúkdómsins hér
á landi og aðferAir til að finna
sjúkdóminn á byrjunarstigi.
Eru þessar rannsóknir allum
fangsmiklar og gefa svör við
ýmsu varðandi glákusjúkdóminn
sem er eiíis og kunnugt er hefur
valdið meiri blindu hér á landi
en meðal nokkurrar annarar
menningarþjóðar.
í lokaniðurstöðu ritsins eru
rædd ýmis ráð til að forðast
sjónskerðingu og blindu af völd
um glákunnar og telur höfund
ur að með skipulögðum aðgerð
um sé unnt að leysa þjóðfélags-
vandamál.
Ekki er enn ákveðið hvenær
doktorsvörnin fer fram.
í riti Guðmundar Björnssonar
kemur m.a. fram, að höfundur
telur unnt með skipulögðum að
gerðum að draga úr tíðni blindu
vegna þessa sjúkdóms, en talið
er að 2% íslendinga eldri en 40
ára gangi með sjúkdóminn á
byrjunarstigi án vitneskju um
það.
Rannsóknir höfundar fóru
fram á árunum 1948—1963 og
Gúömundur Björnsson
augnlæknir
skoðaði hann 27,715 sjúklinga
237 þeirra með glaucoma sem
aðgerða þurfti við. Sjúkling-
arnir voru flestir á aldrinum
60—69 ára, eða 43,2%. Sjúkdóm
urinn kemst sjaldan á alvarlegt
stig fyrir fertugsaldur.
Sjúkdómurinn er mun tíðari
hjá karlmönnum (65%) en kon
um (35%).
Höfundur kemst að þeirri nið
urstöðu, að tíðni glaucoma með
al íslendinga fari minnkandi
vegna breytingar á lífsháttum
þjóðarinnar.
Frv. um efnahagsaðgerðir komið fram:
FREKARI VERÐHÆKKAN-
IR EKKILEYFÐAR
Ný vísitala. Óhjákvœmileg kjaraskerðing
í GÆR var lagt fram á Al-
þingi frv. ríkisstjórnarinnar
um lögfestingu þeirra efna-
hagsaðgerða, sem boðaðar
voru í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar og fjárlaga-
frv. fyrir árið 1968. Ekki er
nauðsyn sérstakrar lagasetn
ingar vegna sumra þessara
aðgerða, svo sem til þess að
fella niður niðurgreiðslur.
í frv. þcssu eru ítarleg á-
kvæði um
★ Nýja vísitölu.
★ Verðstöðvun.
★ Ráðstafanir vegna
sjávarútvegsins.
★ Farmiðagjald o. fl.
Verðstöðvun
Skv. frv. eiga öll ákvæði um
verðstöðvun. sem í gildi hafa
verið síðan um miðjan nóv. 1966
að gilda áfram til 31. des. 1968.
Aliar verðhækkanir eru óleyfi-
legar á þessu timabili, utan
þeirra verðhækkana, sem þegar
hafa verið ákveðnar, nema með
samiþykki ríki.sstjórnarinnar, en
í greinargerð frv. er skýrt frá
þvi, að ráðgert sé að leyfa hækk
un hitaveitugjalda í Reykjavík,
en á þeirri hækkun sé brýn
LANDBUNAÐARSYNING I
R-VÍK NÆSTA SUMAR
BÚNAÐARFÉLAG íslands og
Framleiðsluráð landbúnaðarins
íiafa ákveðið að efna til lantV
'búnaðarsýningar í Reykjavík á
sumri komandi. Opnunardagur
Sýningarinnar er ekki ákveðinn
ennþá, en ráðgert er að hann
Verði um miðjan ágústmánuð, og
að sýningin verði haldin á sýn-
ingarsvæði atvinnuveganna í
T.aukardal,
Sýningin mun verða lik öðr-
um stórum landbúnaðarsýnimg-
um þar sem sýnd ,er þróunar-
saiga landbúnaðarins, framleiðsla
hinna einstöku greina hams, vís-
indastörf í þágu laindbúnaðarins,
vélar, verkfæri og húsbyggingar
o. m. f 1. Siðast en ekki sízt ber
að nefna búfjársýningar. sem
þarna verða einnig.
Ýmsar stofnanir og fyrirtæki,
er vinna að landbúnaðanmálum,
eða hafa viðskipti við bændur,
munu taka þátt í sýningunni og
undirþúningi bennar.
Eftirfarandi stofnanir hafa til-
nefnt fulltrúa í 21 manns sýn-
ingarráð:
Hver hjálpaði
konunni?
STÚLKA frá Ólafsfirði, sem
nú er stödd í Hafnanfirði er vin
samlegast beðin að hafa sam-
band við umferðardeild rann-
sóknarlögreglunnar í Reykjavík
Stúlka þes6i kom til hjálpar og
fýlgdi heim k<>nu, sem féll út úr
Sólvallastrætisvagninum við bið
stöðina á Hrinigferaut skammt
vestan Kaplaskjólsvegar laust
fyrir klukikan lö:00 al. þriðjudag
Búnaðarfélag Islands, Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, Stétt-
arsam.bands bænda. Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga. Rann-
■sók narstof nun landbúnaða rins,
’Gai'ðyrkj ufélag fslands, Sölufé-
lag garðyrkjumanna, Kvenféilaga
s,amhand íslands, Mjólkursa.m.sal
an í Reykjavik, Osta- og smjör-
salan, Áburðarsala ríkisins,
Landgræðsla ríkisins, Sláturfé-
lag Suðurlands. Skógrækt ríkis-
ins, Landbúnaðarráðuneytið,
Laindnám ríkisinis. Bændaskólarn
ir á Hólum og Hv.anneyri, Tifl-
raunastöðin á Keldum. Velasjóð-
ur ríkisins og Búnaðarbankinn.
Ofanskráðar stofnanir hafa
kosið fuiltrúa í sýningarráð. —
Sýningarráð h.efu.r svo kosið eft-
irtalda menn í sýningarstjórn:
Svein Tryggvason, fr.amk.vstj.,
Halldór Pálsson, búnaðarmálastj.,
Agnar Tryggvasoin, framkvæmda
stj., Kristin Helgason, innkaupa-
stj. og Pétur Gunnarsson, for-
stjóra
Sýningarrnáð hefur ráðið Agn-
ar Guðnason ráðumaut, aðafl-
framkvæmdastjóra sýningarinn-
ar og Kristján Karls,son erind-
reka honum til- aðstoðar.
Þess er vænzt að þeir, sem á-
huga hafa á að taka þátt í sýn-
inguinni gefi sig fram við Agnar,
Guðn.ason aðalframk,væmdastj.
sýningarinnar og Kristján Karis-
son c/o Búnaðarfél íslands, sími
19200. Mun hann veita allar frek
ari upplýsingar. (Fréttatilkynn-
ing).
Ályktun trúnuðarráðs Dagsbrunar
MBL. hefur borizt svohljóð-
andi fréttatilkynning frá Verka
mannafélaginu Dagsbrún:
Eftirfaradi ályktun var sam-
þykkt einróma á fundi Trúnað
arráðs Veiikamannafélagsins
Dagsbrúnar fimmtudaginn 12.
október s.l.:
Fundur í Trúnaðarráði Verka
mannafélagsins Dagsbrúnar,
haldinn 12. október 1967, mót-
mælir harðlega þeim ráðstöfun
um í efnah.agsmálv«n, sem ríkis
stjórnin hefur í dag kunngjört
landsmönnum. Ráðstafanir þess
ar fela í sér mikla kjaraskerð-
ingu fyrir allt launafólk. Með
þeim er rift grundvelli allra
kjarasamninga þar sem áformað
er að milklar hækkanir á vöru
verði sem nú koma til fram-
kvaamda eigi ekki að hafa óihrjtf
á kaupgjald eins og lög «lg samn
ingar segja fyrir um, heldur
eigi fólk að taka á sig hækkan
irnar bótalaust. Fundurinn bend
ir á að þessar ráðstafanir koma
sárast við lágtekjufólk þar sem
hækkanirnar eru lanigmestar á
brýnustu nauðþurfum almenn-
ings. Til þess að mæta ftrrir-
huguðum verðhækkunum og á-
lögum ætti kaup að hæfkka um
8% samkvæmt gildandi lögum
og samninigum.
Fundurinn tekur eindi'egið
undir þau ályktunarorð mið-
stjórnar Ailþýðusambandsins ,,að
slíkum ráðstöfunum muni verka
lýðshreyfingin ekki una, hún
stefnir þvert á móti að því að
dagvinnutekjur verði hækkaðar
svo að þær standi undir mann
sæmandi kjörum".
Fyrir því skiorar fundurinn á
aila launþega að mynda órofa
samstöðu til þess að hrinda af
sér þessum árásum á lítfskjörin.
nauðsyn til þess, að aukning
hitaveitukerfiisins geti haldið á-
fram með eðlilegum hætti.
Ráð'stafanir vegna
sjávarútvegsins
Skv. frv. er gert ráð fyrir
sömu ráðstöfun.um til aðstoðar
sjávarútveginum og á yfirstand-
andi ári. í greinargerð frv. seg-
ir, að forustumenn samtaka sjáv
arútvegsins telji, að þessi aðstoð
sé ekki lengur nægileg, með til-
liti til þeirra auknu erfiðleika,
sem aukið verðfall, ógæftir og
aflabrestur hafi skapað. Ríkis-
stjórnin telji hins vegar ekki
tímabært að gera nú tillögur um
nýjar ráðstafanir vegna sj'ávar-
útvegsins. Miklu skipti, hver þró
un aflaibragða og verðlags verði
á næstu mánuðum. Vandamél
fiskiðnaðarins verði fyrst og
fremst að leysa með bættri upp-
byggingu iónaðarins, aukinni hrá
eflnisöfliun, tæknibreytiingum og
fjárhagslegri endurskipulagn-
ingu eins og nú er verið að
vinna að. Loks mundu hverjar
þær ráðstafanir koma sjávarút-
veginum að litlu haldi, er leiddu
til almennrar aukningar verð-
lags og framleiðslukostnaðar í
landinu.
Ný vísátala
Skv. frv. skal reikna vísitölu
framfænsiukostnaðar í Reykja
vík skv. nióurstöðum rannsókna,
sem gerð hefur verið á neyzlu
launþega í Reykjavík 1964 og
1965. Er þet'ta í samræmi við
eitt ákvæðí júnísamkomulagsins,
þar sem mælt var með því við
Kauplagsn'efnd og Hagstofuna,
að hafin yrði endurskoðun á
grundvelli vísitölu framfærslu
kostnaðar.
Gruinntala hininar nýju vísi
tölu skal miðuð við verðlag í
byrjun janúar 1968 og síðan
skal reikna hana fjórum sinnum
á ári. Frá 1. marz 1968 skal sú
verðlagsuppbót, sem greidd hef-
■ur verið fram til þess tíma lögð
við grunnupphæðir lauma og
telst þá hvort tveggja grunn-
greið'sla, en þá tekur jafnframt
hin nýja vísitala gildi.
Farmiðagjald
Skv. frv. skal farmiðagjald
vera 3000 kr. á hvern farmiða,
þó verði börn innan 7 ára und-
anþegin gjaldinu og börn innan
12 ára greiði hálft gjald. Jafn-
framt mun fjármálaráðherra á-
kveða með reglugerð hvaða
gjald skuli gilda fyrir ferðir ttl
Grænlands og Færeyja eða jafn- <
vel að það falli niður. Að öðnu
leyti segir um farmiðagjaldið í
frumvarpinu:
Eins og kuinnuigt er, hefur
verðlag hækkað hér á landi und-
anfarin ár meira en í mörgum
öðruim löndum. Hefiur þetta vald
ið óeðlilegu hlutfalli á kostnaði
við ferðalög erlendis og innan
lainds. Við bætast svo þau hliunn
indi, að þeir, sem til útlanda ferð
ast, kaupa oftast ýmislegt til eig
in nota, er þeim finnst eftirsókn-
arvert eða hagkvæmt að kaupa
og flytja til landsins átn þess að
greiða tolla og hefur ekki verið
við því amazt, ef haldið er inn-
an hófsamlegra marka.
Með frumvarpi þessu er lagt
til að leggja noklkiurt gjald á far- *
miða tii utanlandsferða. Er það
gjald þó fcvimælalaust innan
þeirra marka, að getur ekki tal-
izt hindrun á ferðalögum til út-
landa, heldur leiðréttir aðeins að
nokkru óeðlilegt misræmi milli
kos-tnaðar við ferðir iinnan lands
og utan. Er hvorki sanngjamt né
þjóðhagslega skynsamlegt, að til
tölulega ódýrara sé fyrir fólk
að ferðast til útlanda en um sitit
eigið land, þótt að sjálfsögðu sé
ibæði æskilegt og nytsamlegt, að
sem flestir eigi þess kost að
kynnast framandi þjóðtum og
löndum.
Lagt er til, að umrætt gjald
verði 3000 krónur á hvern far-
miða. Þó verði börn in.nan 7 ára
'Undanþegin gjaldinu og bönn
innan 12 ára greiði hálft gjald.
Gert er ráð fyrir því að bæta
’Sjúklingum, sem fara utan ti'l
lækinisaðgerða eða sjúkrahús-
dvalar svo og námsmönnum, sem
fara utain til náms erlendis, upp
þennan kostnað með auknium
stuðningi ríkisins í því formi og
é þann hátt, sem fjármálaráð-
therra ákveður. Er fé ætlað til
þess i fjárlagafrumvarpi því, sem
nú hefur verið lagt fram.
Aætlað er, að tekjur af gjald-
inu geti á næsta ári orðið um 60
millj. króna, en erfitt er að á-
ætla . tekjurnar nákvæmlega.
Samkvæmt skýrslum útlendinga-
eftirlitsins er talið, að árið 1966
hafi ferðazt frá landinu 23.302
íslendingar.
Afengissalan 9%
meiri en í fyrra
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt yfirlit yfir áfengLssölu í
mánuðunum juli til september,
sem Áfengisvarnaráð hefur
tekið saman. Hefur áfengissalan
aukizt um tæpar fjórar milljón-
ir frá þvi í fyrra á sama tíma.
Kemur þar til, að tveir útsölu-
staðir hafa bætzt við, en á Akur
eyri, Siglufirði og Seyðisfirði er
áfengissala minni þessa mánuði
en á sama sarna tíma í fyrra.
Fyrstu tíu mánuði ársins hef-
ur áfengissala aukizt um 9%
miðað við fyrra ár. Yfirlit
Áfengisvarnarráðs fer hér 6
eftir:
Heildarsala:
Selt, í og fiá Reykjavík
kr. 104.091.451,—
Selt í og frá Akureyri
kr. 15.154.165,—
Selt í og frá ísafirði
kr 4.058.770,—
Selt í og frá Siglufirðd
kr. 2.473.705,—
Selt í og frá Seyðisfirði
kr. 4.929.129,—
Selt í og frá Keflavík
kr. 5.554.920,—
Selt í og frá Vestmannaeyjum
kr. 5.113.720,—
kr. 141.375.860,—
Á sama tíma 1966 var salan,
eins og hér segir:
Reykjavík kr. 106.715.960,—
Akureyri — 16.149.030,—
ísafjörður — 3.837.750,—
Siglufjörður — 2.884.635,—
Seyðisfjörður — 7.904.405,—
kr. 137.491.780,
Útsölustaðir voru þá ekki komn-
ir í Keflavík og Vestimannaeyj-
um.
Fyrstu tíu mánuði ársins nam
salan nú frá Áflengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins samtal kr.
388.874.557,—v en var á sama
tima 1966 kr. 356.714.778,—.
Söluaukning um 9%.