Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 8
8 MOJRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1M7 Iðnfyrirtæki til sölu Eitt af helztu iðnfyrirtækjum landsins er til sölu, af sérstökum ástæðum. Traust viðskipta- og banka sambönd. Starfsmenn um 20. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Tilvaið tækifæri fyrir duglega verzlunar- og iðnaðarmenn. Þeir, sem hafa áhuga á þessu sérstaka boði, sendi nöfn sín til blaðsins merkt: „Iðnaðarfyrirtæki 686.“ f- —---------------------------------------- Sfötugur í dag: Dr. Kristinn Guð- mundsson sendiherra DR. Kristinn Guðmundsson, i sonur hjónanna Guðrúnar Ein- sendiherra íslands í Moskvu á í arsdóttur Thoroddsen og Guð- dag sjötugsafmæli. Hann er mundar Sigfreðssonar, hrepp- fæddur að Króki á Rauðasandi, I stjóra. Hóf hann ungur nám í Árgerð 1968 Nýi V.W. sendibillinn er ekki aðeins þægilegur i umferð, heldur hentugt atvinnutæki, nýtizkulegur og skemmtilegt farartæki Mýtt útiit — Stærri gluggar — Meira útsýni — Meira rými Nýr bílstjóraklefi: Mjög rúmgóður. Aukið rými milli framrúðu og bíl- stjóra. Björt og skemmtileg klæðn- ing. Þægilegur aðgangur. Dyrnar ná niður að gólfi, stuðaraendi útbúinn sem uppstig. Allur búnaður er eins og í fólksbíl. Nýir og betri aksturs-eiginleikar. Sporvídd afturáss aukin. Endur- bætt fjöðrun. Stöðugri í hröðum akstri. Halli afturhjóla og millibil breytast mjög lítið við hleðslu. Sporvídd að framan hefur verið aukin til samræmis við afturás. Ný vél 1.6 lítra, 57 hestöfl, búin öll- um aðalkostum V.W. véla: Auðveld gangsetning, Kraftmikil, Sterkbyggð, Ódýr í rekstri, óháð kulda og hita. Nýtt og aukið notagildi. 177 rúm- feta farangursrými. Rennihurð á hlið/hliðum, sem auðveldar hleðslu og afhleðslu í þrengslum, útilokað að hurð fjúki upp í roki, hezt opin þó bíllinn standi í halla — opnan- leg innan frá. Beinn aðgangur úr bílstjóraklefa í hleðsiurými. Þægindi: Mælaborðið er algjörlega nýtt og miðað við fyllstu nútíma kröfur. Allir stjórn-rofar eru auð- veldir I notkun og greinilega merkt- ir. Hallandi stýrisás. Stillanlegt öku- mannssæti. Öryggislæsingar á bök- um framsæta. Kraftmikið loftræsti- kerfi. Hitablástur á framrúður Hitalokur í fótrými bílstjóraklefa. Stór íbogin framrúða. Stórar, tveggja hraða rúðuþurrkur. Loft- knúin rúðusprauta. Efri brún mæla- borðs fóðruð. Stór útispegill. Fest- ingar fyrir öryggisbelti. © © Við gætum haldið áfram að telja upp hinar f jölmörgu endurbætur á V. W. sendibíln- um, en í þess stað bjóðum við yður að koma í söludeild okkar, Laugavegi 170—172 og kynnast kostum hans af eigin raun. Verð frá kr. 176.700.00. Verð til atvinnubilstjóra frá kr. 128.000.00 S'imi 21240 HEILDVfRZLONIN HEKLA hf Laugavegi 170-17 2 Núpsskóla í Dýrafirði, en síðan í Menntaskólanum í Reykjavík og þaðan lauk hann stúdents- prófi árið 1620. Að stúdentsprófi loknu stundaði hann nám í hag- fræði í Kiel og Berlin. Ijauk hann doktorsprófi í þeirri fræði- grein árið 1926. Árið 1929 gerðist dr. Kristinn kennari við Menntaskólann á Akureyri. Var hann kennari við skólann fram til ársins 1952, að- allega í þýzku og bókhaldi. Á Akureyri hlóðust á hann mörg opinber störf. Átti hann sæti í mörgum nefndum og ennfrem- ur gegndi hann um áratugsskeið starfi skattstjóra þar. Dr. Kristinn tók mikinn þátt i stjórnmálabaráttunni á Akur- eyri á þessum tíma VaT hann oft í kjöri fyrir Framsóknar- flokkinn í alþingiskosningum. Sumarið 1953 varð hann utan- ríkisráðherra í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors. Gegndi hann ráð- herraembætti fram yfir mitt sumar 1956. En síðar. á þ,ví ári var hann skipaður sendiherra ís- lands í London. Gegndi hann því starfi til ársloka 1960. En í árs- byrjun 1961 var hann skipaður ambassador fslands í Moskvu. Jafnframt hefur hann gegnt sendiherrastörfum í Ungverja- landi, Rúmeníu og Búlgaríu. Öli þessi störf sín hefur dr. Krist- inn rækt með sæmd og verið landi sínu til gagns og sóma. Dr. Kristinn er kvæntur þýzkri konu, Elsu, fæddri Kal- bov, en hún er ættuð frá Berlín. Við sem kynntumst dr. Kristni Guðmundssyni í Menntaskólan- um á Akureyri og nutum þar kennslu hans, minnumst hans ævinlega með þakkiæti. Endur- minningar okkar urn hann eru allar góðar. Hann var einkar ljúfur og elskulegur kennari, hlýr og velviljaður. Dr. Kristinn er ágætlega greindur maður, margfróður og fjölvís. Tungu- málamaður er hann með ágæt- um. Sézt það m.a. af því, að hann hefur lært rússnesku ágæt- lega á þeim stutta tírna,, sem hann hefur dvalið í Moskvu. Vinir dr. Kristins, gamlir nem endur hans og samverkamenn hylla hann í dag sjötugan. Ástæða er einnig til þess að þakka honum margviálega fyrir- greiðslu við Morgunblaðsmenn, bæði í London og Moskvu. S. Bj. VAUXHALL BEDFORD UMBOÐIÐ ÁRMÚLA 3 SÍMI 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.