Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 dðinn tekur brezkan togara í landhelgi - skaut að honum sex lausum skotum áður en eltingaleiknum lauk VARÐSKJPIÐ Óðinn stóð í fyrrakvöld brezka togarann I.ord Tedder H-154 að meintum ólöglegum veiðum um tvær sjó- milur innan fiskveiðimarkanna úti af Glettingi. Þegar togara- menn urðu varðskipsins varir, hjuggu þeir á vörpuna og sigldu á haf út. Þurfti að skjóta sex púðurskotum að togaranum áð- ur en hann nam staðar og voru skipin þá um 1,2 sjómílur fyrir - ALÞINGI Framhal-d af bls. 12. ingasjóðs, lífeyrissjóðs togarasjó manna, lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrissjóðs, barnakenn ara, lífeyrissjóðs hjúkrunar- kvenna og lífeyrissjóðs ljós- mæðra. í>eir sjóðir, ef um veru- lega starfsemi er að ræða, eru látnir taka þátt í kostnaði stofn unarinnar og nam þátttaka þeirra á árinu 1966 9 millj. 97 þús. 709,25 kr. Samkv. því er reksurskostnaður lífeyristrygg- inga á árinu 1966 talinn alls 21 millj. 345 þús. 748 kr. 52 aurar, sem eins og áður segir skiptist milli aðalskrifstofu bóta- greiðslna í Reykjavík, umboða utan Reykjavíkur og aðalskrif- stofu kr. 12. millj. 938 þús. 529, 78 kr En uraboðsskrifstofur kr. ® millj. 407 þús. 118 kr. 74 aurar. utan fiskveiðitakmörkin. Óðinn fór svo með togarann inn til Seyðisfjarðar og komu skipin þangað um miðnættið. „Það var á áttunda tímanum, sem við komum að togaranum'‘, sagði Jón Jónsson, skipherra á Óðni, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Við mældum hann þá um tvær milur innan tak- markanna úti af GlettingL Tog- aramenn brugðu við hart og hjuggu á vörpuna og sigldu svo á haf út. Urðum við að skjóta sex lausum skotum að togaran- um áður en hann gafst upp og nam staðar. Þessi eltingaleikur stóð í um 45 mínútur og var tog- arinn kominn um 1,2 mílur KÍSILIÐJAN við Mývatn verður afhent til tilraunavinnslu n.k. föstudag kl. 11 árdegis. Mun til- raunavinnsla hefjast strax eftir helgi og standa yfir í fjóra til sex mánuði og verður Kísiliffj- an því ekki formlega tekin í notkun fyrr en á vori Icomanda. Byggingaframkvæmdir við Kís iliðjuna eru nú komnar á það stig, að verksmiðjan er tilbúin til tilraunavinnslu. Verður Kísil iðjan afhent formlega á föstudag inn kemur klukkan 11 fyiúr há- degi. Þá mun verða ráðinn for- stjóri hennaT, Vésteinn Guð- mundsson, efnaverkfræðingur út fyrir mörkin, þegar honum lauk. Skipstjórinn á Lord Tedder er ungur maður, David Atkinson, 27 ára að aldri. Þegar við tók- um togarann, var 'hann búinn að fá um 500 kitt, en hann er 722 brúttólestir að stærð. Við fórum með togarann til Seyðisfjarðar og komum þangað um míðnættið. Bæjarfógetin-n á Seyðisfirði var staddur fyrir sunnan, en von er á honum og fulltrúa saksóknara auk umiboðs manns togarans hingað seint í dag. Réttarhöld í máli togarans byrja því ekki fyrr en á morg- un í fyrsta lagi“. 60 rjúpum stolið í'ARIÐ var inn í bílskúr við hús ið Karfavog 20 milli klukkan 7 og 12 í gær og stolið þaðan 60 rjúpum. Voru rjúpurnar hengd- ar upp á hausunum, en ekki fótunum, og ef einhverjum hafa verið boðnar rjúpur til kaups, sem þannig eru frá gengnar, eða á annan hátt vekja illan grun kaupanda, er hann vinsamlega beðinn að hafa sambad við rann sóknarlögregluna. taka við verksmiðjunni, en Pét- ur Pétursson, sem verið hefur forstjóri Kísiliðjunnar á meðan byggingaframkvæmdir stóðu yf- irí lætur þá áf störfum. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, stjórnarformaður Kísil- iðjunnar, mun afhenda fulltrú- um Kaiser Canada viðurkenn- ingu á að tæknilegu verki við uppbyggingu verksmiðjunnar sé lokið og hún hæf til tilrauna- vinnslu, en það er Kaiser Can- ada, sem teiknaði og stjórnaði uppsetningu tækja að nokkru í samráði við Almenna byggingar- félagið. Kísiliðjan afhent Galdra-Loftur Jóhanns Sig- urjónssonar ,hefur veriff sýnd- ur 10 sinnum aff þessu sinni í Þjóffleikhúsinu. Eins og fyrr segir er þetta í fimmta skipt- iff, sem Loftur er settur á sviff í leikhúsum höfuffstaffar- ins og mun láta nærri aff hann hafi veriff sýndur hér á 10 ára fresti. Enn á þetta þjófflega leikrit djúp ítök í hugum leikhúsunnenda, og virffist áhugi leikhúsgesta ekki fara minnkandi meff árunum, þótt nú sé liffin meir en hálf öld, frá því höfundurinn lauk viff þetta vinsæla leikrit sitt. Næsta sýning Þjóffleikhússins á leiknum er í kvöld. Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld í affalhlut- verkunum. Horður úrekstur hjú Hvummi í Kjós HARÐUR árekstur varff hjá Hvammi í Kjós sJ. þriffjudag, er Skoda Combi Station bifreiff skall á vörubil. 1 Skoda-bifreiff- inni voru maffur og kona og slösuffust þau bæði. Konan var flutt á Landsspítalann meff opiff handieggsbrot og innvortis meiðsl auk smærri áverka, en maður var fluttur á Landakots- spítala með brákaffa höfuffkúpu, nefbrotinn og sennilega rifbeins- brotinn, auk þess sem hann hafffi skorizt á glerbrotum. Þeim líður báðum vel eftir atvikum. Áreksturinn varð með þeim hætti, að ökumaður Skodabif- reiðarinnar, sem vsr á leið til Reykjavíkur og ók á eftir vöru- flutningabíl, veitti því athygli, að vöruflutningabíllinn sveigði til hliðar. Tók hann það sem merki um, að hann ætlaði að hleypa sér fram úr, og færði sig því yfir á hægri vegarbrún. En í sama mund kom vörubifreið á móti hlaðinn þungum farmi. Þar sem hálka var á veginum, tókst ökumanninum ekki að sveigja aftur yfir á hægri hlið með þeim afleiðingum, er að ofan greinir. Skodabíllinn er mjög mikið skemmdur og vörubíllinn dá- lítið, en ekki þó meira en svo, að honum var ekið burt af staðn um. Leikfélag flkureyrar frumsýnir leikinn Frú fllvís ú snnnndng Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir LEIKFÉLAGIÐ á Akureyri frumsýnir n.k sunnudagskvöld Leiðrétting við síldnrgrein frú Fúskrúðsfirði 1 GREIN um heimsókn á söltun- arstöð á Fáskrúðsfirði, sem birt ist í blaðinu í gær, misritaðist þar sem sagt var að selja hefði þurft tunnur með afföllum. Þar átti að standa að tólf hundruð tunnur hefðu verið þannig seld- ar en ekki tólf þúsund, eins og stóð í blaðinu. Þess má geta að stöð þessi hefir starfað í mörg ár og hefir atvik sem þetta ekki skamálaleikinn Frú Alvís eftir brezka þöfundinn Jack Popple- well. Sigurður Kristjánsson íslenzk- aði leikritið, en leikstjóri er Ragnhíildur Steingrímsdóttir. Með aðalhlutverk fara Þór- halla Þorsteinsdóttir og Marinó Þorsteinsson, en a’ls eru leik- endur átta. Með þessari sýrnngu er hafið 51. starfsár Leikféiags Akur- eyrar. Ekki er að fullu ráðið, hvaða verk verða tekin til sýn- inga í vetur, en þó er ákveðið að sýna Gísl eítir Brendan Behan eftir áramét. Nýkjörna stjórn LA skipa: Jón Kristinsson form., Kjartan Ólafsson ritari, Sæmundur Guð- vinsson gjaldkeri og Marinó Þorsteinsson varaformaður. — Sv. P. Formaður bar navernd ar nef ndar- innar færeysku í Reykjavík FORMAÐUR barnavernd- arnefndarinnar í Þórshöfn í Færeyjum, Jógvan á Dul, kom flugleiðis til Reykja- víkur í gær. Með honum er frú Malla Samuelsen, varaformaður nefndarinn- ar. í stuttu samtali við Mbl. sagðist Jógvan hingað kom- inn vegna atburða þeirra, sem gerðust á stúlknaheim- ilinu Bjargi fyrir nokkru. Hann sagði, að þau hygðust ræða við þá íslenzku ráða- menn, sem málið heyrði und- ir, og gætu því lítið sagt á þessu stigi. Athuga þyrfti það misræmi, sem væri á íslenzk- um og færeyskum lögum, hvað vi’ðvíkur sjálfræði. Sam- kvæmt færeyskum lögum væri stúlkan ekki sjálfráða fyrr en 18 ára. Aðspurður um ástæðuna fyrir því, að stúlkan var send hingað, kvaðst hann ekki treysta sér til að svara því, þar sem um algert trúnaðarmál væri að ræða milli viðkomandi aðila. Hann tók fram, að bama- verndarnefndin hefði aflað sér upplýsinga um Bjarg, á'ður en stúlkan var send þangað, og hefðu þær allar verið já- kvæðar. Jógvan sagði, að stúlkan hefði gengizt undir læknisrannsókn sem land- læknir Færeyja hefði fram- kvæmt stuttu áður en hún fór frá Færeyjum, og sú rann- sókn þótt sanna, að hún væri ekki bamshafandi. Síðar hefði nefndinni borizt bréf frá forstöðukonu Bjargs, þar sem hún sagði frá ástandi stúlkunnar og jafnframt, að starfsstúlkurnar mundu styrkja hana með ráðum og dá'ð, en heimilið gæti ekki haft bæði hana og bamið þegar þar að kæmi. Jógvan á Dul viff komuna til Reykjavíkur í gær. Um þá staðhæfingu stúlk- unnar, að barnið hafi verið tekið frá henni á fölskum for- sendum, sagði formaðurinn, að það væri nefndin, sem bæri fulla ábyrgð á því, að barnið var sent til Færeyja, þar sem önnur lausn hefði ekki þótt koma til greina að svo stöddu. Barnfð væri nú á góðu barnaheimli í Þórshöfn. Móðir stúlkunnar hefði sem stendur ekki aðstæður til að taka barnið til sín, en enginn vafi léki á, að bamið færi til hennar þegar þær breyttust og stúlkan líka, þegar hún færi aftur heim til sín. Hann sagði það rangt, að Marjun Gray væri af slæmu heimili, þvert á móti hefði hann alltaf álitið. að móðir hennar væri börnum sínum mjög um- hyggjusöm. Aldrei hefði kom- i'ð til álita, að gefa bamið til vandalausra, nefndin mælti aldrei með slíkri ráðstöfun. Jógvan á Dul sagði, að Marjun hefði oft skrifað móð- ur sinni og hann hefði með- ferðis nokkur bréf frá stúlk- unni, skrifuð í þessum mán- uði. Öll þessi bréf lýstu ánægju hennar með vistina á Bjargi og þó sérstaklega kennsluna. Hann sagðist hafa sína ákveðnu skoðun á því, hvers vegna stúlkan hefði strokfð af Bjargi og komið fram með þessar alvarlegu ásakanir á hendur heimilinu. Sú skoðun sín væri Bjargi engan vegin í óhag. Annað vildi hann ekki segja um það atriði. Formað- urinn sagði, að ekkert, hefði birzt um málið í færeyskum blöðum. Þegar komið hefði upp úr kafinu, hver átti hlut að máli, hefðu blaðamenn ekki séð ástæðu til að skrifa um það. Jógvan á Dul og Malla Sam- ulsen munu dveljast hér á landi fram á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.