Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 V IMAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirlokun simi 40381 "Ml 1-44-44 \tmmiR Hveríisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundawgaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f~f==*BUAir/eA/r Irt&iuyiæp RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022 Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaiugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, súni 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. AU-ÐVITA0 ALLTAF Vatnsleysið í Kópa- vogi „tbúi á Digraneshálsi“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Hvernig ætli standi á því, að fólk hér má alltaf búast við vatnsleysi í húsum sínum, hve- nær sem er sólarhringsins og án nokkurrar viðvörunar? >að er anzi hart, að bæjarfélagið skuli ekki geta sinnt frum- stæðustu þörfum hverrar mannabyggðar, þ. e. a. s. út- vegun á vatni. En ef nauðsyn- legt er að taka vatnið af íbú- unum æ ofan í æ, væri þá lágmarkskrafa, að þeim væri tilkynnt um þa'ð fyrirfram. Fólk er með dýrar vélar í gangi, svo sem þvottavélar og uppþvottavélar, þegar allt í einu er orðið vatnslaust. Frétzt hefur, að Rafmagnsveita Reykjavíkur ætli að bæta raf- magnsvélar á heimilum, sem skemmzt hafa við spennufall. Er því augljóst, að Kópavogs- kaupstaður verður skaðabóta- skyldur, ef vélar skemmast hér vegna skyndilegs vatnsleysis. Dæmið er alveg hliðstætt. Að lokum vil ég beina því til bæjaryfirvalda hér, að þau reyni a. m. k. að tilkynna fyrir- fram, hvenær vatnið ver'ði tek- ið af og hvenær það komi aftur. Sá auglýsingakostnaður verður minni en greiðslu skaðabóta nemur. íbúi á Digraneshálsi". Jc Áfengi og skólar „Móðir“ skrifar: Kæri Velvakandi! Ég hefi aldrei skrifað þér fyrr, en langar nú til að biðja þig að birta þessar línur. Mig langar fyrst til að gera fyrir- spum, ef ég gæti fengið svar við henni: Eru til í landi okkar nú skól- ar, sem taka við eftir mfðskól- ana, er við getum treyst fyrir börnunum okkar, þ e. að þau neyti ekki víns, meðan þau dveljast þar, og að skólinn geri það sem í hans valdi stendur til að þroska nemendurna, svo að þeir neyti síður víns, þegar út í lífið er komið? Hæfir það sumum mennta- stofnunum, að þegar nemend- urnir hafa náð lokaprófi, er það haldið hátfðlegt með skemmtunum, þar sem vín er meira og minna haft um hönd? Er slíkur verknaður þakklæti til Drottins eða menning, sem hæfir kristnu þjóðfélagi? Svo maður tali nú ekki um þá sorg, er slíkt veldur bindindis- sömum foreldrum. Við sjáum, að það er sama, hvort við menntum börn vor eða ekki, þau neyta jafnt víns- ins, — skólinn sem við sendum þau í, virðist ekki vera því hlut verki vaxinn að geta skilað nemendunum þannig frá sér, að þau stæ'ðust þessa ómenh- ingu. Úr því að menntastofn- anir lands vors eru ekki færar Vinna Piltur 14—16 ára óskast til afgreiðslustarfa. Uppl. í dag kl. 6- 7 í síma 36757. um að hjálpa unglingunum, sem þar dveljast til að standazt þessa vínöld, þarf þá nokkurn að undra þótt æskan drekki í dag? Það er aðeins þessi stóra spurning: Gleymdu ekki skól- arnir að hafa Drottin með sér í starfi? Að endingu þetta: Kæru prestar og kennarar, takið höndum .saman, með Guðs hjálp og útrýmið víninu frá okkar fallegu ungmennum! Móðir“. Jc Mjólkurmálin á Skagaströnd „Húsmóðir á Skaga- strönd' skrifar Mjólkursölunni á Blöndósi og bi'ður Velvak- anda fyrir bréfið: „Kæri Veivakandi! Mig langar til að biðja þig um að koma þessum línum á framfæri fyrir mig sem fyrst, þetta er okkar hjartans mál hérna og óþolandi að fá það ekki á hreint. Og eru þessi orð skrifuð til Mjólkursölunnar á Blönduósi. Hvers eigum við Skagstrend- ingar o. fl. o. fl. að gjalda í þessum mjólkurmálum okkar? Hver vegna fáum við fimmta flokks vörur frá ykkur, ekki aðeins endrum og eins heldur samfleytt í mörg ár? Áður en þið tókuð að ykkur mjólkur- söluna til okkar, fengum vi'ð smjör og skyr óætt, smjörið var úklið og skyrið var svokallað graðhestaskyr. Svo tókuð þið við mjólkur- sölunni, og er mjólkin súr og ódrekkandi, þegar ykkur þókn- ast að senda okkur hana; segj- um annað hvert skipti". Hér er sleppt úr mjög harð- orðum kafla bréfsins, en inn- tak hans er, að kvartanir und- an þessari framkomu hafi eng- an árangur borið. Nú sé svo komið, að húsmæ'ður verði að „gera sínar ráðstafanir“, ef ekki verði ráðin bót á tafar- laust. „að er hart að þurfa að hella niður 8—10 lítrum af mjólk og fá enga leiðréttingu á því“. Húsmæðurnar á Skaga- strönd vilji fá mjólkina ó- skemroda, svo að þær þurfi ekki að henda henni, og sama gildi um aðrar vörur. Að lokum vill húsmóðir fá svar við þessari kvörtun á opinberurrt vettvangi og eins svar við því, hvers vegna mjólk in sé bara send þrisvar í viku, en ekki á hverjum degi, eins og annars staðar tíðkist. 'Á' Hvernig fisk á að veiða? „Kæri Víkverji! Fyrir stuttu birtust fregn ir í Morgunblaðinu um að Norðmenn væru að útrýma ís- lendingum af saltfiskmarkaðn- um í Brazilíu. Samkv. upplýs- ingum S.I.F. eru það sérstakar stærðir af fiski, sem Brazilíu- menn vilja kaupa. Þar sem margir fiskimenn og fiskkaup- endur hafa ekki góða aðstöðu til að íylgjast með, hváða stærðarflokkar og fisktegundir ganga bezt á hin ýmsu mark- aðslönd, væri æskilegt að fá upplýst í dagblöðunum, eftir hvaða fisktegundum og stærð- um menn eiga helzt að leggja sig eftir að veiða og verka. Með fyrirfram þökk fyrlr birtinguna, Væntanlegur fiskframleiðandi". Einhver getur væntanlega svarað þessari spurningu. Bréfið er stílað til Víkverja, sem sá um dá’.ka svipaða Vel- vakandadálkunum hér í Morg- unblaöinu um fjöldamörg ár. Velvakanda berast alltaf ann- að veifið bréf til Víkverja, og er gaman, hve margir minnast hans enn. Húsgögn Sófasett, svefnbekkir, svefnsófar. Klæði gömlu húsgögnin, hef góð og falleg áklæði. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, Sími 16807. Sýningarsalur óskum að taka á leigu 70—100 ferm. húsnæði í Miðborginni sem mætti nota sem sýningarsal (má vera í bakhýsi). Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „2860.“ Hárgreiðslustofa Til leigu er rúmgott og bjart húsnæði fyrir hár- greiðslustofu. Húsnæðið er í verz’unarmiðstöð í Austurborginni. Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt: „Hárgreiðslustofa 466.“ Iðnaðarhúsnæði um 80—100 ferm. óskast. Sími 15376 og 36141. Síldarstúlkur Óskast til Vopnafjarðar strax. Uppl. í síma 34580 og 52577. Stúlka - ábyrgðarstarf Stúlka, 25—40 ára, óskast í ábyrgðarstöðu hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík. Þyrfti að kunna vélritun og geta unnið nokkuð sjálfstætt. Laun eftir samkomu- lagi. Tilboð, er greini, aldur, menntun og fyrri störf, vinsamlegast sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt: „Ábyrgðarstarf 465.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.