Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 26. OKT. 1907 Bókmenntaverðlaun Nóbels 1967: ASTURIAS: skáldsagna höftndur fólksins G U ATEMALAMAÐUR- INN Miguel Angel Ast- urias hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels í ár. Asturias hefur í bókum sín um deilt óvægilega á ein- ræði og harðstjórn í ró- mönsku Ameríku og „bandaríska heimsvalda stefnu“: stórveldi dollar- ans, sem hann eitt sinn kallaði „græna páfann.“ Blaðamðurinn / James Goldsborough við „The New York Times“ ritar fyrir tveimur dögum grein um Asturias, og fer hún hér á eftir í þýðingu og endursögn: Asturias var einn af mörg- um, sem hóf rithöfundar- feril sinn í París. Það voru frjóir tímar. Á stríðstímun- um komu margir ungir rit- höfundar þangað og settust þar a’ð. Hann fór með þeim á kaífihúsin á Montparnasse. Þar sátu þeir og röþþuðu. „Ég man eftir argentínsk- um vinum mínum, sem sögðu frá einræðinu í landi sínu og eitthvað þvrfti að grípa til bragðs; ég man eftir kunn- ingjum mínum fró Chile, sem sögðu frá einræðinu í landi sinu og að eitthvað þyrfti að grípa til bragðs; ég man eftir brasiiískum, kolum bískum perúskum vinum mínum, sem sögðu frá ein- ræðinu í lóndum sínum og að eitthvað þyrfti að grípa til brag'ðs.“ Það var Asturias, sem tók til sinna ráða og skrifaði harmsögu.na „Forseti lýðveld- isms“, fyrstu og mikilvæg- ustu bók sína. Þar deilir hann á einræði Estrada Cabrera. Bókin var skrifuð kringum 1930, en ekki gefin út fyrr en 1946. í henni hreyfir Asturias við efni, sem liggur honum svo á hjarta, að hann nefnir þessa bók og allar bækur sínar síð- an „skuldbundnar bók- menntir“. \ ,, Skálds a gn ahöfundur mn verður að vera vitni síns tíma,“ sagði hann skömmu eftir Nóbexsverðlaunaveiting- una. „Hann verður að leita hins lifandi veruleika lands síns, að rnarkniiðum þess. Það er mikilvægt, a’ð verðlaunin voru veitt rithöfundi, sem er fulltrúi skuldbundinna bók- mennta, en ekki tilgangs- lausra bókmennta." Enginn rithöfundur er verðugri fulltrúi þjóðar sinn- ar. Eða þjóða rómönsku Ameríku. Hann skrifar um Guatemala í öðru orðinu og rómönsku Ameríku í hinu. Bækur hans fjalla um öll hin miklu málefni og vandamál heimsálfunnar og þeirra 180 milljón manna, sem byggja hana. Hann skrifar um frum- skóginn og hitann, byltingarn ar og herforingjastjómirnar, nlantekrurnar og daglauna- mennina, Indíánana og hús- bændur þeirra. Hann er að nokkru Maya- indáni í móðurætt. Næsta bok hans, sem kemur út á næsta ári fjallar um Indíán- ana, sem kúgaðir hafa verið um aldaraðir og hvernig þeir smám saman samsemja sig þeirri menningu, sem kúg- aði þá. í „Forseta lýðveldisins" fjallar Asturias af heilagri bræði um forsetann, geðsjúk- an manndrápara, lítilmótleg- ar smjaðrandi _ undirtyllur hans, mútþægni, handahófs- kenndar pólitiskar fangels- anir og botnlausa eymd þjóð- arinnar. Stíll bókarinnar er hraður, hitasóttarkenndur en krystalstær. Freistandi er að tilfæra dæmi xun yfirheyrsl- xma yfir betlararanum fóta- lausa Mosco. Fávitinn Pelele hefur orðið þorparanum Parrales Sonriente höfuðs- manni, að bana í sturlun og ógáti. Betlaramir, sem höfðu samastað í Fordyri Herrans, eru dregnir fyrir rétt og neyddir til að bera ljúgvitni. íslenzka þýðmgu gerði Hann- es Sigfússon (Mál og menn- ing, Reykjavík, 1964): . . Hin óvæntu svör betlaranna urðu til þess að ákærandinn í heiréttinum spratt upp af stólnum. — Út með sannleikann! öskraði hann og sperrti upp nærsýn eðluaugun bak við þykk gleraugun, og til að leggja áherzlu á odð sín sló hann krepptum hnefanum í borðið, sem hann notaði fyrir skrifpúlt. Hver af öðrum lýstu betlararnir morðinu, sem þeir höfðu séð með eig- in augum og endurtóku með angist útskiiiaðra í röddinni að Pelele væri morðinginn. Lögregluþjónarnir, sgm biðu við dyrnar með sperrt eyru, réðust á þá samkvæmt mérki frá dómaranum og ráku þá me'ð höggum og bar- smíð inn í stóran kaldan sal. Langt reipi hékk ofan frá hanabjálkunum, sem varla var sýnilegur. — Það var hálfvitinn; æpti sá sem fyrstur avr píndur, í von um að hann slyppi úr prísundinni ef hann segði satt. Það var hálf- vitinn! Hálfvitinn! Hálfvit- inn! Þessi Pelele! Pelele! Það var hann! Það var hann! Það var hann! — Þetta hefur yður verið ráðlagt að segja, en ég gleypi ekki við neinni lygi: sann- leikann eða dauðann . . . það ætla ég a'ð láta ykkur vita, og hafið það hugfast, ef þið hafið ekki vitað það áður . . . Rödd dómarans kafnaði í suði blóðsins í eyrum vesl- ings fangans sem hékk á þumalfingrunum og gat ekki spyrnt við gólfinu. Hann lét sér ekki segjast: — Það var hálfvitinn! Það var hálfvitinn! Ég sver að það var hálfvitinn! Hálfvit- inn var það! Hálfvitinn var þa'ð! Hálfvitinn var það! Hálfvitinn var það! — Lygi! fullyrti dómarinn eftir nokkra þögn. Þér ljúgið! Þér Ijúgið, karl minn! Ég skal segja yður hverjir myrtu José Parrales Sonri- entx ofursta. Það skal ég segja yður, og svo skulum við heyra hvort þér þorið að neitá því. . . Það voru Euse- bio Canales hershöfðingi og Abel Carvajal lögfræðingur. ísköld þögn fylgdi orðum hans; síðan kveinstafir, og aftur kveinstafir, og loks já . . . Þegar reipið var losað féll Viuda á baki'ð, meðvit- undarlaus. Þeldökkt andlit hans þakið svita og tárum minnti á kolaryk í regni. Fé- lagar hans sem síðan voru yfirheyrðir skulfu eins og hundarnir þegar þeir deyja á götunni af eitri lögreglunn- ar, og allir endurtóku þeir orð dómarans. Allir nema Mosco. Andlit hans kipraðist af ótta og viðbjóði. Þeir hengdu hann upp á fingrun- um, því hann staðhæfði af gólfinu, hálfgrafinn í gólfið, að miðju, eins og allir fóta- lausir menn, að félagar hans færu með ósannindi þegar þeir sökuðu ókunna menn um glæp, sem hálfvitinn og eng- inn nema hálfvitinn bæri ábyrgð á. — Áíbyrgð ... ! Dómarinn greip orðið á lofti. Hvernig getið þér leyft yður að segja að hálfviti beri ábyrgð? Skilj ið þér ekki sjálfur að þér Ijúgið? Hvernig getur óá'byrg ur aumingi borið á'byrgð? — Þvi verður hann sjálfur að svara. — Það er bezt að húð- strýkja hann! gall við einn lögregluþjónninn skrækróma og annar barði hann yfir and- litið með svipuóL — Út með sannleikann! skipaði dómarinm meðan hvein í svipunni á vöngum betlarans. — Sannleikann! Annars verðið þér látinn hanga þarna í alla nótt — Sjáið þér ekki að ég er blindur? —- Takið aftur þá fullyrð- ingu að það hafi verið Pele- le... — Nei! Því það er satt! Um það er ég sannfærður alveg niður í buxurnar. Tvö svipuhögg til viðbótar særðu fram blóð á vörum hans. — Þér eruð blindur en ekki heyrnarlaus! Segið því sann- leikann, út með vitnisburð- inn, alveg eins og hinir ... — Ég samþykki, stundi Mosco með brostinni rödd. M. A. Asturias. Dómarinn hélt að hann hefði unnið taflið. — Ég samþykki því ég get ekki meira, en það var Pelele. — Fífl! Smánaryrði dómarans hrinu ekki á þessum hálfa manni, sem brátt mundi ekki skynja neitt framar. Þegar þeir slökuðu á reipinu féll andvana líkami Moscos, það er að segja efri hlutinn, þar sem hann vantaði báðar fæt- urnar, lóðrétt niður á gólfið eins og brotin klukka. — Gamli lygari, muldraði dómarinn um leið og hann gekk út framhjá líkinu. En framburður þinn hefði hvort sem er ekki haft neina þýð- ingu, því þú ert blindur . ..“ 12 ár í útlegð Áður en ríkjandi stjórn Guatemala tók við völdum eyddi Asturias tólf árum í útlegð. Árið 1962, 63 ára gam- all, var hann handtekinn ásamt öðrum rithöfundum í Argentínu og kastað í fang- elsi, þar sem hann átti illa vist i 3'9 stiga hita. Fangelsis- vistin gekk næst lífi hans og hann var fluttur í sjúkrahús. Asturias kveður Nó'bels- verðlaunin eitt mesta gleði- efni lífs síns. Hann fékk að vita um þau hálfri klukku- stund áður en tilkynnt var um veitinguna í Stokkihólmi. Hann sagði, að hann væri furðu lostinn, en hann vissi, að hann hafði komið til tals við úthlutun þeirra: „Mér datt ekki í hug, að þeir mundu verðlauna höfund frá litlu landi eins og Guate- mala. Þetta er mjög mikil- vægt. Það er mikilvægara en ef þeir veittu þau höfundi frá landi með kjarnorkuvopna- búr“. Tveir aðrir rithöfundar komu sterklega til greina við úthlutunina: Pablo Neruda frá Cile, 63 ára gamall, og André Malraux, 66 ára gam- all. Malraux hefði verið tólfti Frakkinn, sem hlotið hefði bókmenntaverðlaun Nóbels. Asturias er meðalmaður á hæð, gildur og gugginn; hann lítur út fyrir að vera það sem hann er: vel efnaður dipló- mat frá rómönsku Ameríku. Hann lítur ekki út fyrir að vera sá eldlegi umbótamaður og talsmaður þjóðfélagsrétt- lætis, eins og bækur hans gefa til kynna. Kona hans, Blanca, segir aftur á móti, að hann sé byltingarmaður. Hann vill ekkert ræða um stjórnmál í rómönsku Ame- ríku, en segir einungis: „Ég er fulltrúi stjórnar minnar". Stjórn J. C. Montenegros, sem nú situr við völd, hefur aldrei komið honum í bobba. Verra hefur það verið. Hér fyrrum voru bækur hans brenndar ,en nú eru þær all- ar fáanlegar í heimalandi hans og flestum löndum róm- önsku Ameríku. „Stjórn Montenegros er ekki einræðis stjórn," segir eiginkona hans. „Hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. Bróðir Mont- enegros sjálfs var myrtur af herforingja'klíku". Sendiráðið í París, þar sem Asturias ræður ríkjum, fyllt- ist af Guatemalamönnum, stúdentum og öðrum, sama daginn og tilkynnt var um verðlaunaveitinguna. Þann sama dag hélt Asturias hátíð- legt 68 ára afmæli sitt. Stú- dentarnir sungu þjóðsöngva og skröfuðu við sendi’herrann eins og fornvin sinn. Þeir sogðu, að það upplýsti margt, að slíkur maður gæti einnig verið sendiherra. ,Kona hans lýsti því hvernig honum tækist að vera bæði sendiherra og rithöfundur um leið: „Hann gerir það í bókum sínum, sem hann getur ekki gert á stjórnmálasviðinu" ______i —ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 17 mundi Mindzenty kleift að fara úr landi á laun. En Mindzenty hefur alltaf krafizt þess, að brott för hans fari fram með þeim virðuleik, sem stöðu hans sæm- ir. Að því er nú er talið, krefst hann þess ekki að verða um kyrrt í Ungverjalandi, flytja eina messu áður en hann dregur sig í hlé eða heimsækja gröf móður sinnar, eins og hingað til hefur verið álitið. í þess stað krefst hann þes,s, að honum verði leyft að yfirgefa sendiráðið um hábjartan dag í fylgd með ka- þólskum preláta. Fyrr í þessum mánuði ákvað Mindzenty að yfirgefa sendi- ráðsbygginguna jafnvel þótt hann ætti það á hættu að verða handtekinn. Þráfaldar neitanir ungversku stjórnarinnar við skilyrðum hans og boðuð koma fyrsta sendiherra Banda-ríkjanna í Ungverjalandi, Martin Hillen- brands, ýttu undir þessa ákvörð un. f fjóra daga stóðu um 29 ein- kennisklæddir og óeinkennis- klæddir lögreglumenn vörð við sendiráðsibygginguna, og benti það eindregið til þess, að stjórn- in ætla-ði að handtaka Mindzenty ef hann færi úr sendiráðinu og varpa honum í fangelsi á ný, en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir „njósn-ir“ 1949. Þetta hafa Vatíkanið og banda- ríkastjórnin um-fram allt reynt að forðast, því ef Mindzenty yrði handtekinn á ný mundi það spilla sam-búðinni við Kadar- stjórnina, sem er enn fremur stirð. Páll páfi sendi þá austurríska kardinálann Franz König á fund Mindzentys með áskorun um, að hann yrði kyrr í sendiráð-stoygg- ingunni. Öllum til mikils /1-éttis, bæði Ungverjum, Bandaríkja- mönnum og Páli páfa, varð Mind zenty við þessari ósk. Hann hætti við áform sitt og féllst á að hafnar yrðu nýjar samninga- viðræður um framtíð sína. Þeg- ar K-önig kardináli fór frá Búda- pest hafði hann meðferðis skil- yrði þau, sem Mindzenty setur enn fyrir brottför sinnL ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHþlÐ 1 • S(MI 21296 HÖRÐUR EINARSSON HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 9 — SÍMi 1797»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.