Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 32
Þekktustu l^Búj>iN vörumerkin, mesta fjölbreytnin FIMMTUDAGIJR 26. OKTÓBER 1967 Veður og straumar hamia veiðum á Jökuldjúpinu -Þó fékk Húni II. 100 tonn og Kópur 50 tonn UM sjöleytið í gaerkvöldi kom H£\ni II til Reykjavíkur me@ 100 tonjd, er hann fékk suður af Jökli í fyrrinótt. Síldin fer til frystfmgar hjá Júpiter og Marz. Amarnes, Kópur og Ársæll Sigiurðsson voru einnig á Jökul- djúpinu, en þá var veður tekið að versna, mikill straumur og sildin neðarlega. Kópur kastaði þó og fékk 50 tonn. f gærkvöldi var komin bræla á miðunum. Eins og fyrr segir, kom Húni II. til Reykjavíkur í gærkvöld með 100 tonn og náði Mbl. tali af stýrimanninum, Guðmundi Árnasyni: — Við komum hingað frá Jök uldjúpinu 60 mílur frá Reykja- vík, en við fengum síldina 18 mílur suður af Jöklinum í tveim köstum, þar var ein og ein Guðmundur Árnason stýri á Húna Q. torfa. Síldin fer í Júpiter og Marz. Það sem hæft er til fryst- ingar, fer til vinnslu, en afgang urinn fer aftur um borð eða í sjóinn, því að engin síld er tek- in í bræðslu. — Þrír bátar voru á miðunum í nótt og fékk einn þeirra 50 tonn, svo að ekki er um óhemju magn að ræða. — Síldin er mjög blönduð eins og Suðurlandssíldin, milli- stærð með stórri síld í. — Síldveiði á þessu svæði byggist á því, að fáir bátar stunda hana, því að frystihúsin geta ekki tekið á móti miklu magni, ef þau losna ekki við úr- ganginn í bræðslu. — Við förum út aftur á morg un, ef veður verður hagstætt. Síldarlöndiun úr Húnia II í R eykjavíkurhöfn lí gær, en hann kom með 100 tonn af Jökuldjúpi. (Ljósm. Kristinn Benedikts- son). Rækjudeilan leyst fyrir vestnn ísafirði, 2ö. október. SEINT í gærkvöldi náðust samn ingar milli rækjuveiðimanna og eiganda rækjuverksmiðju við ísa fjarðardjúp og er þar með fund- in lausn á deilu, sem staðið hef- ur Trá því í byrjun þessa mán- aðar. Rækjuveiðar hefjast strax í fyrramálið og stunda þær um tuttugu bátar, sem leggja upp á Isafirði, Langeyri í Álftafirði, Hnífsdal og í Bolungarvik. Mikið annriki á flestum sem öllum söltunarstöövum eystra Vöruskiptajöfnuðurinn í sept. óhagstæður um 242 millj. kr. SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofu íslands var vöruskipta Tvegga órn telpn fyrir bíl TVEGGJA ára telpa, Anna Margrét Bragadóttir, varð fyrir bíl á mótum Klapparstígs og Laugavegs laust fyrir klukkan þrjú í gærdag. Var telpan flutt í Slysavarðstofuna og reyndist hún hafa fengið skurð á andlitið og hruflazt. Anna litla var í bænum með móður sinni, sem mun hafa skroppið inn í búð, og rölti þá telpan inn Laugaveg norðan megin ásamt bróður sínum, sem er á svipuðu reki. Þegar þau komu að mótum Klapparstígs og Framhald á bls. 31 jöfnuðurinn í september óhag- stæður um 242,2 millj. króna. Fluttar voru inn vörur fyrih 532,3 millj. kr., en út fyrir 290,1 millj. kr. Fyrstu níu mánuði ársins hafa vörur verið fluttar inn fyrir 5179,9 millj. kr., en út fyrir 2963,3 millj. kr. Á þeim tíma hefur vöruskiptajöfnuður- inn því orðið óhagstæður um 2216,1 millj. kr. Aí innflutningn- um eru skip fyrir 273,1 millj. kr., flugvélar fyrir 230,7 millj. og vegna Búrfeilsvirkjunarinn- ar 123 millj. kr., en ekki hefur enn verið tekinn á skýrsluna neinn innflutningur vegna bygg- ingar álbræðslunnar í Straums- vík. Á sama tíma í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 937,8 miilj. kr. Flutt var inn fyrir 4909,5 miilj kr., en út fyrir 3971,7 mill. kr. MBL. hafði samband við síldar- I skipin á Ieið til hafnar. Lítil sem leitina á Dalatanga laust eftir engin veiði var síðan um morg- kl. 10 í gærkvöldi. Þá var kom- uninn. in bræla á miðunum og flest | Síðan kl. 7 í gærmorgun Höfudkúpubraut sambýlismanninn ÖLVUÐ kona sló sambýlismann sinn í höfuðið með borðfæti í fyrrakvöld með þeim afleiðing- um, að maðurinn höfuðkúpu- brotnaði. Var hann fluttur í Landakot og er tvísýnt um líf hans. Einhver misklíð mun hafa sprottið upp á milli sambýlis- fólksins í ölæði, en þau höfðu setið að drykkju ásamt fleira fólki, sem var nýfarið, þegar ai- burðurinn átti sér stað. Hús- freyja og einn gesturinn, sem sv.if þar nærri, sem hún barði manninn, voru flutt í Síðumúla, en nauðsynlegt reyndíst að láta þau sofa úr sér vímuna, áður en hægt væri að yfirheyra þau. I gær var konan úrskurðuð í sex- tíu daga gæzluvarðhald. Leigubílstjóri tilkynnti lög- reglunni um slasaðan mann í húsi við Bergstaðastræti. Hafði hann ekið gestum frá þessu húsi og kom aftur til að sækja hús- Framhald á bls. 31 höfðu um 30 skip tilkynnt um afla til viðbótar þeim, sem getið er annars staðar í blaðinu, og höfðu þau fengið 17-1800 lest- ir. í gær, nótt og í dag verður saltað á flestum söltunarstöðvum eystra og fer frásögn fréttaritara Mbl. hér á eftir: Neskaupsta'ð, 25. október. í dag er saltað hér á öllum stöðvum og í gærkvöldi var heildarsöltun hér orðin 15000 tunnur, en hæstu söltunarstöðv- arnar eru: Sæsilfur með 4418 tunnur og Drífa með 3940. Framhald á bls. 31 Þrjár bílveltur í Kjós — Tvær konur slasast SL. þriðjudag voru þrjár bíl- veltur í Kjós, en vegurinn var launháll. Laust eftir kl. 15 valt jeppabifreið hjá Eyrarkoti og slösuðust tvær konur. Skömmu síðar valt fóiksbifreið hjá Hest Creinargerð Kauplagsnefndar og Hagstofunar um nýju vísitöluna: Rannsókn á neyzlu 100 fjölskyldna hól og loks annar bíll hjá Eyri. í hvorugum árekstrinum var um slys að ræða og litlar skemmdir á bilunum. Jeppabfreiðin var að koma frá Reykjavík, en þegar komið var að beygju hjá Eyri, skipti það engum togum, að bíllinn fór að snúast í hálkunni með þeim af- leiðingum, að hann lenti út af hægra meginn. Tveir farþegar slösuðúst. leikkonurnar Brynja Benediktsdóttir, sem fótbrotnaði og Vala Kristjánsson fékk höfuð högg og var gert að meiðslum hennar á Slysavarðstofunni. MBL. HEFUR borizt frétta- tilkynning frá Kauplagsnefnd eg Hagstofunni um hina nýju vísitölu framfærslukostnaðar. í júnísamkomulaginu 1964 var ákveðið að hafin skyldi endurskoðun á grundvelli vísitölu framfærslukostnaðar og þurfti til þess neyzlurann- sókn, sem hófst í janúar 1965. Þátttakendur í neyzlurann- sóknunum voru 100, þar af 26 verkamenn, 3 sjómenn, 23 iðnaðarmenn, 30 opinberir starfsmenn og 18 verzlunar- og skrifstofumenn í þjónustu einkaaðila. Verði hin nýja vísitala lögfest skal grunn- tala hennar vera útgjalda- upphæðin 10.000 kr. í byrjun janúar 1968. Þær útgjalda- upphæðir, sem birtar verða síðar, eiga að sýna saman- lagt verð á þeim vörum og þjónustu, sem í febrúar 1968 og framvegis samsvara út- gjaldaupphæðinni 10.000 kr. í ársbyrjun 1968. Breytist t.d. útgjaldaupphæðin í kr. 10.932.46 verður vísitalan 109 stig. í fréttatilkynningunni er birt yfirlit um meðalútgjalda- upphæðir fyrrnefndra fjöl- skyldna borið saman við nú- gildandi vísitölu. Þar kemur m.a. í ljós að samkvæmt hinni nýju neyzlurannsókn voru útgjöld vegna kaupa á kjöti og kjötvörum 7,29% en 12,41% skv. hinni gömlu og útgjöld vegna mjólkur, mjólk urvara, feitmetis og eggja 7,71% skv. hinni nýju en 14,10% skv. hinni gömlu. Greinargerð kauplagsnefnd- ar og Hagstofunnar fer hér á eftir lítið eitt stytt: Samkvæmt frumvarpi til laga um efnahagsaðgerðir, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, skal Kauplagsnefnd reikna vísitölu Framhald á bls. 2il Ekkert nýtt í smyglmólino RANNSÓKN smyglmálsins hélt áfram í gær, og voru þá fleiri skipverjar af Ásmundi yfir- heyrðir fyrir rétti. Samkvæmt upplýsingum rannsóknardómar- ans í máli þessu, hefur enn ekk- ert nýtt komið fram í máli þessu, en yfirheyrslum verður haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.