Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 19«7 KLAK- OG ELDISSTÖÐ HÚSAVÍKUR VÆNIR LAXÁR - LAXAR KREISTIR 1. Kristján á Hólmavaði og Jak- ob Hafstein athuga 18 punda hrygnu rétt fyrir kreistingu. 2. Kristján Óskarsson og Hall- mar Helgason taka „Seltanga- Iaxinn“, 26 punda hæng upp úr eldiskerinu til frjóvgunar. 3. Birgir Lúðvíksson hefur hand- samað 20 punda hæng til frjóvg- unar. 4. Kristján á Hólmavaði að kreista 18 punda hrygnuna en Bragi Eiríksson heldur á skál- inni, sem hrognin eru kreist í. Kristján Óskarsson og Jakob Hafstein fylgjast með af áhuga. 5. Kristján á Hólmavaði og Bragi búa sig til að kreista 16 punda hrygnu, veidda á Haga- bökkum á flugu hinn 1. ágúst. Jóhann, sonur Braga fylgist spenntur með því, sem er að gerast. 6. Nafnamir Kristján á Hólma- vaði og Krist.ján Óskarsson skola hrognin, eftir frjóvgun, áður en þeim er dreift í klak- kassana. 7. Séð yfir hluta klakkassanna — tandurhreina og fallega — undir plasthlíf — en þeir eig- endurnir eru í baksýn, með gestum sínum, talið frá vinstri: Hallmar Helgason, Kristján á Hólmavaði, Helgi Bjarnason, Bragi Eiríksson, Kristján Óskars son, Birgir Lúðvíksson og Jakob Hafstein. HAUSTIÐ 1966 stofnuðu fimm áhugamenn um laxaræktarmál í næsta nágrenni við Laxá í Að- aldal með sér samtök um að koma á fót klak- og eldisstöð á Húsavík. Þessir menn eru þeir félagarnir Kristján Óskarsson, vélstjóri við Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Kristján Benedikts- son, bóndi að Hólmavaði í Aðal- dal og þrír kunnir laxveiðimenn á Húsavík, þeir Hallmar Helga- son, Helgi Bjarnason og Birgif Lúðvíksson. Þeir félagar ein- beita klaki- og eldi að laxi úr Laxá í Aðaldal og bleikjtx af Mývatnskyni. Starfsemi þeirra fyrsta árið mótaðist af gætni og fyrirhyggju, hreinlæti og um- hyggju, enda var’ð árangurinn frábær. Á síðastliðnu sumri gat þessi litla stöð látið af mörk- um 23 þúsund seiði til Laxár og 17 þúsund bleikjuseiði í Botnsvatn, rétt ofan við Húsa- vík. í sumar var framhaldið undir- búið með mikilli forsjá. Þeir öfluðu sjálfir klakfisksins á stöng í veiðileyfitíma í Laxá, og geymdu laxinn í kistum í umsjá Kristjáns bónda að Hólmavaði. Fyrir hálfum mánuði síðan fluttu þeir svo laxana í eldiskei; stö’ðvarinnar á Húsavík og eftir rúmlega vikudvöl þar var hafizt handa um kreistingu og frjóvg- un. Alls höfðu þeir yfir að ráða rúmlega 20 hrygnum frá 11 til 18 punda og 19 hængjum, allt upp í 26 punda. Áætlað er að úr þessum löxum fáist það mik- ið magn af laxahrognum að fram leiðsla stöðvarinnar muni 5—6 faldast frá því í fyrra. Þeir félagarnir óskuðu eftir því við formann Félags áhuga- manna um fiskirækt, Braga Eir- íksson forstj. og sinn gamla sveit unga og veiðifélaga Jakob Haf- stein, lögfr. og höfund bókarinn- ar um Laxá í Aðaldal, að þeir kæmu norður til Húsavíkur s.l. laugardag, til þess að fylgjast með kreistingunni og frjóvgun hrognanna. Fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík, Sigurður P. Björnsson útibússtjóri Landsbankans þar, hefur sent blaðinu meðfylgjandi myndasamstæðu úr klakstöðinni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.