Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 21 Sex tilbod bárust í Listahúsió TILBOÐ íListahúsið, sem Reykja víkurborg og Félag ísl. mynd- iistarmanna ætla að reisa á Miklatúni, voru opnuð hjá Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborg- ar 12. október sl. Alls bárust sex tilboð i húsið fullfrágengið og var lægsta tilboðið frá Dag- fara sf. 32.350.000 krónur en hæsta tilboðið var frá Almenna byggingarfélaginu að upphæð 45.826.000 krónur. Kostnaðar- áætlunin hljóðaði upp á 34.082.000 krónur. Tilboðin eru nú i höndum borgariögfræðings og borgarstjóra ta wmsagnar. Samkvæmt lægsta tilboðinu nemur heildarkostnaður á rúm- metra 2446 krónum. í útboðslýsingunni er þess ekki getið, hvenær verkinu á að vera lokið, en sagt, að byrjað skuli á verkinu stracx og samn- ingar við verktaka hafa verið undirritaðir. Skal svo hraða þvi eftir föngum. Mismunurinn á hæsta og lægsta tilboðinu er 13.476.000 krónur, sem er óvenju mikið, að sögn Thorben Fredriksen,' inn- kaupastjóra Reykjavíkurborgar. Önnur tilboð, sem bárust í Lista húsið voru þessi: Ingibjartur Arnórsson, 4)3.784.828, Magnús K. Jónsson og Magnús Árnason 3)9.050.000, Ármannsfell 38.600.000 og Sveinbjörn Sigurðs son 36.720.000 krónur. Bálið frá olíulireinsunarstöðvum Egypta við F ort Suez sázt í lsmailia í 80 km f jarlægð. Mynd þessi er tekin aðfaranótt miðvikudags. (AP-mynd). — Öryggisráðið Framhald af bls. 1 tundursnilli í stað Eilats; á hinn bóginn er viðurkennt, að Banda- ríkin mundu ef til vill bjóða ísrael tundurspilli úr varaflota sínum, ef þes verður farið á leit sínum, ef þess verður farið á leit herra ísraels, er nú staddur í New York, en Moshe Dayan, varnarmálaráðherra landsins, hef ur frestað heimsó.kn sirrni þang- að vegna atburða undanfarinna daga. Öryggisráðið kom á ný sam- an í dag að beiðni Egypta og lágu fyrir því tvær ályktanir frá Sovétríkjunum og Bandaríkjun- um, í soivézku ályktuninni sagði, að Öryggisráðið fordæmdi „fyr- ir árásaraðgerðir á Súez-svæð inu“. Krefjast Sovétmenn þess, að ísrael bæti arabíska Sam- bandslýðveldinu tjónið, sem árás in olli og virði framvegis vopna hlésfyrirmæli Sameinuðu þjóð- anna. í bandarísku ályktuninni sagði, að sérhvert brot á vopna- hlésfyrirmælunum beri að for- dæma og öllum aðildarríkjun- um beri að virða vopnahléið og starfa með fulltrúum SÞ, sem sendir voru til Súez. Fréttamenn streymdu til Suez í dag frá Tel Aviv. Þeir urðu vitni að því, er ísraelzk þota rauf egypzka lofthelgi og skaut á slökkviliðsmennina og her- mennina, sem börðust við eld- ana í olíuhreisunarstöðvunum handan skurðarins. Loftvarnar- byssur Egypta hrö.ktu þotuna á brott og enginn mun hafa fallið í skothríðinni. Um 300 menn vinna að slökkviliðsstörfum, en sækist starfið seint. E1 Nasr-stöð in er sögð gersamlega ónýt, en hin stöðin er verulega skemmd Var starf slökkviliðsmannanna aðallega fólgið í að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í olíu tankana við síöðina. óstaðfestar heimildir herma, að borgin Súez hafi eyðst í eldinum. Varaliö kallað út? Dagblaðið A1 Anwar í Beirút segir, að ísraelska herforingja- ráðið kveðji nú út varalið til nýrra árása á Araba. Segir blað ið, að ísraelskar útvarpsstöðvar hafi sent út herkvaðndngar á dul máli eftir sérhverja fréttasend- — De Gaulle Framhald af bls. 1 stjórn færi varlega í sakirnar Kvaðst Kiesinger hafa lagt á þetta ríka áherzlu í viðræðum sínum við Wilson, forsætisráð- hierra. Kiesinger lýkur opin- berri heimsókn sinni til Bret' lands í dag. ingu, á sama hátt og gert var fyrir síyrjöldina í júní sl. Sama blað og málgagn egypzku stjórnarinnar í Kairó, A1 Ahram, segja, að allmörg ber- skip úr sovézka flotanum muni koma í „kurteisisheimsókn" cil Port Said á morgun, fimmtudag. Blöðin gátu þess ekki hversu mörg skip mundu koma, en gátu í skyn að meðal þeirra væru tundurspillar, flugvélamóður- skip búið eldflaugum og kafbát- ar. Síðdegis í dag bárust fregnir um hörð átök ísraelskra her- manna og arabískra hermdar- verkamanna um 11 km. norður af Damya-brúnni yfir Jórdan- fljót. Tveir fsraelsmenn munu hafa fallið í þessum átökum, en fjórir Arabar særðust lífshættu- lega. — Vísitala Framhald af bls. 32 framfærslukostnaðar í Reykja- vtík samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem gerð hefur verið á neyzlu launþega í Reykjavík 1964 og 1965. Grunn- tala þessarar nýju vísitölu skal miðuð við verðlag í byrjun janúar 1968. Kauplagsnefnd hefur ákveðið, að grunntala nýrrar vísitölu — verði hún lögfest — skuli vera útgj aldaupphæðin 10.000 kx. í byrjun janúar 1968. Þær út- gjaldaupphæðir, sem birtar verða síðar, eiga að sýna saman- lagt verð á þeim vörum og þeirri þjónustu, sem í febrúar 1968 og framvegis samsvara útgjaldaupp hæðinni 10.000 kr. í janúarbyrj- un 1968. Með þessari birtingaraðferð er fylgt fordæmi nágrannaþjóð- anna, m. a. Dana og Norð- manna, og breytingar á grunn- tölunni munu á ljósan hátt sýna breytingar á vísitölunni sjálfri. Breytist t. d. útgj aldauppthæð- in úr 10.000 kr. í kr. 10.932.48, verður vísitalan 109 stig. Verði útgjaldaupphæðin kr. 9.706,34 verður vísitalan 97 stig. Sleppa skal broti úr stigi, hálfu eða minna, en annars hækka í heilt stig. I samkomulagi ríkisstjórnar- innar, Alþýðusambands íslands og samtaka vinnuveitenda 5. júní 1964 var m. a. ákveðið að mæla með því við Kauplags- nefnd og Hagstofuna, að hafin yrði endurskoðun á grundtvelli vísitölu framfærslukostnaðar. Til þess þurfti að fara fram neyzlurannsókn, og hófst hún í janúar 1965. Ákveðið var, að rannsóknin skyldi taka til eftirf£Lrandi laun- þegastétta í Reykjavík: Verka- manna, sjómanna, iðnaðar- mnna, opinberra starfsmann og verzlunar- og skrifstofumanna í þjónustu einkaaðila. Auk þess var þátttaka í rannsókninni bundin við hjón með börn innan 16 ára aldurs eða barnlaus, og heimiliafaðir skyildi vera fædd- ur á árunum 1899—1940, þ. e. vera á aldursbilinu 25—66 ára 1965. Þátttakendur í neyzlurann- sókninni voru fundnir á þann hátt, að tekið var í skýrsluvél- um tilviljunarkennt úrtak 300 fjölskyldufeðra í launþegastétt samkvæmt skattskrá Reykjavik- ur 1964. Af þeim fullnægðu rúm lega eitt hundrað öllum skilyrð um til þátttöku, og komu eitt hundrað skýrslur til fullnaðar- úrvinnslu. Þessir 100 þátttak- endur skiptust þannig á starfs- stéttir: 26 verkamenm, 3 sjó- menn, 23 iðnaðarmenn, 30 opin- berir starfsmenn og 18 verzlun- einkaaðila. Til samanburðar hefur á heildarneyzlu og neyzlu- skal þess getið, að samkvæmt atvinnumerkingu á skattskrám Reykjavíkur, Kópavogs og Sel- tjarnamess 1965 skiptuist kvænt- ir karlframteljendur 25—66 ára í þessum starfsstéttum sem hér segir, í hundraðshlutum: Verka- menn 26,7, sjómenn 4,4, iðnað- armenn 21,5, opinberir starfs- menn 30,9 og verzlunar- og skrif stofumenn 1 þjónustu einkaað- ila 16,5. Samkvæmt þessu kem- ur hlutfallsleg skipting þátttak- enda í neyzluathuguninni vel heim við raumverulega skipt- ingu kvæntra karla á þessax starfsstéttir. Tala einstaklinga í úrtakinu var: Beimilisfeður 100 Heimilismæður 100 Börn 198 Alls 398 í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi um efnahagsaðgerðir er að finna nánari upplýsingar um tilhögun rannspknar þessar- ar á neyzlu launþega í Reykja- vík. Með neyzlurannsóknimni og með uppsetningu hins nýja grundivallar var stefnt að því, að fá sem réttasta mynd af raun- veruliegum neyzluvenjum laun- þegafjölskyldu í Reykjavík, án tillitis til tekna fjölskyldu, barna ar- og skrifstofuimenn í þjónustu ' tölu og annans þess, er áhrif val. Hinn nýi vísitölugrunnur er því meðaltal af útgjöldum, sem í hverjum flokki fyrir sig geta verið bæði miklu hærri og lægri en það meðaltal, sem í grundvöllinn er sett. Fram taldar meðalbrúttótekj- ur þessara fjölskyldna voru 202 þús. kr. á árinu 1964. Þegar það tekjumeðal er borið saman við niðurstöðutölu ársútgj alda sam- kvæmt neyzlurannsókninni (sjá rneðfylgjandi yfirlit), verður að hafa í huga, að hún er miðuð við verðlag 1. febrúar 1966, og að mikil hækkun varð á tekjum frá 1964 og til 1966. T. d. hækk- aði tímakaup samkvæmt I. taxta Dagsbrúnar um tæp 25% frá meðaltali 1964 og til 1. fe- brúar 1966. Önnur atriði en tekjur og barnafjöldi, sem hafa mikil áhrif á skiptingu neyzluútgjalda, eru m.a, þau, hvort fjölskyldan á bifreið eða ekki og hvort hún býr í eigin husnæði eða ekki. Af þessum 100 fjölskylidum áttu 55 bifreið, og 66 voru í eigin húsnæði. Að öðru leyti vísast til með- fylgjandi yfirlits um meðalárs- útgjöld hinna eitt hundrað fjöl- skyldna, ásamt með saman- burði við þann vísitölugrund- völl, sem nú er í gildi. Meðalútgjaldaupphæðir 100 fjölskyldna 1/2 1966 og 1/8 1967 samkvæmt neyzlurannsókn 1964—65 ,og hlutfallsleg skipting útgjalda samkvæmt lienni borin saman vi@ skiptingu útgjalda samkvæmt núgildandi visitölu. Útgjaldaupphæðir Skipting neyzlu- skv. neyzlurannsókn útgjalda (%) 1/2 1966 196—465 Skv. neyzlu- Skv. rannsókn núgildandl 1/2 196 6 1/8 1967 1964—65 vísitölu 11, 12 Matvörur og drykkjarvörur 67 937 70.784 29,60% 44,90% Þar af: Brauð, ltex, mjölvara 6 072 6.755 2,64 4,48 Kjöt og kjötvörur 16.726 17.650 7,29 12,41 Fiskur og fiskvörur 4.314 5.603 1,88 3,36 Mjólk, mjólkurvörur, feitmeti, egg .... • 17.694 16.287 7,71 14,10 ÁVext'r hvers konar 5.005 5.747 2,18 1,81 Kartöflur 2 647 1.857 1,15 2,11 Annað grænmeti 2.732 3.417 1,19 1,27 Sykur 819 915 0,36 0,94 Sælgæti, ís, aldinmauk o. fl 2.610 2.759 1,14 0,28 Aðrar matvörur 1.340 1.410 0,58 0,67 Kaffi og te 2.363 2.450 1,03 2,12 Aðrar áfengislausar drykkjarvörur .... 1.795 2.016 0,78 0,67 Áfengi 3.820 3.918 1,67 0.68 21 Tóbak 6 154 6.257 2,68 3,32 31 Föt og skófatnaður 29.157 30.326 12,71 12,95 41 Húsnæði 37.200 42.326 16,21 10.69 51 Hiti og ) afmagn 7.092 8.620 3,09 5,23 61 Húseögn, búsáihöld, heimilisbúnaður .... 19 309 20.288 8,41 5,37 71 Snyrting og snyrtivörur 4 151 4.500 1,81 1,96 72 Heilsuvenrnd 4.332 4.750 1,89 1,40 81 Eigin bxfreið, fargjöld, o.þJi 24.370 25.387 10,62 2,79 82 Póstnr og sími 3.400 3.400 1,48 1,34 91 Lestrarefni, útvarp og sjónvarp. skemmtanir, o.þ.h 23.452 26.335 10,16 4,76 92 Vörur ótaidar annars staðar 1.651 1.706 0,72 — 93 Félagsgjöld 1.210 1.630 0,53 0,58 99 Opinhí'r gjöld, þó ekki tekjuskattur, úKvar og kirkjugarðsgjald 6.575 7.355 2,87 5,46 99 Tekjuskattur, útsvar og kirkjugarðs- gjald — — — 5,20 Samtals 235.990 253.664 102,78 105,95 Fná dregst: Fjölskyldubætur 6.375 7.843 2,78 5,95 Aáls 229.615 245.821 100,00 100,00 Hækkun nettó-útgjaldaupphæðar frá 1/2 1966 til 1/8 1967 .................. 7.06%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.