Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 23 Tryggvi Gunnarsson — Minningarorð TRYGGVI Gunnarsson, glímu- konungur, er fallinn fyrir æðra valdi en mannlegum mætti. Því læt ég þennan titil fylgja nafni hanS, að við hann var hann tengdur og þekktur meðal samtíðarmanna sinna í hinni gömlu Reykjavík, frá því er hann sigraði á sínum tíma hinn > > IÞIHITTAFRITTIR nt«U» mikla íþrótta- og glímugarp, Sigurjón Pétursson í íslands- glímunni og fékk þarmeð titil- inn glímukóngur íslands, þá nýr og lítt þekktur á íþróttasviðinu. Með þeim sigri byrjaði hans frægi íþróttaferill, sem varði þar til hann yfirgaf íþróttavang- inn „ósigraður". Tryggvi tók þátt í flestum í- þróttagreinum, sem voru þá iðk- aðar, og bar allstaðar hæstan hlut. Enda hafa ýmsir íþrótta- frömuðir,s em þekktu hreysti og hæfni Tryggva, haldið því fram, að hann hafi verið jafnvigasti í- þróttamaður, sem hefur komið fram á sjónarsviðið á þessari öld og, jafnvel þótt lengra sé farið. Hann fæddist í þennan heim 10. júní 1895 og var því fullra 72 ára, er hann lézt í Landsspít- alanum eftir stutta legu, 19. þ. m. Tryggvi Gunnar Júní Gunn- arsson, en það var hans fulla nafn, var einn þeirra manna, sem settu stóran svip á hina gömlu Reykjavík, því auk sinn- ar íþróttafrægðar, var maðurinn óvenjulega glæsilegur, ungur maður að vallarsýn, svo að það sópaði að honum, hvar sem hann fór, fríður sýnum, hár vexti, limaléttur með mjúkar hreyfing ar, og samsvaraði sér vel, hvar sem á hann var litið. Þessa lýsingu á hans ytra per- sónugervi, ætla ég að flestir hinna eldri bæjai'manna undir- skrifi. Um hið innra gervi verða að sjálfsögðu skiptar skoðanir eins og gengur eftir misnánum kynn- um, og mati á eðlisþáttum við- komanda. Ég hafði ekki hugsað mér að fjölyrða um okkar persónulegu kynni ,og sízt að leggja þau und- ir dóm fjöldans. En þau voru orðin hálfrar aldar gömul og að sjálfsögðu kennir margra grasa á svo löngum tíma. Einn eðlis- kost hins framliðna vil ég þó sérstaklega undirstrika, sem ekki er ríkur hjá þorra manna, að hann var mjög vægur í dómum sínum um bresti í fari náungans. Tryggvi kvæntist gjörvulegri konu, Guðrúnu Guðmundsdótt- ur, og átti með henni 12 mynd- arleg börn og eru 10 þeirra á lífi, 2 dóu ung. Guðrún reyndist manni sínum óvenjulega góð og fórnfús kona, sem oft kom sér vel í lífinu, í uppeldi svona margra barna o. fl. erfiðleika, sem steðjuðu að eins og oft vill ganga, og henni vil ég gefa þann titil, sem nákunnugur öll þessi ár: „Hún var hetja“, sem dugði bezt, þegar á reyndi mest. Og það veit ég að Tryggva var ljóst, þótt hann hefði ekki mörg orð þar um. Enda var það hans háttur að vera fámáll um sín einkamál. Ég vil svo að lokum þakka þær góðu stundir, sem við átt- um saman þennan langa tíma í lífinu, sem að sjálfsögðu voru margar, því við Tryggvi þekkt- umst á sínum tíma betur og dáð- um hvorn annan meir en al- mennt gerist. Svo óska ég þér, gamli vin, góðrar heimferðar til ljóssins heima á landi eilífðarinnar, og vona að þú haldir þar áfram þinni sigurför sem þú byrjaðir hér. Hjörleifur M. Jónsson. í DAG er jarðsunginn frá Foss- vogskirkju Tryggvi Gunnarsson, bílstjóri, fyrrum glímukappi. Með honum er genginn mikill afreksmaður og drengur góður, sérstæður persónuleiki, eftir- minnilegur þeim, er honum kynntust. ísland hefur átt marga frækna íþróttamenn, en vafasamt tel ég, hvort margir hafi fæðzt á þessu landi, sem voru jafn mörgum íþróttum búinn og Tryggvi Gunn arsson. Allir, Sem eitthvað þekkja til íslenzkrar glímu, vita, að Tryggvi var glímukappi ís- lands á sinni tíð, glímukóngur, eins og það var þá kallað. Hitt vita ef til vill færri, að á þeim árum var hann jafnframt — og ekki síður — fræknastur allra frjálsíþróttamanna hér í bæ. Tryggvi var slíkur, að hann hljóp hraðar en aðrir menn, stökk hærra og kastaði spjóti lengra en aðrir. Hann var sterk- ari en flestir aðrir, en hann var ekki vöðvafjall, þótt hann væri afrenndur af afli, herðibreiður og beinvaxinn. Hann hafði til að bera fjaðurmýkt og styrkleika stálsins, snerpu og mýkt, — allt í senn. Vafalaust geymist þessi mynd af Tryggva Gunnarssyni lengst í hugum okkar, sem þekktum hann, og það er ánægjulegt að eiga slíka mynd af þessum ítur- vaxna manni, sigurvegaranum á glímupallinujn og íþróttaleik- vanginum. Og þrátt fyrir allar framfarir á sviði íþróttamála, betri keppnis- og þjálfunarað- stöðu, íþróttakennara, þjálfara, þrekmælitækja og allt annað, sem nú heyrir til, — er mér til efs, að fjölhæfari íþróttamaður hafi verið uppi á þessari öld en Tryggvi Gunnarsson. Tryggvi var mestan hluta ævi sinnar vínhneigður, og er þetta hvorki sagt honum til lasts né lofs. Hér með er ekki varpað rýrð á mínningu hans með því að geta þess. Minningin um hann bliknar ekki af þeirri sök, frem- ur en margra mætra manna, sem þannig hafa verið gerðir. Það mun hafa verið árið 1940, að ég kynntist Tryggva Gunn- orssyni. Að vísu hafði ég þekkt hann af orðspori sem frábæran íþróttamann, kappann, sem hafði lagt að velli snjöllustu glímu- menn landsins og borið frægðar- orð af hlaupurum og spjótköst- urum sinnar tíðar. Kunnings- skapur okkar hélzt alla tíð síð- an, þótt fundum okkar bæri sjaldan saman síðustu fimmtán árin. En á árunum 1941—51 tók- um við oft glas saman, en því nefni ég það, að vínið bar Tryggva aldrei ofurliði, smækk- aði hann ekki, eða gerði hann að lítilmenni eða hrotta. Stundum bar það við, að menn vildu bekkjast til við Tryggva í öldur- húsi, en aldi-ei vissi ég til, að hann neytti yfirburða krafta sinna, — hann stjakaði í hæsta lagi hvimleiðum nöldurseggjum frá með styrkum handlegg sín- um, brosti máske og bað ófrið- armanninn um að fara eitthvað annað með tilburði sína. Þannig minist ég Tryggva, mannsins, sem aldrei neytti kraftanna til þess að sýnast eða til þess að meiða. Tryggvi Gunnarsson var far- sæll maður, —- hann eignaðist Framhald á bls. 24 Grófur varnarleikur 1. deildarliðs Fram hefur verið gagnrýndur hér á siðunni. En þessi mynd, tekin i leik Fram gegn ÍR sl. laugardag í 3. flokki, sýnir að hinir ungu Framar eru í engu eftir- bátar þeim eldri. Þó tveir Framarar séu innan teigs — og tveir haldi í ÍR-inginn, var aðeins dæmt aukakast. Segið svo að að dómarar geti ekki ráðið úrslitum leikja. íþróttir Framhald af bls. 30 sá á undan og einkenndist af hörku og hraða og virðast ungu stúlkurnar vera búnar að ná lagi á því að brjóta af sér, enda voru dæmd alls 6 víti í þessum stutta leik. KR skoraði fyrsta markið, en Fram jafnaði og náði forskoti og í hálfleik stóð 3-2 fyrir Fram. f seinni hiálfleik skioruðu bæði lið- in 2 mörk og endaði leikurinn 4-4. — Hjá KR voru beztar Guðrún, Rósa og Kolbrún, en tvær síðast nefndu skoruðu 2 mörk. Hjá Fram bar Oddný af hvað skot snerti, en hún skoraði 3 mörk. Aðrar eru og ágætar. 1. flokkur kvenna, KR — Fram, 6-6 Segja má að þetta hafi verið daufasti leikur kvöldsins, enda lítill baráttuvilji fyrir hendi og mega 1. flokks stúlkurnar taka á, ef þær ætla ekki að láta yngri stúlkurnar skjóta sér ref fyrir rass. KR hafði forystu allan fyrri hálfleik, eri Fram jafnaði fyrir hlé. í seinni hálfleik hafði Fram forystu, en KR tókst að jafna fyrir leikslok, 6-6. Líflegastar hjá Fram voru Erla og Sigrún, skoruðu báðar 2 mörk, en hjá KR var Sigrún skothörðust með 4 mörk, hin tvö skoraði Edda. 3. flokkur karla, Valur — ÍR, 7-5 Drengjaleikirnir buðu enn sem fyrr upp á hraða, hörku og spennu og var það mjög ríkjandi í leik Vals og ÍR. Hinir knáu ÍR-ingar hófu leik- inn af miklum hraða, en Valur svaraði með harðri vörn, en IR- ingarnir voru samt yfir í hálf- leik, 4-3. í seinni hálfleik jafn- aði Valur strax og jókst spennan af miklum mun og mátti vart á milli sjá, en þá brást vörnin hjá ÍR og Valur skorar 2 mörk. Við það harðnaði leikurinn enn meira og missti dómarinn öll tök á leiknum, sem endaði með á- flogum og 7-5 fyrir Val. ÍR-ingarnir byrjuðu leikinn vel, en voru ekki nógu harðir í lokin og urðu þar af leiðandi að láta í minni pokann. Aðalstoðir liðsins eru Tryggvi, Gunnar og tvíburarnir Hörður og Haukur, en markhæstir voru tveir fyrr- nefndu með 2 mörk hvor. Valur hagnaðist verulega á bröturium í þessum leik, en átti þó skilið að vinna að þessu sinni. Sigurður skoraði 3 mörk og Kristinn á línunni 2. 3. flokkur karla, Ármann — Víkingur, 9-7 Víkingur tók forystu í upphafi og stóð 5-3 fyrir þá í hálfleik. í síðari hálfleik unnu svo Ármenn ingarnir á og tóku leikinn smám saman í sinar hendur og jöfnuðu metin, 6-6, og náði spennan þá hámarki. Var nú hraðinn orðinn geysimikill og harkan eftir því, en úthald Víkinga var á þrotum og fengu þeir á sig 3 mörk á móti einu og vann Ármann þar með annan leik sinn í mótinu. Úthaldsleysi Víkinga gerði út um leikinn, en annars á Víking- ur góðum liðsmönnum á að skipa. Hjá þeim skoruðu Krist- inn 3 mörk og Guðgeir 2. Ármenningar byrjuðu rólega, en hertu sig undir lokin og áttu sigur fyllilega skilið. Beztur var Ingólfur í markinu þó hann kæmist ekki almennilega „í gang“ fyrr en í seinni hálfleik og Ólafur, sem skoraði 3 lagleg mörk. Snorri á linunni er mjög sterkur sakir hæðar sinnar. 3. flokkur karla, Fram — KR, 10-7 í síðasta leik kvöldsins, sem var mjög skemmtilegur og harð- ur, tókst Fram að sigra 10-7 eftir að leikurinn hafði verið mjög tví sýnn allt fram í miðjan seinni hálfleik, enþ á fór KR-vörnin úr skorðum og sóknin einkenndist af fumi og skoruðu Framarar létt síðustu 4 mörkin í röð. Fram slapp miklu betur frá þessum leik, en við ÍR á síðasta leikkvöldi. Beztur er Jón Helgi, en hann skoraði 3 mörk, öll af línu, Guðmundur, Stefán og Gunnlaugur einnig góðir, skor- uðu 2 mörk hver. KR-ingar st.óðu sig vel fram- an af meðan þeir héldu í við Fram, en voru ofurliði bornir í lokin. Haukur skoraði 3 mörk og er hann og Magnús virkustu menn liðsins. Dómararnir Birgir og Helgi Þorvaldssynir áttu yfirleitt mjög slæmt kvöld, en þeir virtust ekki kunna nægileg skil á brot- um eða alls ekki sjá þau og misstu þeir völdin á leikjunum hvað eftir annað og töpuðu sum liðin mjög á því. Kr. Ben. Réttarhöld gegn Mafíu-mönnum Catanzaro, 2'5. okt. — AP-NTB UM 150 manns hafa verið dregn- ir fyrir rétt í borginni Gatanzaro á Ítalíu, ákærðir fyrir fjölda- morð og hryðjuverk á vegum Mafíunnar á Sikiley. Þessir menn unnu allir fyrir Mafíuna á eynni, sem klofnaði í tvo stríð- andi neðanjarðarflokka árið 1962, þegar Mafíu-foringinn „Lucky“ Luciano lézt. Valdabar- átta þessara tveggja hópa hefur kostað a.m.k. 20 manns lífið, þar af sjö lögreglumenn. Foringjar þessara hópa, Angeio la Barbera og Pietro Torretta, ganga enn lausir og fara, að sögn lögreglunnar, huldu höfði. Við hryðjuverk sín notuðu glæpa- mennirnir vélbyssur, eða komu sprengjuhleðslum fyrir í bilvél- um. Lögreglumennina sjö'myrtu þeir í nánd við Palermo fyrir fjórum árum með því að koma fyrir dinamíthleðslu í bifreið þeirra. Þessi morð ollu um.fangs- mestu lögreglurannsóknum gegn Mafíunni á árunum eftir siðari heimsstyrjöldina og margir þeirra, ,sem nú verða leiddir fyr- ir rétt voru handteknir þá. Rétt- arhöldin munu, að sögn, taka sex mánuði. — íþróttir Framhald af bíls. 30 sem eftir eru í keppninni um Evrópubikar meistaraliða. — En hægt er að tapa með sæmd og fullri virðingu, ástæðulaust að gefast upp og gefa allt á bát- inn. Það kostar stundum dálítið að vera íslandsmeistari! — En flestir hlutir hjá ísl. liðum eru heppni háðir. — A. St. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.