Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 Fjármálaráðherra svarar fyrirspurn um vísitöluna Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær kom til umræðu fyrirspurn Magnúsar Kjartanssonar (K) um íhvernig vísitala sú, sem miðast við neyzlurannsókn frá 1965 hefði breytzt síðan tekið var að reikna hana út. Sagði Magnús að hann hefði leitað til Hag- stofustjóra um upplýsingar um þessi mál, en hann hefði neit- að um þær. Það væri sín skoð- un að hér væri ekki um neitt launungarmál, og óhæfa væri að alþingismenn fengju ekki aðst til þess að fylgjast með þeim út- reikningum er fyrir lægju. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra svaraði fyrirspuminni: Ég tel ekki ástæðu til að fara að ræða hér sérstaklega það sem hv. þm. sagði um, hvernig stæði á því, að Hagstofan hefði ekki dreift fyrr út upplýsingum vairðandf nýju vísitöluna. Ég sagði það, þegar efnahagsmálin voru hér á dagskrá og svaraði þá fyrirspurn frá hv. þingm. að ástæðan væri sú, að ráðuneytið hefði ekki talið rétt meðan mál- ið væri á algjöru athugunarstigi að dreifa út einstökum upplýsingum, nema þá væri hægt að tatka málið til heild- armeðferðar. Slíkt gat verið vill andi og leitt til mjög óheppi- legra umræðna um málið. Þar sem hins vegar nú hefur verið ákveðið að leggja til, að þessi visitala verði lögfest, er að sjálf sögðu ekkert, sem hindrar það að allar upplýsingar um málið séu gefnar, þá er hægt að ræða það frá öllum hliðum og hefur að sjálfsögðu aldrei staðið til, þegar það skref yrði stigið, að allair upplýsingar yrðu um mál- ið gefnar. Fyrirspurnin er þess efnis hvernig vísitala sú, er miðast við neyzlurannsókn frá 1965 hafi breytzt síðan tekið var að reikna hana út. Fyrirspurnin er nokkuð óljós og kann svar mitt að bera þess nokkur merki, vegna þess að þegar rætt er um breytingar á vísitölunni, er almennt talað um heildarvísitöluna hvað hún hafi toreytzt og ég hefi því miðað ovör mín við það. Samkv. þeim upplýsingum sem liggja fyrir í aths. með frv. rík- isstj. um efnahagsaðgerðir, voru útgjöld hinna hundxað fjöl- skyldina, sem tóku þátt í neyzlu rannsókninni færð fram til verð lags 1. febrúar 1966. Síðan hefur þessi nýi vísitölugrunnur verið reiknaður 3. hvern mánuð miðað við verðlag 1. maí, og 1. nóv- ember. Ef heildarútgjöld hins nýja grundvallax 1. febrúar 1966 eru sett 100, eru samsvarandi vísitölur síðan þá sem hér seg- ir: 1. maí 1966: 103 stig, 1. ágúst 1966: 105,2 stig, 1. nóvember 1966: 106,1 stig, 1. febrúar 1967: 106,3 stig, 1. mai 1967: 106,7 stig, og 1. ágúst 1967: 107,1 stig. Næsti Tvö jorð- söluirumvörp LÖGÐ hafa verið fram tvö frum vörp tffl. laga um jaxðasölur rík- issjóðs. Fjallar aonnað frumvarjJ- ið um heimild fyrir ríkisstjórn- ina að selja eyðijörðina Hól í Ölfusi í Árnessýslu, — flutnings- maður er Guðlaugur Gíslason. HiU frumvarpið gerir ráð fyrir heimild ríkisstjóxnarinnar til að selja eyðijörðina Holt í Dyrhóla- hreppi i Veatur-Skaftafellssýslu Flutningsmenn frumvarpsins eru Guðlaugur Gíslason og Ágúst Þorvaldsson. útreikningur hins nýja grunns verður miðaður við 1. nóvember n.k. Þess má geta um leið, að nú- gildandi framfærsluvísitala hækkaði á tímabilinu frá 1. febr. 1966 til 1. ágúst 1967 úr 133,1 stigi í 195,1 stig eða 6,6%, en sú hækkun var tilkomin áður en verðstöðvunaraðgerðirnar komu til. Að öðru leyti vil ég vísa hér til greinargerðar, sem ég hefi látið útbýta til allra þingmanna. Henni fylgir yfirlit er sýnir meðalársútgjöld hinna 100 fjölskyldna, annars vegar miðað við 1. febrúar og hins veg ar 1. ágúst 1967 með skiptingu í neyzluflokka. Þar er og hlut- fallsleg skipting neyzluútgjalda samkv. hinum nýja vísitölu- grunni borinn saman við skipt- ingu útgjalda samkv. gildandi framfærsluvísitölu. Nú skal ég ekki um það fullyrða hvort þessar upplýsingar fullnægja að öllu leyti því, sem hv. þm. var að ræða um. Ég býst að vísu ekki við. að þær fullnægi að því leyti til, að það sé birt, hvaða breyting hafi orðið á þvi tíma- bili, sem ég gat um á hverjum einasta lið vísitölunnar. Það er auðvitað hægt að komast eftir því líka, ef menn vilja, en eins og hv. þingm. sagði, er þetta svo flókið mál og tölulegt, að það er ómögulegt að vera að lesa það hér upp, svo að ég valdi heldur þann kost að láta útbýta þessu skjiali og telji menn það ekki fullnægjandi, er hægurinn hjá, að frekari upplýsinga verði aiflað í sambandi við frv. um efnahagsaðgerðir þær, sem vísi tölumálið er einmitt tekið til meðferðar. Frumvarp um byggðajafnvœgi Tilboð í Listahúsið, sem Reykja- flokksins hafa lagt fram frum- varp til laga um sérstakar ráð- stafanir til að stuðla að vernd- un og eflingu landsbyggðar og boma í veg fyrir eyðingu lífvæn- legra byggðarlaga. Flutnings- mennirnir eru: Gísli Guðmunds- son, Guðmundur Jónasson, Hall- dór E. Sigurðsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ágúst Þorvaldsson og Sigurvin Einarsson. 1. kafli lagafrumvarpsins fjall um tilgang laganna og störf Byggðaj afnvægisnefndar og seg- ir þar m.a. svo: „Tilgangur þess- ara laga er, að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins með rann sóknarstörfum, áætlunargerð og fjárihagslegum stuðningi til fram kvæmda og eflingar atvinnulífi í þeim landshlutum, þar sem bein, eða hlutfallsleg fólksfækk- un hefur átt sér stað undanfarið, eða er talin yfirvofandi. Sameinað Aiþingi kýs, að lokn um alþingiskosningum hverju sinni, sjö rnanna Byggðajafnvæg isnefnd og jafnmarga til vara. Nefndin lætur gera áætlanir og stjórnar Byggðajafnvægis- sjóði og ráðstafar eignar- og um- ráðafé hans. Byggðajafnvægis- nefnd safnar efni til skýrslu- gerðar og lætur árlega gera skýrsl.ur um þau atriði, sem þykja máli skipta í sambandi við verksvið hennar. Stjórnarfrumvarp: Breyting á siglingarlögum LAGT hefuT verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um breytingu á siglingalögum frá Margþátta upplýsingar um Tryggingastofnun ríkisins ■ komu fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn EGGERT G. Þorsteinsson félags málaráðherra svarið í gær á fundi Sameinaðs Alþingis fram- kominni fyrirspum frá Skúla Guðmiundssyni um Trygginga- stofnun ríkisins S Reykjavík. Var fyrirspum Skúla eftirfarandi: Hvað eru margir starfsmenn hjá Tryggingastofnun ríkisins í Reykjavík árið 1966? Hvað námu launagreiðslur til þeirra mikilli fjárhæð samtals á þvi ári? Hve mikill var annar kostnað ur við rekstur stofnunarinnar í Reykj'a vík það ár? Hvað voru margir umboðs- menn og starfsmenn Trygginga- stofnunarinnar utan Reykjavíkur árið 1966? Hver voru helztu störf þeirra? Hve miklu námu greiðslur til þeirra fyrir unnin störf í þágu stofnunarinnar alls á árinu? Hve miklu samtals nam ann- $r kostnaður stofnunarinnar utan Reykjavíkur, á því ári ef ein- hver var? Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra svaraði á þessa leið: I desember 1966 voru fastráðn ir starfsmenn við aðalskrifstofu 1 Reykjavík og bótagreiðslur hjá Tryggingastofnun ríkisins 52. Lausráðnir 28, en á árinu höfðu aiub þess 67 menn tekið greiðsl- ur, sem færðar hafa verið á launakostnað fyrir stjórnarstörf, nefndarstörf, endurskoðun, tíma- toundin sumarstörf og ræstingu og höfðu hætt störfum á árinu. Launagreiðslur til þessara aðilja námu allt árið 14 millj. 917 þús. 64®,78 kr. Annar kostnaður við stofnunina nam 15 millj. 525 þús. 809,02 kr. En þar er í falið greiðsla til úthlutunarnefnda at- vinnuleysisbóta, umboðsmanna og ríkissjóðs vegna starfa á skrif stofu umboðsmanna kr. 8 millj. 647 þús. 142,71 kr. og er því kostnaður skriflstoíunnar í Reykjavík 6 millj. 878 þús. 666, 3>1 kr. Samkv. 1. eru sýslumenn og bæjarfógetar umboðsmenn stofn unarinnar og hefur það verið ■túlkað svo, að þar sem sérstak- ir lögreglustjórar starfa, svo sem í Bólshreppi og Keflavíkur- flugvelli séu þeir einnig umboðs menn stofnunarinnar. Þessir um boðsmenn eru 25 talsins, og starfsmenn þeirra, sem vinna að tryggingarmálum, eru starfs- menn ríkisins og ekki skráðir á starfsskrá hjá Tryggingastofnun inni sérstaklega, enda ríkissjóði greitt samtals 6 millj. kr á áirinu 1966 vegna starfa þeirra manna, og annars kostnaðar þar að lút- andi. Aðalstörf umboðsmanna eru umboðsstörf fyrir lffeyris- tryggingar móttaka bótaum- sókna, úrskurður bóta annarra en heimildarbóta, útborgun og reikningsskil. Allir þessir um- iboðsmenn eru innheimtumenn ríkissjóðs og sem slíkir inn- heimta þeir iðgjöld til stofnun- arinnar hver í sínu umdæmi og framlög sveitarfélaganna. Sýslu menn eru formenn stjórna hér- aðssamlaga. en það eru störf fyrir hlutaðeigandi sjúkrasam- lög, sem þó hlíta um sjón og yf- irstjórn Tryggingastofnunarinn- ar. Tryggingastofnunin leitar að jafnaði til þeirra um aðrar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru úr umdæminu. Umboðsmenn eiga að endurskoða bótaúrskurði í héraði til atvinnuleysingja og greiða til úthlutunarnefnda. Fyr ir þessi störf greiðir Trygginga- stofnunin eins og áður segir rík- issjóði 6 millj. kr. á árinu 1966, en umboðslaun og innheimtu- laun og annar kostnaður utan Reykjavíkur greiddur á árinu 1966, nam 2 millj. 647 þúsund 142,71 kr. eða samtals kostnað- ur utan Reykjavíkur 8 millj. 647 millj. 647 þús 142,71 kr. Það skai fram tekið, að umboðsmenn hafa nokkur afskipti af slysa- tryggingu og að jafnaði eru slysa toætur greiddar til embættanna sem skila þeim til bótaþega. Eins og þegar er fram tekið, eru um boðsstörfin fyrst og fremst og að allega unnin vegna lífeyristrygg- inga, en lífeyristryggingarnar toera lögum samkv. kostnað vegna umsjónar og yfirstjórnar sjúkratrygginga. Önnur starf- semi á vegum Tryggingastofnun arinnar eru slysatryggingar, erfðafjársjóður, byggingarsjóð- ur aldraðs fólks, afgreiðsla og reikningshald atvinnuleysistrygg Framhald á bls. 2 des. 1963. Var frumvarp þetta flutt á sl. Alþingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu. f greinargerð frumvarpsins segir m.a., að frumvarp þetta sé flutt af því tilefni, að ríkisstjórnin telur nauðsynlegt vegna íslenzkra hagsmuna, að fsland gerist að- xli að alþjóðasamþykkt um tak- mörkun á ábyrgð útgerðar- manna, sem gerð var í Brússel 10. okt. 1957. Er jafnfraniit þessu frumivarpi borið fram annað frumvarp um heimild handa rík- iisstjórninni til að staðfesta greinda alþjóðasamþykkt fyrir íslands hönd. En breyting á nú- gildandi ákvæðum siglingalaga um takmarkaða ábyrgð jútgerð- armanna, er skilyrði fyrir því, að Ísland geti gerzt aðili að henni. Fyrirspurnir leyfðor Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær var ákveðið, að um fram- komna þingsályktunartillögu um friðun Þingvalla verði viðhöfð ein umræða. Þá var ennfremur leyfð fyrirspurn um verndun hiýgningarsvæða með 42 sam- hljóða atkvæðum og fyrirspurn .um dreifingu sjónvarps með 48 samhljóða atkvæðum. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10-100 Skipverjar af varðskipinu Albert eru þarna komnir unum að vélarhúsinu. (Ljósm.: Leif Bryde). borð i Straumnesið og beina slöng- Sjá frétt á blaðsíðu 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.