Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT, 1967 3 Þetta er hópurinn, sem brautskráðist frá Hjúkrunarskóla íslands síðastliðinn fimmtudag. Ljósmynd: Kristinn Benediktss. SIAKSTEI!\IAR Forsenda samninga Kommúnistablaðið segir í gær, að það séu „frámunalega ósvífin sjónai-mið“, sem Morg- unblaðið hafi sett fram í sam- bandi við þá samninga, sem nú standa yfir milli ríkisstjómar- innar. Að þeim sé ætlað að kanna, hvort aðrar leiðir séu vænlegri til þess að ná sömu markmiðum í afnahagsmálum en þær til- lögur og aðgerðir, sem ríkis- stjórnin hefur boðað. Vegna þessara ummæla, er nauðsyn legt að menn gerir sér skýra grein fyrir því á hvaða for- sendum gengið var til þessara samninga af hálfu ríkisstjómar- innar. í ræðu Bjama Benedikts sonar, forsætisráðherra, við fyrstu umræðu um efnahags- 18 hjukrunarkonur brautskráðar ÁTJAN nýjar hjúkrunarkonur , arskóla tslands síðastliðinn mið- voru brautskráðar frá Hjúkrun- I vikudag. Skólastjóri, Þorbjörg Jónsdóttir, flutti ræðu, sagði frá byggingarframkvæmdum við skólann, en nú hefur nokkuð •bætzt við húsnæði hans, kennslu stofur orðnar fimm, en nýtt eld- hús sem er í þessum áfanga ekki fullbúið og því ekki unnt að vígja formlega hina nýju álmu skólans að sinni. Það kom fram í ræðu skóla- stjóra, að áætlað er að fjölga nemendum verulega næstu tvö árin og stefnt að því að veita níutíu nemum skólavist árlega. Hins vegar munu engin heima- vistarherbergi bætast vfð, þegar nýja álman er fullgerð og getur því skortur á þeim, hindrað eða tafið hina fyrirhuguðu fjölgun. Ný reglugerð Hjúkrunarskólans er komin til framkvæmda og eru helztu breytingar, að bók- legt nám er aukið, tilhögun náms breytt að nokkru og náms- tími styttur um þrjá mánuði, svo að hann verður nú rétt þrjú .ár. Er þetta gert til að flýta fyrir því, að nýjar hjúkrunar- konur komist til starfa. Skólastjóri gat þess, að nokkr- ar hjúkrunarkonur sem útskrif- uðust fyrir tíu árum væru við- staddar og hefði sá hópur fært skólanum peningagjöf, sem renna skyldi í píanósjóð. Hinar nýju hjúkrunarkonur gáfu pen- ingaupphæð í sama sjóð. Síðan lýsti skólastjóri úrslit- um prófa, afhenti hjúkrunar- konunum átján prófskírteini sín og ávarpaði þær nokkrum hvatn ingarorðum. Ein hinna braut- skráðu hjúkrunarkvenna, Hulda Þannig leit örkin hans Nóa út, segir Meir Ben-Uri, sem varði fimm árum í rannsóknir sínar á biblíutextum o.fl. áð- ur en hann smíðaði þetta líkan. Örkin hans Nóa var öðruvísi en ætlað hefur verið Haifa, ísrael: ÖRKIN hans Nóa var alls ekki eins og flestir hafa imyndað sér hana — hún var í rauninni sex þúsund tonna far og í laginu eins og saman- lagður pappakassi, segir biblíufróður listamaður ísra- elskur, Meir Ben-Uri að nafni. Og hann hefur smíðað líkan af örkinni máli sínu til sönn- unar. Byggir hann þessa stað- hæfingu sína á fimm ára rannsóknum á tölugildi he- brezkra orða — hver staíur samsvarar tölu — í þreimur versum fyrstu Mósesbókar þar sem Guð gefur Nóa fyr- irmæli um smiði arkarinnar. „Ég hef lengi brotið heil- ann um örkina“, segir Ben- Uri. „Við hÖfuim alltaf hugsað okkur hana eins og skip í lag inu, en Nói var látlaus mað- ur og enginn skipasmiður. Svo ég ákvað að finna sjálfur út úr því hvernig örkin leit út“. Hann heldur því fram að hér hafi ekki verið um rétt- hymt skip að ræða. Guð gaf Nóa aðeins fyrirmæli um lengd, breidd og hæð arkar- innar, og rétthyrnt skip af þessari stærð hefði þurft of marga burðarása til að rúma öll dýrin. Það hefði ekki einu sinni flotið upp af jörðinni vegna þyngsla þegar flóðið kom, segir Ben-UrL Þar sem ekkert er minnzt á kjöl í Biblíunni, hefur þessi fljótandi dýragarður ekki ver ið skiplaga. Af þessu dregur Ben-Uri þá ályktun að örkin hafi verið eins og 150 metra stokkur og þverskurðurinn tígullaga, og hún verið fær um að bera 25 þúsund tonn. Með þeim takmörkuðu efn- um, sam Nói hafði yfir að ráða, hlýtur hann að hafa smíðað örkina í tveimur þrí- hyrningum, sem hann síðar skeytti saman, úr léttu timibri. Telur Ben-Uri að örk in hafi verið smíðið í tíu hlutum, sjö þeirra síðan ver- Þorbjörg Jónsdóttir Baldursdóttir las upp hjúkrun- arheit skólans, Sólveig Jóhanns- dóttir kennari, sem hverfur nú frá kennslu við skólann, flutti stutta ræðu. Því næst töluðu sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og dr. med. Gunnar Guðj.ónsson og Valgerður Jónsdóttir kvaddi skólann, skólastjóra og kennara fyrir hönd félaga sinna. Magnús Jónsson, óperusöngvari, söng ein söng við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Að athöfn þessari lokinni var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju og síðan skoðuðu gestir hina nýju álmu Hj úkrunarskólans. ið notaðir undir dýrin og hin- ir þrír fyrir fóðurgeymslu, auk þess sem þar var smá- klefi fyrir Nóa og fjölskyldu hans. Þrjár hæðir eða þilfór voru í örkinni, og voru skrið- dýrin neðst, fjórfætlingar í miðju, og fuglar efst. „Þetta var mjög einfalt, en það hefur verið afreksverk á sínum tíma“, segir Ben-Uri. Skipaverkfræðingar hafa staðfest sjóhæfni arkarinnar, eins og Ben-Uri heldur hana hafa verið, svo nú er hann að hugsa uim að reikna út fleiri stærðir til að fá upplýsingar um önnur mannvirki Biblí- unnar, eins og til dœmis hið endurreista musteri Gyðinga, sem nú er ekki annað eftir af en grátmúrinn. málafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar sagði hann m.a.: „Vitanlega er ljóst, að útvegs- menn og fiskiðnrekendur verða fyrir mestum áföllum, en þeirra erfiðleikar hljóta að breiðast út um allt þjóðfélagið. Og launþeg- ar komast ekki hjá því með nokkru móti að taka byrðar á sig að sínu leyti, ekki sízt vegna þess, að þeir hafa fengið sinn hlut í vaxandi mæli af stóraukn um þjóðartekjum.“ Og forsætis- ráðherra sagði ennfremur: „Þess ar ráðstafanir varð að gera með sem minnstum fyrirvara til þess að forða því, að einstakir aðilar gætu skanað sér gróðamögu- leika, en það haggar ekki því, að ef menn eftir á komast að þeirri niðurstöðu, að önnur ráð séu tiltækari er hægt að breyta hér til. Þá er hægt að auka niðurgreiðslur á ný og lækka verðið. Til þess gefst nú svigrúm til efnisathugunar, sem ella væri ekki fyrir hendi. Með því er ég ekki að segja að slíkt sé æskilegt eða um slíkt verði að lokum samkomulag, en það hlýtur að vera mjög til athug- unar, og ríkisstjórnin er þess beinlínis hvetjandi að athugað verði til hlítar, hvaða aðrar leiðir koma hér til álita og er ; fús til þess, bæði hér á þingi, á þingfundum, í nefndum og við fulltrúa hinna fjölmörgu al- mannasamtaka í landinu, og þá einkum stéttarsamtökin, að ræða til hlítar, hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvaða úrræði eru vænlegri en þau sem nú hafa verið tekin". Af þessum tilvitn- unum í ræðu forsætisráðherra á Alþingi er ljóst, að forsvars- mönnum verkalýðshreyfingar- innar hlaut að vera Ijóst, þegar til viðræðnanna var gengið, á hvaða forsendum rikisstjórnin gerðist aðili að þeim. Spurning um leiðir Það er því alveg Ijóst, að þótt kommúnistablaðið telji það „frá- munalega ósvífin sjónarmið" að benda á, að kjaraskerðing sé óhjákvæmileg, og spurningin sem nú liggur fyrir viðræðu- nefndum ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins sé fyrst og fremst sú, hvernig þessi kjara- skerðing skuli framkvæmd, þá hafa þessi atriði verið yfirlýst forsenda fyrir viðræðum rikis- stjórnarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar. í viðtali við Mbl. hefur Hannibal Valdimarsson viðurkennt nauðsyn aðgerða og í þingræðu talaði Eðvarð Sigurðs- son mjög í sama dúr. Það leikur því enginn vafi á því, um hvað þessar viðræður snúast eða á hvaða forsendum þær byggjast og óþarfi að tala um „ósvífin sjónarmið“ í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.