Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967
5
a*
IMAGIMÚSAR
SKIPHOLT»21 SÍMAR 21190
eftir lokuri slmi 40381 ’
»á£» SIM11-44-44
m/UF/M
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BILALEIGAN
- VAKUR -
Sundaugaveg 12 - Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUOARARSTÍG 3 • SlMI 22022
Riiskinnshreinsun
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti. Sérstök
meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
★ Leyfilegur fjöldi
í veitingahúsum
„Krummi" skrifar (nöfn
felld niður):
„Vökull Velvakandi!
Það hefur nú í tvígang ver-
ið lokað kl. 23.3ö að XXX um
helgi. Sem fyrrverandi starfs-
maður og tíður gestur þessa
ágæta húss, þá langar mig til
að benda á þá staðreynd, að
hin leyfða mannfjöldataia nær
engri átt.Sem sagt: Það er alls
ekki hægt að leyfa aðeins 265
manns að fara inn; það er bók
staflega ekki „ballfært". Væri
ekki hægt að endurskoða þetta
„£ermetrasystem“ með hlið-
sjón af byggingarlagi veitinga
húsa? Svo og mætti athuga
betur töluna hjá (sumum),
sem eru byggð eins og tófu-
gren, þar sem hægt er að
hleypa fólkinu út á ótal vegu.
Krummi".
★ Fuglatekja Færey-
inga í Andey
Oddný Bjarnadóttir skrif
ar:
„Kæri Velvakandi!
Húsmóðir kvartaði í dál'kum
þinum undan sláturaðferðum
Færeyinga, sem sýndar voru í
sjónvarpinu. Ég fékk nú
fjarska svipaðar hugmyndir
um þær fyrir næstum sextíu
árum. Það rnun hafa verið ár-
ið 1910, að við á Kolfreyju-
stað fórum til göngu í Andey
að vori til, eins og venja var
þar. Og er við komum í eyj-
una, var fuglinn svo stygg-
ur, að ég get því ekki með orð-
um lýst, og var það óvenju-
legt, því að hann var vanur
að vera svo spakur og hreyfa
sig hvergi, þótt nærri væri
komið. Sást undireins, að þar
hefðu óboðnir verið á ferð.
Svo fórum við að hefja göng-
ur, en þegai upp á eyjuna
kom, var ljótt um að líta. Þar
stóð prik uppi á barði, og flýtt
um við okkur þangað. Gleymi
ég þeirri sjón ekki. Þar var
stór snærisflæja á bakkanum,
og þegar farið var að draga,
komu átján æðarkollur hengd
ar á eitt snæri og einn bliki.
Til viðbótar þessum verknaði
höfðu þeir (hér höfðu Færey-
ingar verið á ferð) troðið um
hreiðrin, þar sem farið var að
unga út. Það er langt síðan
þetta var, en ákveðna hug-
mynd hef ég haft um Færey-
inga síðan. Þessu get ég ekki
gleymt, þó að ég sé komin hátt
á nirætt.
Oddný Bjarnadóttir.**
Krían Velvakandi
„Fuglavinur“ skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Fyrir nokkrn var rætt um
það hér, að sjónvarpið hefði
kallað fugl einn „brúnternu.“
Fannst bréfritara einum það
dönskulegt nafn, en Velvak-
andi spurði, hvort ekki hefði
verið rætt um „brúnþernu",
en svo heitir Kría ein í Fugla
bók Alir.enna bókafélagsins.
og „þerna“ er gamalt, norrænt
heiti á kríu; sbr. Þerney hér
inni á Sundum (imdan Álfs-
nesi).
Ekki sá ég þennan sjónvarps
þátt, en mér hefur dottið í hug,
hvort ekki hafi verið átt við
kríutegund, sem Englendingar
nefna ýmist „sooty tern“, þ.e.
sótþernu eða sótkríu, eða
„wide-awake“, en það er ná-
kvæm þýðing á nafni
þínu, Velvakandi góður.
Ekki er kría þessi jafn
vinsæl og þú. Hún finnst
helzt á Uppstigningardagsey,
(Ascension Island)-, í Suður-
Atlantshafi, þar sem flugvél-
ar brezka flughersins höfðu
oft viðkomu á styrjaldarárun-
um seinustu, og var þar þá oft
ill-lendandi fyrir kríuplágu.
Sent þér til gamans og fróð-
leiks.
Fuglavinur."
ýkr Svar til „stráka
með áhuga“
Velvakandi treystist ekki
til þess að kveða upp úrskurð
í deiluefninu. Hvernig væri að
skrifa íþróttaráði Reykjavikur
eða fþróttasambcmdi íslands?
Vinnan í Straums-
vík
„Einn óánægður“ skrifar
m.a.:
„Ég var einn af vélamönn-
um hjá Strabag-Hochtief í
Straumsvík, og greiddi ég fyrir
atvinnuleyfi til Hlífar í Hafn-
arfirði fyrir að £á að vinna á
staðnum við sléttun landsins.
Þegar því starfi var lokið, feng
um við Reykvíkingar og aðrir
starfsmenn loforð fyrir því að
fá forgangsrétt á vinnu frá
formanni Hlífar í Hafnarfirði,
en það er ég hræddur um að
hafi brugðizt hjá þeim góða
manni. Þar sem ég lít á þetta
sem þjóðarfyrirtæki, eins og
ísfixðingurinn, sem skrifað
hefur þér um þetta, en ekki
sem prívatfyrirtæki Hlifar i
Hafnarfirði, finnst mér þetta
hart aðgöngu, einkum eftir
gefið loforð. Ég segi eins og
annar, sem hefur skrifað þér
um þetta: Hvar er nú Guð-
mundur J. og umhyggja Dags
brúnar fyrir reykviskum laun-
þegum?
Einn óánægður."
ic Mjólkurhyrnurn-
ar enn
„Húsmóðir** skrifar:
„Velvakandi góður!
Þú botnlausa tunna skamm-
arbréfa og ómælanlega skart-
gripaskrín ritsnilldarinnar!
Má ég senda þér bréf til varð-
veizlu í annarri hvorri þessari
hirzlu.
Minn hugur stefnir ekki
hátt, hann dvelur við lífsins
gagn og nauðsyn, þ.e. mjólk-
ina og umbúðir hennar.
Billiard borð
Af sérstökum ástæðum er nýlegt follegt billiard-
borð til sölu. Stærð 4x8 fet. Uppl. í símum 33131 og
37029.
LAUS STAÐA
Hjá lögreglustjóraembœttinu
í Reykjavík
er laus staða aðalritara, sem jafnframt annast
skjalavörzlu.
Góð æfing í vélritun og nokkur kunnátta í Norð-
urlandamálum og ensku nauðsynleg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist embættinu fyrir 10. nóvember
n.k.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opin-
berra starfsmanna.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
25. okt.óber 1967.
Ég hef tillögu fram að færa.
Flestar okkar þrá þessa marg-
borgar hata hyrnurnar, eins og
pestina. Hefur þú, eða nokkur
annar, hitt fyrir þá húsmóður,
sem gerir sig ánægða með
þessa mjólkurpakkningu?
Flestar okkar þrá þessa marg-
lofuðu, 10-útra kassa, sem þeir
hafa á Akureyri.
Fyrir hönd kvenþjóðarinnar
skammast ég mín fyrir, að við
skulum láta faia svona með
okkur.
Ein og em kona, þó að hún
rísi upp á afturfæturna, má
sín lítils gagnvart svo mögn-
uðu fyrirtæki sem Mjólkursam
salan er.
Hvar eru nú samtök
kvenna? Erum við virkilega
svo miklar einstaklingshyggju
konur hér í henni Reykjavík,
að við getum ekki staðið sam
einaðar, í jafn einhuga máli
og þetta er?
Ég skora hér með á kven-
félög höfuðborgarinnar og öll
önnur samféiög kvenna, að
taka þetta mál á dagskrá sína,
hið allra bráðasta. Gerum
mjólkurinnkaupa-verkfalL Setj
um verkfallsverði við hverja
mjólkurbúðardyr. Tökum fyrir
öll mjólkurinnkaup, nema
handa ungbörnum. Sýnum
Mjólkursamsölunni óánægju
okkar í verki. Sönnum henni
það, að við látum ekki fara
svona með okkur.
Þig ávallt lesandi.
Húsmóðir."
-Jr „Andrarímur þykja
mér góðar“
„XX“ skrifar:
„Velvakandi góður!
Viljið þér koma því á fram
færi við Ríkisútvarpið og sjón
varpið, að hraði lesturs og sýn
inga verði tempraður — og
umfram allt látið konur ekki
lesa upp né kynna dagskrár.
Ég er allur með kvenfólkinu,
en þeirra elskulegu raddir
hljóma illa i þessum svoköll-
uðu „fjölmiðlunartækjum“.
Ég vandist „baðstofulestri“
á uppvaxtarárum mínum, en
ég man aldrei eftir að konur
læsu. Látið þær gera eitthvað
annað, en latið Þorstein ö.
Stephensen, Loft Guðmunds-
son, Séra Svein Víking, Vil-
hjálm Þ. Gíslason og fleiri
ágæta lesara skemmta okkur
með sögulestri á kvöldin. Úr
nógu er að velja. íslendinga-
sögur, Sturlunga, Einar Hjör-
leifsson, Gunnar Gunnarsson,
Stephan G. Stephanson, o.fI. o.
f.l. — Ekki þessar nýtízku
skrípasögur. sem fáir Lesa og
enginn hlustar á.
XX.“
Áhrif þess ósýni-
lega á nútimalif
nefnist erindi, sem Júlíus
Guðmund sson flytur í Að-
ventkirkjunni (Ingólfs-
stræti 19) sunnudaginn 29.
okt. kl. 5.
Kór Aðventukirkjunnar
syngur. Jón H. Jónsson
syngur einsöng.
Barnagæzla í félagsheimili
U.M.F. í kjallara kirkjunn-
ar meðan á samkomunni
stendur.
Allir velkomnir.