Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 31 ■■ Seðlabankinn Framh. @f bls. 2 tim nýjum innborgunum verða allar helztu rekstrar- og hrávör- ur svo sem kornvörur, fóðurvör ur kaffi, olíur, veiðarfæri, áburð ur iðnaðarhráefni o. fL Ákvörðun þessi sem tekin hef ur verið af viðskiptamálaráðu- neytinu í samráði við Seðlabank ann, tekur gildi mánudaginn 30. þ.m. Er tilgangur hennar sá að draga úr hinum sívaxandi halla, sem verið hefur á greiðsluvið- skiptum við útlönd síðustu mán uði. Hefur orsök hallans verið fólgin í því, að verðmæti út- flutnings hefur lækkað stórlega, vegna verðfalls erlendis og minni sjávarafla, jafnframt því sem almennur innflutningur hef ur haldizt nokíkru lægri en á sl. ári. Þannig var útflutningurinn til loka september einum þriðja eða rúml. 1000 millj. kr. lægri en fyrstu níu mánuði ársins 1966. Innflutningur, að frátöld- um skipum, flugvélum og inn- flutningi vegna Búrfellsvirkjun- ar, var hins vegar 3% hærri fyrstu niu mánuði þess árs en á sama tímabili í fyrra. Þar sem ekki er útlit fyrir, að útflutn- ingur muni aukast nægilega á næstu mánuðum til að jafna hall ann á gjaldeyrisviðskiptunum, hefur reynzt óhjákvæmilegt að grípa til ráðstafana til þess að draga úr innflutningi. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru sammála um það, að mjög óæskilegt væri að reyna að draga úr innflutningi með beinum höft um, og hefur í þess stað verið ákveðið, að taka upp hinar nýju innborgunarreglur, en þær ættu að hafa sterk áhrif í þá átt að minnka eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri. ELDUR kom upp í gamalmenna hæli í Voncouver í dag. Tveir af fimmtíu vistmönnum hælis- ins brunnu inni en allmargir særðust alvarlega. - SPÁNN Framh. af bls. 1 stóðu í 45 mínútur, og sjónar- vottar segja að sex stúdentar hafi verið handteknir. Misheppnuð mótmæli Hinar fyrirhuguðu mótmæla- aðgerðir verkamanna áttu að beinast gegn hinum stjórnskip- uðu verkalýðsfélögum, og einn- ig hugðust verkamenn krefjast launahækkana og verðlagseftir- lits. Ein af orsökum óánægju verkamanna er yfirvofandi kreppa, sem þegar hefur komið fram í því, að verðbólga hefur aukizt, verkamönnum hefur ver ið sagt upp og fyrirtækjum lokað. í díselverksmiðju í einu út- hverfi Madrid neituðu verka- menn að nota almenningsvagna, sem flytja þá heim úr vinnu, og gengu þeir fylktu liði niður göt- una sem liggur frá verksmiðj- unni. En aðeins 500 metrum frá verksmiðjunni höfðu lögreglu- menn lokað götunni með vega- tálmunum, og hörfuðu verka- mennirnir þegar lögreglan hafði skipað þeim að dreifa sér. Öfl- ugt lögreglulið var saman kom- ið á torgi í grenndinni, þar sem verkamenn áttu að koma saman áður en þeir legðu af stað í mót- mælagöngu. Á öðrum stað í bænum, ná- lægt hinum stóru Barrei-véla- verksmiðjum, var einnig fjöl- mennt lögreglulið, en áður hafði stjórnin varað við því að gripið yrði til róttækra aðgerða ef efnt yrði til mótmælaaðgerða og óróa- seggir yrðu handteknir. Þúsund- ir starfsmanna verksmiðjunnar neituðu að nota almenningsvagna fyrirtækisins og gengu til borg- arinnar, fyrst í einni fylkingu og síðan í smáhópum. Ekki kom til átaka, en lögreglumenn voru við öllu búnir á ýmsum torgum og öðrum stöðum, þar sem búast mátti við óeirðum. Mikil ólga ríkir annars staðar á Spáni. Námuverkamenn í Norð ur-Asturias hafa lagt niður vinnu t>g efnt hefur verið til setuverk- falla í nokkrum verksmiðjum í Barcelona og Bilbao. Lundúnatríó á Akureyri Akureyri, 27. októlber. LUNDXÍNATRÍÓIÐ lék í Borgar bíói í gærkvöldi fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélags Akureyr- ar. Húsfyllir var og hrifning áheyrenda mikiL Tríóið skipa: Carmel Kaine, fiðla, Peter Willis son, knéfiðla, og Philip Jenkins, píanó, allt ungt fólk, sem stund- að hefur nám við Konunglega tónli-starháskólann í Lundúnum og haldið tónleika víða um Bret landseyjar og á meginlandi Evrópu við ágæta dóma gagn- rýnenda. Á efnisskránni voru Tríó I c- moll eftir Beethoven, Þrjár Noct urnur eftir Ernest Bloch og Tríó í b-dúr eftir Schubert. Klukkan tvö í dag hélt Lund- únatríóið svo æskulýðstónleika á sama stað fyrir nemendur í framhaldsskólum bæjarins, einn ig í vegum Tónlistarfélagsins. Aftur var húsfyllir og viðtökur frábærar. Á þessum tónleikum var bæði samleikur og einleikur og viðfangsefnin sniðin við hæfi ungs fólks. Ætlunin var að tónlistarfólk- ið flygi. héðan til ísafjarðar síð- degis í dag og léki þar í kvöld, en ekki gat af því orðið vegna illviðris. — Sv. P. •> • Okumaður slasaðist í GÆRMORGUN fór Volkswag- en bifreið af veginum á Reykja nesbraut á móts við Grindavík- urveg. í bílnum var einn maður, amerískur. Var hann fluttur á sjú'krahúsið í Keflavík, en meiðsli hans eru talin minni hátt ar. - H-UMFERÐ Framh. af bls. 2 því, hvernig því beri að hegða sér á sjálfan H-daginn og næstu daga á eftir. Fimmta herferðin er svo ýmis konar upplýsinga- miðlun, sem fylgir breytingunni sjálfri. Valgarður Briem, formaður framkvæmdanefndarinnar tjáði fréttamönnum, að koma Svíanna hingað til lands hefði orðið nefndinni og starfsliði hennar að miklum notum, enda byggðist breyting hér fyrst og fremst á reynslu Svía í þessum efnum. Starfsemj nefndarinnar að und anförnu hefur aðallega beinzt að því, að leysa margvísleg vanda- mál, er við blasa, en þau eru einkum tvenns konar. í fyrsta lagi þarf að gera ýmsar breyt- ingar á gatna- og vegamótum á mörgum stöðum í þéttbýli og utan þess, en hins vegar þarf að breyta ýmsum útbúnaði far- artækja, t.d. strætisvagna. Hefur slíkum breytingum miðað vel á marga lund. Nú vprður hins veg ar lögð aðaláherzlan á kynning- ar- og upplýsingastarfsemi. Og eins og fyrr er greint frá, hefst fyrsta herferðin um miðjan næsta mánuð. - GEFIN LÍNAN Framh. af bls. 1 Ekki vildi frúin staðfesta þann orðróm, að í ráði væri að koma upp sýningu á mál- verkum rússneska listamanns ins, Mark Chagalls, í Moskvu. Hún upplýsti, áð í Sovétrikj- unum væru 11.000 listmálar- ar og því engir möguleikar á að koma upp einstaklings- sýningum. Á þessum blaðamannafundi skýrði frú Furtseva einnig frá því, að Ráðstjórnin hafi í hyggju að efna í fyrsta sinn til ballett-kepni í Moskvu með sama sniði og Tsjaikov- ski-keppnin er haldin. Ball- ett-keppnin fer fram á næsta ári. I náinni framtíð verður nýr ballett-skóli opnaður í Moskvu og verður hann með frjálslegra sniði en sá skóli, sem BolshOj-leikhúsið heims- fræga rekur. Mótmælaað- gerðir í Frakklandi Le Mans, 27. okt. — NTB-AP ÞÚSUNDIR verkamanna í Le Mans í V-Frakklandi áttu í dag í hörffum átökum við lögreglu, er verkamennirnir fóru í mót- mælaherferð gegn efnahagsmála stefnu stjórnarinnar. Alls hlutu 16 manns sár í átökunum, þar af 10 lögreglumenn. Lögreglan notaði táragas- sprengjur til að dreifa mann- fjöldanum, sem hafði lokað aðal- götu borgarinnar með trjám. Hafði mannfjöldinn kveikt í trjánum og grýtti auk þess lög- regluna. Þúsundir verkamanna frá Renault-verksmiðjunum í borginni tóku þátt í mótmælaað- gerðunum þrátt fyrir bann yfir- valdanna við þeim. Verkamenn- irnir vildu mótmæla auknum tryggingargjöldum samtímis því sem tryggingar lækkuðu. í Mul- house í A-Frakklandi kom til svipaðra mótmælaaðgerða og voru þar brotnar rúður í opin- berum skrifstofubyggingum. Þar særðust fimm menn í átökum við lögregluna. Sendiráði Kína í Endónesíu lokað Tokyo, 28. október — AP KÍNVERSKA stjórnin tilkynnti í dag, aff sendiráði og ræffis- mannsskrifstofum Kína í Indó- nesíu yrffi lokaff til bráffabirgffa og allir opinberir erindrekar Kínverja í Indónesiu yrðu kvadd ir heim. Stjórnin sagffi í yfirlýs- ingu, aff Indónesíustjórn bæri ábyrgff á þessari ráffstöfun og yrffi aff taka afleiffingunum. - FLOTADEILD Framh. af bls. 1 að tveir Arabar hafi verið felld- ir þegar ísraelskur varðflokkur rakst á hóp vopnaðra manna á vesturbakka Jórdan skammt frá Allenby-brúnni í nótt. Árásar- mennirnir flúðu yfir fljótið og skildu eftir sig sovézk vopn. Jórdanskt blað hefur eftir á- reiðarslegum' heimildum, að Huss ein konungur, sem er í heimsókn í Frakklandi, hafi falazt eftir frönskum þotum. Kunnugir telja, að með því að biðja Frakka um vopn sé Hussein að reyna að leggja fast að Banda- ríkjamönnum að hefja að nýju vopnaendingar til Jórdaníu. Bandaríkjamenn afléttu á mið- vikudag banni við vopnaölu til Israels og nokkurra Arabaríkja, en ekki Jórdaníu. Dayan varar viff Varnarmólaráðherra ísraels. Moshe Dayan, hershöfðingi, sagði á blaðamannafundi í dag, að ísraelsmenn hefðu vopna- hléssamninginn við Egypta enn í heiðri þrátt fyrir þá ögrun Egypta að sökkva tundurspi'U inum „Eilath“. Hann kvaðst vona, að Egyptar gerðu sér grein fyrir því, að hagsmun- um þeirra væri bezt borgáð með því að virða vopnahléð. Hann kvaðst telja, að Egyptar mundu ekki nota heimsókn sovézkra herskipa sem skjöld til brota á vopnahlénu. Dayan sagði, að hugsanlegt væri að Egyptar hæfu nýja styrjöld, að nokkrum mánuð- uim eða árum liðnum. Ef egypzka leyniþjónustan héldi áfram að gefa vil'landi upplýs ingar og breyta ósigri i sigur gæti það leitt til styrjaldar. Á rásin á tundurspillinn hefði ver ið gróft brot á vopnahlénu því að hann hefði alls ekki siglt í egypzka landhelgi og ekki hafið skothrið. Egyptar höfðu enga ástæðu til að skjóta. ég skil ekki hvað fyrir þeim vak ir, sagðí Dayan En ég held enn að Nasser sé pappírstígr- isrýr, bætti hann við brosandi. 6 látast af dýraeitri Miami, 27. okt. — AF — RANNSÓKN er háfin á ðauffs föllum sjö systkina, sem aff öllum líkindum hafa látizt af skordýraeitrinu Parathion í baunum. Fyrir nokkrum vikum létust tugir barna í Mexíkó af sama skordýra- eitri, sem komizt hafffi í mjólk. Baunapoki fannst í útihýsi við heimili Richardsson hjón anna, foreldra barnanna sjö, en þetta útihýsi hafði áður verið rannsakað aí lögreglu mönnum og fannst þá enginn baunapoki. Við efnagreiningu á baununum kom í ljós, að þær höfðu verið úðaðar með Parathion. Fundur baunapok ans þykir mjög grunsamleg- ur, þar eð han kom fram eftir rannsókn á útihýsinu. Richadison-hjónin eiga heima í sambýlishúsi, en engin merki um eitrun hafa komið fram í öðrum börnum í hús- inu. Neitca að skipta á njósnurum Lundúnum, 27. okt. — AP — I BRETLANDSSTJÓRN tilkynnti í dag, að hún hefffi ákveffiff aff hafna því tilboffi Rússa, aff framselja einn Breta fyrir tvo sovézka njósnara, sem nú sitja í fangelsi í Lundúnum. Sovét- stjórninni hafffi boffizt til aff af- henda fyrirlesarann Gerald Brooke, ef Bretlandsstjórn af- hendi Peter og Helen Kroger, sem nú sitja af sér 20 ára fang- elsisdóm fyrir rijósnir í þágu Sovétríkjanna. Hjónin Peter og Helen eru Bandaríkjamenn og voru eitt viðriðin mál Rosenbergs-hjón anna. Þau voru handtekin í herstöðinni í Portland ásamt Sovét-njósnaranum fræga G. A. Lonsdale, sem réttu nafni hét Konon Molody. Hann var síð- ar látinn laus í skiptum fyrir bandaríska flugmanninn Franc- is Gary Powers. Brooke var handtekinn I Sovétríkjunum árið 1965 grun- aður um njósnir. Bretar hafa Merkjosnla kveniél. Lnng- holtssnínaðnr HIN árlega merkjasala kvenfé- lagsins í Langhoitssókn verffur á morgun (sunnudag). Hún er einn þáttur í fjáröflun félagsins, en þaff safnar núna af miklum krafti til kirkjubyggingarinnax. Söfnuffurinn hefur nú þegar eignast fyrirmyndar safnaffar- heimili en sá hluti kirkjunnar sem á aff vera eingöngu til helgiathafna er ennþá óbyggff- ur. Mjög er nú unnið aff því aff safnaffarféiögum og safnaffar- stjóm að þessi síffasti áfangi hefjist sem fyrst. Munið því merkjasöiu kvenfélagsins á morgun. Árehus Níelsson. - NÝ BRÚ Framh. af bls. 28 að utanmáli og 4 m milli bríka. Til að tryggja undirstöðu, var reynt að reka staura undir stöpla. Það tókst ekki, og voru þá stöplar grafnir niður eins og unnt var eða allt að 5 m niður fyrir vatn. Framkvæmdir við brúarsmíðina hófust um miðjan maí sl. og verður lokið nú um mánaðarmót in okt.—nóv. Starfsmenn hafa að jafnaði verið um 25. Verkfræðilegan undirbúning og yfirstjórn hafa annast verk- fræðingar Vegamálaskrifstofunn. ar undir stjórn Árna Pálsson- ar yfirverkfræðings. Verkstjóri er Haukur Karlsson. brúarsm. Verkstjóri við gerð vegar og varnargarðar var Brandur Stef- ánsson vegavehkstjóri. Heildarkostnaður við brúna er áætlaður 12 millj. kr. neitað njósnaásökunum á hend ur honum, en aldrei rætt við Sovétstjórnina um málið. - KÍSILIÐJAN Framh. af bls. 28 frá Akureyri svo og ljósmynd- arar frá blöðum og Sjónvarpi, alls 11 að tölu, lögðu upp frá frá Akureyri kl. 7.30 í morgun. Færð er sums staðar farin að þyngjast. Urðu þeir tvisvar að skipta um bíl á leiðinni og komu síðast á jeppum neðan úr Reykjadal. Til Mývatns komu þeir ekki fyrr en klukkan rúm- lega 2 í dag. Við komuna var öllum bo'ðið til miðdegisverðar í Hótel Reyni hlíð, samtals 40 manns. Þar flutti Pétur Pétursson ræðu og rakti í stuttu máli byggingar- sögu verksmiðjunnar frá upp- hafi. Hann gat þess m.a. engin slys hefðu orðið á mönnum allt byggingatímabilið, þakkaði öll- um, sem á einn eða annan hátt hefðu stuðlað að því að koma þessu fyrirtæki á laggirnar. Nefndi hann m .a. Baldur Lín- dal, efnaverkfræðing, sem fyrstur fann kísilnámuna í Mý- vatni og hefur síðan af miklum dugnaði unnið að þessu máli. Þá nefndi hann Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, sem frá upp- hafi hefur verfð formaður stjórnar Kísiliðjunnar og lagt sig allan fram við að koma þessu fyrirtæki upp. Þá talaði Magnús Jónsson, fjármálaráðherra. Hann færði Pétri Péturssyni beztu þakkir fyrir öll hans störf í þágu verk- smiðjunnar, ennfremur þakkaði hann öllum, er unnið hafa við fyrirtæki'ð bæði fyrr og síðar. Þá flutti hann heillaóskir verk- smiðjunni til handa frá Jóhanni Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, sem ekki gat mætt hér í dag, en Jóhann Hafstein hefur sýnt þessu máli mikinn velvilja og skilning frá upphafi. Einnig las fjármálaráðherra heillaóska- skeyti frá Jóhanni Skaftasyni sýslumanni á Húsavík og Kaup- félagi Þingeyinga. Þá færði hann umboðsmanni Kaiserverk- smiðjanna í Kanada, sem hér hefur starfað í sumar, sérstakt heiðursskjal. Síðan afhenti Magnús verksmiðjuna Vésteini Guðmundssyni, sem nú tekur við henni. Næstur talaði Vésteinn Guð- mundsson. Hann þakaði öllum fyrir vel unnin störf svo og gó'ð- ar óskir og hlý orð í sinn garð. Jón Illugason, fulltrúi sveitar- stjórnar Skútustaðahreps færði stjórn Kísiliðjunnar árnaðarósk- ir með verksmiðjuna og þakkaði henni fyrir margvísleg sam- skipti á liðnum árum. Síðastur talaði Björn Frið- finnsson, bæjarstjóri á Húsavik. Hann færði verksmiðjunni góð- ar óskir frá Húsvíkingum. Þegar staði'ð var up frá borð- um í Hótel Reynihlíð var haldið upp að verksmiðjunni og hún skoðuð. Stjórn Kísiliðjunnar hélt stuttan fund áður en lagt var af stað til Akureyrar kl. 19 í kvöld. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.