Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 5 Námskeið fyrir rjúpnaskyttur NAMSKEIÐ fyrir rjúpnaskyttur og aðra fcrðamenn. Hjálparsveit skáta hélt fyrir skömmu nám- skeið í meðferð áttavita og ýmsum atriðum í sambandi við ferðalög fjarri mannabyggðum. Hjálparsveitin stóð fyrir tveim slíkum námskeiðum í fyrra og voru þau mjög vel sótt. Námskeiðið fór þannig fram að bókleg kennsla var eitt kvöld og verklegt annað. Meðferð áttavita kenndi Jón Þóroddur Jónsson og einnig leiðbeindi Tryggvi Friðriksson. Kennt var í einni af kennslustofum I'ón- skólans, en verklegi hlutinn var fólginn í því að komast að nóttu til frá Geithálsi og yfir Reynis- vatnsheiði og að Reynisvatni. Blm. og ljósmyndari slógust í för með mönnum frá Hjálp- arsveitinni ásamt þátttakendum s.l. miðvikudagskvöld, þegar verklegi hlutinn fór fram. Farið var í bifreiðum frá Iðnskólan- um og haldið að Geithálsi. Þar fóru síðan tveir og tveir sam- an yfir Reynisvatnsheiðina og áttu þeir að rata eftir kompás. Vegalengdin á þessari leið er um 7 km. og var áætla'ð að göngumenn yrðu u.þ.b. 45 mín. á leiðinni. Þátttakendur voru allir komnir heilu og höldnu að bifreiðunum við Reynisvatn laust fyrir miðnætti. Annað námskeið hefst n.k. mánudags- kvöld og eru þátttakendur beðnir að tilkynna þátttöku í Skátabúðina. Tryggvi Friðriksson, býr sig af stað. Göngumennirnir. Vetrarstarisemi Sálarrannsókn- ariélagsins í Hainariirði Á SlÐASTLIÐNU vori eða nán- ar tiltekið 25. maí, var stofnfund ur að Sálarrannsóknarfélagi í Hafnarfirði. Á þeim fundi mætti stjórn Sálarrannsóknarfélags íslands. Forseti þess, Guðmundur Einars- son, verkfræðingur flutti ávarp og mælti með stofnun slíks fé- lags. Á þeim fundi flutti og séra Sveinn Víkingur erindi. Þá var kosin 7 manna bráðabirgða- stjórn, er hafa skyldi það verk- efni að ganga frá drögum, að lögum fyrir félagið og efna til framhaldsstofnfundar Sá fundur var haldinn 15. júní. Þar voru samþykkt lög fyrir félagið og stjórn kosin, sem var bráða- birgðastjórnin óbreytt, en hana skipa: Hafsteinn Björnsson, form., Hulda Helgadóttir, ritari, Oliver Steinn, gjaldkeri, Bergljót Sveinsdóttir, Eiríkur Pálsson, Óskar Jónsson og Soffía Sigurðardóttir. Á fundi þessum flutti Jónas Þorbergsson, fyrrverandi útvarps stjóri erindi. Samkvæmt félags- skrá er tala stofnenda 143. Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum málum yfirleitt, en þó sérstak- lega að veita fræðslu um árang- ur af sálarrannsóknum. Þessum tilgangi hyggst félagið að ná með fyrirlestrum, frásögnum af dul- rænum fyrirbærum, stuðningi við miðilsefni og stuðla að þjálf- un þeirra. Félagið hefur fengið loforð fyrir Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði síðasta mánudag hvers mánaðar nú í vetur og verður fyrsti fé- lagsfundur vetrarins mánudag- inn 30. okt., n. k. Þar flytja er- indi Grétar Fells, rithöfundur Elínborg Lárusdóttir, skáldkona og Sigfús Halldórsson leikur á píanó. Hilmar Hjartarson og Sigurþór Valdimarsson, rétt áður en þeir leggja af stað yfir Reynisvatnsheiði. Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda SKEMMTUN í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 29. október 1967 kl. 3 og kl. 8.30 e.h. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna EFTIRMIÐDAGSDAGSSKRÁ KVOLDDAGSSKRÁ 1. BARNATÍZKAN: Sýnd verða föt frá Verzl Ýr, Grettisgötu og Teddybúðinni, Laugavegi. 2. SKÓSÝNING: Sýndir verða skór frá Steinari Waage og Sólveigu, Hafnar- stræti, 3. DANSSÝNING: Nemendur úr Ballettskóla Eddu Scheving. 4. Guðrún S. Birgisdóttir (11 ára syngur lög úr Mary Popp- ins og Sound of Music. 5. PÍANÓLEIKUR: Kolbrún Sæmundsdóttir og Eygló Haraldsdóttir leika fjór- hent á píanó. 6. 10 stúlkur úr Dansskóla Hermanns Ragnars, sýna nýj- ustu táningadansana. 1. DANSSÝNING: Nemendur úr Ballettskóla Eddu Scheving. 2. BARNATÍZKAN: Börn á aldrinum 3ja-13 ára sýna fatnað trú VeKtl. Ýr, Grettis- götu og Teddybúðinni, Lauga- vegi. 3. SKÓSÝNING : Sýndir verða skór frá Steinari Waage og Sóiveigu í Hafnar- stræti. 4. Guðrún S. Birgisdóttir (11 ára) syngur lög úr Mary Poppins og Sotmd of Music. 5. NÝJUSTU BARNADANS- ARNIR: Nemendur úr Dansskóla Her- manns Ragnars. 6. Leikir og keppni fyrir börn. Allur ágóði rennur til kaupa á húsbúnaði, leik- og kennslutækjum fyrir vistheimili van- gefins fólks. Magnús Pétursson leikur á píanó milli atriða: Kynnir: Hermann Ragnar. GLÆSILEGT LEIKFANGAHAPPDRÆTTI með 250 vinning- um verður á skemmtuninni um miðjan daginn, en á kvöld- skemmtuninni verður skyndihappdrætti með 100 vinningum. Aðgöngumiðasala verður í anddyri Súlnasalsins laugardag frá kl. 2—5. Borð tekin frá um leið. Verð aðgöngumiða á skemmtunina kl. 3 kr. 75.— fyrir fullorðna og kr. 35.— fyrir börn.. Verð aðgöngumiða á skemmtunina kl. 8.30 kr. 100.— Húsið opnað kl. 7 fyrir matargesti. — Dansað til kl. 1. Hljómsveit Ragnar Bjarnasonar. — Skemmtun fyrir alla fjölskylduna, styrkið gott málefni. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.