Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 24
1 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA búin að þekkja hana árum sam- an. Stundum gerði hún athuga- semdir við einstök nafnspjöld. Þannig man ég eftir, að hún gerði það við Lydiu. — Þessi frú Morgan, sagði hún. — Er hún ekkja? — Já, svo má kalla það. Mað- urinn hennar hljópst á brott fyrir fimmtán árum, með stelpu úr skrifstofunni. Það var hræði- legt hneyksli þá. Hún skildi auð- vitað við hann. — En leiðinlegt. Á hún nokk- ur börn? — Hún á eina dóttur, sagði ég. — Hún er nú ekki komin í sam- kvæmislífið ennþá, en á vissan hátt hefur hún verið í því síðan hún var tólf ára. Gullfalleg stúlka. Eitthvað átján ára. Heit- ir Audrey. — Og þú ert ekkert hrifin af henni? spurði hún undirfurðu- lega. — Ekkert sérstaklega. En mér er vel til móður hennar, býst ég við. Hún lét málið niður falla og við kepptumst við undirbúning- inn. Einhvem tíma meðan við vorum að þessu, bað hún mig að skrifa spjald handa sjálfri mér, og eftir það var ég önnum kafin að velta því fyrir mér, hvernig ég ætti að vera búin, og hvernig einkaritari ætti að koma fram undir svona kringumstæðum. En loksing höfðum við lokið verk- inu. Hún stóð upp og teygði úr fagurvöxnum líkamanum, og ég man að mér datt í hug einhver persóna úr einhverri Wagner- óperu, stórvaxin, brjóstamikil og með þessa löngu, gulu fléttu, sem ekkert var farin að grána. — Mér þætti gaman að sýna þér húsið, sagði hún. — Það má ekki minna vera en þú getir ratað um það. Og svo bætti hún við: — Ég er hrædd um, að þér ofbjóði það. En hann John sál- ungi hafði gaman af þessu, svo að ég hef ekkert viljað breyta því neitt. Fimm mínútum seinna var hún enn í sloppnum og hafði snúið fléttuna eins og kórónu um höfuðið, og nú hófum við hringferð okkar um húsið. Og stórfenglegt er einmitt rétta orðið yfir Klaustrið. Við fórum úr Loðvíks XlV-stíl í Empire, frá stórkostlegum veggteppum til höggmynda, sem voru vægast sagt lélegar, frá Savonnerie- teppum til knattborðs- og byssu- herbergja til orgels og kín- versks reykingaherbergis, þaðan í heljarstjóran danssal með háu, býzönsku lofti, sem hafði þegar verið opnað, til þess að viðra það fyrir dansleikinn. Flest af þessu var einungis notað við há- tíðleg tækifæri. Sannast að segja komst ég að því, að þau mæðgin, Tony og Maud, notuðu ekki nema svo sem sex herbergi, enda þótt þjónustuliðið þarna væri meira en tuttugu manns. — Tony heldur flest sín sam- kvæmi í leikhúsinu, sagði hún. — Unga fólkið kann ve'l við sig þar. En ég sá nú ekki leikhúsið þann daginn. Seinna átti ég eftir að kynnast því betur og ekki þurfa nema líta á það til þess að hata það. Það var tekið að rökkva þegar ég fór, og Maud Wainwright stóð á garðhjallan- um og horfði á mig stíga upp í gömlu bílbeygluna mína og leggja af stað með miklu skrölti í slitnum gírunum, og veifaði til mín brosandi. Hún leit eitthvað svo einkennilega út, þar sem hún stóð þarna, undir háu, hvítu súlunum, og ég finn, að þannig minnist ég hennar alltaf — ein- mana innan um allan auðinn, vin gjarnlega og algjörlega varnar- lausa gegn heiminum. Kannski var það þessvegna að hún gerði skyssuna miklu. Því að það gerði hún — og með hræðilegum af- leiðingum. Sumir hafa sagt, að morð sé kórvilla — eina óafturkallanlega skyssan, sem nokkur maður geti gert. Því að auðvitað fengum við morð þarna. En að baki glæpnum okkar lá svo þetta ein- kennilega bjargarleysi hjá Maud, og það, að hún gat ekki séð neitt illt í neinum einstaklingi, karli eða konu. , Eitthvað einum eða tveimur dögum áður en ég hóf þessa skýrslu mína, fór ég að hitta Jim Conway. Hann hafði nýlega verið endurkosinn lögreglustjóri og hann glotti til mín, yfir skrif- borð, sem var alþakið blómum, þar á meðal heljarmikilli skeifu úr hvítum nellíkum frá einhverj um félagsskap þarna á staðnum. — Fyrirgefðu, að hér lítur út eins og við jarðarför stórglæpa- manns. Kemur þú til ‘ þess að óska til hamingju, eða er ég bara orðinn að ávana hjá þér? — Ég þarfnast hjálpar, Jim. Hann andvarpaði. — Vonandi ekki aftur, Pat, sagði hann. — Hlustaðu nú á, systir sæl. Ég er alveg uppgef- 3 inn. Búinn að fá nóg, til að end- ast mér ævilangt. Það eina, sem ég óska mér, er að fá að sitja hér í næði og kannski leita að stolnum kjúklingi, endrum og eins, eða stolnum bíl, þegar bezt lætur. Og horfðu ekki svona á mig. Ég er ósveigjanlegur, ef þú veizt hvað það orð þýðir. En hann mýktist nú samt dá- Íítið og sýndi jafnvel af sér nokk urn áhuga, þegar ég sagði hon- um, hvað ég ætlaðist fyrir. Hann kveikti sér í vindlingi og hallaði sér aftur á bak í stólnum. — Svo að þú ætlar að skrifa um það, sagði hann. — Nú jæja, það yrði nú kannski ekki svo fráleit saga. En þú skalt byrja á einhverju, sem kemur fólki til að lesa áfram, eins og til dæmls buxurnar hans Evans. Eða þá þegar hann Haines var að flækj- ast um, allsber, þarna um nótt- ina. Það kemur ekki oft fyrir, að lögreglumaður sé á gangi alls- ber. En ég gat ekki tekiö þetta svona létt. Ég fékk eitthvað af skjölunum hjá honum, og tók upp dagsetningar og atriðisorð úr bókunum hans. Svo fór ég út í bílinn minn -— þennan, sem Maud hafði gefið mér, árinu áð- ur, á afmælisdaginn minn, stað- ráðin í því að segja söguna eins og hún gerðist, dag frá degi, og hefja hana á fyrstu kynnum mínum af Maud — og Tony — í Klaustrinu. 2. kafli. Ég get nú ekki sagt, að hinni nýju stöðu minni hafi verið tek- ið með opnum örmum af þeim tveim manneskjum, sem ég hitti þetta kvöld. Síðustu sex árin hafði ég búið hjá ungfrú Mattie, sem lagði nú alla stund á að láta fára vel um þessa fáu leigjendur sína. Hún var höfðingi, í forn- um skilningi þess orðs, og þeg- ar ég sagði henni frá þessu, var hún skelfingu lostin. — Ég vona bara, að þú sjáir þig um hönd, Patricia. Ég get ekki annað en hugsað um, hvað hún móðir þín mundi segja um þetta. — Mamma vildi nú helzt, að ég hefði nóg að éta, sagði ég. — Góða mín! Eins og þú gætir Frá Jfeklu ekki verið hér eins lengi og þú vilt! Ég get ekki til þess hugsað, að þú verðir einskonar skárri vinnukind í þessu húsi. — Þú þekkir ekki hana frú Wainwright, sagði ég. Svo kyssti ég hana á kinnina og gekk upp í herbergið mitt. Samtal mitt við Lydiu Morg- an, var eitthvað svipað. Ég hitti hana úti að húsa'baki. Sýnilega var Audrey einhvers staðar úti, eins og vant var, því að matar- borðið, sem lagt var á fyrir einn, stóð þarna ennþá, og hún hélt á kaffibollanum sínum, og horfði út á ána, sem rann þarna rétt neþan við garðinn. Hún leit upp og brosti. — Halló, Pat! sagði hún. — Komdu hérna og fáðu þér kaffi- bolla! Áin er svo falleg í kvöld. — Það ert þú líka, elskan. Já, ég ætla að þiggja kaffibolla. Mér væri sama þó ég vekti í alla nótt. — Hvað er á seiði? Þú ert eitt- hvað svo æst. — Já, það er ég sagði ég létti- lega. En þegar ég sagði henni, hvað um var að vera, varð hún hugsi. — Ég vona, að þetta sé allt í lagi, sagði hún. — En heldur hefði ég nú kosið að vita þig í skrifstofu. — Það er eins og ég hafi heyrt þetta orð fyrr. Hvað áttu við með skrifstofu? Hún hló ofurlítið. — Gott og vel. Þú hefur betur. Þessi staða mundi alveg fara með taugarnar í mér, en þú ert yngri. Þú getur sjálfsagt hlegið að öllu saman. Hvað færðu í kaup? — Ég spurði hana nú ekkert um það, sagði ég, þegar ég mundi allt í einu eftir þessu, og svo hlógum við báðar, eins og skóla- stelpur. Hve gömul var Lydia þá? Kannski þrjátíu og átta, en ég tuttugu og fimm, því að ég mundi vel, þegar hún og Don Morgan fluttu sig í þetta hús við ána, við hliðina á okkur. Ég var nú bara krakki þá, og ég varð afskaplega skotin í henni. Hún var kát og falleg, og ég ætl- aði vitlaus að verða af afbrýðis- semi, þegar Audrey fæddist, ári seinna. Hún var enn falleg. Hún hafði erft eitthvað svolítið til að lifa á, og þannig tókst henni að halda heimili sitt, klæða Audrey vel, og vera ailtaf fallegri sjálf, en nokkur kona, sem ég hafði þekkt. Hún var grönn og mjúka svarta hárið á henni var ofurlítið tekið að grána, og hún hafði falleg- ustu hendur, sem ég hafði nokk- urntíma séð. Og þær hendur voru jafnframt duglegar. Henni féli aldrei verk úr hendi. Við skröfuðum dálitið saman þetta lcvöld, um Klaustrið, nm kjólinn hennar Audrey fyrir dansleikinn, og eins um það, hverju einkaritari ætti að vera í við svona tækfæri, og þar nr Lydia þeirrar sboðunar, að ég ætti alveg að gleyma stöðu minni og vera eins fín og ég gæti. Hún hafði séð fallegan kjól í borg- inni, sem hún taldi mundu fara mér vel. En það urðu langar þagnir hjá okkur. Lydia var nið- ursokkin í sínar eigin hugsanir og ég minntist þess eins og jafn- veitingahúsið ASKUR BtÐUE YÐUR , HELGARMATINN i handhcegum umbúðum til að taka HEIM i GRILLAÐA KJÚKLINGA P> ROAST BEEF / GLÓÐARSTEIKT LAMB / GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST GRÍSAKÓTELETTUR HAMBORGARA Gleðjiðfrúna — « fjölskylduna — vinina \ —njótið • binna Ijúffengu rétta heima i stofujðar. Efþér óskið getið þér bringt og pantað - við sendum leigubil með réttina heim tiljðar. HSKUR. matreiáirfyriryður áUa daga vikunnar Sudurlandsbraut 14 sími 38550 0 mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.