Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 FYRSTI LEIKUR DANANNAí DAG f DAG kl. 4 síðdegis leika dönsku handknattleiksmennirn- ir frá Stadion, sem hingað koma í boði Víkings sinn fyrsta leik. Mæta þeir í dag gestgjöfum sín um, Víkingum. Eins og fram hefur komið er Stadion nú eitt af beztu félags- liðum Dana, hafnaði í 3. sæti á sl. vetri, en hefur nú þegar unn ið það lið er næst kom á eftir Danmerkurmeisturunum, HG. Liðsmenn eru uiigir og vaxandi leikmenn og verður skemmti- legt að fá samanburð á leik þeirra og ísl. féiagsliða. Liðið leikur hér alLs 3 leiki, hinn fyrsta gegn Víking í dag, síðan við Fram og FH á sunnu- Símtal í dag Enn hafa ekki tekizt loka- samningar miili Valsmanna og stjórnenda Vasas Buda- pest um leiki liðanna í 2. um ferð keppninnar um Evrópu bikar meistaraliða. En Elías Hergeirsson form. knatt- spyrnudeildar Vals tjáði Mbl. að árdegis á laugardag myndi gert út um málið er Björgvin Schram form. KSÍ ræða við Ungverjana í síma. Enn sem fyrr er það fyrsta tilboð Valsmanna að báðir leikirnir fari fram erlendis Val að kostnaðarlausu. Ef ekki semst um það vilja Vals menn samþykkja tilboð Ung verja um leik í Reykjavík 5. nóvember og í Budapest 15. nóv. Norðuilandomóf- ið rætf og atgr. í SAMBANDI við Norðurlanda- mót kvenna í handknattleik í Næstved í Danmörku um miðj- an nóvember verður haldin norræn ráðstefna meðal for- ystumanna handknattleiks á Norðurlöndum. Af íslands hálfu sækja ráðstefnuna Axel Einars son, form. HSÍ og Valgeir Ár- sælsson gjaldkeri HSÍ. Meðal mála sem þetta nor- ræna þing mun endanlega af- greiða er áætlunin um Norður- landakeppnina í handknattleik — 4 ára keppnina sem skýrt hefur verið frá. Landslið kvenna á Norður- landamótið í nóv. valið — 14 stúlkur fara utan LANDSLIÐ kvenna í handknatt leik, sem þátt tekur í Norður- landamóti kvenna í næsta mán- uði hefur verið valið. Fjórtán stúlkur og tveir fararstjórar fara utan. Keppnin stendur 17.- UMFI heldur landsmót á Eiðum HAFINN er undirbúningur að 13. landsmóti U.M.F.Í. og er ráð- gert að halda það um aðra helgi júlímánaðar. 1968, á Eiðum. Ungmennafélag fslands hefur frá árinu 1909 gengist fyrir 12 landsmótum í íþróttum. Fyrsta mótið var háð á Akureyri 17. júní 1909, en hið síðasta á Laug- arvatni 3.—4. júlí 1965. Á mót- um þessum er keppt í frjálsum íþróttum, glímu, sundi, knatt- spyrnu, handbolta og starfs- íþróttum. Landsmót U.M.Í. eru ekki að- eins vettvangur íþróttakeppni, heldur einnig sýnir.ga. Þar hafa farið fram hópsýningar karla og kvenna í fimleikum, þjóðdansa- sýningar og á siðasta móti var söguleg leiksýnirg. Landsmótin eru nú orðin vinsæl hátíð, s’nj unga fólkið fiykkist á tol keppni og leikja og fuíiorðnir og aðrir, sem íþróttum unna leggja í lang- ar ferðir landsnorna á milli til að sjá það sem fram fer. Til- gangur landsmótanna er marg- þættur, en einn aðaltilgangur þeirra er, að lyfta undir lif- andi starf í ungmennafélögun um. Mönnum er eflaust í minni 12. landsmót U.M.F.Í., sem hald- ið var á Laugarvatní fyrir tveimur árum, en þar iagðist allt á eitt til að skapa ógleym- anlega keppni og mannfagnað: ágætur undirbúningur, mikill fjöldi þátttakenda, góð aðstaða til sýninga og keppni, traust stjórn og skipulagning með ágætum. Síðast en ekki sizt sýndu veðurguðimir hollustu fram úr öðrum hvað snerti glæsibrag. Formaður 12. lands- móts var Stefán Jasonarson, en framkvæmdastjóri var Haf- steinn Þorvaldsson. Fyrir nærri tveimur árum var það ákveðið, að Ungmenna og íþróttasamband Austurlands sæi um 13. landsmót U.M.Í. Var þá þegar ákveðið, að mótið yrði haldið að Eiðum, hinu gamla menntasetri Austurlands. 13.LAMOSIVIÓT U IVt F i AÐ EIQUM 1968 Landsmótsnefnd var kosin á þingi . U.Í.A. haustið 1966, en hana skipa Bjcrn Magnússon formaður, Jór. Ólafsson Eski- firði, Sveinn Guðmundsson Hrafnabjörgum, Magnús Stef- ánsson Fáskrúðsfirði, Sigurður Blöndal Hallormsstað, Elma Guðmundsdóttir Neskaupstað allir frá U.Í.A. og frá U.M.F.Í. Hafsteinn Þorvaldsson Selfossi. Undirbúningur hófst með því að íþróttavöllurinn að Eiðum var endurbættur og sáð var í sína með fegursta veðri sem hægt var að hugsa sér. Má segja að þetta lanösmót hafi farið hann sl. vor. Þá hafa einnig verið gerðir knattspyrnu og handboltavellir. Allir þessir veilir eru grasvellir, aðalvöllur- inn ræktaður upp með fræi, en hinir þökulagðir. Unnið hefur verið að því að tryggja lands- mótinu þá aðstöðu, sem til er á Eiðum og hefur málaleitun og fyrirgreiðslu verið tekið frá- bærlega vel. Merki landsmóts- ins hefur verið gert og er það teiknað af Þórarni Þórarinssyni yngra frá Eiðum. Teiknaði hann merkið eftir beiðni móts- nefndar. Fyrri dag mótsins er aðallega keppt í íþróttum, en seinni dag- inn verður sérstök hátíðardag- skrá svo sem venja hefur verið á síðustu mótum, og er þegar hafinn undirbúningur þeirra atriða, sem þar fara fram. Má þar nefna hópsýningu pilta í fim leikum, sem Þorvaldur Jó- hannsson íþróttakennari á Seyð isfirði mun stjórna og þjóðdansa sýningu, sem frú Elín Óskars- dóttir á Eskifirði mun stjórna. Þá mun og fara fram söguleg leiksýning og kórar syngja. Innan vébanda U.M.F.Í. eru 23 félög starfandi á landinu og skiptast þau á að halda lands- mótin. Allur kostnaður er greiddur af ungmennafélögunum sjálfum, en ýmsir aðilar hafa reynt að leggja hönd á plóginn og greiða götu þeirra á ýmsan hátt. 19. nóvember í Næstved en hóp- urinn heldur utan 15. nóvember Liðið sem utan fer er þannig skipað: Sigrún GuðmundsdóttÍT, Val Sigrún Ingólfsdóttir, Val Ragnheiður Lárusdóttir, Val Björg Guðmundsdóttir, Val Hansina Melsted, KR Jenný Þórisdóttir, KR Elín Guðmundsdóttir, Víking Jóna Þorláksdóttir, Ármann Díana Magnúsdóttir, Ármann Edda Halldórsdóttir Breiðabl. Arndís Björnsdóttir, Breiðabl. Jónína Jónsdóttir FH Guðrún Theodórsdóttir, Fram Ása Jörgensdóttir, Ármann Faranstjórar verður Jón As- geirsson og Þórarinn Eyþórs- son. Dómari af íslands hálfu í mót inu verður Hannes Þ. Sigurðs- son — en á mótinu verður not- að tveggja dómara kerfið. Martin Peters, einn af ensku heims- meisturunum í knattspyrnu. Hann vippar knettinum í mark Wales með vinstri fæti — en það er fyrsta mark Englendinga í landsleiknum sl. laugardag, en einmitt þann leik munum við sjá í sjónvarpinu í dag. Englend- ingar unnu 3-0 en voru mjög heppnir. T.d. bjargaði Banks markvörður þrívegis mjög snilldarlega — og segja blaða menn að ekki hefði verlð hægt að álasa honum, þó öll þa.u þrjú skot hefðu „legið Pressuleikur í hundbollu ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til „pressuleikja" í handknatt- leik 5. nóvember n.k. Verður það síðasta reynsla kvenna- landsliðsins sem til Norður- landamótsins fer, en einnig verð ur „pressuleikur" í karlaflokki. Þá hefur verið breytt um leik daga í fyrirhuguðum landsleikj um við Tékka. Verða leikirnir 3. og 4. des, en ekki 2. og 3. eins og áður var ákveðið. Staf- ar breytingin af vetraróætlun í flugi. Tveir atvinnumenn í 6 vikna „bann“ SKOZKU landsliðsmennirnir Denis Law (Manchester United) og Ian Une (Arsenal) hafa feng ið þyngsta dóm sem um getur meðal atvinnuknattspyrnu- manna hjá ensku knattspyrnu- deildinni (The Football League) eða alls 6 vikna „straff“. Þessir leikmenn eru góðir knattspyrnu menn með afbrigðum, en skap- stórir báðir tveir. Keppnisbannið hefst frá og með mánudegi n.k., sem þýðir að þeir mega leika í dag með sínum félögum, en síðan ekki koma nærri knattspyrnu, fyrr en 11 des. n.k. Law og Ure hafa báðir kom- ist í hann krappan í þessum efnum áður og það oftar en einu sinni. Þeim rann í skap í leik Manchester Utd. og ' Arsenal á dögunum og létu þá hnefarétt- inn ráða í lokin, sem lauk með ósigri beggja, þ.e. báðum var vísað út af. íþróttafréttamaður brezka útvarpsins (BBC) sagði í gærkvöldi að þetta þýddi um 90 þús. króna launatap hjá hvor um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.