Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967
BÚAST má við, að Stráka-
göngin við Siglufjörð verði
formlega tekin í notkun
snemma í næsta mánuði, að
því er Snæbjörn Jónsson,
verkfræðingur hjá Vegagerð
inni tjáði Mbl. í gær.
Á laugardaginn í síðustu
viku var lokið við að steypa
gólfið í göngunum og í þess-
ari viku voru útskotin steypt.
Einnig voru sagaðar þverrauf
ir í gólfið og nú er verið að
steypa kantsteinana. Er notuð
við það verk vél, sem Reykja
víkurborg lánaði norður.
Þá er . aðeins eftir að fylla
upp bak við kantsteinana og
setja skilti sinn hvorum meg
in gangnanna. Umferðinni
verður svo hleypt í gegn, þeg-
ar steypan hefur harðnað
nægilega.
Nokkrar tafir hafa orðið á
verkinu vegna tíðarfarsins og
sagði Snæbjörn, að þess vegna
væri ekki hægt að segja
ákveðið um það nú, hvenær
göngin yrðu tekin í notkun.
En vonir standa til, að þessi
792 metra löngu göng geti
komið Siglfirðingum til góða
sem fyrst.
'' *
4 r ' / t *\
Tekið á móti steinsteypunni. í baksýn sést netið, sem á að koma í veg fyrir grjóthrun.
Steypuvinnan gekk mjög vel og voru notaðar vélknúnar hjólbörur við verkið.
/ :: :
Vesturmunni gangnanna. (Ljósm. Steingrímur Kristinss.)
Þessi mynd er tekin inni í miðjum göngunum. Þar er aðeins bert bergið að sjá.
Frú Sigrún Jónsdóttir með tvo af höklum þeim er fást í Kirkju-
munum. (Ljósm.: Kristinn Benediktss.)
Nýjung hjú Kirkjumunum
VERZLUNIN Kirkjfumunir hef-
nr aukið verzluaiarrými sitt á sl.
sumri og þar af leiðandi hafa
skapast möguleikar fyrir meira
vöruúrvali. Sigrún Jónsdóttir
boðaði blaðamenn á sinn fund
og sagði frá helztu nýjungum
verzlunarinnar.
Verzlunin er eina sérverzlun-
in með kirkjumuni hérlendis og
hefur nú verið aukið mjög fram-
boð á kirkjumunum. Til skamms
tíma hafði verzlunin eingöngu á
boðstólum kirkjumuni, er gerðir
eru hérlendis en nú hefur verzl-
unin einnig á boðstólum kirkju-
muni erlendis frá. Frú Sigrún
hefur verið erlendis að undan-
förnu til þess að kanna framboð
á kirkjumunum og fleiri tegund-
um listmuna. Verzlunin leggur
áherzlu á að fá vöruna frá lista-
mönnunum sjálfum eða viður-
kenndum listmunaverzlunum. —
Þess má geta að verzlunin hefur
nýlega gert stóra pöntun á ýmis-
konar varningi frá hinni þekktu
verzlun Den Permanente í Höfn
og frá öðrum evrópskum fyr-
irtækjum. Það sem er m. a.
væntanlegt af nýjum vörum er
mikið úrval af silfurskartgripum
sem ryðja sér nú til rúms víða í
Evrópu. Þá hefur verzlunin mik-
ið úrval af batik-munum, sem
frú Sigrún gerir sjálf. Áherzla
er lögð á að hlutirnir sem verzl-
unin hefur á boðstólum séu vel
unnir og vandaðir og sérmennt-
aðir menn gera mestan hluta
þess sem í boði er. Ásamt úrvali
kirkjumuna er mikið úrval af
vandaðri gjafavöru. Þeir munir
sem fara til kirkna eru tollfrjáls
ir og í verzluninni liggja frammi
pöntunarlistar á kirkjumunum,
sem hægt er að panta eftir. Þó
er mikið úrval þeirra hluta til í
verzluninni og má þar nefna:
hökla, altarisútbúnað, kerta-
stjaka, skírnarkjóla rikkilín o.
fl. Verzlunin Kirkjumunir er til
húsa að Kirkjustræti 10.
stjaka.
Stjömubíó sýnir um þessar mundir fransk-ítalska sakamála-
mynd í James Bond stíl. Með aðalhlutverkin fara Ken Clark
og Jany Clair.