Morgunblaðið - 28.10.1967, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.10.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 15 GEIMF AP-grein, eftir Howard Benedict Eftir hægfara byrjun hófu Bandaríkin þátttöku í geim- ferðakapphlaupinu og höfðu brátt unnið fleiri vísindalega sigra en Rússar. Nú stendur keppnin um að koma fyrsta manninum til tunglsins. En geimfarar beggja landa hyggj- ast ekki láta þar staðar numið. Sá tími nálgast, er jafnvel enn stórfenglegri draumar rætast. Líkan af Apollo Satum-geimski pi. Næsta mark er tunglið, hinn einmana, gígótti fylgihnöttur jarðar. Til að ná þessu marki hafa tvær voldugustu þjóðir heims skipulagt vísindalega og tækni- lega hæfileika sína til þess að senda menn í dirfskufyllsta leið- angur, sem sögur fara af. Þrátt fyrir allar tálmanir mun maðurinn ná til tunglsins. Hann mun kanna það. Og svo kann að fara, að hann nemi þar land. En maðurinn, sem sýknt og heilagt leitast við að víkkja sjón delidarhring sinn, lætur sig dreyma um að nota tunglið sem leiðarstein, stökkbretti til fram- tíðarinnar. Því að fyrir handan eru reíkiistjörnurnar og ú'tkjálk- ar sólkerfisins. Fyrir aðeins áratug var þetta óhugsandi möguleiki, dag- draumar vísindasagnahöfunda. Nú er þetta gerlegt vegna örrar tækniþróunar, sem orðið hefur af völdum skotflaugaáætlana Bandaríkjamanna og Sové'tríkj- anna. Neistinn, sem koim þessari tæknibyltingu af stað, var Spútn- ik I., l®4ra punda gervihnöttur, sem skotið var á braut umhverf- is jörðu frá rússneskri eldflauga- bækistöð 4. októfoer, 1967. Rússar sönnuðu, að skot þetta var engin slembilukka, er þeir, mánuði seinna, sendu á loft hinn 1120 punda Spútnik II., sem hafði innbyrðis tíkina Laiku. Meðan þessu fór fram höfðu Bandaríkjamenn gefið sér góðan tíma til að fullkomna Vanguard- geimflaugina í þeirri vissu, að þeir yrðu fyrstir til að senda mannaðan gervihnött á foraut umhverfis jörðu, nversu langan tíma sem það kynni að taka. Hópur visindamanna á vegum hersins undir forystu Wernhers von Braun, hins fyrrverandi eldf laugasérf ræðings Þ j óð ver j a, foafði farið frarn á leyfi til að skjóta á loft gervihnetti árið 1906 með því að bæta þrepi ofan á Redstone-eldflaugina. En Eisenhower forseti staðhæfði, að venjuleg hernaðareldflaug myndi skerða friðsaman- og vís- indalegan tilgang áætlunarinn- ar. Hann fyrirskipaði, að Van- guard-flaugin yrði byggð frá grunni. Enda þótt Eisenhower kallaði Spútnig I. upphaflega „auglýs- ingabrellu" voru menn áhyggju- fullir í Wasfoington, og Vanguard tilraunin var höfð í flimtingum. Menn hröðuðu sér með fyrstu Vanguard-flaugina á skotpallinn. Þúsundir áhorfenda fylgdust með 6. desemfoer, 1957, þegar þessi litla eldflaug lyftist t'vö fet upp af pallinum, varð kraft- laus og féll niður sem glóandi eldkúla. Álit Bandaríkjanna féll að sama skapi. Von Braun var veitt leyfi til að reyna Redstone-eldflaug sína. Þrítugasta og fyrsta janúar, 1958, — nærri fjórum mánuðum síðar en Spútnik I., þaut eld- flaugin á loft frá Canaveral- höfða oig kom Explorer (Könn- uði) I. heilu og höldnu á foraut um jörðu. Þessi sívalningslaga gervihnöttur vó ein lítil 30,8 pund, en honum má þakka hina fyrstu mikilvægu uppgövtun geimaldar Van Allen-geislafoelt- in, sem umlykja jörðina. Bandaríkjanna var olía á eld- inn. Vonir Bandaríkjamanna voru himinháar og aknenningur stóð sem órofaheild að foaki geim- ferðaáætluninni, þegar Jo'hn H. Glenn, ofursti í flotanum, var fyrsti geimfari Bandar'íkjanna. En Sovétríkin héldu forystu með öflugri eldflaugum í veð- hlaupinu um geim- og tunglferð ir. Fyrir 2% voru yfirfourðir Rússa ótvíræðir. Ellefu sovézkir geimfarar, þar á meðal kona, höfðu lagt leið sína út í geiminn, samanborið við aðeins sex Banda ríkjamenn Mercury-áætlunar- innar. Rússar höfðu að baki sam- tals 507 flugstundir geimfara en Bandaríkjamenn aðe'ins 55. Rússneskur ofursti, Alexei Leon- ov, hafið farið í geimgöngu. Tíu mínútna ganga Leonovs var farin 18. marz 1905. Fimm dögum síðar var „Gemini-áætl- un“ Bandaríkjanna hrundið í framkvæmd, þegar V'irgil Griss- om majór í flughernum og John W. Young sjóliðsforingi fóru í fyrstu geimferðina af mörgum fyrirhuguðum. Með dirfskufullum og oft ógn- vekjandi ferðum hrifsuðu Gem- in'i-geimfararnir hvert einasta geimferðamet frá Sovétmönnum. Þeir voru samtals næstum 2000 klukkustundir í geimnum og sýndu, að þeir gá'tu leyst af foend'i öll undirstöðutækniatriði til að komast til tunglsins. Það er að segja, þeir gátu látið tvö geimhylki mæta.st og tengt þau saman og stýrt af öryggi um him inhvolfið. Þeir sýndu fram á, að hægt er að halda lífi úti í geimn- um þann tíma, sem áætlað er, að fari í fyrstu ferðirnar til tungls- ins, og þeir gátu leyst af hendi störf fyrir utan geimhylkið á braut um jörðu. Þegar Gemini-áætluninni lauk í nóvemfoer Sl., voru stjórn- endur NASA (foandarísku geim- ferða's'toifunarinnar) reiðubúnir að hefjast fljótt handa saimkvæmt Appolo-áætluninni um tungl- ferðir. Emfoættismenn spáðu því vongóðir, að Bandaríkjamenn myndu komast til tunglsins á þessum áratug. Margir spá, að það takist á árinu 1968. En seint á síðasta ári fór ýmis- legt að ganga úrskeiðis. Annað þrep Saturn 5 eldflaugarinnar sprakk meðan stóð á tilraun á jörðu niðri. Eldsneytisgeymar Apolloi-geimskips rifnuðu við 2. tilraun. Því næst varð spreng ing í þriðja þrepi eldflaugar af gerðinni Saturn 5. í fyrstu hafði verið gert ráð fyrir, að Apollo 1 yrði skotið á loft í nóvember síðastliðnum. En alvarleg vandræði háðu öryggis- kerfi geimfaranna og skotinu var frestað uim tíma, þar til í febr- úar. En geimfararnir fengu aldrei tækifæri til að fljúga í Apolilo 1. Flugsveitarofurstarnir Grissom og Edward H. White II og sjó- liðsforinginn Roger B. Chaffee létu lífið 27. janúar, þegar eldur brautzt út í stjórnklefanum, sem þeir voru staddir í, við æfingair á skotpallinum á Kennedyhöfða. Níunda apríl eftir nákvæma rannsókn, sem stóð í tíu vikur, gaf rannsóknarnefndin út endan lega skýrslu um eldsvoðann. Hún sagðist ekki geta sagt nákvæm- lega til um eldsorsök, en kvað líklegustu orsökina vera raf- magnsneistahlaup í gölluðum.raf þráðum undir sæti Grissoms. Nefndin áfelldist NAjSA og North American Aviation Inc., aðalframleiðanda Apollo-geim- skipsins fyrir slæmt eftirlit, gá- leysi, vanrækslu, hirðuleysi og fyrir að hafa ekki öryggi geim- faranna nægilega hugfast. Til að reyna að fyrirfoyggja eldsvoða í framtíðinni hefur NASA lagt fram 75 milljón dala áætlun til að endurbæta Apollo- geimflaugina. Mikil manna- skipti hafa orðið bæði í stjórn NASA og North American Avation og önnur iðnfyrirtæki hafa verið fengin til að aðstoða við foyggingu næstu Apollo- geimskipa. NA9A hefur einnig hert eftirlit í öryggisskyni. Til að sýna fram á viðleitni sína til hraðari þróunar var í maí tilnefnd af NASA áhöfn til að fljúga fyrsta Apollo-geim- skipinu, þegar það er tilfoúið. Áhöfninni er stjórnað af Walter M. Schirra, höfuðsmanni í sjó- hernum, sem er gaanalreyndur úr ferðum með Marcury- og Gemini-flaugum. Auk hans voru tilnefndir Donn Bisele, majór í flugfoernum, og Walter Cunn- ingham, sem er óbreyttur borg- ari. Hin tveggja vikna geimferð þeirra kemur fyrst til greina í maí-mánuði næstkomandi, það er að segja meira en ári seinna en Apollo 1 átti að vera koim- inn á loft. Þessi töf minnkar möguleikana á því, að menn verði sendir til tugisins á þess- um áratug. En ýmsir, sem til þekkja, eru vongóðir um, að framfarir í byggingu geimskipa og lexían, sem lærðist við elds- voðann geri það að verkum, að hægt verði að lenda mannaðri eldflaug á tunglinu á árinu 1969. En ýmiss vandamál fylgja öðr- um stiguim Apollo-áætlnnarinn- ar. Gallar eru í öðru þrepi Satúrn 5. eldflaugarinnar, sem mun bera fyrstu mennina til tuglsins. Fyrsta tilraunaflug þessarar risaeldflaugar átti í upphafi að fara fram í janúar sl., — en því foefur nú verið frest að a.m.k. þangað til í september. Einnig hefur smíði hylki'sins, sem tveir úr hinni þriggja manna Apollo-áhöfn munu lenda í á yfirborð'i tunglsins, verið ýms- um erfiðleikum bundin. í maí sl. átti að reyna þann fyrsta af þessum tunglklefum á foraut um hverfis jörðu. Því flugi hefur verið frestað þangað til í desem- ber í fyrsta lagi. Úr því að óhöppin fylgdu Apollo-áætluninni, spáðu margir því, að Rússar myndu vinna upp forskot Bandaríkjamanna í geimnum. Þá urðu Sovétmenn fyrir mikilli ógæfu. 23. apríl sl. var reyndum, sovézkum geim- fara, Vladimir M. Komarov, skot ið á braut um jörðu í Soyuz I. geimsk'ipi, en þetta var fyrsta mannaða geimferð Rússa í meira en tvö ár. En snemma benti margt til þess, áð Komarov ætti í erfið- leikum með stjórn- og fjarskipta- kerfi sitt. í átjándu ferðinni kringum jörðu, eftir 25 klukku- stundir á lofti, ræsti Komarov flaugar farkosts síns og lagði aftur af stað til jarðar. En þeg- ar aðalfallhlíf hans opnaðist í næstum sjö kílómetra hæð, flæktust böndin, ef til vill vegna erfiðleikanna í stjórnkerfi geim- skipsins, og geimskipið hrapaði og Vladimir Komarov fórst. í sovézku geimferðanefndinni fer nú fram rannsókn og gagnað- gerðir eins og í bandarísku nefndinni eftir eldsvoðann í Apollo 1. Meðan geimfararnir hafa eins og sakir standa verið kyrrsettir á jörðu niðri halda Bandaríkja- menn og Rússar áfram stöðugt víðtækari rannsóknum úti í geimnum með gervitunglum. Fram til þessa hafa Bandaríkin sent næstum fimmhundruð gervi tungl heilu og höldnu á loft, það er að segja um helmingi fleiri en Rússar. Tveir þriðju af fjölda bandarísku tunglanna og um helmingur þeirra rússnesku voru send á loft til hernaðar- legrar landskoðunar fyrst og fremst. En þau gervitungl, sem ekki þjóna hernaðarlegum tilgangi, eru þegar farin að sýna nota- gildi sitt, einkum með tilliti til veðurfræði og fjarskipta. Á þessu sviði hafa Bandaríkjamenn tekizt meira á hendur en Rúss- ar. Vísindamenn eru mjög ánægð- ir með þær uþplýsingar, sem rannsóknartæki senda utan úr geimnum um „jóníska sviðið“, Van Allen-beltið, rúmið milli stjarna, tunglið, Mars og Venus. Innan fárra ára hyggst NASA senda á loft gervitungl til að kanna auðlindir jarðarinnar. Tæki í þessum hnöttum munu skýra frá vatnsbólum og einnig hvar ár eru staðsettar neðan- jarðar, þau munu benda á olíu, og málma, frjósemi jarðvegs, hreyfingar á dýrastofni á láði og í legi, skóga og ástand þeirra — og allt þetta getur orðið í þágu mannkynsins. Vísindalegum rannsóknum með sjálfvirkum tækjum mun verða haldið áfram meðan mað- urinn kannar leyndardóma þessa sólkerfis. Rannsóknartæki verða send til margra staða í sól- kerfinu, og á áttunda tug þess- arar aldar munu þau sennilega lenda á Mars og Venusi og svífa umhverfis Júpíter svo nálægt, að myndavélum verði viðkomið. En þegar geimfarar hafa end- anlega komið undir sig fótun- um úti í geimnum, munu mann- aðar geimstöðvar að líkindum leysa af hólmi flesta þessara sjálfvirku gervihnatta. Þrjár risavaxnar, mannaðar rannsóknarstofur, staðsettar með jöfnu millibili í um 29.000 km hæð yfir miðbaug gætu haft hliðskjálfarsýn yfir alla jörðina allan sólarhringinn, og úr þeim væri einnig hægt að horfa billj- ónir milna út í geiminn með Framh. á bls. 19 Geimferðakapphlaupið var hafið — og hin mikla keppni um yfirburði milli Sovétríkjanna og Ekkert af þessu hafa Rússar framkvæmt. Bandarísku geimfararnir John W. Young og Virgil I. Grissom í stjórnklefa geimfars síns, sem skotið var á loft 23. marz 1965. Grissom lézt í apríl s. 1. af slysförum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.