Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 ErJ^ndur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR Samtíningur og sitthvað Magnús A. Arnason: GAM- ANÞÆTTIR AF VINUM MÍNUM. 200 bls. Helgafell. Reykjavík, 1967. „EINU sinni,“ segir Magnús Á. Árnason í nýútkominni bók sinni, Gamanþættir af vinum mínum, „maetti ég Vilhjálmi (frá Skáholti) á Laugaveginum. Hann var við vín, en ekki mjög drukk- inn. Hann gekk rakleitt til mín, rak hnefann fyrir brjóst mér og sagði með miklum þjósti: „Það er eitt sem þú mátt ekki gera, Magnús, og það er að „kom pónera“, því það tefur þig frá að mála.“ Ég hafði nákvæmlega sömu umsvif og Vilhjálmur, rak hnef- ann í brjóst honum og reyndi að segja með jafn miklum þjósti: „Og það er eitt sem þú mátt ekki gera, Villi, og það er að p-kja, því þáð tefur þig frá að drekka.“ Með þessu svari þykist ég hafa svarað í eitt skipti fyrir öll þeim, sem legið hafa mér á hálsi fyrir að skipta mér of mikið. Það verður hver og einn að vinna %ins og andinn blæs hon- um inn, og það er hægt að skipta sér á marga vegu.“ Magnús Á. Ámason hefur ver- ið þúsundþjalasmiður í listinni, líkt og þeir voru, listamennirn- ir á endurreisnartímabilinu í Suður-Evrópu. Nú síðast hefur hann gerzt rithöfundur. í fyrra sendi hann frá sér ferðabók um Mexíkó. Nú kemur þessi, Gamanþættir af vinum mínum. Óneitanlega virðast ritverk Magnúsar gjalda þess að vera samin af manni, sem „skiptir sér á marga vegu“, eins og hann orðar það sjálfur. Magnús gæti tekið undir með stúdentinum í Tannpínu frænku H. C. Andersens, sem sagði: „Ég er nú gæddur ýmsu, sem skáld má prýða, en það er ekki nóg.“ Magnús kann að segja skemmti lega frá einu *og einu atviki. Þegar hann ræðir um menn og málefni, finnst manni hann stundum — í fáum orðum — hitta naglann á höfuðið. Hann bregður fyrir sig hreinskilni, þegar honum býður svo við að horfa. Hann kann líka að vera dálítið ísmeygilegur, þegar hon- um finnst það eiga vi'ð. Stund- um er hann ákjósanlega ná- kvæmur. Annað veifið dettur hann oná að vera hnyttilega gagnorður. Allir mega þeii; eiginleikar „prýða“ rithöfund. En Magnúsi eru líka mislagðar hendur. Sum- ir — jafnvel skástu þættir hans — eru alltof endasleppir, eins og höfundurinn hafi ekki mátt vera að ljúka þeim sómasam- lega, heldur hespað þá af í flýti, jafnvel snarað þeim af á því andartakinu, þegar hann þurfti fyrst að vanda sig svo um munaði. Sá ágalli kann að orsakast af öðrum ágalla; semsé þeim, hve Ma^núsi virðist ósýnt að skipu- leggja verk sitt sem heild. Að lesa bók hans er eins og a’ð skyggnast inn á vinnustofu listamanns, þar sem saman ægir — auk fáeinna nokkurn veginn fullunninna smáverka, frum- drögum og hálfunnum verkum, sumum svo misheppnuðum, að ekki væri til annars en fleygja. Fáum listamönnum kæmi til hug ar að auglýsa þess háttar dótari sem sýningu. Fróðlegt er að skyggnast óboð- inn inn á slíka vinnustofu, engu síður. Og það má einmitt segja um Gamanþætti Magnúsar, að þar ber á góma sitthvað fróð- legt og skemmtilegt þrátt fyrir skipulagsleysið og ringulreiðina. Magnús byrjar bók sína á „nokkrum orðum til afsökunar". Þar segir hann, að það hafi verið „fyrir margendurteknar áeggjan- ir margra kunningja minna, áð ég hef látið tilleiðast að festa eftirfarandi endurminningar á blað.“ Sjálfsagt er þessi „afsökun" skrifuð í alvöru. Kannski er hún líka sönn. En af ýmsu skemmti- legu, sem í bókinni leynist, er þessi athugasemd það langfyndn Magnús A. Arnason asta. Hvort munu ekki brosa í kampinn þessi mörgu „kunningj- ar“, sem hafa nú unnið sér það til frægðar að láta rithöfund „tilleiðast", höfund, sem annars hefði að öllum líkindum legið á hæfileikum sínum ónotuðum sakir hlédrægni? En sleppum útúrdúrum. Sú af- sökun, að höfundur hafi „látið tilleiðast” hefur svo oft verið viðhöfð, að hún hefur í rauninni öðlazt nýtt gildi, eins og gömlu rokkarnir, sem voru nauðsynja- gripir í baðstofunum, lágu í ruslageymslum á póleraða tíma- bilinu, en hefur nú verið stillt upp í setustofum sem forngrip- um. Maður, sem nú á timum „læt- ur tilleiðast" að gerast rithöf- undur, er í sjálfu sér afar fynd- inn maður, enda þó hann geri sér það kannski ekki ljóst sjálf- ur. Vera má, að Magnús Á. Árna- son sé í mæltu máli lipur sögu- maður. Sé svo, kunna þættir hans bæði að njóta þess og gjalda. Það er vandi áð koma munnlegri frásögn til skila í rit- uðu máli. Og erfitt er að dæma um, þegar saga er sögð, hvort hún muni yfirleitt njóta sín rit- uð. Margt bendir til, að frásagn- ir Magnúsar nytu sín betur sagð- ar en skrifaðar. Og eflaust hefðu Gamanþættir orðið allt önnur og betri bók, ef kunnáttumaður hefði fært þá í letur eftir munn- legri frásögn sögumanns. Stutt- ar gamansögur, sem Magnús hef- ur eftir öðrum mönnum, missa t. d. algerlega marks, eins og þær eru skráðar í bók hans. En þessir þættir, þó stórgall- aðir séu, hafa einnig sína kosti. Magnús hefur frá æði mörgu áð segja. Hann hefur kynnzt fjölda ólíkra manngerða. Og hann hef- ur tekið eftir. Stöku sinnum tekst honum að koma eftirtekt sinni hrakfallalaust yfir til lesandans. En hlutlaus er hann ekki allt- af. Sumum er hann svo velvilj- aður, að hann vill auðsjáanlega lítið um þá segja nema meining- arlítil lofsyrði. Aðra lætur hann hafa það óþvegið. Hrikalegastar eru frásagnir hans af Jóni Eng- ilberts. Ávirðingarnar, sem hann eignar þeim manni, eru svo klunnalega grátbroslegar, sumar, að Engilberts stendur eftir eins og nokkurs konar revíu-skugga- sveinn, í senn stórkostlegur og ævintýralegur rusti — það er að segja, ef frásagnir Magnúsar eru skildar bókstaflega. Langbezt tekst Magnúsi upp, þegar hann segir frá fólki, sem honum virðist vera hvorki vel né illa við. Til dæmis er dágóð frásögn hans af Sigurbirni Sveinssyni — svo langt sem hún nær. Hún væri meir að segja ágæt, ef hún væri fyllri, ýtar- legri. Svipuðu máli gegnir um frásagnir af Ásmundi frá Skúfs- stöðum og Jóni Pálssyni frá Hlíð. Þátturinn um Kjarval ber með sér að vera skrifaður sem af- mælisgrein fyrir dagblað (þess er að sjálfsögðu getið með þætt- inum) og er lítilfjörlegt bókar- efni. Þátturinn um Stein Stein- arr er ekki allsómerkur, en eyk- ur þó fáu við þá hugmynd, sem almenningur hefur þegar gert sér af Steini. Vilhjálmur frá Skáholti er afgreiddur á einni síðu. Meira er honum ekki skammtað. Erlendi í Unuhúsi eru helgáðar fjórar síður, en enginn verður fróðari um Erlend af lestri þeirra blaðsíðna. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla svo um „bræður í listinni." Og sem við lesum þá kapítula, hljótum við að hyggja aftur að nafni bókarinnar: Gamanþættir af vinum mínum. Því sumt, sem drepið er á í þeim þáttum er óneitanlega grátt gaman og kær- leikurinn að sama skapi mis- þenkilegur. Sé freistað að draga saman fáorða skilgreining á Gaman- þáttum Magnúsar Á. Árnason- ar, má segja, að þeir séu bæði gó'ðir og vondir. Mikill hluti efnisins er hlutgengt bókarefni. Úrvinnslan er á hinn bóginn hræmulega endaslepp. Þó þarf enginn að sjá eftir tíma þeim, sem það tekur að lesa þessa bók. Hún er lesandi. Og að lestri hennar loknum er maður þó örlítið fróðari um menn og málefni í listinni síð- ustu áratugina. Erlendur Jónsson. Axel Eyjólfsson stendur þarna við einn skápinn, sem verk- stæðismenn voru 5 mínútur að setja saman. Framleiösla nýrra fataskápa HÚSGAGNAVERZLUN Axels Eyjólfssonar, Skipholti 7, hefur nú hafið framleiðslu og sölu á stöðluðum fataskápum, sem eru sérstaklega þægilegir til flutn- ings, ef þörf krefur. Danskir ungl- ingar hjálpa liðhlaupum Kaupm.höfn, 26. okt. — NTB ÞRJÚ pólitísk æskulýðssamtök í Danmörku munu veita bandarísk um hermönnum í Vestur-Þýzka- landi virka aðstoð ef þeir vilja gerast liðhlaupar til þess að komast hjá því að verða sendir til Víetnam, að sögn Kaupmanna hafnarblaðsins Politiken í dag. Á flugmiðum sem dreift hef- ur verið í herstöðvum Banda- ríkjamanna í Vestur-Þýzkalandi er skorað á hermennina að hringja í stjórnmálasamtökin „Fri ungdom“, „Sosialistisk Ung doms Forum“ og „Radikal Ung- dom“ í Danmörku eða komm- únistablaðið „Land og Folk". Forstjóri húsgagnaverzlunar- innar sagði, að þeir hefðu orðið varir við það, að fólk vantar mjög oft fataskápa í eldri íbúð- ir. „Er þá mjög hentugt að geta fengið skáp, sem hægt er að setja saman á skömmum tíma. Eins vill oft dragast, af ýmsum á- stæðum að smíða skápa í hús um leið og þau eru byggð. Er þá minna umstang að fá svona skáp“. Skáparnir eru framleiddir í 4 stærðum og viðartegundir verða tekk, álmur, eik, og sama verð á öllum þessum viðartegundum. Einnig mun húsgagnaverzlunin smíða skápa í öðrum stærðum I STLTTL IVIALI Náðanir í Sovétríkjunum Moskvu, 26. október. NTB. Hæstiréttur Sovétríkjanna hefur tilkynnt, að fjöldi manns verði náðaður í tilefni bylting- arafmælisins í næsta mánuði, en eingöngu smáafbrotamenn fá sakaruppgjöf. Óljóst er hvaða flokkar fanga verða náðaðir og ekki er vitað hvort rithöfund- amir Sinjavsky og Daniel vehða látnir lausir. Heath vinsælli en Wilson London, 26. októiber NTB-AP Edward Heath, leiðtogi brezka íhaldsfloksins, er vinsæll meðal al brez'kra kjósenda en Harold Wilson forsætisráðherra, og for- skot flokksins fram yfir Verka- mannaflokkinn hefur aukizt í 11% eða um sem svarar 8% á tveimur vikum, samkvæmt skoð anakönnun, sem birtist í „Daily Telegraph" í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Heath er vin- sælli en Wilson. Um 43% þeirra sem spurðir voru töldu Heath standa sjg vel sem leiðtoga stjórn arandstöðunnar miðað við 36% fyrir tveimur vikum. Wilson forsætisráðherra gerði í dag tilraun til að koma í veg fyrir að sonarsonur Sir Winston Churchills og alnafni hans nái kosningu í aukakosningum sem fram fara í Gordon-hverfi í Man chester 2. nóvember er hann sendí framtojóðenda Verkamanna flokksins, Kenneth Marks, sér- s'takan boðskap. Þar sagði hann að þeir sem kysu hann kysu nýtt Bretland, sem stöðugt væri í mótun og einkennast mundi af framsýni, samúð, djörfung og dug. og viðartegundum eftir sér- stakri pöntun viðskiptamanna. Þess má geta, að svona færan- legir fataskápar eru mjög al- gengir á vörumörkuðum ná- grannalandanna. Axel sagði, að verðið á þessum skápum, miðað við þá sem næstum eingöngu hafa verið notaðir hér til þessa, virtist vera hagstætt. Þeir skáp- ar eru í flestum tilfellum byggð ir á milli veggja, þannig að ekki eru í þeim hliðar, undir- eða yfirstykki eða annað bak ' en veggur. Það sem smíðað er, eru venjulega skilrúm og hurðirnar og tilheyrandi. Algengt verð á þessum skápum er um 12.000,00 kr., fullgerðum og uppsettum pr. breiddarmetra. Skápar þeir sem nú er hafin framleiðsla á eru spónlagðir og lakkaðir utan og innan og kosta um 10.000,00 kr. pr. breiddarmetra. „Hfimjfemen44 ógna öryggi New York, 26. október. — NTB MEÐLIMIR Minutemen, félags hægrisinnaðra öfgamanna í Bandaríkjunum, munu ekki hika við að ryðja úr vegi kunnum mönnum, sem þeir telja hlið- holla kommúnistum, segir ríkis- saksóknarinn í New York, Louis Lefkowitz, í skýrslu um starf- semi félagsins er birt var í dag. Hann Ieggur til að samtökin verði bönnuð og meðlimir þess verði látnir sæta refsingu, allt að 15 ára fangelsi. Rannsóknin hefur tekið níu mánuði og hófst þegar mikið vopnabúr er tveir „minute- menn“ áttu fannst í fyrra. Lef- kowitz segir, að rannsóknin hafi leitt margt uggvænlegt í ljós, t.d. starfsemi er nánast megi kalla skæruhernað. Samtökin geta ógnað lögum og reglu í New York og öðrum ríkjum. Meðlimir félagsins búa sig af kappi undir einkastyrjöld, sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.