Morgunblaðið - 23.11.1967, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. VTOV. 1967
Bifreíðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. Almennar viðgerð ir. Sérgrein hemlaviðgerð- ir, henglavarahlutir. Hemlastilling hf., Súðavogi 14, sími 30135.
Fatnaður — seljum sumt notað, sumt nýtt, allt ódýrt. LINDIN, Skúlagötu 51 - Sími 18825.
Sandgerði Steinsteypt einbýlishús til sölu. — Góðir greiðsluskil- málar. Fasteignasala Vil- hjálms og Guðfinns, sími 2376.
Brúnt seðlaveski tapaðist 9. nóv. ásamt öku- skírteini og persónuskilríkj um. Finnandi vinsamlega hringi í síma 34730 eða 31323. Fundarlaun.
Til sölu íbúð í Árbæjarhverfi, 100 ferm., fullbúin. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 35095.
4ra—5 herb. íbúð til leigu í Vesturbænum. — Tilb. sendist Mbl. fyrir föstudag merkt: „3®1“.
Peningamenn Til sölu verzlunarhúsn., — eignarlóð, byggingaleyfi á verðmætum stað í Miðb. í góðri leigu. Tilb. sendist Mbl. fyrir 1. des. merkt: „Fjárfesting 8279“.
Ódýr íbúð Til sölu, vistleg rishæð í sambýlishúsi á Melumum, útborgun 150 þús. við samn ing, 150 þús. eftir áramót. Sími 16567.
íbúð óskast Einhleypan mann vantar litla íbúð strax. Uppl. í síma 20546 kl. 7—8 á kvöld in. ^
íbúð, 2—3 herb. og eldhús óskast til kaups, þarf að vera laus til íbúðar sem fyrst. Uppl. í síma 14663.
Til sölu ársgömul Haka-þvottavél. Uppl. í síma 50899.
Tapast hefur svartur hestur úr Mosfells- sveitardalnum, mark: stýft hægra, blaðstýft aftan vinstra. Vinsamlega hring- ið í síma 11153.
Til sölu GAS 69 árg. 65 með blæj- um og í góðu lagi. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 51570, Sveinlaugur.
Til leigu nýleg 2ja herb. íbúð. Tilb. sendist Mbl. merkt: „467“.
Ráðskona óskast á reglusamt heimili í KefLa vík. Uppl. í síma 1405.
Jólakort Hallgrlmskirkju
Halgrímskirkja í Sanrbæ á HvalfjarSarströnd hefur gefið út
fallegt jólakort, sem hér birtist mynd af. Hún er af altari kirkj-
unnar, en þar er eina „fresco“-myndin í kirkju hérlendis. Kort-
ið fæst í mörgum bókabúðum, og hjá sóknarpresti og sóknar-
nefnd, en sóknarnefnd er um þessar mundi að festa kaup á
norsku pípuorgeli í kirkjuna, og verður það fyrsta norska pípu-
orgelið, sem hingað kemur.
—Áía^narueÁama l
unnn
Ég hefi oft hugsað ljóð
um hafnarverkamanninn
sem erjar, þarfur þjóð,
er þekki heiðursgranninn.
Og leggur líf og blóð,
sín laun í borgarranninn.
Ég hef oft hugsað ljóð
um hafnarverkamanninn.
Hann snemma úr rekkju rís,
í rúmum börnin sofa.
Hann kyssir víf og kýs,
sitt kalda brauð að lofa,
en sjaldan vinna er vís
það veldur sálardofa.
Hann snemma úr rekkju rís,
í rúmum börnin sofa.
Með þreytuþungum svip
hann þræðir vanaslöð.
Það blæs við bryggju skip,
hann blessar þetta hljóð.
í þessum góða grip
á gull og brauð sú þjóð.
Með þreytuþungum svip
hann þræðir vanasló'ð.
Ef vinnu vænkast ráð,
hve vingast skapið fljótt.
Hans höndin hríðarmáð,
er hreyfð með nýjum þrótt.
Hans gróði gleði og dáð,
hans gæfa í störf er sótt.
Ef vinnu vænkast ráð,
hve vingast skapið fljótt.
Við mál óg mannaklið
í morgunfrjálsa blænum.
Þá hljómar hafnarsvið
þar hjartað slær í bænum.
Til verka, vinnulið!
þinn vegur rís á sænum.
Við mál og mannaklið
í morgunfrjálsa blænum.
Ég lít hann við sitt verk,
og virðingar hann nýtur.
Og höndin stór og sterk
sitt stál til orku brýtur.
Sú þjóð er þörf og merk,
sem þungu störfin hlýtur.
Ég lít hann við sitt verk,
og virðingar hann nýtur.
Því blessist öld og ár
þinn auðnavegur dýr.
Og heiðri þínar þrár
sú þjóð, sem völdin býr.
Um sál og silfurhár
fer sólargeisli hlýr.
Því blessist öld og ár
þinn auðnuvegur dýr.
Kjartan Ólafsson.
Enginn getur þjónað tveimur
herrum því að annað hvort mun
hann hata annan og elska hinn
eða aðhyllast annan og lítilsvirða
hinn. (Matt. 6:24).
í dag er fimmtudagur 23. nóv-
ember og er það 327. dagur ársins
1967. Eftir lifa 38 dagar. Klemens-
messa. — Árdegisháflæði kl. 8.58.
Síð degisháflæði kl. 21.33.
Upplýsingar um læknaþjónustu í
borginni eru gefnar í sima 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavík-
ur.
Slysavarðstofan í Heilsuverndar-
stöðinni. Opin allan sólarhringinn
— aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5
síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa
alla helgidaga. — Sími 2-12-30.
Neyðarvaktin *Svarar aðelns á
virkum dögum frá kl. 8 tll kl. 5,
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1.
Kvöldvarzla í lyfjabúðum I
Reykjavík vikunna 18. nóv. — 25.
nóv. er í Ingólfs apóteki og Laug-
arnesapóteki.
Næturlæknir í Hafnarflrði að-
faranótt 24. nóv. er Sigurður Þor-
steinsson, simi 52270.
Næturlæknir í Keflavík:
21/11 og 22/11 Jón K. Jóhannsson.
23/11 Kjartan Ólafsson.
Keflavikurapótek er opið virka
daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2
og sunnudaga frá kl. 1—3.
Framvegis verður tekið á mótl
þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.,
þriðjud., fimmtud. og föstud. frá
kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku-
daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga
frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222. Næt-
ur- og helgidagavarzla, 18-230.
Skolphreinsun hjá borginni. —
Kvöld- og næturvakt, simar
8-16-17 og 3-37-44.
Orð lífsins svarar í síma 10-000.
IOOF 11 = 14911238 !4 = E.T. II.
IOOF 5 = 14911238)4 = E.T. 2.
SK.
st'. st '. 596711237 — Vn — 7.
FRÉTTIR
Æskulýðsfélag Garðakirkju
Heimsækjum Æskulýðsfélag Bú-
staðasóknar í kvöld. — Bilferð frá
Barnaskólanum kl. 8.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
heldur aðalfund í kvöld
(fimmtud.) i Sjálfstæðishúsinu kl.
8,30. Dagskráin: Lagabreytingar,
venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi-
drykkja og skemmtiatriði.
Hjálpræðisherinn
Á fimmtudaginn 23. nóv. kl. 8,30
efnir lúðrasveit Hjálpræðishersins
til söng- og hljómleikasamkomu í
sal Hjálpræðishersins.
Majór Guðfinna Jóhannesdóttir,
yfirforingi, stjórnar.
Efnt verður til samskota handa
lúðrasveitinni til kaupa á nýjum
hljóðfærum.
Mikill og fjörugur hersöngur og
hlj óðf æraleikur.
Allir velkomnir. Ókeypis að-
gangur.
Frá Styrkarfélagi vangefinna
Konur í Styrktarfélagi vangef-
inna eru minntar á jólakaffisöl-
una og skyndihappdrættið í Sig-
túni sunnudaginn 3. des. nk.
Happdrættismunir afhendist í
skrifstofu félagsins Laugavegi 11,
fyrir 3. des., en kaffibrauð fyr-
ir hádegi í Sigtúni 3. des.
Frá Styrktarfélagi Keflavíkur-
kirkju, Keflavík
Vinningar í leikfangahappdrætti
félagsins eru til sýnis í glugga
Verzlunarbankans, Hafnargötu 31.
Dregið verður 10. desember.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma í kvöld kL
8.30. Allir velkomnir.
Fíladelfía, Reykjavík
Samkoma okkar fellur niður í
kvöld. En við bendum í samkomu
í Fíladelfíu í Keflavík í kvöld kL
8.30 og næstu kvöld á sama tíma
með þátttöku þeirra Barbro og
Áke Wallen.
Arabíska félagið á fslandi
sem stofnað var 28. október sl.
heldur fyrsta félagsfund sinn í
Miðbæ að Háaleitisbraut 58—60
sunnudaginn 26. nóvember 1967 kl.
3 e. h. Dagskrá: Félagslög, kvlk-
myndasýning, inntaka nýrra með-
lima. Veitingar á staðnum. F. h.
félagssstjórnar Guðni Þórðarson.
Kristnsboðsvikan
Samkoma í húsi KFUM og K kl.
20.30. Kristniboðsfélag kvenna ann
ast. Kristniboðsþáttur. Frú Lilja
Kristjánsdóttir hefur hugleiðingu.
Æskulýðskór syngur. Einsöngur.
sá NÆST bezti
Tveir karlar voru einu sinni að rífast. Annar segir me'ð mestu
fyrirlitningu: „Þú ert asni, naut og belja, sem ekkert veizt, kannt
eða skilur“. „Jæja, ekki ert þú betri", segir hinn, ,aumkunar-
verðari og aumari en skynlaus skepna og hefur ekki skott til að
skýla blygðun þinni“.
-9/75/7 ÚAltT------
De Gaulle telur lækkun pundsins ekki nægjanlega til inngöngu
Breta í EBE.