Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 1967 Pí>rj0twM&M!r Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Simi. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NU REYNIR Á ae yuv/j vr *rnjM Mesti þjófnaður á Grænlandi - þjófarnir geymdir í íbúð lögregluþjóns CJenn líður að því, að endan- ^ leg ákvörðun verður tek- in um gengisbreytingu ís- lenzku krónunnar í fram- haldi af ákvörðun Breta um gengislækkun sterlingspunds ins. Sá atburður hefur orðið til þess, að ríkisstjórnin hef- ur orðið að taka efnahags- vandamál þjóðarinnar upp til nýrrar yfirvegunar og þær leiðir, sem áður var stefnt að, eru nú ekki lengur færar. Um leið og gengislækkun sterlingspundsins hefur gert okkar eigin vandamál flókn- ari úrlausnar hefur hún og orðið til þess, að eðlilegt er og nauðsynlegt að leysa í senn þann vanda, sem leysa átti með efnahagsmálatillög- um ríkisstjórnarinnar svo og erfiðleika atvinnuveganna. Þess vegna verða hér ekki aðeins um að ræða viðbrögð við gengislækkun sterlings- pundsins heldur lausn á stærra vandamáli. Allir virðast sammála um, að gengisfelling íslenzku krónunnar sé óhjákvæmileg vegna falls sterlingspundsins. Hins vegar er ljóst, að skipt- ar skoðanir kunna að verða um hversu mikil sú gengis- lækkun skuli verða. Sérfræð- ingar og trúnaðarmenn Seðla bankans og ríkisstjórnarinn- ar hafa unnið dag og nótt að undanförnu að því að afla upplýsinga, sem hægt er að byggja á yfirvegaða og rök- studda ákvörðun um það at- riði. Því má treysta, að ekki verður gengið lengra en brýn nauðsyn krefur til þess að leysa þau vandamál, sem úr- lausnar krefjast. En nú reynir á ábyrgðartil- finningu og þjóðhollustu fjöl- margra forustumanna bæði á sviði stjórnmála, atvinnulífs og verkalýðssamtaka. Til þess að gengisfelling nái já- kvæðum árangri fyrir þjóð- arbúið í heild má verðlag og kaupgjald ekki hækka svo ört í landinu, að gengislækk- unin verði á skömmum tíma gagnslaus. Fyrir þessu eru svo augljós rök að óþarfi er að telja þau fram. Og enginn vafi er á því að stjórnmála- menn, verkalýðsleiðtogar og aðrir sem mál þetta snertir munu viðurkenna með sjálf- um sér þessa staðreynd. Spurningin er því, hvort þeir menn, sem hlotið hafa trún- að og traust fjölmargra hags- munasamtaka, hafa mann- dóm og kjark til þess að bregðast þannig við að það verði þegar til lengdar læt- ur bæði umbjóðendum þeirra og þjóðinni allri til heilla og gagns, eða hvort þeir falla fyrir þeirri freist- ingu, að notfæra sér vanda- málin í pólitísku sérhags- munaskyni. Þjóðin á kröfu á því, að þeir sem til forustu veljast, hvort sem það er í hópi stjórnmálaflokkanna, stjórn- arandstæðinga, verkalýðs eða atvinnurekenda, misnoti ekki það traust er þeim hefur ver- ið sýnt í ábyrgðarlausu eigin- hagsmunaskyni heldur fylgi því sem þeir með sjálfum sér vita, að er rétt og skynsam- legt. Nú reynir á manndóm og þjóðhollustu margra manna. AFSTAÐA VERKALÝÐS- SAMTAKANNA jVFokkur verkalýðsfélög hafa þegar aflað sér heimildar til verkfallsaðgerða en mik- ilvæg launþegafélög svo sem verzlunarmenn og múrarar hafa fellt tillögur um verk- fallsboðun. Miðstjórn ASf hefur enn ekki, svo kunnugt sé, tekið afstöðu til tillögu, sem fram var borin í mið- stjórninni sl. sunnudag um að ASÍ mælti með því við með- limafélög sín að fresta verk- fallsaðgerðum um sinn a.m.k. Það liggur alveg ljóst fyrir, að mjög takmarkaður áhugi er á verkföllum meðal óbreyttra meðlima verkalýðs- félaganna, þótt forustumönn- um þeirra kunni engu að síð- ur að takast að knýja fram heimild til verkfallsboðunar. Frá því að ráðstefna ASÍ mælti með verkfallsboðun við meðlimafélög sín hefur öll aðstaða gjörbreytzt og rík- isstjórnin hefur í skyndi orð- ið að taka vandamálin upp til yfirvegunar á nýjum grundvelli. Ljóst er að svo örlagaríkar ákvarðanir verða teknar næstu daga og vikur, að nauðsynlegt svigrúm verð- ur að gefast til þeirra, án þess að verkföll skelli á, á meðan. Ríkisstjórnin féllst á það á sínum tíma að fresta meðferð efnahagsmálafrv. síns í þing- inu meðan viðræður stæðu yfir við verkalýðssamtökin. Á sama hátt er nú eðlilegt að verkalýðssamtökin fresti a.m.k. boðuðum verkfallsað- gerðum um sinn meðan hin nýja aðstaða skýrist betur. í ræðu sem forseti ASl flutti á Alþingi fyrir nokkru kvaðst hann mótmæla því, að verkalýðssamtökin hefðu sýnt óbilgirni í afstöðu sinni til tillagna ríkisstjórnarinnar. Tveir tvítugir Grænlendingar hafa játað að hafa stolið um 800.000 ísl. kr. úr skrifstofu bæjarsjóðs í Holsteinborg að næturlagi fyrir fáeinum dög- um. — Fimmtán ára gömul stúlka sá mennina hjá inn- brotsstaðnum og gaf lýsingu á þeim, sem leiddi til þess að mennirnir náðust þegar dag- inn eftir. Við yfirheyrslur játuðu sjó- mennirnir Ville Petersen frá Niakornarssuk og Kanutus Thorvaldsen, frá Narssak að hafa framið þjófnaðinn, sem er hinn mesti, sem vitað er um í sögu Grænlendinga. — Kanutus Thorvaldsen sagði, að þeir félagar hefðu fundið lykilinn að gjaldkeraskrifstof- unni í ólæstri skúffu í skrif- stofu bæjarstjórnar. Að fenginni játningu tví- menninganna voru þeir úr- skurðaðir í 10 daga varðhald. Voru þeir geymdir í kjallara íbúðar aðstoðarlögregluþjóns- ins í Holsteinsborg, sem telur 3000 íbúa en hefur ekkert fangelsi. 48.000 vantar Lögreglustjórinn, Jörgen Hertling á Góðravonarhöfða, bíður þess nú, að sér berist upplýsingar um þjófnaðinn í Holsteinborg. Þær fáu upplýs- ingar, sem hann þegar hefur fengið fékk hann með sím- skeyti. Holsteinborg hefur hvorki síma- né fjarritasam- band við umheiminn. Upplýst er þó, að hin stolna fjárupphæð er að mestu kom- Pontianak, Vestur Borneo, 17. nóv. AP NTB. KÍNVERSKIR menn á Vestur- Borneo hafa að undanförnu orð- ið fyrir hroðalegum ofsóknum af hálfu ættflokks þess, sem Dyakar nefnist. Hafa Dyakar fellt mörg hundruð mans og hrakið um 30.000 Kínverja frá heimilum sín- um. Er hér um að ræða hefndar- ráðstöfun vegna uppreisnarað- gerða og byltingarstarfsemi kommúnista meðal Kínverjanna, —en um tvö þúsund skæruliðar hafa haft sig töiuvert í frammi á þessu sviði og velgt Dyökunum svona rækilega undir uggum. Ættflokkur þessi er herskár mjög og blóðþyrstur, enda skammt um liðið síðan hausa- veiðar voru daglegt brauð hjá þeim. Nú hafa þeir ráðizt til at- lögu gegn skæruliðum og óbreytt um Kínverjum með mannáti, rán um, morðum og misþyrmingum og virðist ósennilegt, að kínversk Það skal fúslega viðurkennt, að verkalýðssamtökin hafi meðan á þeim viðræðum stóð hagað vinnubrögðum sínum á sanngjarnan hátt þótt sam- komulag næðist ekki. Hins in í hendur réttra aðila. En óttast er að leysingavatn hafi skolað burtu 48.000 krónum. Þjófarnir földu þýfi sitt á mörgum stöðum þegar eftir innbrotið. 48.000 kr. földu þeir í sökkli byggingar hinnar kon unglegu dönsku Grænlands- verzlunar. í sökklinum var hinsvegar leysingavatnið. Hartling, lögreglustjóri, álít ur, að þjófarnir hafi látið heillazt af hinum mörgu bankaránum, sem framin hafa verið í Danmörku að undanförnu. Sjómennirnir tveir hafa upplýst, að þeir hafi verið gripnir skyndilegri þörf fyrir peninga og helzt mikla peninga. Þeir verða dæmdir eftir sérstökum sakamannalögum, um íbúum svæðisins verði þar vært úr þessu. Dyakar nota svínablóð sem stríðsmálningu og skreyta sig rauðum borðum á höfði og örm- um. í frumskóginum leita þeir uppi skæruliða vopnaðir löngum hnífum og heimatilbúnum byss— um. Engum hafa þeir vægt nema kínverskum bændum og kaup- mönnum, sem hlýða skipunum þeirra um að flýja burt sem skjótast. Að sögn indónesískra yfirvalda hafa Dyakar drukkið blóð og snætt hjörtu fórnarlamba sinna. Þá hefur talsmaður Rauða kross- ins á Vestur-Borneo gefið skýrshi, þar sem segir, að Dyakar rífi lifrina úr fórnarlömbum sín- um og skipti henni með sér, því að sú sé trú þeirra, að því fleiri óviini, sem þeir getj lagt að velli og fengið lifur úr, þeim mun fleiri þjóna fái þeir í himnaríki. Blaðamaður, sem fór til Beng- vegar er öllum ljóst að skelli verkalýðssamtökin á verk- föllum nú, þegar öll aðstaða hefur skyndilega gjörbreytzt vegna áhrifa utan frá, er það algjör óbilgirni og fullkomið sem samin voru með Græn- land í huga árið 1954. Sér- kennandi fyrir þessi lög er, að þau krefjast þess ekki að tekið sé tillit til fyrri afbrota. Samkvæmt lögunum er dóm- ara frjálst að leggja persónu- legt og hlutlægt mat á söku- dólga og afbrot þeirra. Herling, lögreglustjóri, hef- ur í hyggju að reyna að fá mennina framselda til betr- unarhælisins í Góðvon, þar sem sálfræðingur og læknir eru til staðar. Hetl- ing segir, að mennirnir tveir hafi áður framið innbrot. Hann segir ennfremur, að það sem beri að gera í máli þessu sé að afhenda mennina sál- fræðingi, sem lagt geti dóm- ara í hendur vel grundvölluð gögn til að fara eftir við dóms uppkvaðningu. kaja, segist hafa séð lík níu Kín- verja, sem höfðu verið hálshöggn ir og líkunum með hendurnar bundnar aftur fyrir bak kastað í skutð. Hundruð kinverskra heimila hafa verið rænd og brennd. — Flóttamenn hafa safnazt saman í skólum, verksmiðjum og vöru- húsum, þar sem yfirvöldin reyna að verja þá og sjá þeim fyrir matvælum. Ennfremur hafa þau haldið uppi viðræðum við leið- toga Dayaka og reynt að fá þá til þess að láta saklaust fólk í friði. Að sögn yfirvaldanna eiga Kínverjarnir ekkí nema um þrjá kosti að velja og er enginn góð- ur. í fyrsta lagi að flýja, í öðru lagi að bjóða hættunni byrginu og eiga þá á hættu að hús þeirra og eignir verði brenndar og þeir sjálfir líflátnir, þegar minnzt vari. Og í þriðja lagi, að semja frið við Dayaka með þvi að taka þátt í sérstökum blótsiðum þeirra og svínaslátrun. En hvað eftir annað hefur það gerzt, að Kínverjar, sem valið hafa síð- asta kostinn og talið sig óhulta um líf sitt þess vegna, hafa orð- ið fórnarlömb Dayaka frá öðrum þorpum og sveitum. Á flestum stöðum á Vestur- Borneo hafa Dvakar og Kínverj- ar búið saman í sátt og samlyndi árum saman. ábyrgðarleysi af hálfu verka- lýðssamtakanna ef þau halda fast við verkfallsaðgerðir hinn 1. des. n. k. Því verður ekki trúað að óreyndu að svo fari. Villimennska á Vestur-Borneo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.