Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓV. 19«? Sveinn Ásgeirsson, hagfrœðingur: Afgreiðslutími verzlana á Norðurlöndum rýmkaður 1. JANÚAR 1967 gengu ný lög í gildi í Svíþjóð um afgreiðslu- tíma verzlana. Með þeim voru þeir rýmkaðir, þanmg að verzlan ir mega alm«nnt hafa opið frá kl. 8 að morgni til kl. 8 að kvöldi. Auk þess getur viðkomandi ráðu- neyti veitt undanþágiu til frekari rýmkunar afgreiðslutíma, þegar um er að raeða vörur, sem sér- stök eftirspurn er að á öðrum tímum en þessum. Hér er mörkuð skýr stefna. Þörfin — eftirspurn neytenda — er látin vera aðalmælikvarði þess, hvenær heimilt er að selja vörurnar. En þess ber einnig vel að gæta, að bæjarfélögum er óheimilt að setja neinar takmark anir umfram það, sem lög leyfa eða ráðuneytið heimilar. Meginreglur um afgreiðslutíma eru ákveðnar í lögum í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi, en bæjarstjórnir hafa aðeins nokkra heimild til að veita undanþágur — þ. e. til enn frekari rýmkunar. En aftur á móti eru það það bæjarstjórnimar, sem setja reglu gerðir þar að lútandi í Noregi og á Íslandi. Fram að 1. jan. 1967 var al- mennur afgreiðslutími verzlana í Svíþjóð frá kl. 8 að morgni til kl. 7 að kvöldi, en einn dag í viku til kl. 8. í nefndaráliti 1965 lögðu 6 nefndarmenn af 7 það til, að leyfilegur afgreiðslutími yrði alla virka daga framlengd- ur til kl. 8 að kvö’di. Var það álit meirihlutans, að reynslan af þeirri breytingu ætti að skera úr um það, hvort stíga ætti skrefið til fulls og afnema lögákveðna tilhögun afgreiðslutíma. í Finnlandi hefur sú almenna regla gilt, að opnað skyldi kl. 8 en lokað kl. 6 e.h. ísl-endingar kannast vel við það kerfi. Ðn nú liggur fyrir frumvarp þess efnis, að afgreiðslutímar verði rýmk- aðir þannig, að heimilt væri að hafa verzlanir opnar milli kl. 8 að morgni til kl. 8 að kvöldi, en þó leyft að hafa opið einu sinni í viku til kl. 9 að kvöldi. í Noregi var lagt fram stjóm- arfrumvarp í vor, en þar heyra mál þessi nú undir hið nýstofn- aði Fjölskyldu- og neytendamála ráðuneyti, þar sem gert var ráð fyrir grundvallarbreytingum um alla til'högun varðandi afgreiðslu tíma. Þar er sú meginregla upp tekin, að þörf almennings og eft- irspurn eigi að skera úr um það, hvaða vörur séu á boðstólum og hvenær. í greínargerð fyrir hinu norska frumvarpi er margs getið, sem íslendingum og þá sérstaklega ráðamönnum þeirra er rétt að hugleiða, þegar við verðum senn orðnir aftur úr öllum nágranna- löndum vorum, hvað reglur snertir um afgreiðslutima veirzl- ana. í fyrsta lagi er það ofan- greind, svarletruð setming. Þar er lagzt gegn allri mis- munun jafnt á tegundum verzl- ana sem vara, þótt ekki sé nema af framkvæmdarástæðum, hvað þá öðrum enn veigameiri. í Noregi hafa dómstólarnLr orðið að taka afstöðu til þess, hvort „átsúkkulaði" nái eiminig yfir „suðusúkkulaði“, marsipan eða bollur með súkkulaði á yfírborð- inu, og hvort gosduft falli undir gosdrykki. Ef við lítum á gild- andi lista í samþykkt Reykja- víkurborgar um vörur, sem söiu turnar mega hafa á boðstólum gegnum göt er von að menn brosi. Þá segir einnig, að það hljófi að stangast á við almenna réttar- meðvitund, að selja megi á kvöldin og á helgidögum tóbak, gosdrykki og slíkar vörur, en bannað sé að verz'a með mjólk, brauð og aðrar nauðsynjavörur. Hér höfum við þó verið Norð- mönnum skárri, hvað sunmudaga snertir varðandi mjólkur- og brauðbúðir. Svo slæmt var ástandið orðið með frændum vor um). Með frumvarpinu var gert ráð fyrir, að heimild bæjarfélaga til að leyfa sölu á tóbaki o.s.frv., en ekki á öðrum vörum, væri úr gildi numinr. Stjórnir bæjar- félaga hefðu aðeins heimild til að ákveða, hvort verzlun mætti fara fram eða ekki. Þá er einnig í greinargerðinni rætt um það vandamál, sem mjög hefur verið flíkað í umræðum um þessi mál hérlendis af hálfu ýmissa aðila: Hvort af þessari rýmkun muni leiða aukinn kostn að og þar með hækkað vöruverð. Sagt, er, að svo geti út af fyrir sig farið samfara aukinni velmeg un. Ráðuneytið telji það þó ekki hlutverk bæjarstjórna að hafa hönd í bagga um það, að hve miklu leyti aukinnar velmegun- ar og bættra lífskjara í framtíð- inni sé notið í formi meiri og betri þjónustu í verzlun meðal annars með þægilegri og hent- ugri afgreiðslutímum fyrir neyt endur. Og enda þótt viðurkenna verði hugsanlega hækkun kostn- aðar, sé það engan vegin víst, að svo þurfi að verða. Breytt og betri nýting verzlunarhúnæðis og hagkvæmari vimnutilhogun geti komið þar á móti til lækk- unar. í þessu sambandi beri einn ig að hafa í huga, að kostnað- ur vegna verzlunar sé ekki ein- ungis búðarmegin heldur og hjá neytendum. Og með heimild til kvöldsölu geti verzlanir auð- veldað og miðað starfsemi sína við þarfir neytenda. Vegna mikillar andstöðu sam- taka afgreiðslufólks var frum- varpið drpgið til baka — í bili. Loks hafa þessi mál mjög ver- ið til umræðu undanfarin ár í Danmörku, þar sem talsmenn sjónarmiðs neytenda fyrst og fremst hafa borið fram eindregn ar óskir um breytingar á gild- andi lögum um afgreiðslutíma verzlana, þar sem hliðstæð sjón- armið væru höfð í huga og þau, sem lýst hefur verið hér að ofan, og ríktu að baki núgildandi lög- um í Syjþjóð og frumvörpunum í Finnlafidi og Noregi. Það varð úr, að ákveðið var að fela félagsfræðistofnun við háskóla einn þar í landi að rann- saka, hverjar væru þarfir neyt- enda í þessum eflnum, og hvaða tilhögun væri líklegust til að mæta þeim. Verður þvi beðið nið urstaða þeirra athugana. Að sjálfsögðu er það ekki ætl un neinna þeirra, sem túlka sjón armið neytenda og þjóðfélags- ins í heild, hvað þessi mál varð- Vcrzl unarhúsnæði Verzlunarhúsnæði við Laugaveg og Langholt óskast til leigu eftir áramót. Tilboð sendist Mbl. merkt: „332.“ ar, að gengið sé á nokkurn hátt á hlut afgreiðslufólks, sem reynd ar hvatvetna á Norðurlöndum hafa með sér öflug hagsmuna- samtök. Og í Svíþjóð fékk af- greiðslufólk því framgengt, að þvi var tryggð 5 daga vinnuvika — án þess þó að verzlunum vær: lokað á laugardögum þess vegna. Neytendasamtökin hafa frá stofnun þeirra barizt fyrir þeim sjónarmiðum, sem liggja að baki ofangreindum lögum og frum- vörpum til laga, og bókstaflega beitt öllum þeim meginrökum, sem tilfærð eru i greinargerð fyrir hinu norska frumvarpi og eru í aðalatriðum hin sömu fyr- ir þeim sænsku og íinnsku. Ljóst er, að ný stefna hefur rutt sér til rúms á Norðurlöndum og reyndar víðar, þótt þörfin væri orðin einna brýnust þar á al- gjörri stefnubreytingu. Það er sannarlega tími til komimn, að mál þetta verði tekið föstum tök um hér á landi, þótt við því mið ur að sjálfsögðu séum síðastir allra, þegar um meðhöndlun slíkra vandamála sem þessara er að ræða. Hið síðasta, sem gerzt hefur í þessum málum í borgarstjórn Reykjavíkur, er það, að Óskar Hallgrímsson bar þar fram til- lögu 6. okt f.á. um r.iðurfellingu gildandi samþykktar um af- greiðslutíma verzlana í Reykja- vík. Eims og sjá má af ofansögðu, var sú tillaga ekki eins fráleit, eins og hún virtist mörgum í fyrstu. Að vísu þyrftu lög að koma í staðinn frá Alþingi, þar sem tryggt væri eðlileg verzlun- arþjónusta, þannig að hvorki bæjarfélögum né öðrum aðilum væri heimilt að takmarka af- ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær, þar sem greint var frá því, að fólki í Breiðafjarðareyjum fækaði, að með fréttinni birtist önnur mynd en átti að fylgja. Birtum við þvi hina réttu mynd, en hún er af Jakobi Jónssyni, þar sem hann er nýkom- inn til Stykkishólms til að sækja vistir. greiðslutíma inman ákveðins ramma. Tillaga Óskars var send stjórn Neytendasamtakanna til umsagn ar, og segir svo í bréfi samtak- anna til borgarráðs: „Afstaða samtakanna í máli þessu hefur verið skýrt mörkuð í ítarlegum álitsgerðum til borg- arstjórnar og skal sérstaklega bent á bréf frá 4. febr. 1963. Hér skal þó bent á þann kjarna máls ins, að vér teljum, að hinir kjörnu fulltrúar borgarbúa megi á engan hátt með samþykktum sínum koma í veg fyrlr það, að umbjóðendum þeirra verði veitt viðunandi þjónusta varðandi kaup á almennum nauðsynja- vörum. Stjórn samtakanna samþykkti á sínum tima fyrir sitt leyti það kerfi, sem fólst í skiptiverzlun innan hverfa, í trausti þess, að með því yrði neytendum gefinn kostur á þeirri þjónustu, sem þeim er nauðsyn í nútímaþjóð- félagi. Með því að fella það kerfi niður er í meginatriðum kippt undan grundvelli núgild- andi reglugerðar. Þar með telj- um vér fulla ástæðu til að fella úr gildi þau ákvæði hennar, sem takmarka á nokkurn hátt þá þjónustu við neytendur, sem kaupmenn kunna að vilja veita. Ekki er ástæða til að ætla, að samtök afgreiðslufólks kuwni síður en önnur stéttarsamtök að semja um kaup og kjör, og er því á engan hátt verið að skerða rétt þeirra með afnámi þeirra ákvæða reglugerðarinnar, sem takmarka sölu á nauðsynjavör- um“. Til þess hefur grein þessi ver- ið skrifuð, að þessar upplýsingar um gang mála á Norðurlöndum megi flýta fyrir því, að augu ráðamanna um þessi mál opnist fyrir þvi, að vandamálið er ekki óleysanlegt heldur orðið fremur auðvelt, þegar nágrannaþjóðir vorar hafa lagt lausnina upp í hendur vorar. Þarf ekki annað en að súna frumvörpunum og greinargerðunum yfir á íslenzku, staðfæra þau og breyta þeim i ýmsum atriðum, þótt það verði hvergi til bóta og gera þau að lögum á íslandi. Og ei þau verða ekki verr þýdd úr dönsku en Lög um lausafjárkaup (kauplög- in) nr. 39 frá 1922 eða Lög um varnir gegn óréttmætum verzl- unarháttum nr. 84 frá 1933, þá þurfum við engu að kvíða. Vel unnið að veiðimálum Athugasemdir og leiðréttingar við grein Einars Hannessonar ÁN ÞESS á nokkum hátt að vilja blanda mér í blaðadeilur eða skrif get ég ekki orða bund- izt eftir að hafa lesið grein Ein- ars Hannessonar „Vel unnið að veiðimáluim", sem birtist í Morg- unblaðinu 10. þm. og langar því til að koma á framfæri nokkrum athuigasemdum og leiðréttingum við hana. Líklega finnst E.H. þetta vera slettirekuskapur úr mér og mér sé þetta „óviðkomandi", en ég vil spyrja: Hvaða áhuga.manni um fiskirækt er það óviðkomandi þegar um er að ræða brautryðj- endastarf á þessu sviði eins og „þessir menn hér um slóðir“ eru að hefja? E.H. egir í grein sinni: „Má í því sambandi vekja athyg’i á þeiim sérkennilegu myndaseiíam, sem undanfarið hafa birzt í dag- blöðum. Sýna þær aðallega Jakob þennan í hvítum slopp norður í Húsavík í klak og eldis- stöð, sem menn þar um s óðir eiga að reka og er Jakobi ovið- komandi". Ekki veit ég hvaða meininga E.H. leggur í orðalagið „eiga að reka“ en hér um slóðir mundi þetta orðalag vera talið mein- fýsið; og lögð sú merking í það að E.H. hafi heyrt að eitthvað slíkt væri að gerast þar norður á Húsavík, en hann leggði nú ekkj meir en svo trúnað á að svo sé. Ég býst við að Þór Guðións- son veiðimálastjóri geti sannfært E.H. um það að_Klak og eldisstöð Húsavíkur er raunveruleiki, því hann var svo vinsamlegur að koma hingað norður í sumar, en þvi miður á þeim tíma, sem ekk- ert var að gerást í stöðinni. Hann hafði tal af forstöðumönnum hennar; og miðlaði þeim af þekk ingu sinni og reynslu í þenum efnum. Nei, E.H. þarf ekki að vera í neinum vafa um að þessir menn reka kJlak og eldisstöð, en eiga ekki að reka hana fyrir nemn annan aðila. í öðru lagi vil ég taka það fram að Jakobi Hafstein er því betur, þessi stöð alls ekki ovið- komandi Allt frá því að byrjað var að reka hana hefur Jakob verið þessum mönnum framúr- skarandi velviljaður og hjálpfús á alla lund, oft hafa þeir leifað til hanns og aldrei farið bónleið- ir frá búð hans. — Síðast í surn- ar er leið gaf Jakoo stöðinni þrjár hrygnur úr Laxá í S.-Þing. að þyngd 14—18 pd. og getur E.H., sem fræðimaður 4 þessu sviði, því það hlýtur hann að vera, reiknað út hvers virði þær geta orðið stöðinni. Ef ekki, þá get ég sagt 'honum það. Þessar hrygnur gefa vægilega áætlað, ca. 5. 1. af hrognum eða 35—40 þús. hrogn. Þó reiknað sé með mestu hugsanlegum afföllum, verða þetta 20—24 þúsund sleppiseiði næsta sumar. Með því verðlagi, sem á slíkum seiðum var síðast- liðið sumar eru þetta 100—120 þús. krónur. í þriðja lagi finnst mér E.H. vera í meira lagi gdámskygn, ef hann, sem sérfræðingur í fisk- eldi, sér aðallega „þennan Jakob á hvítum slopp“ á áðurnefndum myndaseríum. Á myndunum eru fleiri á hvítum slopp en Jakob, því hreinlæti og góð umgengni hefur verið frá upphafi fyrsta boðorð þeirra er stöðina reka. E.H. virðist ekki skilja þann framúrskarandi velvilja og á- huga, sem Braigi Eiríksson fonm. Félags áhugamanna um fiski- rækt, og Jakob Havstein sýna, með því að koma að vetrarlagi frá Reykjavík norður til Húsa- víkur, til þess að fylgjast með þessu etarfi hér, en betur væri að fleiri áhrifamenn sýndu á- huga í stað þess að vera með tortryggni og ónot í garð þessara manna. Og ég er viss um það, að þessir menn, eru þessum vinum sínum báðum, mjög þakklátir fyrir áhuga þeirra og hjálpsemi, og vildu gjarnan sjá þá, sem oft- ast á mynd með sér, við þessi störf. Húsavík 13. nóv. 1967. Snorri Jónsson. Þrándheimi 14. nóv. NTB. Vörubílstjóri nokkur í Þránd- heimi hefur verið dæmdur fyrir ölvun við akstur í 45 daga fang- elsi. Hann hafði stöðvað bil sinn á gatnamótum á rauðu ljósi og sofnaði við stýrið, áður en grænt ljós kom og vegurinn opnaðist. Síðan svaf hann, á meðan ljósin skiptust þó nokkrum sinnum og þrátt fyrir það, að bílarnir á eftir honum þeyttu flautur sínar mörgum sinnum, vaknaði hann ekki. Urðu menn loks að ganga að honum í bíl hans og vekja hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.