Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967 SIM11-44-44 mum HverfLsgöto 193. Sími eftir iokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 SigurSur Jónssou BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundæugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Rúskinnshreinsun Hreinsum rúskinnskápur, jakka og vesti. Sérstök meðhöndlun. Efnalaugin Björg, Háaleitisbr. 58—65, simi 31380, útibú Barmahlíð 6, sími 23337. AU-ÐVITAÐ ALLTAF 'A „Spennið öryggisbeltin! “ Séra Helgi Tryggvason skrifar: .,f*að eru báðir synir mínir, sem fyrirskipa þetta“, sagði öku maðurinai við mig, greind og reynd kona, þegar hún hafði gef ið mér og manni sínum ofan- ritaða fyrirskipun. rétt eins og hver skylduraekin flugfreyja gerir, áður en flugtak hefst. Hún var að sækja okkur á járn brautarstöðina. og skyldi ég gista hjá þessum ágætu hjónum skammt fyrir utan London nú fjrrir skömmu. Og hún bætti við: „Eins og þú veizt, eru báð- ir synir okkar hjónanna orðnir læknar. Báðir hafa þeir unnið á slysavarðstofu, og þeir segja það vera staðreynd semkvæmt skýrslum, að þrjú af hverjum fjórum dauðaslysum þess fólks. sem er í bíkrm, sem lenda í árekstrum eða veita eða hvoru tveggja, hefði mátt forðast, ef ökumenn og farþegar hefðu not að öryggisbeltL Og færri væru þá örkumlamenn, ef belbunum hefði verið leyft að veita þá vernd, sem þau máttu. Þess vegna hafa synir okkar tekið loforð af okkur. foreldrum þeirra, að halda fast við þennan sið í hvert skipti, sem við för- um í bíl okkar Þeim er þetta mikið alvörumál, enda hafa þeir komizt í snertingu við mörg ljót slys í þessari stóru höfuð- borg og víðar“. Þetta tal konunnar var mjög sannfærandi. og ég hugsaði mér þá að skýra frá því hér heima og geri það hér með. En hvað um árekstrana og velturnar á íslenzkum vegum ? Helgi Tryggvason“. ■+C Skást er að skjóta rjúpur með haglabyssum „Rjúpnaskytta og fugla- vinur“ skrifar: ,,Er ég las greinina ,.Rjúpna- dráp“ i Velvakanda þ. 23. þ.m., gat ég alls ekki setið á mér um Iðnskóli ísafjarðar Framhaldsdeild með námsefni undirbúningsdeildar Tækniskóla íslands verður starfrækt í vetur með sama sniði og tvo undanfarna vetur. Kennsla hefst í janúar. — Nánari upplýsingar gefur Skólastjóri Iðnskóla ísafjarðar. tesamoll þéttlr dyr og glugga. Hið teygjanlega tesamoll fellur f samskeyti og rifur milli fals og karma, þar eð tesamoll er gert úr svampkenndu efni, sem útilokar bæði súg og vætu. ——— tesamoll deyfir hurðaskelli og þéttir dyrnar svo notalegur ylur helzt í herberginu. að skrifa bréf þetta til Velvak- anda. Höfundur bréfsins er auðsjá- anlega ekki mikiU sportmaður. Hann tekur það fram í bréfi sínu, að rjúpnaveiði sé alls ekki mannúðleg. sérstaklega með haglabyssu. Ég vil taka það fram, að rjúpnaveiði ætti að vera bönn- uð með öðram skotvopnum en haglabyssum. Ég held, að hver einasta eða langflestar rjúpna- skyttuT, sem stunda þá veiði að verulegu leyti, munu vera sam mála mér um það. Mjög erfitt er að skjóta rjúpu án hagla- byssu. Ef rjúpa er skotin með riffli, er það mjög leiðinlegt fyrir mann að sjá aumingja fuglinn kveljast ef hann er ekki séTstaklega vel skotinn. Það eru mjög litlar lítrur fyrir. að rjúpa sem skotin er með haglabyssu, að hún kveljist. því hún deyr um leið og höglin koma í hana. En vitanega er hægt að særa rjúpu með haglabyssu ef skot- maðurinn er ekki nógu leikinn í meðferð vopnsins, og það er mjög leiðinlegt er það atvik kemur fyrir. En ekki er það betra ef fuglinn er skotinn með riffli. Það má frekar kallast ó- mannlegt. Með réttu á ekki að skjóta fugl nema með hagla- byssu, enda er það yfirleitt gert. Það má aðeins taka sem dæmi, hvort ekki eru meiri líkur á. að rjúpan kveljist með eina riffilkúlu í sér, heldur en á þriðja hundrað högl. ef rétt hagglastærð er notuð í þeim haglabyssum sem mest eru not aðar. Að vísu er þetta nokkuð Iangt mál, en ég er aðeins að gefa það í skyn, að það er ýmislegt ó- mannúðlegra gert. heldur en að skjóta rjúpu með haglahyssu. Rjúpnaskytta + fuglavinur. + Óhress í útlöndum Óhress í útlöndum „Heilsutæpur“ skrifar: „Kæri Velvakandil Eitt af því, sem Norðurlanda ráð hefur gott gert, er að koma á gagnkvæmum sjúkrasamlags samningum milli þjóða Norður landa. Verði fslendingur veikur í Færeyjum, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð eða Finnlandi, fær hann fulla aðstoð, sem sjúkrasamlagið hér heima sér um að greiða. Nú komst ég að því vegna tilviljunar fyrir nokkru, að sumir útlendingar á ferð í Bretlandi fá sams konar aðstoð frá NHS („National éealth Service"). Ég kannaði málið og komst að því, að fólk frá Nýja Sjálandi, Júgóslaviu, Noregi, Danmörk og Svíþjóð fær fulla þjónustu hins opinbera í veik- indatilfellum í Bretlandi, vegna gagnkvæmra samninga milli sjúkrasamlaga. Hvers vegna hafa íslenzk trygginga- og sjúkrasamlaga- yfirvöld ekki samið við brezka aðilja? Rúmur þriðjungur ís- lenzku þjóðarinnar kemur til Bretlandseyja fyrr eða síðar á lífsleiðinni, og því skyldum við ekki semja við Breta á sama grundvelli og aðrar Norður- landaþjóðir? Gott væri, ef þú vildir upplýsa þetta, Velvakandi minn. s Heilsutæpur". Spurningunni er hér með komið áleiðis, og myndi Vel- vakandi birta svar réttra að- ilja. Ar Vísnaþáttur þakkaður „Ketill úr dölum“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Viltu gera svo vel að skila fyrir mig þakklæti til Sigurð- ar Jónssonar frá Haukagili fyr ir vísnaþátt hans í útvarpinu. „í hendingum“ mun þátturinn heita núna. Við erum ótrúlega margir, sem gaman höfum af að heyra snjallar og skemmtilegar stök- ur, og Sigurður er án efa einn vísnafróðasti íslendingur, sem nú er uppi. Þökk sé honum, og þá ekki sízt fyrir flutning- inn, en hann er mjög áheyri- legur og skýr, þannig að mað- ur missir ekki af neinu orði. ★ Sögur Hagalíns Fyrst ég er farinn að skrifa þér um útvarpið og er kominn í gott skap af tilhugsuninni um vísnaþáttinn, þá er ekki úr vegi að þakka annað gott út- varpsefni, en þar á ég við sög ur Guðmundar Hagalíns, sem hann flytur sjálfur. Þetta er tjómandi skemmtilegt útvarps efni, maður lifir sig alveg inn í tíðarandann og lífið þarna fyrir vestan, eins og það var fyrr á árum og Hagalín lætur svo vel að lýsa. Sögurnar eru fullar af glettni og gamansemi. Það er auðheyrt, að rauði litur- inn hefur þvegizt að mestu af Guðmundi, enda er nú svo langt síðan hann stóð sjálfur í hinni pólitísku eldlínu fyrir vestan, að hann getur leyft sér að líta til baka með góðlátlegt bros á vör. Pólitíkin gat oft verið subbuleg á fyrri árum, og margir hafa skaddazt var- anlega af henni, en Guðmund ur hefur varðveitt ró sína, svo að hann getur lýst ástandinu á þessum árum með gaman- semi og skilningi á málstað beggja aðilja. Beztu kveðjur til Sigurðar og Hagalíns, ykkar Ketill ur dölum“. LAD Y ESQUIRE 5KÓL1TUR - 33 LíTlít HAFNARBÚB, C/ör/ð gamla skó sem nýja, með Lady Esquire skólit Strandgötu 34, Sími 50080 Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.