Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967 21 Sálarrannsóknarfélag stofnað á Selfossi Vetrarhjálparinnar í Reykjavík við sambærilegt hjálparstarf Hjálpræðishersins um allan heim undanfarin 80 ár. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnarvöld víða séð sér hag í.því að fela Hjálpræðis- hernum rekstur slíkra hjálpar- stofnana, því að þar er reynslan mest á slíku starfi. Langar mig til að draga fram nokkur dæmi um þa'ð, hversu mikils álits starf Hjálpræðishers- ins á þessu sviði nýtur meðal grannþjóðanna. Jafnframt ætla ég að geta nokkurs, hvernig þeir mennta starfsfólk sitt víða um heim til slíkrar hjálparstarfsemi. Líknarsysturnar í Osló. Það var víst árið 1918, sem Oslóarborg reisti jólatréð á há- skólatorginu við Karl Johanns- götu í Osló. Þótt einkennilegt sé kemur það þessari sögu mik- ið við. Því að alltaf, þegar kveikt hefur verið á því 1. des. ár hvert, fer fram athöfn, þar sem Hjálpræðishernum er afhent tré þetta til varðveizlu. Þetta er vfðurkenning Oslóarborgar til líknarsystra Hjálpræðishersins í fátækrahverfum borgarinnar. Þennan dag hefst fjársöfnun þeirra með jólapottum úti um alla borgina. Þaðan fá þær fjár- hagslegan stuðning til starfs síns í þágu fátæklinganna um jólin. Þessi athöfn 1. des. þykir að jafnaði nokkur viðburður í Osló, og safnast allmikill mannfjöldi á háskólatorgið af þessu tilefni. Og á meðan hornaflokkur hers- ins leikur, ganga hermennirnir út í mannþröngina og taka á móti fjárframlögum til líknar- starfsins. Líknarsysturnar, sem njóta slíkrar virðingar í Osló, hafa á sínum höndum hjúkrunarstörf í heimahúsum, útvegun nauð- synja til fátækra heimila, vöggu- stofur, heimili fyrir afvegaleidd- ar stúlkur o. m. fl. Á öllum þess- um stöðum er kappkostað að hafa valdar konur í hverri stöðu. Og þar sem þessi starf- semi á sér yfir 70 ára sögu í Noregi, eiga þær a’ð baki reynslu í þessu starfi, sem er ómetan- leg, er um slíka starfsemi er að ræða. „Elevator" — endurhæfingarstöð. En starf þessara kvenna er ekki það eina, sem unnið er að á þessu sviði í Osló. Hjálpræðis- herinn rekur einnig félagslegt hjálparstarf meðal karlmanna. Þar á meðal er fangahjálpin. Og hluti hennar eru endurhæf- ingarstöðvarstöðvar fyrir af- brotamenn. Þær hafa verið reknar af Hjálpræðishernum í Noregi í marga áratugi undir nafninu „Elevator". Nýjasta heimilið af þessu tagi var opn- að haustfð 1966, og hefur vakið athygli úti þar. Þarna er rúm fyrir 45 vistmenn í einu. Verk- stæði tilheyrir heimilinu, þar sem íbúarnir vinna meðan þeir búa sig undir það að koma út í lífið aftur eftir fangavist sína. Ung majórshjón í hernum stjórna heimili þessu. Það er ekkert einsdæmi, að heimili á borð við þetta skuli rekið af Hjálpræðishernum. Slíkt heimili var rekið í Ástralíu þegar árið 1881. Það ár er hið skipulega hjálparstarf hersins talfð byrja. Velferðarmiðstöð á Amager. Þann 21. ágúst 1967 vígði Hjálpræðisherinn í Danmörku nýja miðstöð fyrir velferðar- starf sitt. Hún er reist á stað, þar sem herinn hafði áður upp- tökuheimili fyrir karlmenn. 1 þessari velferðarmiðstöð er margt með nýju sniði. Hún er bygg“ð upp af litlum einingum. Þarna er elliheimili fyrir 20 karlmenn. Býr þar hver í sínu eigin herbergi. Þarna er líka heiniili fyrir ódæla unglinga. Því er skipt í 3 heimili. I hverju búa hjón ásamt 5 unglingspilt- um, sem þau hafa gengið í for- eldrastað um sinn. Reyna þau að skapa piltunum heimili, sem þeir hafa farið á mis við um dagana. Unglingarnir hafa sér- stakan inngang í herbergi sín og hafa visst frelsi innan ramma heimilisreglna. Þarna er líka endurhæfingarstöð fyrir saka- Endurhæfingastöð í Ósló fyrir menn. Þar eru margar vistar- verur: 16 þriggja manna her- bergi, eitt tveggja manna her- bergi og 12 eins manns herbergi. í tengslum við þennan hluta eru níu verkstæði (þ.á.m. málara- stofa og smíðaverkstæði) og að auki stór verksmiðjusalur, þar sem ubnið er að ýmsum verk- efnum eftir þörfum. Þetta heimili er gott dæmi um þær kröfur, sem Hjálpræðisher- inn gerir til hjálparstarfsemi sinnar. Alls staðar, sem þeir geta, láta þeir starfsemi sína fylgja kröfum tímans. Sam- kvæmt þeim heimildum, sem ég hefi undir höndum og eru nýjar, er Hjálpræ'ðisherinn vakandi við það að byggja starf sitt upp á nútíma vísu, bæði í félagsmála- starfinu og í sjúkrahússtarfi þeirra víða um lönd Um menntun starfsfólksins. Hvernig er menntun starfs- fólksins háttað? Frá því er ekki auðvelt að segja í fáum orðum, því að kynni þess af hernum byrja á svo ólíkum tímum æv- innar. Sumt elst þar upp frá barnæsku, annað kemst í kynni við hann á unglingsárum. Enn aðrir kynnast honum að loknu stúdentsprófi, og áðrir að loknu háskólaprófi í einhverri grein. Hver þeirra hefur sína mennt- un, er þeir komast í kynni við herinn. Og síðan er byggt ofan á þann grundvöll eftir þörfum. Hér í Reykjavík voru t. d. fyrir nokkrum árum foringjar tveir, hvor á eftir öðrum. Annar þeirra var háskólamenntaður tungu- málamaður, hinn fyrrverandi hvalfangari í Suðurhöfum. í báða reyndist talsvert spunnið sem flokksforingja. Það má ganga út frá því sem gefnu, að fólk það, sem Hjálpræðisherinn hefur valið til forustu í félags- legu hjálparstarfi og hjúkrun, sé fólk, sem uppfyllir allar kröf- ur, sem gerðar eru til slíks starfs í löndum þeim, sem her- inn rekur starf sitt í. Margt af starfsfólki hersins hefur sér- menntun, kennarar o. fl. Og auð- vitað hafa þeir allir hlotfð menntun sína í herskólum víða um lönd. Þeir skiptast jafnaðar- lega í tvær aðaldeildir: guðfræði- lega og félagslega. I guðfræði- legu deildina ganga allir til þess að geta boðað fagnaðarerindið sómasamlega. í félagslegu deild- inni er veitt sérmenntun í því hjálparstarfi, sem herinn hefur sérhæft sig í að sinna. Þangað fara allir, sem ætlað er sérstakt starf á þvi svfði. Þeir, sem þurfa frekari menntun á því sviði, eru sendir til aðalstöðvanna í Lond- on. Majór Svafa Gísladóttir, sem var á sinum tíma yfirmaður kvennadeildar líknarstarfsemi Hjálpræðishersins í Danmörku, gekk þessa leið í þjálfun sinni. „Donna Helene". Hér sakar ekki að geta her- konu einnar, sem verið hefur fréttaefni á Norðurlöndum að undanförnu. Hún heitir Helene Löndal (kölluð „Donna Helene“, þar sem hún starfaði), og er hún ofursti innan Hjálpræðishersins. Nú er hún orðin magister í þjóð- félagsvísindum við háskólann í Sao Paulo fyrir verkefni, sem hún hefur unnfð að í Brazilíu. sakamenn. Það fjallaði „Um manninn í þjóðfélagsþróun Suður-Amer- íku.“ Það var til þess að gera seint, sem Löndal ofursti fór að hugsa um félagsleg efni sem lífsstarf sitt. Hún var orðin þrítug, þegar það gerðist, og var hún þá búin að vera foringi í norska Hjálp- ræðishernum í níu ár. En árið 1934 var hún kölluð til starfa í Brazilíu. Og þar hóf hún starf í Sao Paulo. í hverfi því, sem hún starfaði í, var fjöldi hóru- húsa. Fyrstu jólin, sem hún var þarna, reyndi hún að halda jóla- samkomur fyrir stúlkurnar, sem þar dvöldu, en fáar mættu. Þá reyndi hún a’ð gera sér grein fyrir því, hvers vegna slíkur fjöldi stúlkna dvaldi í þessum húsum. Komst hún að raun úm það, að ótímabærar barneignir væru tíðasta orsökin. Barðist hún því fyrir því með oddi og egg, að Hjálpræðisherinn eign- aðist heimili fyrir ógiftar mæð- ur. Fyrir jólin 1935 var hún bú- in að safna nægilegri fjárupp- hæð til að taka hús á leigu til starfseminnar. Þetta var byrj- unin á hjálparstarfsemi fyrir þessar stúlkur. Vann Löndal öt- ullega að þessu málefni á stjórn- arskrifstofum landsins. Að frum- kvæði hennar var sett á laggirn- ar stjórnskipúð nefnd, sem birti niðurstöður sínar 1953. Á grund- velli þeirra var öllum hóruhús- unum lokað með lagaboði. Frá Sao Paulo var hún kölluð 1953 til Afríku sem yfirforingi líknar- starfsins þar. Og 1955 var hún kölluð til Svíþjóðar sem yfir- foringi líknarsystranna þar. 1962 varð Helene Löndal of- ursti að hætta störfum sem her- foringi 59 ára gömul, útslitin að eigin dómi. Sama árið var haldið upp á 25 ára afmæli mæðraheim- ilisins hennar í Sao Paulo. Þang- að átti hún kost á að fara. Var hún hefðruð þar á ýmsan hátt af stjórnarvöldunum. Og þar var hún kölluð til annarrá starfa. Svo stóð á, að meðan hún dvaldi í Brazilíu í fyrra sinnið hafði hún stundaði nám í félags- vísindum í fimm ár í boði há- skólans í Sao Paulo. Nú var hún beðin um að vinna að þjóðfé- lagslegum rannsóknum í Norður- Brazilíu. Fyrirtæki nokkuð, sem var að hefja starf þarna norður frá baúðst til að standa straum af kostnaði við þessar rannsókn- ir. Og nú er þessi hjálpræðisof- ursti orðinn magister næstum hálf sjötugur að aldri. Þessi hjálpræðishermaður er aðeins einn af mörgum afburða- mönnum, sem byggja á arfi Hjálpræðishersins í félagslegu starfi. Þeir, sem minna ber á, byggja á þessum sama grund- velli. Ástæða væri til að rita langt mál um hlutdeild Hjálp- ræðishersins í afnámi fanganý- lendunnar á Djöflaeynni al- rændu. Það er saga, sem ástæða væri til að halda á lofti. Ég vona, að þessi fáu orð megi verða til þess að veita fólki upp- lýsingar um starf Hjálpræðis- hersins að félagsmálum. Hér á landi hefur Hjálpræðisherinn alla tíð unnið að félagslegu hjálparstarfi. Oftast hefur það verið gert í kyrrþey, og almenn- ingur hefur lítt orðið var við þetta starf á síðum dagblaðanna. ÞRIÐJUD. 21. nóv. var haldinn á Selfossi fundur til undirbún- ings stofnunar sálarrannsóknar- félags ,sem hugsað er að starfi með líku sniði og önnur slík fé- lög, sem munu nú .vera 5 starf- andi á landinu. En tilgangur þeirra er sá, að afla þekkingar á framhaldi lífsins eftir líkams- dauðann og vinna að framgangi þeirra mála. Var fundurinn haldinn í Tryggvaskála og var vel sóttur ekki aðeins af Selfossi heldur víða að úr héraðinu. Mættir voru nokkrir stjórnar- menn Sálarrannsóknarfélags ís- landis og fleiri gestir úr Rvík. í upphafi fundar flutti Guðm. Einarason, forseti félagsin, er- indi og sagði frá lækningafund- um enska miðilsins Horace S. Hamblings, sem kom hing,að til lands á liðnu sumri á vegum félagsins og hélt fjölmarga fundi m.a. nokkra á Selfossi. En hann hetfur starfað siem miðill um rúmlega 50 ára skeið og hiotið viðurkenningu enska Huglækna- FÉLAG Sjálfstæðiskvenna, Þuríður Sundafyllir, í Bolungar vík efnir til fullveLdisfagnaðar í félagsheimilinu á staðnum n.k. Samt hefur herinn unnið a'ð hjúkrunarstörfum, haft elliheim- ili og vöggustofu, rekið leitar- stöð að týndum mönnum í öll- um heimsálfum og margt fleira. Góðverk af þessu tagi hafa til- hneigingu að falla í gleymsku, er tímar liða. Það tel ég ástæðu- laust með öllu. Þess vegna eru þessi orð rituð, að þau mættu verða einhverjum til skilnings- auka á máli því, sem um er rætt. sambandsins. Hann kom aftu-r til landsins sl. haust og hélt einni-g þá fjölmarga lækninga- fundi. Að því loknu flutti sr. Sveinn Víking-ur erindi um sálarrann- sóknirnar almennt og þær breyt ingar, se-m þær hefðu haft á lífs- skoðanir og lífisviðhorf manna þá rúmu öld, se-m liðin er síðan nútíma sálarrannsóknirnar hóf- ust. Síðan flutti Hafsteinn Björns- son miðil! n-okkur ávarpsorð og óskaði þess, að samtökin mættu verða sálarrannsóknunum að góðu liði og fél-agsmönnum til blessunar. í undirbúningsnefnd að stofn- un félagsins voru kjörin: Þor- k-ell Björgvinss-on, Guðmiundur Kristinsson, HaMgrímu-r Þorláks son, Guðrún Eiríksdóttir, Anna Eiríksdóttir og Valdimar Þórð- ars-on. Á fundinum ákváðu 50 man-n,s að ger-ast stofnendur og framhaldsstofnfiundur ákveðinn í janúar n.k. (Fréttatilkynning). iaugardag. Hefist samkoman með því að spiluð verður félagsvist, en síðan flytur Sigurður Bjarna son, alþingismaður ræðu. Síðan verður tízkusýning. Að lokum verður dansað Leika ,,Berkir“ fy-rir dansinum. Sjálfstæðiskvennafélagið Þuríður Sundafyllir minntist 25 ára afmælis síns fyrr á þessu ári. Sjálfstæðisfélögin í V-Barða- strandarsýslu efna einnig til fullveldisfagnaðar á Patreks- firði n.k. laugardag. Hefst sam- koman kl. 8.30 um kvöldið. Þar mun Matthías Bjarnason, al- þingismaðu-r flytja ræðu. Að lokum verður dansað. Óperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti sem nú er sýnd í Tjarn- arbæ hefur hlotið mjög góða dóma enda hefur aðsókn að sýning- um verið mikil. í óperunni koma fram m.a. Hanna Bjarnadóttir, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Eygló Viktorsdóttir svo og kór, en alls taka um 30 mann-s þátt í sýning- unni. Þegar hafa á fimmta hundrað manns gerzt áskrifendur að sýningum Óperunnar en tekið er á móti nýjum áskrifendum í Tjarnarbæ alla daga frá kl. 5-7, sími 15171. Næsta sýning, sú f jórða, verður í Tjarnarbæ í kvöld kl. 21, en ekki verður hægt að hafa fleiri en þrjár sýningar fyrir jól. — Myndin sýnir Jón Sig urbjörnsson í hlutverki dr. Dulcamara bjóða ástardrykkinn til sölu. Fullveldissamkomur Sjólistæðis- munnu í Bolungnrvík og Pntreksiirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.